Pressan


Pressan - 27.03.1991, Qupperneq 16

Pressan - 27.03.1991, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991 Afi sagði fyrsta sætið eða ekkert segir Linda Pétursdóttir um tilboð framsóknarmanna, t spjalli um pólitík, miðilsfundi og árulestur Hún er eitt þekktasta andlit landsins utan land- steinanna en var síðast í fréttum á íslandi er spurd- ist að framsóknarmenn gengju með grasið í skón- um á eftir henni að taka sæti á lista flokksins í Reykjavík. Hún hefur samt aldrei verið flokksbundin þar á bæ og raunar aldrei pælt í pólitík fyrr en frændi hennar Guðmund- ur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra nefndi þessa hugmynd við hana. „Þeir voru verulega ýtnir, hringdu hingað trekk í trekk, héldu fundi með mér og hvaðeina," segir Linda Péturs- dóttir fyrrum Ungfrú heimur og nú í dómnefnd fyrir þær fegurðarsamkeppnir sem haldnar eru víða um land. „Ég hef aldrei komið nálægt pólitík og hafnaði því alfarið að taka sjötta sæti listans. Ég ræddi þetta við afa sem er mikill framsóknarmaður, eig- inlega grænn í gegn, og hann sagði mér að taka fyrsta sæt- ið á listanum eða ekkert. Afi er indæll." Samtal PRESSUNNAR við Lindu fer fram á heimili hennar við Hæðargarð á mándagskvöldið. Áður en langt um líður er á hreinu að henni finnst Bart Simpson æðislegur, ekki sé hellt upp á kaffi á heimilinu, því síður reykt, en hún reynist samt eiga öskubakka í fórum sín- um. Þó það. Ferill Lindu er flestum kunnur, en hún varð Ungrú heimur 1989. Vann fyrir for- ráðamenn þeirrar keppni og íslenska aðila í eitt ár á eftir en hefur síðan starfað sem fyrirsæta að undanskildu sumrinu í fyrra er hún vann sem fararstjóri úti á Spáni. Það sem liggur fyrir í dag er líklega vinnuferð til Japan þar sem hún hefur starfað áð- ur sem fyrirsæta og við land- kynningu. SAUMAKLÚBBUR FEGURÐARDÍSA Stúlkurnar sem kepptu við Lindu um titilinn Ungfrú ís- land 1988 halda enn hópinn að miklu leyti. „Við erum 8—9 sem hittumst reglulega einu sinni í mánuði heima hjá hver annarri og spjöllum saman. Þetta er eins og hver • annar saumaklúbbur og það er ótrúlegt hve vel okkur kemur saman þó við séum að gera ólíka hluti, ein í Háskól- anum, ein í Myndlistarskól- anum, ein orðin 2ja barna móðir og svo framvegis. Einu sinni á ári mega svo kærast- arnir slást í hópinn og þá för- um við í sumarbústaðaferð og höldum teiti,“ segir Linda með skemmtilega tvíræðri áherslu á orðinu teiti. Aðspurð hvort ekki sé óeðlilegt að þær stúlkurnar haldi svona hópinn miðað við hina miklu samkeppni sem ríkti millum þeirra í keppninni segir Linda svo ekki vera. „Margir hafa þær ranghugmyndir að þær stúlk- ur sem taka þátt í þessum keppnum séu hrokafullar glanspíur en svo er ekki,“ seg- ir hún. „Hópurinn 1988 var einstaklega skemmtilegur og samheldinn og margar af mínum bestu vinkonum í dag eru úr honum." KAUPFÉLAGSSTJÓRA- FRÚIN ÁNÆGÐ Sem fyrr segir hefur Linda starfað í dómnefnd þeirri sem valið hefur stúlkur víða um land til að taka þátt í keppn- inni um Ungfrú ísland sem haldin verður í næsta mán- uði. Fyrir rúmri viku fór hún austur til Fáskrúðsfjarðar þar sem Ungfrú Austurland var valin. „Það voru allir mjög spenntir í plássinu að þessi S.ÞOR „Eftir keppnina lenti ég í miklum vandrædum með bandarískan þingmann í Boston, sem var ansi ágengur svo ekki sé meira sagt keppni skyldi haldin þar,“ segir Linda. „Og kaupfélags- stjórafrúin var greinilega ánægð, hún sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í bænum. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á sjávarpláss- in fyrir austan og ef þessi keppni hefur gert það á Fá- skrúðsfirði er það af hinu góða.