Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 Taliö er öruggt aö tveir nýir menn gangi til liðs viö hljómsveitina Sálina hans Jóns míns. Þaö eru þeir BIRGIR BRAGASON trommuleikari og ATLI örvarsson sem ganga til liðs við þá STEFÁN HILMARSSON og félaga. Bráölega veröur hægt aö fara og versla sér hippa- föt í þartil gerðri verslun. Á Grettisgötunni verður opnuö fataverslun 2. maí sem selur slíkan varning en einnig veröur hægt að fá barnaföt þar. Versl- unin heitir Furöukistan og er í eigu MARGRÉTAR HAFSTEINSDÓTTUR. Hún hefur notiö aðstoðar INGU ÓSKAR systur sinn- ar við opnunarundirbún- inginn. Þaö hefur stundum verið rætt um það að kynning íslendinga í kringum Júróvisjónkeppnina sé hálf misheppnuð. Það ætti tæpast að vera í ár þvi nú verður hún í hönd- um þýsks fyrirtækis. Það er vegna samninga PÉT- URS W. KRISTJANSSONAR við þýska fyrirtækið Júpíter. Júlíus, ertu eins og vindillinn hans Church- ills, útbrunninn? ,,Mér finnst þessi spurning vera út í hött“ Július Sólnes umhverfisráðherra náði ekki kjöri sem frambjóðandi frjálslyndra í nýafstöðnum kosning- um. Hann likti ósigrisinum við ósig- ur Churchills, i kosningum eftir sið- ari heimsstyrjöldina, i sjónvarpinu á kosninganótt. Keppt í kokkamennsku UPPLYSfNGABANKI NEÐANJARÐARSVEITA Guömundur Ingi Markús- son og Jóhann Eiríksson í hljómsveitinni Reptilicus œtla ú nœstunni að opna að- stöðu í miðbœnum, ásamt fé- laga sínum Olafi Gunnlaugs- syni, þar sem áhugasamir geta gengið að upplýsingum um spólu- og tímaritaútgáfu ýmissa erlendra neðanjarð- arhreyfinga. „Þetta verður fyrst og fremst vinnuhagræðing fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Ingi í spjalli við PRESSUNA. „Við ætlum að sameina þarna allar upplýsingarnar, sem Óli hefur aðgang að, um útgáfustarfsemi lítilla fyrir- tækja erlendis og þau tæki sem við eigum til að hanna bæklinga, plötuumslög og þess háttar. Þessi erlendu út- gáfufyrirtæki skiptast á spól- um og tímaritum, sem þau gefa út. Við ætlum síðan að hafa opnunartíma og selja ÞMC-klubburínn ssmmímsmmsmímmimammmmmmmmmmmmmmaéMmimm oq Þiddi Vilji menn skvetta ærlega úr klaufunum á dansgólfi skemmtistaðar væri reynandi að skella sér i Casablanca. Tónlistin sem þar er leikin er svokölluð danstónlist, enda skemmtanastjóri staðarins, hinn 24 ára gamli Sigurjón „Diddi" Sigurðsson, formaður íslandsdeildar DMC-klúbbs- ins. En það er, að sögn Didda, alþjóðlegur fétagsskapur plötusnúða. „Klúbburinn gefur út þrjár það sem við gefum út og flýtj- um inn.“ Guðmundur og Jóhann gefa sjálfir út plötur Reptilic- us í nafni fyrirtækisins Product 8. „Við vorum neydd- ir til að fara út í það, þar sem okkur stóð ekkert annað til boða,“ sagði Guðmundur. „En síðan hefur Óli líka gefið út með okkur eina kassettu." Útgáfufyrirtæki Ólafs nefnist Hel og gefur spólur út með bæði innlendri og erlendri elektrónískri tónlist í alþyngsta og grófasta kantinum. Þeir félagar eru enn að leita að húsnæði undir starfsemina, en þegar það er fundið ættu aðdáendur þungrar tónlistar að komast í feitt. „mix" plötur á mánuði, og blöð, sem félagar eru skytdug- ir til að kaupa," svarar hann að- spurðurum starfsemina. „Síð- an hef ég reynt að halda kvöld, þar sem meðlimir klúbbsins sýna hæfni sina. Það erþó ekki auðvelt þar sem margir þeirra eru ungir, allt niður i 14 ára, og komast því ekki inn í Casa- blanca. Ég hefeinu sinni reynt að fá sérstakt leyfi til að lækka aldurstakmarkið niður fyrir 18 ár í miðri viku, til aðgeta verið með sérstök DMC-kvöld, en ekki fengið það." Diddi segir að „remix" tón- listin sem plötusnúðarnir i klúbbnum spila virðist nær eingöngu ná til yngra fólks hér á landi. „Margir virðast halda að þessi tónlist sé eintómt „hiphop", en það er ekki rétt. Klúbburinn gefur út „remix" lög allskyns hljómsveita, frá Rolling Stones til U2, enda verður þetta að vera fjölbreytt, þar sem það [spila ekki allir plötu- snúðar samskonar tónlist." reiðslu- og þjónanema fer fram í