Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 Sverrir Agnarsson Dauðinn shiptir múslíma ekhi miklu máli Unglingsstrákur situr bergnuminn viö sjónvarpstœki. Hann er ekki ad horfa á manndráp í beinni útsendingu heldur rekur hann sitt eigiö stríö. Skerandiýlfur, hviss! og sprenging. ,,Lœkkaöu í þessum tölvuleik,“ segir Sverrir. Strákurinn gerir þaö meö semingi en heldur áfram aö murka lífiö ár óvinum sínum á skjánum. Sverrir Agnarsson þekkir betur til í arabalöndunum en flestir aðrir ís- lendingar. Hann hefur meðal ann- ars ferðast um Líbíu, Egyptaland, Jórdaníu, Sýrland, Tyrkland og Pak- istan. Hann bjó um skeið í Líbíu; það var í árdaga valdaskeiðs Gadaffis. Þá hafði hann deilt kjörum með Pakistönum í heilt ár — og tekið mú- hameðstrú. Það var fyrir tæpum 20 árum og Sverrir er riú einna mestur kunnáttumaður í sögu og menningu araba. BENJAMÍNAR í PAKISTAN En hvað rak hann austur til Pakist- ans fyrir tæpum 20 árum? „Þetta var tími þjóðflutninganna miklu,“ segir Sverrir og glottir; og vísar til sálardrepandi leitar ’68-kyn- slóðarinnar að sannleikanum. Leit- ar sem bar fólk víða og skilaði væg- ast sagt misgóðum árangri. „Það voru heilmargir Vesturlandabúar sem fóru austur eftir þótt í þeim hópi hafi ekki verið margir íslend- ingar — innan við tíu, held ég. En ég ferðaðist víða um Pakistan og dvaldi í norðurhéruðunum um tíma. Þar rakst ég meðal annars á þjóðflokk sem leit á sig sem benjamína, hina týndu ættkvísl gyðinga. Raunar hafa sumir gert tilkall til benjamína fyrir hönd Islendinga. Er ekki Benjamín H.J. Eiríksson fremstur í þeim flokki?” En hver voru fyrstu áhrif af menn- ingu Austurlanda? „Ég fann til ákveðins skyldleika og skynjaði að trú Austurlandabúa er náskyld hinni svokölluðu þjóðtrú okkar. Og fólkið er um margt líkt okkur íslendingum, stundum fannst mér ég allt eins geta verið vestur í Dölum eða norður á Akureyri. En uppbygging samfélagsins er með allt öðrum hætti, sérstaklega eru kynin aðskilin á mjög ákveðinn hátt. Ég hef kynnt mér íslam vel, einnig kúgun Vesturlanda á þessum svæðum í gegnum tíðina: til dæmis Englendinga í Pakistan og ítala í Líb- íu. Þessar þjóðir eru flestar hverjar nýlega lausar úr nýlendufjötrunum og máttu sæta talsvert harðari kúg- un en Islendingar af hálfu Dana, svo ekki sé meira sagt. Andúð múslíma gagnvart Vesturlöndum er réttlæt- anleg, hatrið er skiljanlegt. Þetta ættu íslendingar að skilja manna best." STYRJÖLDIN SNÝST UM FRELSUN PALESTÍNU Og skilja íslendingar viðhorf araba? „Það er mjög mismunandi. Fólk á erfiðast með að skilja að þar gilda önnur sjónarmið en hér. Strákar sem eru aldir upp á Gazasvæðunum og Palestínu við linnulaust ofbeldi læra auðvitað að svara fyrir sig. Þeir sjá Bandaríkin fyrst og fremst sem land sem styður Israel í gegnum þykkt og þunnt. Og ísraelar rústa heimilum þessa fólks, skjóta börn, ofsækja það. Auðvitað upplifa arab- ar þetta sem styrjöld, styrjöld við Vesturlönd ekki síður en ísrael. Saddam Hussein hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að styrjöldin nú snúist um frelsun Palestínu.” Saddam Hussein, já. Hvað finnst Sverri um hann? „Það er leitt," svarar hann með sannfæringarkrafti, „að gaur eins og Saddam skuli sitja uppi með svona góðan málstað. Þær fréttir sem við fáum gefa flestar til kynna aö arabar séu frumstæðir villimenn. Þegar menn trúa þvi er stutt í að þeir samþykki að það sé allt í lagi að leggja eitt land í rúst, sprengja það út af landakortinu. Og það hefur gleymst í stríðsæsingnum siðustu daga að Bandaríkjamenn voru hörðustu stuðningsmenn Saddams og íraks, mokuðu í hann vopnum og peningum. Nú eru þeir að drepa sömu þjóð og þeir hafa dyggilega aðstoðað Saddam við að kúga og halda niðri. Vesturlönd vilja ráðsk- ast með málefni arabalandanna af því að þau vilja ákveða olíuverðið, ráðskast með markaðinn. Hvað ætli íslendingum fyndist ef auðhringar úti í heimi heimtuðu að fá að ráða verðinu á þeim fiski sem við veið- um? Þetta er sami hluturinn." ÞÚSUNDIR ÓBREYTTRA BORGARA DEYJA En hvernig er hægt að tala um „góðan málstað" íraka? Þeir innlim- uðu sjálfstéett ríki. „Kúvæt hefur lengi verið til sem borg og var í þeim skilningi sjálf- stæð eining. A sama hátt hefði verið hægt að gera Riyadh í Saúdí-Arabíu að sjálfstæðu ríki. En landamæri Kúvæts eru nýleg og byggja ekki á sögulegum forsendum. Miklu frekar má segja að írakar eigi sögulegan rétt á a.m.k. eyjunum á Persaflóa. Málinu