Pressan - 27.03.1991, Page 8
8
MIDVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991
SPILUNKABMAL
LÆKNAOG
LVFUUIUM
HRANMAST UPP
Æ fleiri hneykslismál
um misnotkun í
heilbrigðisþjónustunni
hafa litið dagsins ljós.
Sérfræðingar framvísa
svimandi launa-
reikningum fyrir vinnu
utan aðalstarfs.
T r y ggingay firlæknir
Tr yggingastofnunar
makar krókinn á mati á
örorku. Apótekarar hafa
orðið uppvísir að þátttöku
í lyfjaþjófnaði og nota
lækna sem leiguliða til að
auka sölu á dýrum lyQum.
Lögfræðingur leitar uppi
og féflettir fórnarlömb
umferðarslysa.
Dæmi um fjárplógsstarfsemi apótekara, lækna og fleiri
aðila innan heilbrigðisgeirans hafa síðustu mánuðina
hrannast upp. Heilbrigðisútgjöld ríkisins á hverju ári
nema um 45 milljörðum króna og virðast svartir sauðir
heilbrigðisgeirans ekki víla fyrir sér að líta á fúlgurnar
sem varið er til að lækna sjúka og bæta hag þeirra sem
gullkistu sem óhætt sé að ganga í að vild. PRESSAN
hefur á undaförnum mánuðum greint frá fjölmörgum
dæmum sem lúta að þessu. Flestar tilraunir ráðherra
heilbrigðismála á hverjum tíma til að breyta fyrirkomu-
lagi á kaupum á þjónustu lækna og lyfsala hafa mislukk-
ast. Útgjöld til sjúkrahúsa og tryggingamála hafa vaxið
langt umfram aukið þjónustuhlutverkið.
PRESSAN 18. október: Aö minnsta
kosti sex apótek i Reykjavík og í
Kópavogi eiga og leigja út húsnæði
undir læknastofur. Leigan er oftast
afar lág, en það vinnst upp með auk-
inni lyfjasölu.
PRESSAN benli 18. október á það
fyrirkomulag sex lyfsala í Reykjavík
og Kópavogi að leigja húsnæði frá
sér undir læknastofur. Gagnrýnend-
ur telja þessi beinu hagsmunatengsl
í hæsta máta óeðlileg, bjóði heim
hættunni á spillingu og aukinni
lyfjanotkun. í samtali við PRESS-
UNA viðurkenndi Werner Rasmus-
sen lyfsali hreinskilnislega að þetta
fyrirkomulag væri til að auka við-
skiptin hjá sér. Fram kom að Werner
þyrfti að selja lyf fyrir 13 til 14 millj-
ónir á ári til að vega upp lága leigu
til læknanna. Tugir lækna eru á
þennan hátt leiguliðar apótekara.
Fjárplógsstarfsemi innan heil-
brigðisgeirans birtist einnig í ein-
kennilegu tískufyrirbrigði sem sum-
ir lögfræðingar eru farnir að stunda.
Þannig hefur PRESSAN bent á
dæmi Eddu Sigrúnar Ólafsdóllur
lögfræðings, sem hafði hundruð
þúsunda króna af hópi ungs fólks
sem lent hafði í alvarlegum umferð-
arslysum.
Upp komst um Eddu Sigrúnu þeg-
ar skjólstæðingar hennar fengu
upplýsingar hjá viðkomandi trygg-
ingafélögum um hversu háar bætur
þeir hefðu fengið dæmdar til sín.
Munaði í einstökum tilfellum hundr-
uðum þúsunda króna á dæmdum
bótufn og uppgjöri lögfræðingsins.
Þann 22. nóvember greindi
PRESSAN frá því að árlega væru
þúsundir öryrkja kallaðir til endur-
mats á vegum Tryggingastofnunar
ríkisins — án sýnilegs tilgangs. Tii
LOGMAÐUR
FEFLETTI..
FORNARLOMB
UMFEBMRSLYSA
&-?£= smm
■
PRESSAN 1. nóvember: Landsmenn
upplýstir um að Edda Sigrún Ólafs-
dóttir lögfræöingur hafi fengið
greiddar bætur fórnarlamba umferð-
arslysa, en haldið eftir hundruðum
þúsunda króna.
að mynda þyrfti fjöldi heyrnleys-
ingja að mæta í endurmat þótt þeir
byggju við algert heyrnarleysi frá
fæðingu. Gísli Jónsson bílstjóri
Bolli Hédinsson formaöur tryggingaráös
HAGSMUNIR ERU í HÚFI
„Þad má segja ad flestar tilraunir
til ad draga úr útgjaldaaukningu til
heilbrigdismála hafi strandað, það
er rétt. En þá verður að hafa í huga
að kerfið hefur vaxið fyrst og fremst
vegna aukningará þvísem fyrir var.
Það er fyrst nú í ráðherratíð Guð-
mundar Bjarnasonar að spurt er
hvort verja eigi fé í tiltekin verkefni
eða ekki."
Þetta sagði Bolli Héðinsson for-
maður tryggingaráðs. En þótt Guð-
mundur hafi lagt fram tvö frumvörp,
annað um lyfjafyrirkomulagið og
hitt um sérfræðikostnaðinn, dög-
uðu þau bæði uppi. „Við skulum
segja að þeim hafi verið skotið á
frest. Það bíður þess sem situr í heil-
brigðisráðuneytinu næsta haust að
framfylgja þessu. Sem betur fer eru
þetta þverpólitísk mál."
