Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 13 MIKLAR MANNABREYTINGAR HJÁ FIKNIEFNALÖGREGLUNNI Rakið til óánægju með nýjan yfirmann Gjaldþrot Pólstækni 80 milljóna kröfur í þrotabúiö Kröfuskrá í þrotabú Póls- tœkni á ísafirdi var lögð fram á mánudag. Kröfur í búið hijóðuðu alls upp á tœpar 80 milljónir króna og er talið að það takist að innheimta að mestu upp í samþykktar 14 milljóna króna forgangskröf- Pólstækni, hvers stærsti hluthafi var Eimskipafélag ís- lands, var tekið til gjaldþrota- skipta 21. desember síðastlið- inn. Lýstar forgangskröfur í búið voru 22 milljónir, en 14 milljónir samþykktar. Al- mennar kröfur hljóðuðu upp á 23,2 milljónir króna, þar af var Landsbankinn með 3,8 milljónir og ríkissjóður með annað eins. Ekkert fæst upp í þessar kröfur. Búið er að selja megnið af lausafé félagsins, en fasteign þess verður seld á uppboði í júní. Veðkröfur hljóðuðu upp á 32 milljónir króna, þar af var Iðnlánasjóður með rúmar 16 milljónir, Iðnþróunarsjóð- ur með 9 milljónir og Lands- bankinn með 4 milljónir. Miklar mannabreytingar eiga sér nú stað innan fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Á skömmum tíma hafa sex lögregluþjónar farið þaðan eða eru að hcetta í deildinni. Ekki fœst uppgefið hverjar eru ástœður þessara breytinga. Hjá Friðrik Gunnarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, fengust þau ein svör að hér væri um hefðbundnar til- færslur að ræða. Ekki náðist í Böðvar Bragason lögreglu- stjóra sem dvelst erlendis. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR þá má rekja þessar mannabreytingar til óánægju með stjórnunarað- ferðir Björns Halldórssonar sem tók við sem yfirmaður deildarinnar af Arnari Jens- syni á síðasta ári. ,,Ég tjái mig ekki um mannabreytingar hér hjá deildinni,“ var það eina sem Björn Halldórsson vildi láta hafa eftir sér þegar hann var spurður um þessar manna- breytingar. Eftir því sem komist verður næst þá eru það margir af reyndustu mönnum fíkni- efnadeildarinnar sem' eru að hætta þar. Gallen Borg enn án virðisaukaskatts Gallerí Borg hefur enn ekki fengið virðisaukaskattsnúm- er. Ríkisskattstjóri vildi í sam- tali við PRESSUNA ekki tjá sig um hvort þaryröi breyting á. Eins og PRESSAN hefur greint frá liggur fyrir að sum gallerí greiða virðisaukaskatt af söluþóknunum en önnur ekki. Mál þetta hefur verið rætt hjá embætti ríkisskatt- stjóra, en Garðar Valdimars- son neitaði sem fyrr að tjá sig um málefni einstakra fyrir- tækja. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR liggur þó fyrir sú afstaða hjá embættinu að enginn skuli undanþeginn í þessu sambandi. í fyrirtækjaskrá Hagstof- unnar kemur fram að Gallerí 8 í Austurstræti, Gallerí einn einn við Skólavörðustíg, Gall- erí List við Skipholt, Gallerí Sara í Hafnarfirði og Klaust- urhólar hafa virðisauka- skattsnúmer, en t.d. Gallerí Borg og Gallerí Art-hún ekki. Framkvæmdasjóður og ráðning Guðmundar G. Umsóknarfresiiip um stöðu abstoðarframkvæmilastjðra Framkvœmdasjóöur ís- lands hefur framlengt um- sóknarfrest um stöðu aðstoð- arframkvœmdastjóra til 6. maí nœstkomandi. Sam- kvœmt heimildum PRESS- UNNAR er þetta gert í Ijósi mótmœla starfsmannafélags sjóðsins og Byggðastofnunar viö því að Guðmundur G. Þórarinsson yrði ráðinn. PRESSAN greindi frá því í síðasta blaði að fjölmennur fundur starfsmannafélagsins hefði mótmælt fyrirhugaðri ráðningu Guðmundar. Var ráðning hans talin liður í sam- komulagi milli Guðmundar og Steingríms Hermannsson- ar gegn því að Guðmundur færi ekki í framboð í Reykja- vík. Ráðning í stöðu deildar- stjóra hlutafjárdeildar Byggðastofnunar verður tek- in fyrir á stjórnarfundi næst- komandi þriðjudag. Búið var að ganga frá ráðningu Gunn- ars Hilmarssonar en starfs- mannafélagið mótmælti því ákaft sem broti á kjarasamn- ingum um að bankastarfs- menn sætu fyrir við slíkar ráðningar. Þrír starfsmenn stofnunarinnar höfðu sótt um umrædda stöðu. Jóhann Ársælsson skipasmiður af Akranesi er nýr maður á Alþingi. Hann hefur áður starfað mikið fyrir Alþýðubandalagið í bæjarmálum á Akranesi. „Ég held að hann sé pínulítið þrár hvort sem þad er kostur eða galli,’ ’ sagði Skúli Alex- andersson. „Hann vantar svolítið snerpu og úthald. