Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 EF- EKK.I Höröur Jónasson nýyrðasmiöur: Sveitarstjórinn sagöi að Hvolsvöllur væri náttúrukær staður, staöur í sátt og samlyndi viö landið ... svo má líta á einstaklinga og segja t.d. að Saddam Hussein sé ekki náttúrukær maður. llítjjlU’ tolcnoliiu* {tjóðSögttv Hann var þjóðþekktur poppari úr Keflavík í einni vinsælustu hljómsveit landsins. Eitt sinn er hljóm- sveitin var að spila á Reyð- arfirði hitti hann unga konu sem honum fannst fýsilegt að sofa hjá. Kona þessi var gift sjómanni á staðnum og þaö vildi svo vel til að bát- urinn sem eiginmaðurinn var á átti að leggja frá landi um það leyti sem ballið var búið. Popparinn og sú reyð- firska ákváðu því að drífa sig strax heim í rúm og reyna bólfimina. Pau höfðu ekki verið lengi að þegar útihurðin var opnuð og mátti heyra að þar var hús- bóndinn á ferð. Smá vélar- bilun hafði orsakað tveggja tíma töf og vildi sjómaöur- inn nota tækifærið til að heilsa upp á ástkæra eigin- konu sína. Keflvíkingurinn brást skjótt við og náði að læsa sig inni í fataskápnum í her- berginu áður en sjómaður- inn birtist. Konan lá hins vegar allsnakin í rúminu og féll eiginmaðurinn fyrir henni um leið. Næstu stundarfjórðunga mátti popparinn þola að kúra í loftlausum skápnum og hlusta á ástaratlot þeirra hjóna. (Úr popparasögum) Hann var þekktur sjar- mör í vinsælasta tríói landsins. Er hann var að skemmta á Norðfirði eitt haustið komst hann í skyndikynni við gifta konu á staðnum. Ákváðu þau að bregða sér heim til hennar, þar sem þau töldu víst að eiginmaðurinn mundi ílengjast annars staðar. Aðdragandi þessa hafði ekki farið framhjá forvitn- um Norðfirðingum sem horfðu á eftir „parinu" heim. Eftir á að hyggja kom forvitnin sér vel, því þegar þau höfðu verið að í rúminu í töluverða stund bankaði tillitssamur nágranni á „Hættu að ríða Bugga. Bjössi er að koma heim." (Úr popparasögum) Palli gat stundum verið ansi erfiður, ekki síst þegar hann var búinn að drekka óhóflega mikið ofan í pill- urnar sem hann þurfti að neyta daglega. Einhverju sinni lagðist hann bjargar- laus í drullugu götuna og hljóðaði: „Ég sé ekki neitt. Ég er blindur. Ég sé ekki neitt!" Lögreglumaðurinn á staðnum þekkti kauða og vissi upp á hár hvernig átti að bregðast við i slíku til- felli. Hann fékk lánaða brennivínsflösku hjá nær- stöddum og hélt henni fyrir framan Palla, sem reisti sig upp hið snarasta og teygði sig eftir flöskunni, og náði fullri heilsu og sjón á nýjan leik. (úr fyllirissögum) Hördur Jónasson heitir madur og er Samvinnuskóla- genginn sölumadur. Og ný- yrdasmidur, þ.e. hann býr til ný ord og hugtök. Hann er höfundur orðanna fíkill, án- ingarfarþegar, náttúrukœr og jarðlyndur. „Eg er Þingey- ingur og í minni fjölskyldu kom ekki annað til greina en að vanda máliö," segir Hörð- ur. „Það er fullorðna fólkið og fólkið í sveitinni sem mér finnst að hafi besta valdið á íslenskri tungu. Sá sem ekki kann sitt móðurmál er ekki sjálfstœður einstaklingur." Kveikjan að nýyrðasmíð- inni var þegar hann bjó til orðið fíkill 1976 eða 1977. „Þá var mikið talað um „dóp- ista", í færri tilfellum um eitur- lyfjaneytendur. Kosturinn við orðið fikil er að það er ekki sértækt og hægt að bæta framan við það eftir þörfum. Þannig hefur Jóna Ingibjörg talað um kynlífsfíkla. Jón Ótt- ar talar í bók sinni um senu- fíkla, um þá sem sífellt vilja vera í sviðsljósinu og Kristinn R. Ólafsson í Madríd talaði í pistli um fótboltafíkla." Flugleiðir notuðu mikið orðið „stop-over" farþegar og það fannst Herði ekki nógu gott. „1986 hafði ég samband við Svein Sæ- mundsson, þáverandi blaða- fulltrúa fyrirtækisins, og benti