Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24 JANÚAR 1991 Útgefandi: Blaó hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Pór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Sigurður Már Jónsson Sigurjón Magnús Egilsson Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Ljósmyndari: Sigurþór Hallbjörnsson Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson Prófarkalesari: Helgi Grímsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1100 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 170 kr. eintakið. Vandamálastofnun í PRESSUNNI í dag er rakin saga Miklalax, laxeldisfyr- irtækis í Fljótum. Á stuttum tíma hefur þetta fyrirtæki orðið stærsti skuldari Byggðastofnunar. En þrátt fyrir gífurlegar lán- veitingar stofnunarinnar er flestum ljóst að nær engar líkur eru á því að fyrirtækið geti staðið undir rekstrin- um. Byggðastofnun situr uppi með laxeldisstöð, laxa- sláturhús og nokkur einbýlishús í kringum stöðina. Stjórn hennar þarf að ákveða hvort hún vill leysa þessar eignir til sín eða lána fyrirtækinu meira til þess að það geti haldið áfram rekstri, í veikri von um að grundvöllur finnist undir reksturinn einhvern tíma í framtíðinni. Laxeldisstöðin stendur langt frá annarri byggð — svo langt að reisa þurfti íbúðarhúsnæði undir starfsmenn hennar. Það er því hæpið að rökstyðja fjárausturinn með því að menn hafi verið að treysta atvinnu í einhverju byggðarlagi. í raun væri nær að segja að Byggðastofnun hafi reist nýja byggð. Hún bjó því til nýtt vandamál til viðbótar við þau sem hún hafði fyrir. Byggðastofnun er því orðin nokkurs konar sjálfstætt lífkerfi — hún býr til vandamál sem hún glímir síðan við að leysa. Smáþjóðirnar HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Þessa dagana notar friðar- verðlaunahafi Nóbels og met- söluhöfundur Iðunnar, Míkha- íl Gorbatsjov, hervald gegn varnarlausum smáþjóðum við Eystrasalt. Skyldu þeir Heimir Pálsson og Steingrím- ur Hermannsson nú vera eins hrifnir af Gorbatsjov og á blaðamannafundinum forð- um, þegar bók hans um pere- strojku var kynnt? Hvað sem því líður hygg ég að draga megi þrjár ályktanir af at- burðunum í Eystrasaltsríkj- unum. Fyrsta ályktunin er al- menns eðlis: Þær breytingar. sem hafa þrátt fyrir allt orðið til bóta í Ráðstjórnarríkjun- um síðustu ár, hafa ekki orðið fyrir skyndileg sinnaskipti valdhafa heljjur vegna van- getu þeirra til þess aö halda uppi fyrri kúgun. Kremlverj- ar hafa ekki breyst í lýðræðis- sinna heldur hafa þeir neyðst til að slaka á klónni. Við Vest- urlandamenn ættum af þeim sökum að láta okkur meiru skipta hvað Kremlverjar gera og geta heldur en hvað þeir segja og hugsa. Hugleiðingar um áætlanir þeirra og yfirlýs- ingar varða miklu minna en beinharðar staðreyndir um hernaðarmátt þeirra og fyrri gerðir. Á meðan þessir menn ráða tröllslegum hernaðar- tækjum verðum við Vestur- landamenn að vera á varð- bergi. Önnur ályktunin varðar okkur íslendinga. Hún er sú að við höfum verið miklu heppnari með nágranna en flestar aðrar smáþjóðir. Við vorum lengi undir stjórn Dana, sem voru mildir og góðviljaðir nýlenduherrar, þótt þeim væru stundum mis- lagðar hendur. Hverjir hafa aðrir skilað aftur dýrgripum eins og Danir handritunum? Við höfðum ekki heldur und- an miklu að kvarta á meðan við nutum verndar breska flotans, enda eru Bretar al- þekkt menningar- og mann- úðarþjóð. Um miðja öldina lentum við loks á áhrifasvæði Bandaríkjamanna, sem hafa ætíð komið fram við okkur sem heiðursmenn. Þeir hafa aldrei notað sér það að þeir hafa her í landinu, auk þess sem við höfum stórgrætt á þeim eins og áður á Bretum, hvort sem það hefur orðið okkur til góðs eða ekki. Þriðja ályktunin varðar okkur íslendinga líka. Hún er sú að smáþjóðir verða að eiga öfluga bandamenn. Þær