Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 \ Margrét Frí- mannsdóttir. Stœrsti sigur- inn. HVERJIR VORU SIGURVEGARAR KOSNIÍ OG HVERJIR VORU DRAGBÍTAR Á EIGIN Margrét Frímannsdóttlr, formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, bætti mestu hlutfallslega við fylgi síns flokks af ðllum frambjóðendum í kosning- unum um síðustu helgi. Þó hún hafi ekki bætt nema ur framboðslista flokkanna í þessum kosningum og árang- ur sömu lista í síðustu kosn- ingum kemur fram hverjir unnu kosningarnar fyrir hvern flokk um sig — og hverjir töpuðu þeim. Hverjir voru dragbítarnir og hverjir björguðu því sem bjargað var? Könnum það nánar: Þorsteinn Pálsson. Minnsta viðbót sjálfstœðismanna. 882 atkvæðum við fylgi flokksins á Suðurlandi þá telst það vera 61,2 prósent aukning frá síðustu kosn- ingum. Davíð Oddsson, sem jók fylgi Sjálfstæðis- flokksins um 10.721 at- Halldór Blön- dal. Lítil viðbót og hellingur af útstrikunum. kvæði, verður að sætta sig við minni árangur, ef mið- að er við hlutfallslega aukningu. Viðbót Davíðs mælist 59,6 prósent. Ef til vill vilja menn deila um hvort Davíð eigi allan heiðurinn af fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins. Júlíus Sólnes verður hins vegar líklega að taka einn á sig mesta tap þessara kosninga. Hann missti 10,9 prósent fylgi Borg- araflokksins í Reykjanesi niður í 0,8 þrósent. Það jafngildir því að 3.915 kjósendur eða 92,6 pró- sent hafi snúið frá listan- Steingrímur J. Sigfússon. Bestur árangur ráðherra. Ef borinn er saman árang- DAVIÐ VANN MEST EN ÞORSTEINN MINNST Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Hann vann á frá kosningun- um 1987 í öllum kjördæmum en mismikið. Mjög mismikið. Eins og áður sagði juku Davíð og félagar í Reykjavík fylgi flokksins um 59,5 pró- sent. Minnst viðbótin kom hins vegar frá Þorsteini Pálssyni og félögum í Suður- landi. Þeir bættu einungis 12,4 prósentum við fylgi flokksins í sínu kjördæmi. Næst bestum árangri sjálf- stæðismanna náðu Ólafur G. Einarsson og félagar í Reykjanesi. Fylgisaukning þeirra var 41,3 prósent. Þar næst komu Pálmi Jónsson og Vilhjámur Egilsson á Norðurlandi vestra með 32,7 prósent meira fylgi en síðast. Þó það komi kannski ein- hverjum á óvart þá var Egill Jónsson sá sjálfstæðismaður sem fiskaði 32,3 prósent meira nú en árið 1983. Þetta voru þeir sjálfstæðis- menn sem stóðu sig best. Eins og áður sagði var árang- ur Þorsteins og félaga lakast- ur en á hæla þeirra kom Hall- dór Blöndal á Norðurlandi eystra með 13,3 prósent aukningu. Á eftir honum komu Matti Bjarna og félag- ar á Vestfjörðum með 19,2 prósent viðbót og nýliðinn Sturla Böðvarson með 19,6 prósent aukningu fylgis á Vesturlandi. ÞRETTÁN OG HÁLFUR DULBÚINN ÞINGMAÐUR SUÐVESTURHORNSINS A bak vid hvern þingmann Reyknesinga eru 3.402 kjós- endur. Á bak vid hvern þing- mann Vestfirdinga eru 917 kjósendur. Hvert atkvœdi vestfirskra kjósenda er því á viö atkvœdi þriggja kjósenda í Reykjaneskjördœmi og 70 prósenta af þeim fjóröa. Þetta eru gömul sannindi í sjálfu sér, þó munurinn á vægi atkvæða hafi sjaldan verið meiri en nú þar sem flakkarinn lenti í fámennasta kjördæminu. En þrátt fyrir þetta ójafn- vægi milli kjördæma er fullt jafnvægi milli flokka eftir þessar kosningar. Því er náð með því að atkvæði íbúa suð- vesturhornsins eru flutt út á land þar sem þau nýtast sama flokknum. Eins má líta á