Pressan - 27.03.1991, Page 24
24
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991
Hvað er það sem fær sumt
fólk til þess að koma sér í störf
sem það ræður ekki við? Sam-
kvæmt lögmáli Peters er það
ekki fólkinu sjálfu að kenna
heldur liggur það einfaldlega í
hlutarins eðli. Fölk sem hefur
góð tök á starfi sínu fær betri
stöðu og ef það nær tökum á
henni þá fær það enn nýja
stöðu og síðan koll afkolli. Það
er ekki fyrr en það kemst í starf
sem það veldur ekki að fram-
inn hættir.
Það ereinkum tvenntsem er
sorglegt við þetta. Annars veg-
ar enda flestir starfsævina í
stöðum sem þeir ráða ekki við.
Það er sorglegt. Hins vegar er
það sorglegt að kerfið skuli fela
í sér að í feitustu störfunum sé
fólk sem valdi þeim ekki og í
hinum magrari störfum sé fólk
sem staldrar stutt við á leið
upp. Það eru því fáir á þeim
stöðum sem hæfa þeim best
og þeir fáu sem eru þar eru
með hugann við annað.
En eins og öll lögmál þá er
lögmál Peters ekki óskeikult.
Við vitum vel að það er margt
fólk sem aldrei kemst það hátt
í metorðastiganum að það fái
starf við sitt hæfi. Og við vitum
líka að sumt fólk stoppar ekki
einu þrepi ofar en það ræður
við heldur tveimur og jafnvel
þremur.
En lífið er meira en feitar
stöður. Fólk sækist líka eftir
virðingu meðborgaranna og
vill að á það sé hlustað og eftir
því tekið.
Og virðingin virðist fara eftir
svipuðum lögmálum og
stöðuveitingamar. I upphafi er
leitað til manns eftir ráðum
eða áliti. Ef hann leysirþað vel
afhendi erlíklegt að til hans sé
leitað aftur og þá kannski með
erfiðari þraut. Síðan veltur
þetta koll af kolli þar til grey
maðurinn er farinn að gefa álit
á því sem hann veit ekki haus
né sporð á eða gefa ráð við
vanda sem hann skilur ekki.
Og það sorglega við þessa
sögu er að það getur tekið fólk
mörg ár og jafnvel áratugi að
átta sig á að álit mannsins er
einskisvert og ráð hans gagns-
laus. Það er síðan enn sorg-
legra að maðurinn sjálfur áttar
sig seinast allra á þessu. Eftir
að hætt er að leita til hans fer
hann sjálfur á stúfana að finna
einhvern til að gefa ráð eða
segja álit sitt.
Þó flestir lendi í starfi sem
þeir ráða ekki við og fara að
gefa álit á því sem þeir þekkja
ekki, eru sumir haldnir svo
miklum metnaði að þeir hjálpa
sjálfir til. Og enn aðrir eru
haldnir þeirri ónáttúru að vera
alltafá vitlausumstað á réttum
tíma til þess að hægt sé að
koma þeim fyrir þar sem þeir
eiga ekki heima.
En hvað um það. PRESSAN
leitaði til valins hóps álitsgjafa
til að fá úr því skorið hvaða ís-
lendingar væru frekar ofmetnir
en aðrir. Mörg nöfn voru nefnd
en þeirsem voru oftast nefndir
fá af sér mynd hér á opnunni
ásamt tilvitnunum í orð álits-
gjafanna. PRESSAN vonar að
þetta fólk fyrirgefi henni hrekk-
inn.
Það getur alla vega sætt sig
við að það er sumt verra en að
vera álitinn ofmetinn. Þeir sem
eru ofmetnir hafa einhvern
tímann unnið sig í álit. Það var
líka látið ráða valinu hér á opn-
una að þar væri fólk sem ekki
væri fyrir löngu búið að af-
skrifa sem ofmetið.
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar.
„Styrkur Þórðar er að það er engum
illa við hann. En það er ekki góður
kosturmanns íharts stöðu að vilja ekki
styggja neinn."
Össur Skarphéðinsson aðstoðarfor-
stjóri og frambjóðandi.
„Feitir menn með skegg hafa alltaf
lent i því að vera áíitnir gáfaðir á ís-
landi. Gunnlaugur Ástgeirsson lenti í
þessu og nú situr Össur i súpunni."
Einar Oddur Kristjánsson formaður
Vinnuveitendasambandsins.
„Einar Oddur er ofmetinn. Það er frek-
ar þjóðinni en Einari að kenna. Það
stendur enginn undir þeirri goðsögn
sem var búin til í skyndingu um hann.
Einar er bara ágætis karl en ekkert sér-
staklega klár."
Guðrún Agnarsdóttir læknir og fyrr-
um þingkona.
„Guðrún og nokkrar konur aðrar virð-
ast telja hana einskonar „Moral Major-
ity" Islands."
Vigdis Finnbogadóttir forseti Íslands.
„Það munu sjálfsagt allir forsetar ís-
lands verða ofmetnir þar sem þjóðin
oflofarþá svo tekur út yfirallan þjófa-
bálk. Á síðustu árum er þetta farið að
há Vigdísi. Hún á æ erfiðara með að
koma fram sem venjuleg manneskja."
Sveinn Einarsson dagskrárstjóri.
„Maður sem hefur einhverra hluta
végna fengið æviráðningu í menning-
unni þó hann skemmi út frá sér hvar
sem hann ber niður."
Páll Skúlason heimspekiprófessor.
„Mér yrði líkamlega illt efPáls yrði ekki
getið í þessu samhengi. Engum öðr-
um íslendingi tekstað búa jafn fátæk-
legum hugsunum jafn umfangsmik-
inn og stirðbusalegan búning."
Víglundur Þorsteinsson fyrrum for-
maður iðnrekenda.
„Viglundur er svona yfirtýsingamaður
sem talar eins og hann hafi kafað
djúpt. Það kemur hins vegar í Ijós að
það er ekkert á bak við það sem hann
segir."
Gunnar Smári Egilsson
Bera Nordal forstöðumaður Lista-
safns Islands.
„Hún hefur litla bunði til að sinna starfi
sínu af einhverjum krafti. Menntun
hennar gerir hana auk þess hæfari til
að vinna á Þjóðminjasafninu."
Einararnir Már Guðmundsson og
Kárason rithöfundar.
„Hafa flúið hnignandi frægðarsól hér
heima með þvi að komast á skand-
inavíska markaðinn i gegnum Norður-
landaráð.