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar fer að biása á móti eftir sigra á hann til að leggja árar í bát. Honum hættir til að gefa hlutina frá sér og þá þurfa aðrir, í hans eig- in flokki, aö taka á sig ósigra,” sagði Guð- mundur Vésteinsson. „Jóhann fer þangað sem hann ætlar sér þrátt fyrir að hann fái að heyra skoðanir annarra. Hann getur ver- ið óskapiega ákveðinn,” sagði Gísli Einarsson. „Helsti löstur Jóhanns er að hann skuli vera haldinn þessari Alþýðubandalags- bakteríu,” sagði Benedikt Jónmundsson. „Jóhann er ákaflega yfirvegaður og raunsær maður sem tekur á hlutunum á yfirvegaðan hátt," sagði Skúli Alexandersson fyrrver- andi þingmaður. „Mér finnst þetta mjög raun- sær maður sem er ekki algengt með allaballa,” sagði Jósef Þorgeirsson lögfræðingur. „Við áttum ágætt samstarf í bæjarstjórn enda er hann góður samstarfsmaður. Hann kemur sér vel við fólk, er vel gefinn og hæfur maður,” sagði Guð- mundur Vésteinsson hjá Sjúkrasamlagi Akraness. „Jóhann er skipasmiður og bátar hans hafa líkað vel. Þá veit ég ekki betur en að hann hafi traust manna almennt,” sagði Daníei Agústsson fyrrverandi bæjarfulltrúi. „Jó- hann er afskaplega þægilegur, viðræðugóður og hugsandi maður," sagði Gísli Einarsson yfir- verkstjóri. „Hann er dagfarsprúður og jarð- bundinn maður. Það leiðir til eðlilegra og auð- veldra tjáskipta manna í milli,” sagði Benedikt Jónmundsson umboðsmaður Shell á Akra- nesi. Jóhann Ársælsson skipasmiður UNDIR IÖXINNI náibjörg Solrun Gisladóttir þingkona Kvennalistans Eru það ekki vörusvik við kjósend- ur að breyta svona al- gjörlega um afstöðu til byggingar álvers og samninga um Evr- ópskt efnahagssvæði strax eftir kosningar? „Við höfum ekki breytt um afstöðu, i hvorugu málinu. Hins vegar viljum við ekki láta dæma okkur úr leik í stjórnarmyndun- arviðræðum, þar sem við setjum úrbætur í launa- og kjaramálum á oddinn eins og áður. Við viljum heldur hafa áhrif á hvernig þessir samningar verða gerð- ir með því að sitja í stjórn, ef við gætum með því náð fram kröf- um okkar í kjaramál- um. — En hvað efbygg- ing álvers á eftir að hafa neikvæð áhrif á kjara- og launamálin? Væri þá ekki nær fyrir ykkur að slaka aðeins á kröfunum hvað þau varðar, en beita ykkur heldur fyrir því að forða byggingu þess, þar sem hún verður ekki aftur tekin? „Ég held að bygging álvers skipti ekki endi- lega svo miklu máli, að hún hafi eingöngu áhrifá kjör fólks í land- inu. En efstjórnin setti allan kraft í að koma ál- veri á koppinn, en sinnti ekki annarri at- vinnuuppbyggingu, ’ gæti það haft áhrif. Við leggjum einmitt mikla áherslu á að hugað verði að annarri at- vinnuuppbyggingu, því hún sidptir miklu máli. Ef hinir flokkarnir setja mjög óbilgjarnar kröfur í álmálinu, eða varðandi Evrópska efnahagssvæðið, er hugsanlegt að þeir dæmi okkur úr leik í j þessum viðræðum. Við erum ekkert frekar fylgjandi byggingu ál- vers en áður, en ef við sætum i stjórn gætum við haft áhrif á það að samningar væru í lagi. Að raforkuverð og mengunarvarnir verði viðunandi." ikosningabaráttunni voru Kvenn- 1 alistakonur á móti byggingu nýs álvers og samningum um Evr- ópskt efnahagssvædi. Sólarhring I eftir að úrslit kosninga lágu fyrir sögðust þær tilbúnar til að slá af kröfum sinum i þessum stefnu- málum. Ingibjörg Sólrún Gisla- dóttir er þingmaður Kvennalist- ans i Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.