Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 21
S.ÞÓR 21 LISTAPÓSTURINN Töfraflautan í * Islensku óperunni I haust mun íslenska óper- an flytja Töfraflautuna eftir Mozart. Töfraflautan hefur tvisvar áður verið sett upp á íslandi. Fyrst í Þjóðleikhúsinu árið 1956 í leikstjórn Lárusar Pálssonar og hljómsveitar- stjórn Viktors Urbancic og seinna í íslensku óperunni ár- ið 1982 undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og hljómsveit- arstjórn Gilberts Levine. Vísnavinir aftur á kreik ,,Vísnavinir hafa sofid vœr- um þyrnirósarsvefni og nú er kominn tími til að vekja þá upp afturj' sagði Herdís Hall- varösdóttir tónlistarmaður í samtali við Listapóstinn. Vísnavinir héldu aðalfund sinn á þriðjudag í Norræna húsinu og meiningin er að ný- kjörin stjórn standi fyrir vísnakvöldum líkt og tíðkuð- ust fyrir nokkrum árum. „Markmiðið er að höfða til fólks sem lumar á frumsam- inni tónlist og ljóðlist, en hef- ur gert lítið af að troða upp opinberlega," sagði Herdís. „Vísnakvöldin voru geysilega skemmtileg fyrirbæri og full ástæða til að endurvekja þau. Vísnavinir voru stofnaðir fyr- ir um það bil 12 árum. Það var allan tímann sami kjarn- inn sem hélt utan um hlutina og það var eðlilega komin viss þreyta í mannskapinn en nú er semsagt ætlunin að veita nýju blóði í félagið. Vísnakvöldin urðu líka að vissu leyti undir í samkeppni við krárnar þegar nýjabrum- ið var á þeim." Herdís sagðist að lokum vilja hvetja alla áhugasama til að koma í félagið og vera með enda væru engin kvöld eins og vísnakvöld. Yoko Ono kemur til landsins á föstudag Yoko Ono kemur til lands- ins á föstudag og verður við- stödd opnun sýningar sinnar á Kjarvalsstöðum laugardag- inn 27. apríl. Sýning Yoko ber yfirskriftina: Piece! Friður! og verður í vestursal og forsöl- um Kjarvalsstaða. Einnig verður yfirlitssýning á verk- um annarra listamanna úr Fluxushreyfingunni og má m.a nefna verk eftir Joseph Beuys, George Brecht, Robert Filliou, Alison Knowl- es, Nam June Paik. Lifi íslands lúðrahljómur Júpíters í sumarskapi ,,Það er talsvert breytt út- gáfa af hljómsveitinni sem kemur fram núna,“ sögðu tveir liðsmanna hljómsveitar- innar Júpíters í léttu spjalli við Listapóstinn. Hljómsveit- in mun halda tónleika á veit- ingahúsinu Tveim vinum og öðrum í fríi á sumardaginn fyrsta. Júpíters er skipuð þrettán mönnum sem leika á fjóra saxófóna, tvo trompeta, tvo gítara, trommu, básúnu, slagverk, orgel og kontra- bassa. Að sögn Jóns Skugga kontrabassaleikara og Harð- ar Gazon Bra orgelleikara er sveitin bœði skipuð mönnum með klassíska tónlistar- menntum svo og fúskurum. Hljómsveitin hefur þótt fersk og geysigóð alveg frá því að hún var stotnuð en komið sjaldan fram opinberlega að- dáendum hennar til skap- raunar. „Hljómsveitin leggst reglu- lega í dvala," sagði Hörður Gazon Bra orgelleikari sveit- arinnar. „Það er ákveðinn vetrardvali. Nú er hún sem sagt að skríða úr híði sínu mót hækkandi sól. Það geng- ur ekki að vera alltaf að og sumarið er nú einu sinni skemmtilegasti tíminn. Það er erfitt að ná öllum saman á æfingar en það kemur þó fyr- ir að við æfum,“^egir Jón. „Við hittumst me'st í smærri einingum og látum okkur nægja að spila allir saman á tónleikum. Við höfum líka haft umboðsmann í þrjá daga. Hann Einar