honum á orðið áningar- farþegar. Hann tók mjög vel í það og notaði orðið í auglýs- ingu skömmu síðar." Umhverfisvænn er orð sem er að ryðja sér til rúms, en hefur ekki náð hylli allra. „Prófarkalesari á DV hafði samband við mig, fannst orð- ið ekki alltaf hitta í mark. Þá lagði ég til orðin náttúrukær og jarðlyndur. Þessi orð eiga við hluti, menn eða staði og annað sem ekki veldur skaða í umhverfinu. Sveitarstjórinn á Hvolsvelli sagði t.d. nýverið að Hvolsvöllur væri náttúru- kær staður, staður í sátt og samlyndi við landið, þar sem engin spilling fer fram á um- hverfinu. Svo má líta á ein- staklinga og segja t.d. að Saddam Hussein sé ekki nátt- úrukær maður." Flest nýyrði koma flatt upp á fólk, segir Hörður. „Það þarf að venjast þeim og fjöl- miðlar hafa gott tækifæri til að móta framvinduna. Þeir verða þá að vera sannverðug- ir. Það er auðvelt að tapa mál- inu ef við höldum ekki vöku okkar. Mér finnst t.d. áber- andi hversu margir unglingar í Reykjavík eiga erfitt með að tjá sig. Þá vantar orðaforð- ann og réttu orðaröðina. Það mætti vekja áhuga þeirra á ís- lenskunni, þannig að sam- viskan banki þegar slett er.“ Jafnframt því að vera áhugasamur um ylhýra og ástkæra móðurmálið er Hörður mikill náttúruunn- andi. „Ég hef áhuga á nátt- úruvernd, útivist og laxveiði. Ég vil sjá landið okkar hreint og taert." Þá fylgist Hörður vel með stjórnmálunum. Að- spurður hvort stjórnmála- menn væru honum að skapi hvað málfarið snerti sagði Hörður þá standa sig misjafn- lega. „Það má heyra slettur hjá hinum mætustu stjórn- málamönnum. í umræðum frambjóðenda Reykjaness- kjördæmis talaði til dæmis einn um „konkret dæmi". Þú ert sjálfur að sletta í þessu viðtali, segir „akkúrat" inn á milli. Þær eru margar slett- urnar," sagði Hörður. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Spaugstofan og Rónaframboöiö er alkóhólismi hlægilegur? ÓTTAR GUÐMUNDSSON Fáir sjónvarpsþættir hafa notið meiri vinsælda en grínþættir Spaugstofunn- ar. Þeir félagar hafa birst á laugardagskvöldum og skemmt þjóðinni með öfga- kenndum eftirlíkingum af þekktum og óþekktum ein- staklingum í þjóðfélaginu. Margar persónur Spaugstof- unnar hafa orðið mjög vin- sælar og lifa eigin lífi í þjóð- arvitundinni. Þegar sagt er um einhvern mann að hann líkist Ragnari Reykás vita allir við hvað er átt. I kosn- ingafárinu undanfarnar vik- ur fylgdist ég grannt með Spaugstofunni og hafði gam- an að sumu en leiddist ann- að. Spaugstofan fékk mikinn tíma í kosningadagskrá rík- issjónvarpsins meðan beðið var eftir nýjum tölum og spám. Aðalgrín þeirra félaga upp á síðkastið hefur verið hið svokallaða Rónafram- boð. Ótal svipmyndir hafa birst í þáttunum af orðræð- um hinna svokölluðu róna á Arnarhóli sem standa fyrir framboðinu. Þeir eru klædd- ir Hekluúlpum og hafa an- kanaleg höfuðföt og ræða um stefnumál sín og slagorð með flösku í hendi. Þessir rónar í ímynd þeirra Spaug- slofumanna eru sífullir og hamingjusamir náungar sem ætíð hafa svör á reiðum höndum og kalla sig sjálfa „utangarðstækna". Þeir tala drafandi röddum um áfengi og nota það og styrkleika þess til viðmiðunar um flest svið mannlegs lífs. Öðru hvoru syngja þeir léttan brag og stíga dans eins og Sammy Davis og Dean Martin. A kosninganóttina voru þeir óvenju plássfrekir og komu ítrekað fram við ýmsar aðstæður. Þeir sungu saman og keyrðu síðan kjós- endum sínum á kjörstað. Þeir voru vel fullir við þá iðju og keyrðu því á staura og annað sem á vegi þeirra varð. En rónarnir voru alltaf jafn kátir og hressir. Þetta grín væri svo sem í lagi ef ekki væri verið að henda gaman að einhverju /nesta þjóðarböli íslendinga fyrr og síðar. Ég leyfi mér