Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991
25
VILDI FREKAR VERA
FÓTBROTINN
„Þegar maður hefur svo gengið
í gegnum allt þetta tekur tíma að
ná áttum á ný. Það þarf að byggja
sig upp daglega, andlega og lík-
amlega. Öðruvísi nær maður ekki
fyrra þrótti og sjálfstrausti. Líkam-
lega reyndi ég að halda mér í
formi með því að gera aefingar og
ganga úti í fersku lofti. Ég fór líka
aftur að æfa mig, halda tónleika
og kenna, en reyndi að fara mér
hægt í fyrstu. Þetta var mikið átak
og ég var oft að niðurlotum kom-
inn, en það tókst.“
Heldurdu aö þú hefdir getad
komist hjá því að sökkva jafn
djúpt og raun varð á ef þú hefðir
leitað til lœknis fyrr?
„Eflaust. En fordómarnir verða
til þess að fólk byrgir þetta inni.
Það er hrætt við að eitthvað hafi
argjarn unglingur, síðan á nám-
skeiðum hjá SAÁ fyrir nokkrum
árum. Síðast fór hún fyrir ári síð-
an.
„Ég missti hreinlega fótanna í
fyrra vegna utanaðkomandi álags.
Ég hef alltaf tekið inn á mig
vandamál annarra og hafði þurft
að hlusta mikið á vini mína og
vandamál þeirra í dálítinn tíma á
undan. Svo gerðist það þegar ég
vaknaði einn morguninn, þunn,
með meiðsli á fæti og leit í spegil-
inn þar sem við mér brasti
hryggðarmynd, að ég hreinlega
féll saman og grét viðstöðulaust í
heilan dag. Daginn eftir hringdi ég
í sálfræðing, sem ég gekk til einu
sinni í viku í sex vikur. Þá
ákváðum við að taka frí, þar sem
við vorum báðar á leið í sumarfrí,
en það varð aldrei neitt úr því að
ég færi aftur.
Það sem ég fékk út úr þessu var
að ég fór að gera meira í mínum
málum og veita því meiri athygli
hvað það er sem kemur mér úr
jafnvægi. Ég er úr alkóhólistafjöl-
skyldu og var í mörg ár í sam-
bandi með alkóhólista og það er
ákveðið mynstur sem virðist alltaf
koma upp aftur og aftur, eins og
að finnast maður alltaf þurfa að
taka ábyrgð á öðrum. Ég er þó
smám saman að læra að forðast
að detta í þann pytt, með því að
þekkja þá punkta í lífi mínu sem
valda þessu. Eftir að ég hætti að
ganga til sálfræðingsins fór ég að
lesa bók sem heitir „Hjálpaðu
sjálfum þér“ og hún hefur ekki
síður komið mér að gagni en við-
tölin hjá sálfræðingnum."
Margrét Etísabet Ólafsdóttir
lEFURfWJ
A LLTAf
NEITAÐ AÐ
HOkfíMT i
AUGtU Vlt>
m?
farið úrskeiðis á sálinni og þess
vegna bíður það. En batinn kemur
ekkert af sjálfu sér, ekki frekar en
þegar þú slasast eða verður líkam-
lega veikur. Ég man að á meðan
ég lá inni óskaði ég þess oft að ég
væri heldur fótbrotinn eða haldinn
einhverjum líkamlegum sjúkdómi,
en það er algengt þegar menn eru
haldnir geðrænum sjúkdómum.
Astæðan er sú að vinirnir verða
oft óttaslegnir. Þeir vita ekki
hvernig þeir eiga að bregðast við.
Og svo er ekki eins einfalt að
lækna sálina," sagði Gunnar
an.
