Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 5 að var athyglisvert í umræð- um formanna flokkanna daginn eft- ir kosningar að bæði Ólafur Ragn- ar Grímsson og Steingrímur Her- mannsson forsætis- ráðherra skýrðu slæmt gengi sitt í kosningunum á Reykjanesi með hetjulegri fram- göngu Rannveigar Guðmunds- dóttur. Enginn smáræðiskappi, hún Rannveig, að skilja þá tvo flokksfor- mennina eftir í sárum. Stuðnings- menn Jóns Sigurðsson vilja hins vegar eigna honum kosningasigur- inn og þeim fannst því sárt að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður krata, tók undir þessar skýringar Steingríms og Ólafs Ragnars á úrslit- unum í Reykjanesi... l síðustu PRESSU var greint frá umsvifum Hagskiptamanna, Sig- urðar Arnar Sigurðssonar og Sigurðar H. Garðarssonar á Þor- lákshöfn. Þar kom fram að Hag- skipti hefði átt einbýlishúsið Lísu- berg 10 þar í bæ og að fyrirtæki þeirra Hagflötur hefði keypt húsið á uppboði, en ekki staðið við kauptil- boðið. Vanefndauppboð fór fram í síðustu viku og þá eignaðist Lands- bankinn húsið, án þess að hafa verið' meðal þeirra sem kröfðust uppboðs- ins. Næst hæsta tilboðið átti Bygg- ingasjóður ríkisins ... Wr að er merkilegt hvað frétta- stofa ríkissjónvarpsins hefur mikla trú á Svani Kristjánssyni stjórn- málafræðingi. í kvöldfréttatíma á sunnudeginum eftir kosningar var Svan- ur með korters fyrir- lestur um alla þá ókosti sem fylgdu því fyrir krata að I fara í viðreisn. Þessi lestur var bor-1 inn fram sem dháð stjórnmálaskýr- ing en var náttúrlega í raun ekkert annað en hvatning til krata um að fara í vinstri stjórn. Reyndar hefur Svanur sannað fyrir löngu að hann er ekki bara litaður í stjórnmála- skýringum sínum heldur æði mis- tækur spámaður. Hann spáði því þannig 1987 að Pálmi Jónsson yrði ráðherra, sama ár sagði hann að Svavar Gestsson myndi bjóða sig fram til formanns Alþýðubanda- lagsins, 1989 sagði hann að Fridrik Sophusson yrði áfram varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrr í vet- ur spáði hann því að Þorsteinn Pálsson héldi velli sem formaður sama flokks. í öll skiptin klikkaði spámaðurinn Svanur ... TÓNLISTARDEILD JAPISS í KRINGLUNNÍ VIÐ ERUM AÐ OPNA f KRINGLUNNI GLÆSILEGA TÓNLISTARDEILD, ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MIIIIIKIÐ OG AÐ SJÁLFSÖGÐU Á SAMA LÁGA VERÐINU OG í VERSLUN OKKAR í BRAUTARHOLTI. R Ú S í N A N í PYLSUENDANUM EF ÞÚ VERSLAR FYRIR MEIRA EN ÞÚSUND KRÓNUR, FÆRÐ ÞÚ AÐ GJÖF HLJÓÐSNÆLDU FRÁ SONY .......< AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGI 9. KÓPAVOGI SÍMI: 43500

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.