Pressan - 27.03.1991, Page 7
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
7
MUGGSMYND
SKILAB VEGNA
BDSBHDA UM
Úlfar í Gallerí Borg leyföi eig-
andanum að skila myndinni,
þegar hann kvartaöi.
UPPRUNA
Kaupandi Muggsmyndar skilaði henni aftur til
Gallerís Borgar eftir að undirskriftin leystist
upp þegar hreinsa átti myndina.
Ágúst Sigurðsson, forstjóri í Stykkishólmi, hefur skilað
inn til Gallerís Borgar málverki eftir Mugg (Guðmund
Thorsteinsson) sem hann lét kaupa fyrir sig á sölusýn-
ingu fyrir skömmu, þar sem einungis voru boðnar til
kaups myndir eftir Mugg. Ágúst sendi myndina til Mork-
inskinnu til hreinsunar og innrömmunar en eftir rann-
sóknir sem þar voru gerðar og eftir að hafa fengið
skýrslu um þær ákvað Ágúst að skila myndinni. Efa-
semdir um uppruna hennar vógu þar þungt. Ágúst fékk
að skila myndinni enda hafði hún ekki verið greidd.
„LEIST EKKERT Á
MYNDINA"
„Þetta er leiðindamál sem ég vil
sem minnst um tala,“ sagði Ágúst.
Hann sagði að dóttir hans hefði séð
myndina á sýningunni í Gallerí Borg
og látið hann vita þar sem hann var
staddur erlendis. Þar sem hann
hefði lengi langað í mynd eftir Mugg
af Stykkishólmi þá hefði hann látið
kaupa myndina. Gallerí Borg var
með myndina í umboðssölu og sagt
að eigandi væri aðili í Danmörku
sem ekki vildi láta nafns síns getið.
„En þegar ég kom heim og sá hve
meðferðin á henni var slæm þá vildi
ég ekki eiga hana. Okkur leist bara
ekkert á hana,“ sagði Ágúst en það
kom fram í samtalinu við hann að
engin vandkvæði hefðu verið á því
að skila myndinni. Myndin ber ekk-
ert ákveðið nafn en á sýningunni
var hún titluð „Landslagsmálverk
frá Stykkishólmi".
GALLERÍ BORG KREFST ÞESS
AÐ FÁ RANNSÓKNINA
En málið hefur tekið á sig nýja
mynd því Pétur Þór Gunnarsson hjá
Gallerí Borg hefur skrifað Morkin-
skinnu bréf þar sem hann krefst
skýringa á því hvernig rannsóknin á
málverkinu fór fram. Um leið krefst
hann þess að fá að sjá rannsóknina.
Björn Th. Björnsson bað starfsmenn
Gallerís Borgar að komast aö eig-
endaferli myndarinnar, en hann sá
myndina eftir aö búiö var að taka
hana úr rammanum.
„Gallerí Borg leitaði eftir því að fá
skýrslu Morkinskinnu um myndina
en í bréfi mínu neitaði ég því enda
skýrslan unnin fyrir þáverandi eig-
anda myndarinnar. Eg sagðist hins
vegar vera tilbúinn til að láta réttan
og staðfestan eiganda í Danmörku
hafa skýrsluna," sagði Ríkarður
Hördal hjá Morkinskinnu en hann
vann með málverkið á meðan það
var þar. Hann sendi afrit af svarbréfi
því er Gallerí Borg fékk til stjórnar-
formanns Gallerís Borgar, Ragnars
Árnasonar, og einnig til viðskipta-
ráðuneytisins.
Þegar myndin kom til rannsóknar
kom í ljós að skorið hafði verið með-
fram köntum hennar sem er al-
mennt talið mjög gróf aðferð sem
ávallt vekur upp spurningar um það
hvað var skorið af. Einnig hafði
myndin verið límd upp á plötu og
lakkað yfir hana á köflum. Þetta var
gert í innrömmunarfyrirtæki sem
Muggur (Guðmundur Thorsteins-
son). Undirskriftin hvarf þegar terp-
entína var borin að henni.
heitir Listinn og var áður að hluta til
í eigu Gallerís Borgar.