Reykjavík nú um helg- ina. Það eru þeir Kristján Gunnarsson, tvítugur Reyk- víkingur, og Bjarni Haralds- son, 23 ára frá Akranesi, sem keppa þar fyrir íslands hönd, en þeir taka báðir lokapróf silt frá Hótel- og veitingaskól- anum daginn áður en mótið hefst, á föstudag. Bjarni og Kristján hafa und- irbúið sig vel fyrir þessa keppni með aðstoð meistara síðustu tvo mánuði, en þeir öðluðust rétt til þátttöku í Norðurlandamótinu eftir sig- ur í undanúrslitum hér heima. íslenskir matreiðslu- nemar hafa staðið sig með ágætum í fyrri keppnum, en þó ekki eins vel og þjónarnir sem hafa farið með sigur af hólmi síðastliðin tvö ár. Bjarni og Kristján brostu hóg- værir þegar blaðamaður PRESSUNNAR spurði hvort þeir hygðust ekki ná þjónun- um og neituðu að koma með yfirlýsingar þess efnis. LÍTILRÆÐI af reiöarslód Allir sem komnir eru til „vits og ára“ fá á fjögurra ára fresti mikil pólitísk völd, fá semsagt að ráða því hverjir setjast við stjórnvölinn á þjóðarskútunni. Þetta er gert með því að kjósa og er kallað lýðræði. Þegar kosið er, þykir við hæfi að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvað þeir ætli að kjósa. Qg þá er nú vissara að hafa fært sér í nyt þann fróð- leik sem er á boðstólum fyrir kosningar og lesið sig til, því heill og hamingja lands og þjóðar veltur á því að maður kjósi eftir forskrift þeirra sem betur vita. Dómgreind er engin hjá illa lesnum sveinum. Þessvegna ríður á að lesa blöðin vandlega fyrir kosn- ingar, já og pésa og pistla sem sendir eru inná hvert heimili til að sýna, með vits- munalegum rökum, framá hvaða frambjóðendur eigi erindi inná þing og hverjir ekki. Eftir að hafa lesið vand- lega allt prentað mál sem birtist fyrir kosningar velja svo kjósendur og hafna og þannig er það tryggt að besti kosturinn verði fyrir valinu og þarmeð er lýðræðislegri gæfu þjóðarinnar borgið. Síðustu dagana fyrir kosn- ingar taldist mér svo til að daglega skrifuðu milli þrjá- tíu og fjörutíu sérfræðingar, í Morgunblaðið eitt, afar vits- munalegar greinar um stjórnspeki, þjóðmál og frambjóðendur. Fiðurhreinsunarmenn, batíklistakonur, brunaverð- ir, ráöherrar, forstjórar, vara- forstjórar, skósmiðir, atferlis- fræðingar, sálfræðingar, textílhönnuðir og söngkon- ur þeystu framá ritvöllinn og skrifuðu af miklum vitsmun- um og þekkingu um pólitík okkur hinum til leiðbeining- ar fyrir kosningar. Það er ekki mikill vandi að kjósa eftir að þau fræði öll hafa verið stúderuð í botn. Enda svall mér á kjördegi í brjósti mikil og heit sann- færing. En þó allt þetta prentflóð hafi verið til þess ætlað að afrugla fólkið í landinu er ég ekki viss um að það hafi tek- ist til fullnustu, því Grímur frændi konunnar minnar kom heim til okkar heiðurs- hjónanna daginn fyrir kosn- ingar og gat þá ekki gert það upp við sig hvort íslendingar ættu að ganga í OPEC eða ekki. Mér fannst persónulega aö ég gæti ekki kosið nema lesa allt það sem mér barst uppí hendurnar af prentuðu máli fyrir kosningar og var þess- vegna kominn með stað- góða sannfæringu á kjör- dag. Það plagg sem hafði mest áhrif á mig fyrir kosningar fann ég í pósthólfinu mínu nokkrum dögum fyrir kjör- dag og þar var ég ávarpaður „ÁGÆTI HESTAMAÐUR". Þetta var elskulegt bréf frá frambjóðanda Framsóknar- manna í Reykjavík og hin pólitíska hugleiðing hófst á þessum orðum: — Á mínum yngri árum stundaði ég hesta- mennsku og hafði gaman af. Því miður hafa annir síðustu ára tafið mig frá þessari göfugu íþrótt. Því má segja að blóðið hafi runnið mér til skyldunn- ar . . . Síðan lýsir frambjóðand- inn því hvernig framtíðin verði bjartari með betri reið- götum því með þeim verði hægt að bjarga stórslysum á Flóttamannaleið og víðar. Og ég hugsaði sem svo: Þennan mann kýs ég ef reiðfæri verður óviðunandi á kjördag. En reiðarslóðin var fín og maðurinn ekki í framboði heimahjá mér, svo ég lét eðl- ishvötina ráða einsog hin dýrin. ’Vs Flosi Olafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.