Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 Einkennin eru ad eydileggja fyrir þér ánœgjuna af lífinu. Þetta lítur ekkert sérlega illa út, er ekkert verra en hjá flestum öörum, en engu ad sídur þá nýtur þú ekki lífsins eins og þér finnst þú œttir ad gera. Þú átt í sífelldurn vand- rœdum á vinnustad, ert alltaf aö nöldra í fjölskyldunni eöa ert hald- irm kvíöa fyrir ótrúlegustu hlutum sem þú rœöur ekki viö. Ágerist einkennirt gerist þaö einn daginn aö þú hreinlega getur ekki meira. Þú veröur aö gera eitthvaö t mál- . inu. En hvaö? Ekki er endalaust hœgt aö stóla á œttingja og vini, sem hafa nóg meö sig, og eru auk þess of flœktir í þín mál til aö geta litiö á þau óhlutdrœgt. Vœri ekki nœr aö leita til sérfrœöinga í sál- ar- og tilfinningaflcekjum, jafnvel áöur en einkennin eru farin aö há þér verulega? En þá vaknar líka sú spurning hvort sálfrœöingar og geölœknar geti hjálpaö og þá hvernig. PRESSAN haföi samband viö nokkra einstaklinga sem hafa haft kynni af slíkum sérfrœöingum og baö þá um aö segja frá reynslu sinni. Þeir sem PRESSAN ræddi við voru flestir sammála um það að einn helsti kosturinn við að ræða við sálfræðing væri sá, að hann væri óvilhallur aðili, sem ekki tengdist lífi þeirra á nokkurn ann- an hátt. Þannig gætu þeir rætt við sálfræðinginn, eða geðlækninn, án þess að hafa áhyggjur af því að þeir væru að særa einhvern eða gera lítið úr sjálfum sér með því að ræða tilfinningamál sín opin- skátt. RELLAÐI í FJÖLSKYLDUNNI Einn þeirra sem PRESSAN rœddi viö, fertugur deildarstjóri í stóru fyrirtœki hér í bœ, sem ekki vill láta nafns síns getiö, ákvaö aö fara til sálfrœöings vegna þess aö hann vildi laga þaö sem hann taldi vera galla í fari sínu. ,,Ég var ekki ánægður með hegðunarmynstur mitt og því hvernig ég brást við áreiti. Ég hafði áhuga á að bæta mig og leiðrétta og vildi prófa að leita til sálfræðings. Gerði það reyndar í framhaldi af því að hafa sótt nám- skeið í hópefli. Það vakti mig til umhugsunar um að sálfræðingur gæti hjálpað mér. Ég var óánægður með það sjálf- ur — og aðrir — hvað ég var upp- stökkur og hætti til að gera mér rellu út af smámunum. Ég vildi laga þetta en tókst ekki að gera það sjálfur. Ég var viss um að ég hlyti að gera eitthvað rangt og það kom í ljós að það var rétt þeg- ar ég ræddi við sálfræðinginn. Mér fannst mikið atriði að hann var ekki inni i mínu lífi. Það er mikilvægt að geta talað við ein- hvern sem ekki er nákominn, svo maður er ekki að særa neinn né lítillækka sjálfan sig. Ég gekk fyrst til sálfræðingsins einu sinni í viku í tvo mánuði og síðan einu sinni í mánuði í dálít- inn tíma. A milli þess sem ég fór til hans geymdi ég í huga mér at- riði sem komu upp til að ræða við hann. Síðan reyndum við að finna út hvað það væri sem ég gerði rangt og leiðrétta það. Ég stóð mig til dæmis yfirleitt ágætlega í vinnunni. Brást rétt við vandamálum sem þar komu upp í samskiptum við starfsfélagana og öðru, en sökkti mér engu að síður of djúpt í hlutina og tók það út heima. Núna tek ég minna inn á mig það sem gerist í vinnunni. Ég set það í meiri fjarlægð og hef miklu meira þanþol alls staðar." MÉR TEKST AÐ LEIÐRÉTTA MIG ÁÐUR EN ÞAÐ ER UM SEINAN Reyndi sálfrœöingurinn aö rekja þetta hegöunarmynstur til atvika úr bernskunni? ,,Já, það var reynt að heimfæra það upp á bernskuna. Þetta mynstur hafði fylgt mér þaðan og lýsti sér þannig að ég var alltaf með stein í maganum yfir að þurfa að segja eitthvað við ein- hvern, en geta það ekki, eða kunna það ekki. En það getur ver- ið rökrétt að láta aðra vita af því ef maður er pirraður, ef það er gert