“ En í huerju eru störf dóm- nefndar eiginlega fólgin í keppni sem þessari? „Við ræðum við stúlkurnar og heyrum hvernig þær koma fyrir sig orði, spyrjum þær meðal annars hvers •vegna þær taki þátt í keppn- inni og hvað þær telji sig fá út úr henni.“ Og hver eru helstu svörin? „Aðallega að þetta sé spennandi, þær telji sig öðl- ast aukna sjálfsvirðingu með þessu og þær vilji stunda fyr- irsætustörf í framtíðinni, telji þetta góðan stökkpall í þess lags störf.“ Er þetta ekki oft meira og minna samskonar svör hjá öllum? „Jú vissulega, en það eru til skondin svör í svona keppn- um. Til dæmis gerðist það í Ungfrú heimur keppninni fyrir mörgum árum að ein stúlkan var spurð um hvað hún byggist við að fá út úr keppninni og allt varð vit- laust yfir svarinu. Hún sagð- ist nefnilega ætla að sofa hjá sem flestum karlmönnum." í máli Lindu kemur fram að það sem dómnefndin sé fyrst og fremst að leita að í fari stúlknanna sé að þær séu ákveðnar og geti bjargað sér. •Það er sem sagt ekki nóg að vera bara falleg, á bakvið út- litið verði að vera bein í nef- inu. ÁGENGUR ÞINGMAÐUR í BOSTON Og talandi um karlmenn- ina liggur nœst vid ad spyrja hvort Linda hafi lent í vand- rœdum med þá í starfi sínu sem Ungfrú heimur. „í keppninni sjálfri er gæslufólk stöðugt til staðar til að sjá um að slíkt sé ekki vandamál en ég man að eftir keppnina lenti ég í miklum vandræðum með bandarísk- an þingmann í Boston sem var ansi ágengur svo ekki sé meira sagt,“ segir Linda. „Hann hringdi stöðugt í mig á hótelið sem ég var á og ég var mjög hrædd við þessa ágengni enda eru þetta valdamiklir menn þar í landi. Það endaði með því að ég kallaði á Dúdda sem var með mér þarna, læsti herberginu og tók símann úr sambandi." Hér heima hafa karlmenn ekki verið vandamál og seg- ist Linda hafa sloppið vel í þeim málum þótt menn hafi átt til að vera uppáþrengjandi á skemmtistöðum. Linda er í sambúð núna en vildi ekki tjá sig um þann mann að öðru leyti en hann væri kallaður Ingó. MIÐILSFUNDIR OG ÁRULESTUR I samtalinu við Lindu kem- ur fram að hún er ekki með öllu ónæm fyrir straumum og stefnum í hversdagsleika þjóðfélagsins. Andleg mál- efni eru ofarlega á baugi hjá' henni ogsegist hún hafa farið á miðilsfundi og látið lesa í áru sína. Á miðilsfundunum hafa látnir ættingjar hennar komið fram og hún segir að hún muni örugglega fara á fleiri slíka fundi í framtíðinni. „Ég lét einnig lesa í áru mína en með slíkum lestri á að vera hægt að sjá framtíð viðkomandi," segir Linda. „Mér finnst ótrúlega mikið af því sem sagt var um mig hafa komið fram eins og til dæmis að ég ætti eftir að starfa mik- ið í Asíu og vera mikið á ferðalögum." Annað áhugamál Lindu þessa dagana er merkilegt nokk pólitík. Hún segir að eft- ir þessar mjög svo ákveðnu þreifingar framsóknarmanna um að fá hana í framboð í Reykjavík hafi hún farið að fylgjast með pólitík en hins- vegar sé hún ekki fylgjandi Framsóknarflokknum frekar en öðrum flokkum. En er afi þinn ekki fram- sóknarmaöur? „Jú hann er mikill fylgis- maður þess flokks," svarar hún með mildu brosi. Tja þá ertu genetískur framsóknarmadur. „Ha,“ hváir hún. Skilgreiningin á þeim er að þeir hata flokkinn en kjósa hann samt. Það finnst henni fyndið. „Ég get gjarnan sagt það að ég hef mikið álit á Halldóri Ásgrímssyni. Mér finnst hann algjör draumur því það er ekkert sem haggar honum. Þegar hann hefur einu sinni tekið ákvörðun stendur hann við hana í gegnum þykkt og þunnt," segir hún.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.