mega alls ekki einangrast á alþjóðavettvangi. Harmleik- ur Eystrasaltsþjóðanna þriggja er sá að enginn kem- ur þeim til varnar þegar á þær er ráðist. Nú er allt á hverfanda hveli. Kalda stríð- inu er lokið, nýtt stórveldi er að verða til í Evrópu, og Bandaríkjamenn eru ekki lík- legir til að axla endalaust sömu byrðar og áður. Við ís- lendingar þurfum að hugsa okkar gang. Þótt við séum best komnir í áframhaldandi varnarsamstarfi við Banda- ríkjamenn er ekki víst að við eigum þess ætíð kost. Verð- um við ekki að hugsa í fullri alvöru til frekari tengsla við Evrópubandalagið? Höfundur er lektor i stjórn- málafræði við Háskóla Islands. DÓMSDAGUR ER í NÁNDI ALLIR SPÁDÓMAR RÆTAST! DÓMSDAGUR ER í NÁND! TEIKNING: ÓMAR STEFÁNSSON Hvers á Kaninn ad gjalda? Um leið og styrjöldin mikla hófst við Persaflóa tók ísland undir sig stökk á landakort- inu. Við héldum nokkur að þetta væri eyja nyrst í Atl- antshafi, sögð útvörður Evr- ópu í landafræðibókum, byggö þjóð af norrænum uppruna. En það breyttist allt með Persaflóastríðinu, ef það hefur ekki alltaf verið della, Island er ennþá eyja, en miklu sunnar og vestar en haft var fyrir satt, stödd miðja vegu milli Stóra-Bretlands og Bandaríkjanna. Og þjóðin vaknar brosandi á hverjum morgni, ennþá svolítið feim- in, en innilega stolt af að hafa verið fermd inní samfélag sið- aðra, menningarsvæðið sem kennt er við sax og angl. Núna er árið sem við feng- um Skæ og Sé-enn-enn. ENGIN LEIÐINDI Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landið bregður undir sig betri fætinum. En nú var hraðinn allur annar en oftast áður, og við losnuðum alveg við þann seigdrepandi ófögn- uð sem einusinni var algeng- ur undanfari hálfvolgra breytinga. Hver man ekki eft- ir rifrildunum, blaðagreinun- um, fundahöldunum, félaga- samtökunum, þingsályktun- artillögunum, ríkisstjórnar- kreppunum og menningar- vitamótmælunum? í gamla daga var þessu hellt yfir okk- ur í sífellu áður en nammið kom, svona einsog refsing á undan glæpnum. Nú eru sem betur fer aðrir tímar, og ekki verið að tefja sig á smámun- um. Aðeins einn maður er nóg til að breyta núna. Engar blaðagreinar með og á móti. Engir langdregnir umræðu- þættir í útvarpinu. Engir þyrrkingspésar ofan úr há- skóla eða úr rithöfundafélag- inu. Ekkert vafstur og vesen fram og aftur á alþingi. Einn maður. Ein hetja sem færir þjóð sinni nýjungarnar glóðvolgar.» Páll Magnússon hefur skráð nafn sitt gullnu letri í póesíu- bók íslensku þjóðarinnar. Nokkrir ruglukollar eru auðvitaö nöldrandi útí horni af gömfum vana og minni- máttarkennd hinna vanmátt- ugu. Til dæmis hefur einhver kverúlantaklúbbur sem kall- ar sig íslenska málnefnd ver- ið að kvaka, og ennþá leynast í skúmaskotum Moggans örfá hjárænueintök tautandi dróttkvæðaslitrur á milli þess sem þeir reyna að ná magáls- leifunum úr efrigómi. Sem betur fer tekur enginn mark á þessu gengi. Páll Magnússon hefur lagt horn- steininn. Nú rísa háir salir. LEIÐRÉTTUM MISTÖKIN En af hverju takmarka sig við tvær stöðvar og eingöngu þessar fréttir — sem hvoreðer eru heldur drungalegar? Eru ekki fleiri takkar á kassan- um? Við þurfum auðvitað að halda landvinningum okkar áfram. Og leiðrétta forn mis- tök í menningarsögunni. Fyrst við þurfum stríðsfréttir er aldeilis upplagt að hreinsa út eina rásina fyrir gamlan kunningja, sem áður yljaði hjörtunum. íslenska hersjón- varpið í Keflavík. Stöð þrjú á Útnesjum. Sú sama og eitt- sinn var að ósekju hrakin brott af hinum íslenska skjá. Hvers á Kaninn eiginlega að gjalda? En við skulum fyrir alia muni ekki upphefja leiðindi út af þessu. Engar blaða- greinar eða þingræður. Páll Magnússon gerir þetta fyrir okkur þegar vel stendur á. Höfundur er blaðamaður og is- lenskufræðingur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.