á réttan hátt. Og þannig losn- ar maður við steininn." Hvenœr fórstu aö sjá árangur? „Fyrstu tvær til þrjár vikurnar var sáralítill árangur, en síðan varð ákveðinn vendipunktur. Allt i einu var ég kominn yfir einhvern hól og allt fór að ganga í rétta átt. Það sem ég hef fengið út úr þessu er að ég þekki sjálfan mig betur. Ég á auðveldara með að forðast það að detta inn í ákveðið hlutverk sem ég vil ekki vera í. Mér tekst að leiðrétta sjálfan mig áður en það er um seinan." GÆTI DREGIÐ ÚR SJÁLFSMORÐUM Herdís Hallvarðsdóttir tónlistar- maður þjáðist af „vanlíðan í bak og fyrir" eins og hún orðar það þegar hún leitað fyrst til geðlækn- is fyrir tólf árum, þá rúmlega tví- tug. „Vanlíðanin einkenndist af svefnleysi, þunglyndi, hræðslu og vonleysi, og lífið var einfaldlega eins ömurlegt og það gat verið," segir Herdís. „Ég held reyndar að þessi aldur, 21—22 ára, sé krísu- punktur hjá mörgum, eins og tölur um sjálfsmorðstíðni sýna. Og menn ættu tvímælalaust að prófa að leita sér hjálpar líði þeim illa. Ungt fólk um tvítugt er oft ekki búið að finna út hvað það vill gera við sjálft sig í lífinu, en er undir miklu álagi að standa sig. Það er orðið fullorðið, en ekki búið að losa sig frá foreldrum sínum og veit ekki hvernig það á að um- gangast þá. Þannig getur ungt fólk sokkið í þunglyndi, þó það búi við það sem má kalla eðlilegar að- stæður." VÆRI DAUÐ í DAG HEFÐI ÉG EKKI LEITAÐ HJÁLPAR „Ég bjó sjálf við aðstæður sem voru hvorki betri né verri en gengur og gerist. En ástæðan fyrir því að ég beið með að leita að- stoðar þar til mér var farið að líða mjög illa var sú að maður dylur tilfinningar sínar og svo er mjög óþægilegt að kryfja sálarkirnuna. En ég væri áreiðanlega dauð í dag hefði ég aldrei reynt að leita hjálp- ar. Ég byrjaði á að vera í einkavið- tölum í þrjú til fjögur ár með einni innlögn á geðdeild Borgarspítal- ans, en varð lítið betri. Kannski var ástæðan sú að læknirinn hent- aði mér ekki eða að ég þurfti á meiri meðferð að halda en einn tíma í viku. Allan þennan tíma var ég á lyfjum, en komst að þeirri niðurstöðu eftir fjögur ár að ég hefði ekki áhuga á að taka lyf alla ævi og það var merkur áfangi í minni meðferð. Ég hætti á lyfjun- um og innritaði mig á Borgarspít- alann við Eiríksgötu. Þar fer fram hópmeðferð og er þetta besti skóli sem ég hef farið í á ævinni. Þarna neyðist maður til að treysta hinum í hópnum, láta ekki vaða yfir sig, né vaða yfir aðra. Og þarna fór mér fyrst að líða betur. Ég tók þátt í þessari hópmeðferð í eitt og hálft ár, en hef síðan verið í einka- viðtölum einu sinni í viku.“ GOTT AÐ RÆÐA VIÐ AÐILA SEM ÞEGIR YFIR ÞVÍ SEM HONUM ER TRÚAÐ FYRIR „Hópmeðferðin reyndist mér mjög vel, en yfirleitt er þó hægt að laga allt með viðtölum. Því leiðin til að leysa hnútana, sem eru á sálinni, er að tala. Og þá er gott að geta rætt við kunnáttufólk, hlutlausan aðila, sem þegir yfir því sem honum er trúað fyrir. Því það er svo vonlaust að láta sér líða illa alla ævi, þegar maður þarf þess ekki. Maður er kannski að draga á eftir sér hluti úr fortíðinni, sem er vel hægt að ræða. Og eftir því sem maður kafar dýpra og kljáist við erfiðari mál, það er eins og að kanna ókunnug lönd, maður lærir af því og verður sterkari fyrir vik- ið. Ég hef líka lært á þessu að of- gera mér ekki með vinnu, eigi mér að líða vel, og ætla mér ekki of mikið, því þá er svo mikil hætta á að maður uppfylli ekki þær kröf- ur sem maður gerir til sjálfs sín.