Bergmund. Hann sér núna um að hlæja með polkasveitinni." Hvernig urðu Júpíters til? „í upphafi hófst samstarfið þannig að við höfðum enga heiðarlega vinnu. Þetta átti að verða lúðrasveit og mein- ingin hjá þáverandi liðs- mönnum var að spila á tylli- dögum. Fyrstu djobbin voru við opnanir á myndlistarsýn- ingum og það hefur síðan verið snar þáttur í tónleika- haldi hljómsveitarinnar. Við höfum þó flestir fengið heið- arlega vinnu og tilheyrum hinum ýmsu lægri stéttum þjóðfélagsins núna enda duga hljómsveitarlaunin okk- ur ekki til framfærslu." Eru margir myndlistar- menn meðal liðsmanna sveit- arinnar? „Já, við erum nokkrir myndlistarmenn sem búum til plaggöt og málum boli fyr- ir hljómsveitina. Við erum einnig að fara í gang með að markaðssetja sjaldgæfa, fal- lega og dýra Júpíterseyrna- lokka." Hverjir eru helstu áhrifa- valdar hljómsveitarinnar? „Það er tvímælalaust Nino Rota. Það er þó með þeim fyr- irvara að við fréttum það annars staðar frá. Rota semur tónlistina fyrir Fellini-mynd- irnar en við förum því miður aidrei á bíó. Svo verður að nefna Led Zeppelin og Tom Jones að ógleymdum þeim Dellu Rice og Inga T. Lárus- syni. Jón Leifs má ekki gleymast í þessari upptaln- ingu enda er hann í tísku og básúnuleikarinn okkar lék með í Baldri. Síðast en ekki sist höfum við hugsað okkur að verða fyrir áhrifum frá Páli Ísólíssyni." ímynd hljómsveitarinnar er að sögn Harðar Gazon Bra ogJóns Skugga kontrabassa- leikara ákaflega pervers: „Við erum dónaleg hljóm- sveit eða kannski er betra að kalla okkur erótíska. Þeir sem sjá okkur á tónleikum skilja hvað við er átt. Tónlist okkar er skilgreind sem astr- aldjass. Þetta er semsagt ekki dixieland hljómsveit enda var fyrsta slagorð okkar „De- ath to Dixieland." Við erum því ákaflega reiðir menn." Nú eru hljómsveitarmeð- limir þrettán og á aldrinum 17—57 ára. Er ekki mikill tónlistarlegur ágreiningur milli meðlima? „Jú, okkar smekkur rekst mjög harkalega á. Það koma líka öflugar og flottar spreng- ingar út úr því.“ Er hœgt að panta ykkur á árshátíðir og gömlu dans- ana? „Já, það er hægt. Útibú hljómsveitarinnar hafa aðal- lega séð um þá hlið mála. Helstu útibúin eru Polka- hljómsveitin Hringir, Kallistó, Bómull og Einar og ló. Júpít- ers taka síðan að sér allar stærri árshátíðir eins og hjá Eimskip og Flugleiðum og alls kyns fjölþjóðahringjum." Er plötuútgáfa í sigtinu? „Það stendur alltaf til að gefa út tvöfalt albúm og við viljum læða að þeirri klisju að við eigum nokkur frumsamin lög í pokahorninu. Um það bil þrjátíu prósent af efninu hjá okkur eru lög frá öðrum. Þau eru mest leikin eftir minni. Menn koma á æfingar með einhver stef úr Ríkisút- varpinu í fersku barnsminni og þannig er það leikið eftir minni allt þar til það hverfur." Stefnið þið að heimsyfir- ráðum eða dauða? „Dauðinn er náttúrlega óumfiýjanlegur en fyrst og fremst stendur til að byggja félagsheimili í Grafarvogi. Við höfum í hyggju að biðja Hjörleif Guttormsson að taka fyrstu skóflustunguna. Það gæti hugsanlega sett strik í reikninginn með tónleika- hald á tyllidögum í sumar. Það er ekki ólíklegt að með- limir sveitarinnar verði upp- teknir við naglhreinsun og járnabindingar." Einhver lokaorð? „Já, lifi íslands lúðrahljóm- ur.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.