UNDIRSKRIFTIN
LEYSTIST UPP
Þegar myndin var hreinsuð fóru
óvæntir hlutir að gerast því undir-
skrift höfundar undir myndinni
leystist upp þegíir terpentína var
borin að henni. Þá var hætt frekari
vinnu með myndina og eiganda
hennar, Ágústi Sigurðssyni, gefin
munnleg skýrsla þar um. í kjölfar
þess ákvað hann að láta kaupin
ganga til baka.
Ríkarður sagðist ekki treysta sér
til að draga neinar ályktanir af
þessu — honum hefði einfaldlega
þótt rétt að gefa eiganda myndar-
innar skýrslu á þessu stigi málsins.
Það er kannski eðlilegt því að ef
allt væri með felldu með undirskrift-
ina ætti hún ekki að leysast upp við
terpentínuhreinsun enda er hér um
að ræða mynd frá 1914. — En hve
langur tími þarf að líða þar til olíu-
málning hættir að leysast upp við
terpentínumeðferð? Ríkarður sagði
að það væri misjafnt en taldi að eftir
eitt ár væri málningin orðin nokkuð
föst. Annar sérfræðingur á þessu
sviði tók í svipaðan streng.
Til að taka af öll tvímæli um aldur
málverka eru þau mynduð með út-
fjólubláu ljósi og staðfesti Ríkarður
að slík mæling hefði verið gerð en
hann vildi ekkert láta uppi um nið-
urstöðu hennar fyrr en réttur eig-
andi málverksins gæfi sig fram.
Þarna virðist því ákaflega margt
benda til þess að undirskrift mynd-
arinnar sé ekki gerð þegar Muggur
málaði hana 1914. — Og þar eð
hann dó árið 1924 þá er einnig
margt sem bendir til þess að hann
hafi ekki sjálfur undirritað hana.
BJÖRN TH. BAÐ UM
EIGENDAFERIL
Einn þeirra sem sáu myndina eftir
að búið var að taka hana úr ramm-
anum hjá Morkinskinnu var Björn
Th. Björnsson listfræðingur. Björn
er gjörkunnugur myndum Muggs
og var spurður að því hvort efa-
semdir hefðu vaknað hjá honum
um réttmæti myndarinnar?
„Ég bað þá bara hjá Gallerí Borg
um að komast að eigendaferli henn-
ar. Það var það eina sem ég sagði og
það er reyndar það eina sem maður
byrjar á,“ sagði Björn Th. en þegar
myndin fór á sýninguna lágu engar
upplýsingar fyrir um eigendaferil
hennar.
Björn sagði að jsað hefði óneitan-
lega vakið athygli að myndin hefði
verið skert í köntunum án þess að
hann treysti sér til að draga ályktan-
ir af því þar til eigendaferillinn lægi
fyrir.
Björn sagðist heldur ekki treysta
sér til að ræða um áreiðanleika und-
irskriftarinnar í þessu tilviki, en
bætti við: „Það er auðvitað svolítil
tilhneiging til þess, ef menn eru
sannfærðir um það sjálfir að mynd
sé eftir ákveðinn mann — án þess að
um fölsun sé að ræða — að merkja
hana sjálfir. Ég hef orðið var við
þessa tilhneigingu," sagði Björn.
MÁLSHÖFÐUN
„Vegna fyrri samskipta við
PRESSUNA þá svara ég engu um
þetta,“ var það eina sem Úlfar Þor-
móðsson, forstöðumaður Galleríis
Borgar, vildi láta hafa eftir sér þegar
til hans var leitað, en síðar barst
blaðinu skrifleg greinargerð frá
Pétri Þór Gunnarssyni, þar sem seg-
ir m.a. að forsvarsmenn Gallerís
Borgar hafi haft samband við eig-
anda myndarinnar í Danmörku,
sem ætli að láta rannsaka myndina
ytra. Að sögn Péturs mun sá aðili
sem tekur það verk að sér fara fram
að fá skriflegt svar frá íslenska við-
gerðarmanninum um hvaða efni
hafi verið notuð. Ennfremur segir
Pétur að eigandi myndarinnar íhugi
málshöfðun á hendur Morkin-
skinnu.
Sigurður Már Jónsson