“ Hvaö œtlaröu aö halda lengi áfram í viötölum, Herdís? „Þangað til fortíðin hættir að bíta mig í hælana." VILDI KYNNAST SJÁLFUM MÉR BETUR Hann er rúmlega þrítugur alkó- hólisti, búinn aö vera edrú í tíu ár og vill ekki segja til nafns síns vegna tengsla sinna viö AA-sam- tökin. „Ég byrjaði að ganga til sálfræð- ings einfaldlega vegna þess að mig langaði til að líða betur. Ég var reyndar búinn að vera sex ár i AA-samtökunum þegar ég fór til hans fyrst, en þau samtök hafa gert mikið fyrir mig. Sálfræðingur- inn hefur aftur á móti hjálpað mér að kryfja mál til mergjar, sem ekki er gott að gera of fljótt eftir með- ferð. Ég hef tilhneigingu til að fá létt þunglyndis- og kvíðaköst, auk þess sem sjálfsvirðingin var lítil, eins og oft hjá börnum alkóhól- ista, en ég kem úr alkóhólistafjöl- skyldu. Þegar ég byrjaði að fara til sálfræðingsins var ég líka mjög spenntur og átti erfitt með að ein- beita mér. Með því að ræða við hann hef ég kynnst sjálfum mér og mínum tilfinningum betur. Mér líður betur og kvíðinn hefur minnkað. í byrjun fór ég til hans vikulega, en núna fer ég bara annað slagið, kannski einu sinni annan hvern mánuð. Mér finnst mikilvægt að halda sambandinu, því það er gott að hafa einhvern í sínu lífi sem maður getur sagt allt.“ OF MIKIL VINNA GETUR LEITT TIL ÞUNGLYNDIS Þaö er sagt aö þriöjungur fólks lendi einhverntíma á cevinni í al- varlegri sálarkreppu. Þaö veit líka hvert mannsbarn í landinu, aö hér snýst allt um aö vinna sem mest, oft til aö eiga fyrir nœstu útborgun af lánum, en líka viröist þaö vera greypt í hugarfariö, aö menn séu varla gjaldgengir í þjóöfélaginu nema þeir vinni minnst tíu til tólf stunda vinnudag. í öllu vinnuœö- inu gefa menn sér auövitaö engan tíma til aö rœkta sjálfa sig og skilja svo ekkert af hverju þeir eru daprir og leiöir. Finnst tilveran grá og svo segja kunningjarnir bara: ,,Dríföu þig upp úr þessu, maöur," og bceta viö i huganum: „Vertu ekki meö þennan aumingjaskap." „Ég fór að finna fyrir mikilli þreytu, svefnleysi og fleiri byrjun- areinkennum þunglyndis, um hálfu ári áður en þetta varö slæmt og ég leitaði til læknis," segir Gunnar Kvaran, sellóleikari. „Eftir á að hyggja sá ég að ég var búinn að ofreyna mig á vinnu í mörg ár og hafði ekki lært að hvíla mig nógu mikið á milli til að hlaða batteríin. En geri maður það ekki tæmist orkan, bæði andleg og lík- amleg.“ VEX í AUGUM AÐ ÞURFA AÐ FARA ÚT í BÚÐ „Það er ólýsanleg reynsla að fara í gegnum svona veikindi, en ég fór niður í geðlægð, eða þung- lyndi, sem er mér ekki eðlislægt. Því fylgir vanmáttarkennd, sjálfs- traustið hverfur, allt verður ómögulegt og sjálfsímyndin fer forgörðum. Allt samband mitt við umhverfið litaðist af þessu og varð erfitt. Allt vex manni í augum, jafnvel einföldustu hlutir eins og þeir að þurfa að skrifa sendibréf eða fara út í búð. Ég hélt fyrst að ég gæti hrist þetta af mér með meiri vinnu, sem var auðvitað alrangt. Hefði ég þekkt einkennin hefði það kannski forðað mér frá því að verða veikur. En hvorki ég né aðr- ir í minni fjölskyldu áttuðu sig á því sem var að gerast, svo mér fór hríðversnandi, þar til ég varð að hætta að vinna. Og þá fyrst leitaði ég til læknis. Fyrst heimilislæknis og síðan geðlæknis, en þá var þetta komið á það stig að ég varð að leggjast inn á sjúkrahús. Þar var ég i þrjár vikur. Meðferðin tók í allt fjóra mán- uði. Ég fór í viðtöl til læknis, þar sem ég ræddi mín vandamál, auk þess sem mér voru gefin lyf og síðan raflost. Lækningin gerðist síðan mjög skyndilega og ég veit ekki hvað hafði þar mest áhrif. Líklega hefur allt þetta hjálpast að, að ógleymdum fyrirbænunum, sem ég tel vera mjög sterkt afl og geta lyft grettistaki."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.