Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 15

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 15
15 v . axandi ólga er innan Sjálf- stæöisflokksins með þaö sem kallað er forystukreppa. Stuðningsmenn Þorsteins Pálsson- ar flokksformanns eru þó síður en svo á þeim buxunum að gefa nokkuð eftir enda þykir Davíð Oddsson, borgar- stjóri og varafor- maður, vera orðinn valtari á stallin- um. Áköfustu stuðningsmenn beggja eru sagðir skipa sér í fylking- ar og vera búnir undir uppgjör sem hugsanlega verði innan flokksins fyrir kosningar. .. u ■ ^■ú liggur fyrir að a.m.k. átta kjörnir þingmenn hafi yfirgefið Al- þingi áður en kjörtímabilið er á enda — einn af hverjum átta. Fyrst- ur fór Sverrir Her- mannsson; hann gerðist landsbanka- stjóri. Á mismun- andi tímum fóru þrjár Kvennalista- konur vegna útskiptareglu flokks- ins; Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Kristín Halldórsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. Kjartan Jóhannsson var gerður að sendi- herra og sömuleiðis Albert Guð- mundsson. Nú síðast fór Birgir ís- leifur Gunnarsson, sem fékk seðlabankastjórastól og 1. apríl hverfur Friðjón Þórðarson af vett- vangi þingsins og gerist sýslumaður Dalasýslu. . . Eins og kunnugt er voru mikil átök vegna ráðningar sundlaugar- stjóra í nýju sundlaugina í Kópavogi. Nú er reiknað með að fleiri fái að fjúka en sundalaugarstjórinn fyrr- verandi. Til stendur að leggja niður garðyrkjudeild bæjarins og við það mun Einar Sæmundsen garð- yrkjustjóri missa starf sitt. Einar er talinn vera vinstrimaður. Verkefni garðyrkjudeildar verða flutt undir skipulagsstjórn Kópavogs. Skipu- lagsstjóri er Birgir Sigurðsson en það vakti athygli að þegar nýr meiri- hluti var myndaður eftir kosningar hætti Birgir í Alþýðuflokknum og hefur síðan gerst stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins... A ^^^fleitur árangur Guðmundar Þ. Jónssonar í forvali Alþýðu- bandalagsins þykir enn einu sinni undirstrika vaxandi gjá milli forystu- manna stéttarfélag- anna og stjórnmála- flokkanna. Áður hafði Guðmundur Hallvarðsson farið halloka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og Asmundur Stefánsson forsetr ASÍ, Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ, og Karvel Pálmason dregið sig út úr pólitíkinni. Eftir stendur Karl Steinar Guðnason. Á hinn bóginn er mögulegt að verkalýðsforingj- arnir Hrafnkell A. Jónsson og Pétur Sigurðsson, forseti ASV, komist á þing í vor. . . Einn þeirrasem ráðnir voru sem aðstoðarflugstjórar hjá Flugleiöum er 25 ára gamall ísfirðingur, Þór- hallur Haukur Reynisson. Þór- hallur var starfandi flugmaður hjá flugfélaginu Örnum á Isafirði. Þór- hallur hefur aðeins verið atvinnu- flugmaður í tvö ár. Það vakti athygli að Þórhallur var ráðinn en enginn af reyndum Arnarflugsflugmönnum fékk stöðu hjá Flugleiðum . . . U nglingsstrákar i vesturbæ Kópavogs segja auövelt aö fá frí í leikfimi. Eins segjast þeir hafa af- slátt á pylsum í pylsusöluskúrnum við sundlaugina. Eigandi pylsusöl- unnar er leikfimikennari piltanna, Haraldur Erlendsson . . . Schui Schuma, EINLEIKARAR: Hermann Baumann Joseph Ognibene Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson HUÓMSVEtTÁRS TJÓRI: Petri Sakari Slnfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255. =f=^==== p íslandl er aðalstyiktaraðlll Slnfónfuhljómsveltar Islands starfsárið 1990 - 1991 KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi LAUNAGREIÐENDUR Innheimta tiyggingagjalds Þann 1. janúar 1991 komu til fram- kvæmda lög um tryggingagjald. Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að inna af hendi af vinnulaunum, reiknuðu endurgjaldi o.fl. Með því er sameinuð innheimta launatengdra gjalda. Tryggingagjaldið kemur í stað launaskatts, lífeyristrygginga- gjalds, slysatryggingagjalds, atvinnuleysistryggingagjalds og vinnueftirlitsgjalds. Gjaldstig tryggingagjalds Tryggingagjald er lagt á í tveimur gjaldflokkum, þ.e. sérstökum og almennum. • í sérstökum gjaldflokki er gjaldið 2,5% af gjaldstofni. í þeim flokki eru landbúnaður, iðnaður og sjávar- útvegur. • í almennum gjaldflokki er gjaldið 6% af gjaldstofni. í þeim flokki eru allar aðrar gjaldskyldar atvinnu- greinar sem ekki falla undir sérstak- an gjaldflokk. Gjalddagi og eindagi Gjalddagi tryggingagjalds er 1. dagur hvers mánaðar vegna launa næstliðins mánaðar og eindagi er 14 dögum síðar. Gíróseðlar Á næstu dögum fá launagreið- endur sendan áritaðan gíróseðil vegna tryggingagjalds með upp- lýsingum um greiðanda, greiðslu- tímabil o.fl. Skil er unnt að gera í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, í Reykjavík hjá tollstjóra. Þeir sem ekki hafa gíróseðil en þurfa að standa skil á trygginga- gjaldi geta fengið sérstakan greiðslu- seðil, RSK 5.28, hjá innheimtu- mönnum tryggingagjalds. Upplýsingabæklingur Nánari upplýsingar um trygginga- gjald er að finna í sérstökum upplýs- ingabæklingi sem sendur verður launagreiðendum á næstu dögum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.