Bolli sagði að vissulega væri erfitt
að eiga við lækna og lyfsala þegar
rætt væri um grundvallarbreyting-
ar. „Það er ljóst að svona mál koma
við hagsmuni. Þeir eru í húfi á báða
bóga.“
Bolli sagði að það sem skipti máli
í þessu væri ný grundvallar hugsun
í sjúkratryggingum á íslandi. „Fyrst
og fremst að Tryggingastofnun ríkis-
ins geti valið meir og betur um hvað
Bolli Héðinsson formaður trygginga-
ráðs: „Útgjöld til heilbrigðismóla eru
komin í hámark. Þar hefur lyfjakostn-
aður og útgjöld vegna þjónustu sér-
fræðinga vaxið hratt."
gert er. Til dæmis hvort þjónusta er
keypt af sérfræðingi eða spítölun-
um. Slíkt útheimtir viðamiklar kerf-
isbreytingar og það ríkir almenn
óþreyja um að af siíku geti orðið, þvi
útgjöld til heilbrigðismála eru kom-
in í hámark. Lyfjakostnaður og út-
gjöld vegna þjónustu sérfræðinga
hefur vaxið hratt," sagði Bolli.
hafði misst fót fyrir ofan hné fyrir
nokkrum árum en býr við að þurfa
að mæta árlega í endurmat. „Það er
eins og þeir geri ráð fyrir að fótur-
inn vaxi á mig aftur," sagði Gísli.
Ekki þarf að taka fram að það eru
tryggingalæknar sem fyrst og
fremst hafa hag af öllum þeim til-
gangslausu heimsóknum öryrkja
sem stafa af þessu.
Þann 4. janúar síðastliðinn bent-
um við enda á bókun sem Bolli Héð-
insson formaður tryggingaráðs
hefði gert um athugun á vinnu
lækna TVyggingastofnunar fyrir
tryggingafélögin. PRESSAN greindi
frá því að Bolli hefði sent Birni Ön-
undarsyni tryggingayfirlækni bréf
og beðið um greinargerð um magn
og umfang þeirra aukatekna sem
hann og aðrir tryggingayfirlæknar
stofnunarinnar fá frá tryggingafé-
lögunum. Lætur nærri að Björn fái
um 90 prósent þeirra aukatekna
sem fást við að selja tryggingafélög-
unum örorkumat — hvert þeirra er
verðlagt á 20 þúsund krónur. Tilvik-
in munu vera að minnsta kosti um
150 á ári og lætur því nærri að auka-
tekjur Björns nemi um 2,5 milljón-
um króna á ári vegna þeirra. Tölur
voru þó nefndar um allt að 500 ör-
orkumöt á ári og fjölgar þá milljón-
unum til Björns verulega.
„Þetta er alveg sér „bissness" hjá
læknunum. Þetta er bara einkastarf-
semi sem hefur verið stunduð í ein-
hvern tíma og við viljum fá að vita
umfang hennar," sagði Bolli við það
tækifæri.
Svar Björns við fyrirspurn Bolla
var einfalt. Hann taldi sig ekki þurfa
að svara tryggingaráði um þessar
aukatekjur.
Þann 29. nóvember fjallaði
PRESSAN um ýmsa þætti rannsókn-
ar ríkisendurskoðunar á meintum
svikum Jóns Grétars Ingvasonar, yf-
irlyfjafræðings á Landakotsspítala
ogSt. Jósefsspítala. Jón er grunaður
um að hafa svikið út milljónir króna
með lyfjastuldi úr lyfjabúrum spítal-
anna. Læknar létu sjúklingum í té
lyfseðla og beindu sjúklingunum til
Jóns. Jón fór síðan með lyfseðlana
aðallega í tvö apótek, Ingólfsapótek
Werners Rasmussens og Vesturbæj-
arapótek, sem ýrnist sendu lyfseðl-
ana til Tryggingastofnunar og fengu
greiðslu þaðan, eða að apótekararn-
ir létu Jóni í té lyf, sams konar og á
lyfseðlunum, sem Jón gat notað til
að lagfæra birgðastöðuna í lyfjabúr-
unum. í þeim tilfellum barst einnig
greiðsla frá Tryggingastofnun.
1 skýrslu ríkisendurskoðunar, sem
síðar kom fram, segir um þessi við-
skipti: „Verulegur grunur er á að lyf
sem talin eru skila sér frá lyfjabúð-
unum komi ekki að fullu til baka.
nauðsynlegt er að rannsókn fari
PRESSAN 8. nóvember: Fram kom að
Edda Sigrún Ólafsdóttir lögfræðing-
ur hefði, með aðstoð læknis og eigin-
manns, leitað uppi fórnarlömb um-
ferðarslysa, enda engar smáræðis
upphæðir í húfi.
fram á Vesturbæjarapóteki og Ing-
ólfsapóteki á ferli viðskiptanna."
Grunur leikur á að ekki sé um ein-
stakt tilvik að ræða hjá Jóni og sam-
starfsmönnum. Áætlað er að velta
apótekanna fyrir lyfjasölu verði um
3,4 milljarðar á þessu ári og þar af sé
álagning tæpur milljarður.
Þann 14. febrúar fjallaði PRESS-
AN nánar um mál Jóns G. Ingvason-
ar. Þar kom fram að Jón hefði látið
Landakotsspítala kaupa ótrúlegt
magn af áfengi og alkóhóli án þess
að skýring lægi fyrir. Nánar tiltekið
lét Jón spítalann árið 1989 kaupa
1.586 lítra af alkóhóli og spíra, 192
flöskur af sherríi, 136 lítra af rauð-
PRESSAN 22. nóvember: Á ári hverju
streyma þúsundir einstaklinga til
Tryggingastofnunar ríkisins í endur-
mat vegna fötlunar sinnar. Oft er eng-
inn sýnilegur tilgangur með þessu.