Pressan - 27.03.1991, Side 15

Pressan - 27.03.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991 15 C ^^elfyssingar urðu mjög svo kát- ir um daginn þegar forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir falaðist eft- ir landi í nágrenni bæjarins, nánar til tekið á vesturbakka Ölfusár, nálægt Sog- inu. Hún fær landið til leigu í sínu eigin nafni og er leigutími óskilgreindur og þá hefur leigugjaldið ekki verið ákveð- ið ennþá. Líklega hefðu ekki allir fengið úthlutað landi á þessum stað sem er í jaðri skógræktarsvæðisins og því mjög fýsilegt... i ( ákveðið fyrir nokkrum dögum, eftir að Halldór Asgrímsson tók af skarið, og gert með vilja Hjörleifs Guttormssonar og Egils Jóns- sonar. Fyrsti maður á lista Alþýðu- flokksins, séra Gunnlaugur Stef- ánsson, er hins vegar ekki sagður ánægður með þetta. Lítilsvirðingin er þó líklega mest gagnvart fram- bjóðendum smáflokkanna, Þjóðar- flokks og Kvennalista, sem eiga allt sitt undir því að fá að fylgja með á fundum þeirra stóru ... lú mun ákveðið að aðeins verði haldnir þrír sameiginlegir fundir fyrir kosningar með fram- bjóðendum stjórn- málaflokkanna á Austurlandi. En hingað til hafa fund- irnir verið þrettán í þessu víðfeðma kjördæmi. Þetta mun hafa verið RESTAURANT TORFAN Staður við allra hæfi. Borðapantanir í sfma 13303 Guöbjörn Jónsson Stjórn G-samtakanna hnuplaði ríkis- framlagi. . . ,,Ég ætla að vona að bullandi ágreiningur sé í G-samtökunum, en sá ágreiningur er varla vegna vinnubragða minna, nema því að- eins að G-samtökin séu horfin frá því markmiði sínu að gefa fólki kost á ráðgjöf til endurskipulags skulda- mála, án tillits tii greiðslugetu fyrir þjónustu," segir Guðbjörn Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri G-sam- takanna, í athugasemdum sem hann sendi PRESSUNNI vegna um- mæla á baksíðu blaðsins í síðustu viku. „Sagt er að ég hafi þegar lent í ágreiningi við stjórn félagsins, en það er ekki rétt. Eftir að ég hafði rekið ráðgjöf og endurskipulagning- arþjónustu á fjórða mánuð klofnaði stjórn samtakanna í afstöðu til þess hvort hætta ætti þessu starfi. For- maður vildi hætta, en lenti í minni- hluta og kaus þá leið til hefndar að ata mig auri í DV“ Guðbjörn heldur áfram: „Engar deilur eru uppi við núverandi stjórn frá minni hendi. Þessi stjórn var kos- in 20. jan. sl„ og var smalað sérstak- lega á fundinn til þess að tryggja kosningu stjórnar sem héldi starfi mínu áfram. Fljótlega eftir aðalfund varð ljóst að Raðgjafarþjónustan hafði fengið tvær milljónir á fjárlög- um. í framhaldi af því hefst undir- róður gegn áframhaldandi starfi mínu fyrir samtökin. Þegar endan- lega varð ljóst þann 12. mars sl. að stjórnin vildi ekki halda starfi mínu áfram undir nafni samtakanna, nema fá yfirstjórn hugbúnaðarkerfa minna, fór ég frá samtökunum með gögn fólksins sem hafði trúað mér fyrir málefnum sínum. Fjármál Ráð- gjafarþjónustunnar annars vegar og félagslega þáttar samtakanna hins vegar hafa verið aðskilin frá upp- hafi. Reikningi Ráðgjafarþjónust- unnar hefur nú verið lokað og full- komlega eðlileg skil staðfest af end- urskoðanda samtakanna. Sannleik- urinn er hins vegar sá að stjórn sam- takanna hnuplaði frá Ráðgjafar- þjónustunni ríkisframlagi sem greitt var út nú fyrir skömmu, en þá átti ég ógreidd laun hjá Ráðgjafarþjónust- unni að upphæð u.þ.b. 1,5 milljónir. Ef samtökunum er svo mjög a móti skapi að vera kennd við vinnu- brögð mín síðastliðið ár er það þeirra mál. Ég hef kappkostað að veita öllum sem til mín leituðu að- stoð, eins og ég hef getað, óháð efnahag, sé það andstætt markmið- um samtakanna er það miður.“ LAUSN A SIÐUSTU KROSSGÁTU D Uj1 *JL rgentínskt eldhús -á íslenska vísu

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.