hefur hins vegar verið stillt þannig upp að Kúvæt hafi verið sjálfstætt ríki aftur á 17. öld. Það er rangt enda voru landamæri í eigin- legum skilningi með allt öðrum hætti í arabalöndunum." Sverrir hugsar sig um og spyr svo; „Og af því við erum að tala um söguna: Er Saddam Hussein svo merkilegur kall að það réttlæti að hin forna Mesópótamía sé sprengd í tætlur?" Við reiknum í sameiningu út hversu mörgum tugum þúsunda af sprengj- um hefur verið varpað á írak. „Fólk deyr af þessum sprengjum, er það ekki?" segir hann kaldhæðinn. „Baráttan fyrir frelsinu og lýðræð- inu er greinilega dýru verði keypt. Það er leitt að gaur eins og Saddam skuli sitja uppi með sv/ona góðan málstað Vonandi er enginn svo einfaldur aö halda að óbreyttir borgarar farist ekki í þessum árásum. Þúsundir munu farast. En þessi styrjöld færir mönnum þó heim sanninn um að kjarnorkuvopn eru ónothæf, sama hvort þeim er beitt eða ekki." En hvernig er hægt að hafa samúð með málstað íraka og styðja ekki Saddam Hussein? „Ég held að flestir hugsandi músl- ímar í heiminum séu sammála um að það er fátt eða ekkert gott um Hussein að segja. Hann hefur ofsótt fólk af eigin þjóð og sögur um pynt- ingar eru hroðalegar. En alþýða manna í mörgum arabalöndum hef- ur fyllst stolti og litið á Saddam sem fulltrúa uppreisnar hennar gegn kúgurum og ofbeldi. Israelar eru að upplifa núna að það er ekki hægt að halda fólki niðri til lengdar. Auðvit- að verður írak sigrað en sá sigur verður dýrkeyptur. Og ég held að menn þurfi að finna eitthvað enn þá sterkara orð en pyrrhusarsigur. Af- leiðingarnar verða skelfilegar." ARABARSJÁ í GEGNUM SPILLTA VALDHAFA Vesturlandabúar hafa ríka til- hneigingu til að afgreiða múslíma sem villimenn og múhameðstrú sem mjög frumstæð trúarbrögð. Hvað segir Sverrir um það? „Múhameðstrú er miklu þjóðfé- lagslegri trúarbrögð en kristindóm- urinn og rík áhersla er lögð á aö menn taki mið af því sem er rétt og rangt í gjörðum sínum. Það eru margar sögur af Kristi í Kóraninum en múslímar trúa ekki á fórnar- dauða hans. Þeir trúa því ekki að einhver annar geti tekið á sig syndir þeirra. Munurinn á lífsskoðun araba og Vesturlandabúa er í raun ekki svo mikill og byggist kannski aðal- lega á mismunandi aðstæðum. Gild- ismat araba er Vesturlandabúum oft framandi; dauðinn til dæmis skiptir miklu minna máli hjá þeim en okk- ur. Samheldnin er líka meiri enda er stórfjölskyldan enn við lýði víðast hvar. Þannig skapast líka sú tilfinn- ing araba að þeir hafi eitthvað að verja, eitthvað að berjast fyrir. Þeir vilja hafa stjórn á lífinu og hafa rík- an skilning á réttu og röngu. Flestir arabar sjá þannig í gegnum spillta valdhafa í þessum löndum; þeir vita að leiðtogarnir breyta ekki rétt, samkvæmt Kóraninum." Hann hugsar sig um. „Oft finnst mér ég frekar vera heima hjá mér þegar ég ferðast um héruð í arabalöndunum en í Evrópu." Er hægt að sjá araba fyrir sér sem sameinaða heild? „Já, það er hægt. En það er alltaf verið að troða upp á þá stjórnend- um. Bandaríkjamenn komu Sadd- am Hussein til valda; ferill hans var blóði drifinn og honum var haldið uppi af þeim. Það er ekki fyrr en nú sem hann er orðinn óvinur númer eitt — af því hann er ógn við Vestur- lönd að þeirra mati. Það má minna á að Khomeini þvertók fyrir að semja frið við íraka meðan Saddam væri við völd. Af hverju studdu Vest- urlönd ekki sjónarmið írana þá? Hvað hefur breyst?" Mun stríðið við Persaflóa mynda óbrúanlega gjá milli araba og Vest- urlandabúa? „Möguleiki á brúargerð hefur að minnsta kosti ekki verið minni í annan tíma. Annaðhvort verða Vesturlandabúar að gefa araba upp á bátinn eða beita öllum ráðum til að kúga þá. Og síðari kosturinn get- ur aðeins gengið í einhvern tíma. En það eru fleiri spurningar sem vakna, nú þegar það er verið að sprengja heilt land í tætlur. Hvernig líst mönnum á að Bandaríkin hafa nú tekið að sér hlutverk alheimslög- reglu? Þetta er þeirra stríð, ekki Sameinuðu þjóðanna. Spyrðu fólkið í arabalöndunum hver sé að berjast. Það eru Bandaríkin. Nú, þegar Aust- ur-Evrópa er hrunin, hafa valdahlut- föllin gerbreyst. Bandarikin eru hið sterka, leiðandi ríki. Þeir virðast líta á það sem köllun sina að halda uppi „lögum og reglu" í heiminum — með banvænum tölvuforritum og háþróuðum leikföngum. Og þeir ákveða leikreglurnar sjálfir. Hvernig líst mönnum á það!" Hrafn Jökulsson S.ÞÓR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.