Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 PRESSAN Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn, skrifstofur og aug- lýsingar: Hverfisgötu 8-10. sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skipti- borðs: Ritstjórn 62 13 91, dreifing 62 13 95, tæknideild 62 00 55. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verð í lausasólu 170 kr. eintakið. Reykjavíkur- þingmenn med dreifbýlishjörtu Úrslit kosninganna á laugardag- inn sýndu enn betur en oft áður óréttlæti kosningalaganna. Þar sem Vestfirðingar fengu flakkar- ann svonefnda eru ekki nema 950 atkvæði á bak hvern þingmann kjördæmisins. Á sama tíma standa 3.530 atkvæði á bak við hvern þingmann Reykjaness. Þar sem kosningalögin hafa það að markmiði aö jafna vægi at- kvæða á milli flokka en ekki lands- hluta fela þau í raun í sér að stór hluti þeirra þingmanna sem kom- ast á þing fyrir tilstyrk atkvæða Reykvíkinga og Reyknesinga koma úr landsbyggðarkjördæm- unum. I þessum flokki eru þekktir kjördæmapotarar eins og Eggert Haukdal, Stefán Guðmundsson og Guðni Ágústsson. Það sýnir betur en margt annað hvað núgildandi kosningalög eru hlægileg að þessir menn skuli sitja á þingi fyrir til- styrk Reykvíkinga. *» Annað sem afhjúpar grínið er að Jóna Valgerður Kristjánsdóttir mun sitja fjögur ár á þingi fyrir Vestfirðinga fyrir atkvæði 443 manna. Það er minna fylgi en öfga- sinnaðir jafnaðarmenn fengu í Reykjanesi. — Þessar kosningar, eins og reynd- ar svo margar kosningar áður, -• «ýna að það er nauðsynlegt að skera upp núverandi kjördæma- skipan. FJOLMIÐLAR Ríkissjónvarpid jaróaö Á kosninganóttina glutraði ríkissjónvarpið niður forskoti sínu í kosningafréttum. Þá jarðaði Stöð 2 ríkissjónvarp- ið. Á kosninganótt vilja sjón- varpsáhorfendur fá upplýs- ingar um hver staðan er hverju sinni og túlkun á hvað sú staða þýðir. Hvorugt fengu þeir hjá ríkissjónvarpinu. Fréttamönnum ríkissjón- varpsins virtist til dæmis hafa yfirsést helsta einkenni nýju kosningalaganna. Það er að minnsta hreyfing á fylgi getur haft mikil áhrif á hverjir sitja á þingi fyrir hvern flokk, þó hlutföllin milli flokkanna breytist ekkert. Þetta gat rík- issjónvarpið ekki sýnt. Þar fyrir utan hafði ég á tilfinn- ingunni að enginn frétta- mannanna í stúdióinu bæri þokkalegt skynbragð á tölur. Þeir voru því lengi að koma sér að meginatriðunum og gleymdu sér í upptalningu á því sem ekki hafði breyst. Kannski var það sökum þessa að fréttamennirnir gátu ekki boðið upp á neina vitræna túlkun á úrslitunum. Þeir gerðu heldur ekki til- raun til að fá aðra til þess. Það eina sem ríkissjónvarp- ið hafði umfram Stöð 2 voru skemmtiatriðin og þá sér- staklega dragsjóið og Spaug- stofan. Gunnar Smári Egilsson Alveg eins og Steingrímur ,,En meðan ég nýt meirihluta sit ég, það segir sig sjálft." Yasser Arafat formaöur PLO „Þad er þekkt að enginn sem er sjúkur eða fatlaður verður endurhæfður gegn vilja sínum.## INGÓLFUR S. SVEINSSON LÆKNIR UM Guð hlýtur að hafa húmor „Þetta tókst með guðs hjálp og góðra manna." Eggert Haukdal alþingismaður. FRAMSÓKNARMENN. 9-Cvað er orðið um ðíaCCócCaginnF „Það er hægt að sparka í pung- inn á karlmönnum, slá á eyrun, augun eða ristina. Og það sem er líka áhrifaríkt er að slá í barkann, þá er ég ekki að tala um laust högg heldur dúndur- högg sem virkar." Bjorg Marteinsdóttir sjálfsvarnarkennari. Ég er Chuvchill Laun heimsins eru ekkert annað en vanþakklæti Julíus Solnes fyrrverandi alþingismaöur. A tali „Fýlukratarnir verða bara að frjósa úti.“ Sigurbjörn Gunnarsson alþingismaöur. „Hringdu í Steingrím.“ Jóhann Einvarösson fyrrverandi alþingismaöur. Þó stjómmálamenn eigi kannski fátt gott skilið er ekki hægt annað en vorkenna Steingrími Hermannssyni þessa dagana. Kosningarnar og eftirleikur þeirra er ekki glæsilegur endir á ferli Stein- gríms. Og enn verra upphaf að baráttu fyrir forsetakosn- ingar. Eins og framsóknarmenn geta þakkað Steingrími að flokkurinn skuli ekki hafa minnkað meira á síðasta ára- tug en raun varð á, þannig geta þeir kennt honum um að þeir bættu ekki við sig manni eða tveimur í kosningunum. Þeir þurfa ekki einu sinni að benda á allt Evróputalið í Steingrími sem var afhjúpað sem aumt grín aðeins tveim- ur, þremur dögum fyrir kosn- ingar. Þeim nægir að benda á að Steingrímur