að gera ráð fyrir því að forsvars- menn Rónaframboðsins eigi að vera alkóhólistar úr hópi útigangsmanna í Reykjavík. Slíkir menn eru ekki ýkja fjölmennir lengur á götun- um en fyrir nokkrum árum voru þeir mun fleiri og settu sterkan svip á bæjarlífið. Þeir héldu til á Arnarhóli eða í Hafnarstræti og virtust ekki tilheyra þessu mennt- aða velferðarþjóðfélagi sem reynt hafði verið að byggja upp í þessu landi. Ég sá þessa menn á götunum öll mín uppvaxtarár í Reykjavík en velti því aldrei fyrir mér hverjir þeir væru eða af- hverju líf þeirra væri jafn ömurlegt og raun bar vitni. Löngu síðar fór ég að vinna við meðferð alkóhólista og kynntist þá mörgum þessara manna persónulega og ör- lögum þeirra. Enginn þeirra valdi sér það hlutskipti að vera utangarðs í þjóðfélag- inu og fórna lífi sínu á altari Bakkusar konungs. Þessir menn áttu sér allir drauma og framtíðarvonir einhvern tíma í fyrndinni sem drukkn- uðu í alkóhóli og urðu því að engu. Lífssaga þeirra var mannlegur harmleikur, saga endurtekinna ósigra, endur- tekinnar niðurlægingar og ógæfu sem aldrei virtist aetla að taka neinn endi. Ótal sinnum var reynt að snúa við blaði, hætta að drekka, fara í meðferð eða út á sjó en allt mistókst og fór á versta veg. Undir lokin áttu þeir sér enga von lengur um mann- sæmandi líf og gáfu því allt upp á bátinn. Þeir létu hverj- um degi nægja sína þjáningu og römbuðu um götur og stræti ogslógu peninga. Þeir dvöldust síðan langdvölum á flótta frá raunveruleikan- um í faðmi vímunnar. Afeng- ið varð einasti huggarinn sem hægt var að hverfa til. Lífið varð einn samfelldur nöturlegur eltingaleikur við brennivín, slá fyrir flösku eða sprittglasi, drekka sig fullan og láta fyrirberast á slóðum útigangsmanna, reyna síðan að fá að sofa á Farsótt eða hjá lögreglunni. Á vetrum fóru sumir þeirra á Gunnarsholt eða í Víðisnes eða dvöldust í borginni og drukku eins og áður. Sumir dóu drottni sínum undir ein- hverjum gömlum báti í fjöru- borði eða á leiði i gamla kirkjugarðinum. Þessi ömurlega mynd af útigangsmönnum eða rón- um Reykjavíkur er óralangt frá þeirri skopmynd sem þeir Spaugstofumenn draga upp af Boga róna og félög- um hans sem una kátir og fullir við sitt. Ekki veit ég hver er hugsunin bak við þessa persónusköpun sem er ótrúlega fjarlæg fyrir- myndunum. Sjálfum finnst mér alkóhólismi útigangs- manna jafn lítið hlægilegur og aðrir mannlegir harm- leikir eins og banaslys í um- ferðinni eða alvarlegir ban- vænir sjúkdómar. í þættin- um var auk þess hent gaman að ölvunarakstri. Ölvunar- akstur er eitthvert alvarleg- asta vandamálið í umferð- inni á íslandi. Ófáar fjöl- skyldur eiga um sárt að binda vegna slysa sem hlut- ust af ölvuðum ökumönnum sem dómgreindarlausir ön- uðu út í umferðina og urðu valdir að alvarlegum slysum. Mér fundust þeir kallarnir í Rónaframboðinu ótrúlega ófyndnir í þeim atriðum þar sem þeir áttu ölvaðir að keyra fólki á kjörstað. í raun mætti á sama hátt gera skemmtilega svipaða þætti um aðra sjúkdóma og mann- lega eymd og gera grín að öðrum harmleikjum fjöl- skyldnanna. Þannig væri til- valið að gera skemmtiþætti um fórnarlömb umferðar- slysa, krabbameinssjúklinga eða fólk í hjólastólum. Það er sagt að Viktoría drottn- ing hafi einhvern tíma setið og horft á einhverja skemmtikrafta sem henni þóttu heldur klénir. Eftir nokkra stund stóð hún upp og gekk út og mælti meðan hún strunsaði á dyr: „We are not amused". Hið sama get ég sagt. Mér var ekki skemmt á kosninganóttina. Þessir þættir voru smekk- leysan og dómgreindarleys- ið uppmálað og skemmdu annars ágætt starf og per- sónusköpun sömu manna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.