þetta þannig að nokkrir af þingmönnum Reykvíkinga og Reyknesinga koma af list- um flokkanna í hinum kjör- dæmunum. En hverjir eru þessir duldu þingmenn suðvesturhorns- ins? Alþýðuflokkurinn sækir rétt tæp 75 prósent af fylgi sínu til Suðvesturlands. Það- an koma hins vegar bara 6 af 10 þingmönnum flokksins. Einn og hálfur landsbyggðar- þingmaður flokksins er því í raun þéttbýlisþingmaður. Miðað við atkvæðafjölda má segja að þetta sé Gunnlaug- ur Stefánsson af Austur- landi og helmingurinn af Sig- hvati Björgvinssyni. Bróðir Gunnlaugs, Gudmundur Árni Stefánsson, var næsti krati inn á Reykjanesi. Það má því líta svo á að Gunn- laugur sitji á þingi fyrir þau atkvæði sem kjósendur greiddu Guðmundi Árna. Framsóknarmenn sækja rétt tæp 40 prósent fylgis síns til Suðvesturlands. Þaðan eru hins vegar ekki nema 2 af 13 þingmönnum flokksins. Fimm landsbyggðarþing- manna flokksins eru því í raun þingmenn fyrir tilstyrk íbúa höfuðborgarsvæðisins. Miðað við atkvæðafjölda á bak við hvern þingmann eru þetta; Stefán Guðmunds- son frá Norðurlandi vestra, Jóhannes Geir Sigurgeirs- son frá Norðurlandi eystra, Jón Kristjánsson frá Aust- urlandi, Guðni Ágústsson frá Suðurlandi og Ólafur Þ. Þórdarson frá Vestfjörðum. Þetta eru þeir þingmenn Framsóknar sem hafa fæst at- kvæði á bak við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fær 73 prósent af fylgi sínu frá Reykjavík og Reykjanesi. Þaðan koma hins vegar 14 af 26 þingmönnum flokksins. Þessi ójöfnuður stafar af því að 5 af dreifbýlisþingmönn- um flokksins hafa komist á þing fyrir tilverknað at- kvæða af suðvesturhorninu. Miðað við atkvæðafjölda má reikna með að þessir 5 þing- menn séu; Guðjón Guð- mundsson af Vesturlandi, Einar K. Guðfinnsson frá Vestfjörðum, Vilhjálmur Egilsson frá Norðurlandi vestra, Tómas Ingi Olrich frá Norðurlandi eystra og sjálfur Eggert Haukdal af Suðurlandi. Alþýðubandalagið hefur 56 prósent af fylgi sínu á suð- vesturhorninu. Þaðan eru hins vegar ekki nema 3 af 9 þingmönnum flokksins. 2 af landsbyggðarþingmönnunum eru þar af leiðandi á þingi fyr- ir atkvæði íbúa höfuðborgar- DAVÍÐ EINN UNNIÐ Á SÍÐAN 1983 En eins og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa ver- ið duglegir að benda á þá er ekki alveg að marka kosn- ingasigurinn nú þar sem klofnings-framboð Borgara- flokksins setti strik í reikning- inn 1987. Ef miðað er við út- komu flokksins í þingkosn- ingunum 1983 þá horfir dæmið dálítið öðruvísi við. Davíð Oddsson og félagar í Reykjavík geta einir fagnað því heilshugar að hafa bætt við fylgið síðan þá. Viðbótin er þó ekki nema 7,8 prósent. Matti Bjarna getur hins vegar bent á 26,2 prósent fylgis- aukningu síðan þá en á það ber að Hta að árið 1983 tók framboð Sigurlaugar Bjarnadóttur sinn toll af fylgi flokksins. Ef leitað er aft- ur fyrir öll klofnings-framboð á Vestfjörðum, allt aftur til ársins 1979, þá er viðbót Matta og félaga nú um 7,4 prósent. Sjálfstæðismenn í öðrum kjördæmum verða hins veg- ar að sætta sig við tap frá kosningunum 1983. Mest er tapið hjá Sturlu á Vesturlandi eða 16,9 prósent, þar næst kemur Egill Jónsson á Aust- urlandi með 13,1 prósent tap, þá Halldór Blöndal á Norður- landi eysta með 12,9 prósent fylgistap og síðan Pálmi Jóns- son á Norðurlandi eystra með 10,2 prósent tap. Þorsteinn Pálsson fær betri samanburð ef frammistaðan nú er borin saman við 1983 en tap hans síðan