HÆTTI HJA SALFRÆÐINGI OG
LES BÓKINA: „HJÁLPAÐU
SJÁLFUM ÞÉR“
Hún er þrítug, vel menntuð og í
góðri stöðu hjá virtu fyrirtœki í
borginni. I gegnum árin hefur hún
haft nokkur afskipti af geðlœkn-
um og sálfrœðingum. Fyrst nokkr-
um sinnum á gelgjuskeiðinu,
vegna þess að hún þótti uppreisn-
Nennir enginn að
hlusta á vandamál
þín lengur? Eða
kœrirðu þig
kannski ekkert um
að rœða
tilfinningar þínar
við hvern sem er?
Kannski
sálfrœðingur geti
leyst úr málinu?
Við fórum á
stúfana, rœddum
við nokkra
einstaklinga sem
reynt hafa
„bekkinn“ og
komumst að því,
að svarið er
líklega já!
I jöldi fyrrverandi þingmanna
eru nú atvinnulausir og ekki ljóst
hvað þeir munu taka sér fyrir hend-
ur. Einn þeirra er
Ásgeir Hannes Ei-
ríksson en hann
ætlar að taka fyrr-
verandi Bandaríkja-
forseta sér til fyrir-
myndar og einbeita
sér að fyrirlestra- og
námskeiðahaldi. Ásgeir hefur tekið
að sér að halda námskeið um reglu-
legt mataræði í Gistiheimilinu á
Miklubraut 1 í Reykjavík. Þar á að
takast á við ofát en Ásgeir hefur ein-
mitt skrifað bók um það efni. Nám-
skeiðið stendur í viku og kostar
27.800 krónur .. .
I afnfirskt verktakafyrirtæki.
SH verktakar. sem gagnrýndi Hafn-
arfjarðarba' í fyrra vegna útboðs
sem |)að ekki fékk. hefur nú fengið
úthlutað verkefnum hjá Reykjavík-
urborg. samtals upp á 75 milljónir
króna. Hér er um að ræða margvís-
lega gatnagerðarframkvæmdir.
gangstéttagerð og fleira. Þetta sama
fyrirtæki hefur að undanförnu unn-
ið að framkvH'indum við gerð út-
svnishússins l’erlunnar í Oskju-
lílið. . .
■ rammistaða FH-inga í hand-
knattleiknum í vetur hefur valdið
Hafnfirðingum miklum vonbrigð-
um. Ummæli leik-
manna í miðri úr-
slitakeppni, um að
þeir væru hættir að
æfa, hafa ekki bætt
þar úr. Hefur þjálfari
liðsins Þorgils Ótt-
ar Mathiesen sætt
nokkurri gagnrýni fyrir vikið. Og
talandi um FH-inga þá er talið ör-
uggt að annar hvor markvarða liðs-
ins, Guðmundur Hrafnkelsson
eða Bergsveinn Bergsveinsson,
færi sig um set fyrir næsta vetur ...
að mun hafa gengið á ýmsu í
samskiptum Jóns G. Tómassonar,
formanns yfirkjörstjórnar í Reykja-
vík, og fulltrúa fjölmiðla á kosninga-
nóttina. Jón mun hafa lítið lagt sig
eftir því að auðvelda fjölmiðla-
mönnum störf sín og var mikil reiði
með það. Þar að auki mun hafa
stefnt í vandræði við flokkun at-
kvæðaseðla þar til nýtt fólk var kall-
að inn á síðustu stundu ...
■■insog kunnugt er hefur Runar
Bjarnason slökkviliðsstjóri í
Reykjavik sagt starfi sínu lausu frá
og með 80. nóvem-
ber næsta haust.
Bréf þessa efnis frá
Rúnari var lagt fram
í borgarráði þann 9.
apríl síðastliðinn og
á sama fundi var
samþykkt sam-
hljóða að ráða Hrólf Jónsson vara-
slökkviliðsstjóra í stöðu slökkviliðs-
stjóra frá 1. desember að telja. I
borgarráði kom aöeins fram ein at-
luigasemd við þessa afgreiðslu. frá
Kristínu Á. Ólafsdóttur. Inin lýsti
þeirri skoðun sinni að eðlilegt væri
að auglýsa slíka stöðu lausa til um-
sóknar. ..