tapaði því fylgi í sínu kjördæmi sem aðr- ir þingmenn bættu við sig í sínum. Hann tapaði meira að segja manninum sem Guð- mundur Bjarnason endur- heimti á Norðurlandi. Kannski er það enn sorg- legra fyrir framsóknarmenn að ástæðan fyrir tapi Stein- gríms er ekki sú, að þjóðin sé orðin þreytt á honum. Hann er sjálfur orðinn þreyttur á pólitík. Hann er kominn með hugann við annað. Og því sannaðist það á Steingrími að sá sem ekki rær, hann fiskar ekki. Og til þess að fiska í pólitík þurfa menn að hafa blóð á tönnun- um. Það er nefnilega þannig í stjórnmálum eins og lífinu sjálfu að menn sem sjá fyrir sér uppleið gagnast best. Þeir sem eru á útleið eru ekki með hugann við leikinn. Kannski hefði það verið skynsamara fyrir Steingrím að hætta fyrir hálfu ári eða svo. Láta Halldóri Ásgríms- syni eftir formennskuna í flokknum og forsætisráðu- neytið. Það hefði verið meiri reisn yfir því en að nota ráðu- neytið sem tálbeitu á Jón Baldvin Hannibalsson og krata. Himneski brúdguminn og hinar forsjálu meyjar Kvennalistinn er byrjaður í pólitik! Eftir átta ár á Álþingi horfast Kvennalistakonur í augu við nýjan pólitiskan veruleika. Og sýna kjósend- um nýja hlið á sér. Nú eru slagorð síðustu vikna, mán- uða og ára gleymd og grafin. Þá töluðu þær um prinsipp; að sum mál væru einfaldlega ekki samningsatriði. Þess vegna gekk aldrei saman með þeim og „gömlu flokk- unum“ þegar kom að ríkis- stjórnarmyndun. Kannski voru þær ósveigjanlegar en vöktu þó stolt í brjósti kjós- enda þeirra; enn var hægt að hafa hugsjónir og standa og falla með þeim. I kosningabaráttunni voru fulltrúar Kvennalistans sem fyrr fullir vandlætingar þegar tal barst að pólitík „gömlu flokkanna". Þeir lofa og lofa, sögðu þær, en gleyma öllu daginn eftir kosningar. Við, aftur á móti, stöndum við orð okkar. Við erum öðruvísi. Daginn eftir kosningar gerði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir ríkisstjórnarflokkun- um tilboð um samvinnu. Þetta var í beinni útsendingu í sjónvarpi. En hvað með álverið? spurði Jón Baldvin. Kvennalistinn byggði kosn- ingabaráttu sina að verulegu leyti á andstöðu við stóriðju. Nú brá svo við að fulltrúi Kvennalistans umhverfðist í Ragnar Reykás; Ja, álverið er náttúrlega hið besta mál fyrst þjóðin vill það. Kvöldið eftir fönguðu sjón- varpsmenn Kristínu Einars- dóttur, þingmanni Kvenna- listans, fyrir framan alþingis- húsið. Hún var spurð hvort Kvennalistinn héldi því til streitu að Island ætti ekki að taka þátt í Evrópska efna- hagssvæðinu. Andstaðan gegn EES var eitt megin stefið í kosninga- baráttunni. Svar Kristínar Einarsdóttur hlýtur að verða slagorð Kvennalistans fyrir næstu kosningar. Hún sagði: Það má semja um allt. Það var nefnilega það. Allt hafði annan róm, áður í páfadóm. Kannski má segja að Kvennalistinn sé loksins byrj- aður í „alvöru" pólitík. Þeirri pólitík sem meðal annars felst í því að selja sig hæst- bjóðanda. Það verður að minnsta kosti ekki aftur snú- ið. Kvennalistinn er búinn að reita af sér skrautfjaðrirnar. Átta ár í pólitík og niðurstað- an er: „Það má semja um allt.“ Má semja um allt? Höfundur er blaðamaður og rit- höfundur. En hvort sem Jón bítur á agnið eða ekki verður það Halldór sem dregur hann að landi en ekki Streingrímur. Steingrímur getur ekki hugs- að sér að vera í pólitík fyrir annað en stól forsætisráð- herra. Hann reyndi einu sinni að vera utanríkisráðherra undir öðrum og það var vont. Enn síður getur Steingrímur hugsað sér að vera óbreyttur þingmaður í stjórnarand- stöðu. Hann man hvernig það er að vera óbreyttur en hann hefur aldrei reynt að vera í stjórnarandstöðu og getur ekki hugsað sér það. Og þar sem Framsókn get- ur ekki verið endalaust við völd og Steingrímur ekki endalaust forsætisráðherra hefur Steingrímur sett kúrs- inn á önnur og hærri metorð. ÁS o o {ALfVÁN UOGi SEFKR- V&T Á Kommg-NNÓTT JTÍZ Fj'óeuOA KOSUiN&AVÖKlA. 3Á Ift/vW £Í. FULl&MLE&r £i&U£VÍ$$ Oó- /HíúA' ÍAAVEpÁ LAWÍ& I £irr AtLSHBZmC T°VVE£K \]eP-KSf\E>J(Á- fLAiATU É, 5(>EÁ/u P- / VéLA&VÝ ^ ^ fiÚlcHLJéf) v€Rð* KöftJuto uPr veo H&C&UZMO(r rfÁl7K-4^HoTTHM ' t'iúaaó-au JE^froNKA ftoNM GLöHG Á VoriG VBÚAfAI/^ KTófiw é\u.v K ha-ízaa^wcpa ( syNFSrvíu- VEP4CÍ SEAA amaa/ HEYPA5T AUA LBiÞ TiL íjTlANVÁ-!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.