þá mælist 8,4 prósent. Aðeins Reyknes- ingar með Ólaf G. Einarsson í fararbroddi geta státað af minna tapi eða 7,6 prósent. Og síðan náttúrlega Davíð og Matti sem hafa engu tapað. MARGRET FRIMANNS VANN MEST EN HJÖRLEIFUR TAPAÐI MESTU Annar sigurvegari kosning- anna er Alþýðubandalagið. En þingmenn þess flokks eiga mismikinn hlut í þeim sigri og sumir unnu meira að segja ekkert á heldur þvert á móti. Eins og áður sagði þá vann Margrét Frímannsdóttir mest á eða 61,2 prósent. Nýliðinn Jóhann Ársæisson stóð sig einnig vel og bætti 59,1 pró- senti við fylgi flokksins á Vesturlandi. Steingrímur J. Sigfússon má líka vel við una. Hann jók 36,2 prósent- um við fylgi Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi eystra. Nágranni hans, Ragnar Arn- alds, á Norðurlandi vestra bætti 22,3 prósentum við fylgið. Aðrir Alþýðubandalags- menn eiga ekki hlutdeild í Einar K. Guðfinnsson. sigri flokksins. Síst af öllum Hjörleifur Guttormsson á Austurlandi sem tapaði 16,4 prósentum af fylginu frá 1987. Sá Alþýðubandalags- maður sem tapaði næst mestu var sjálfur formaður- inn, Ólafur Ragnar Gríms- son í Reykjanesi, sem missti 3,6 prósent af fylginu. Þrátt fyrir að Kristinn H. Gunn- arsson hafi unnið þingsæti á Vestfjörðum þá tapaði hann 3,3 prósent af fylginu frá 1983. Þá tapaði Svavar Gestsson í Reykjavík en að- eins 1,8 prósentum. ALLAR TOPUÐU' KONURNAR NEMA JÓNA VALGERÐUR Eini þingflokkurinn sem tapaði manni var Kvennalist- inn. Aðeins einn frambjóð- andi flokksins vann á, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir á Vestfjörðum. Hún jók fylgið í kjördæminu um 47,7 pró- sent. Guðrún L. Ásgeirs- dóttir á Norðurlandi vestra hélt fylginu óbreyttu en allar aðrar Kvennalistakonur töp- uð. En mismiklu. Mestu tapaði flokkurinn á Suðurlandi þar sem Drífa Kristjánsdóttir var fremst meðal jafningja. Danfríður Skarphéðinsdóttir á Vest- urlandi kom næst með 34,3 prósent tap. Þá Salóme Guð- mundsdóttir á Austurlandi með 30,1 prósent tap, síðan Málmfríður Sigurðardótt- ir á Norðurlandi eystra ineð 25,2 prósent tap og þar á eftir Anna Ólafsdóttir Björns- son sem tapaði 23,6 prósent af fylgi flokksins í Reykjanesi. Af þeim Kvennalistakonum sem töpuðu á annað borð þá töpuðu minnst konurnar í Reykjavík með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í for- ystu eða 14,4 prósent. Eggert Haukdal. Þakkar Guði þingsœtið en ætti að þakka Davíð og Reyknesing- svæðisins. Þeir landsbyggð- arþingmenn flokksins sem hafa fæst atkvæði eru Krist- inn H. Gunnarsson á Vest- fjörðum og Ragnar Arnalds af Norðurlandi vestra. Þeir eiga því fremur öðrum lands- byggðarmönnum í Alþýðu- bandalaginu að þakka þing- sæti sitt atkvæðum flokksins á suðvesturhorninu. Kvennalistinn sækir rétt tæp 80 prósent af fylgi sínu til höfuðborgarsvæðisins. Það- an eru líka 4 af 5 þingmönn- um listans. Öfugt við aðra flokka er því jafnvægi í þess- um málum hjá Kvennalistan- um. En hvað um það. Ofantaldir þrettán og hálfur þingmaður utan af landi eru á Alþingi fyrir tilstyrk íbúa suðvestur- hornsins. En þó oft hafi verið sagt um þingmenn Reykja- víkur og Reykjaness að þeir sinni kjördæmum sínum lítið þá eru þessir þrettán og hálf- ur enn verri. í stað þess að sinna málefnum suðvestur- hornsins eru þeir á kafi í hafn- ar- og vegaframkvæmdum í einhverjum kjördæmum úti á landi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.