Pressan - 25.04.1991, Síða 4

Pressan - 25.04.1991, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 gang m RÉ |Sf|RDINGyB og ævintýri hans í Reykjavík Þegar ég kom heim að hitta Reimar eftir hraklegar aðfarir á fornsölu föður míns, eins og allir muna, sat hann sveittur yfir reglum um i og y. Hann var byrjaður að vera með stelpu í mínum bekk sem hét Katla og þau lærðu stundum saman á kvöldin. Hún hafði verið að kvelja hann vegna þess hve slappur hann var í réttritun og nú varð ég að lesa upp fyrir hann þrjá, fjóra stíla á dag. Ég var að verða vitlaus. Ég óskaði þess innilega að hann hætti fljótt að vera með þessari stelpu. En harin var óskaplega ástfanginn og kipptist við í hvert sinn sem síminn hringdi niðri eins og hann hefði verið rekinn með firtommu í rassgatið. Ég sagði honum að ég hefði keypt sjónvarp aftur á fimm- hundruð sem pabbi hefði selt á tvöhundruð en sjálfur gefið fyrir fimmtíu krónur. — Satt er það sem hann pabbi þinn segir Nasi, sagði Hreinn Reimar. Þú ert enginn forn- sali. — Nei, enda ætla ég að keyra leigara síðar meir, sagði ég. Þú verður að hjálpa mér maður, hvað heldurðu að pabbi segi þeg- ar hann fattar allt? Hvað get- um við gert? — Það er eitthvað að mér, sagði Reimar. Ég get ekkert hugsað nema um Kötlu. Ég get ekki farið inn í svona mál. En ég á sex hundruð í banka. Það gaf mér það peysufatakerling. Ég skal lána þér. Svo getum við litið við hjá Kötlu á leiðinni heim. Katla var nokkuð lengra úr leið en Reimar hafði hald- ið fram. Hún opnaði dyrnar dularfull og seiðandi eins og mexíkönsk stúlka í bíó. Um leið og hún sá okkur tvo sprengdi hún kúlutyggjó. Hún átti sér sætt stelpu- herbergi. Reimar setti Du- ane Eddy á fóninn. Mamma hennar kom í dyrnar og skoðaði okkur glottandi eins og við frændurnir værum tveir dýragarðsapar. — Hvernig gengur að læra að rita íslenskt mál? Um leið sveinn og hún opnaði kjaftinn vissi ég að kellingin var snobb vegna þess að ég hafði séð troðfullar bókahillur í drag- fínni stofunni. — Slappur í yfsilonum, sagði Reimar. — Komdu Reimar, sagði Katla. Nú skal ég kenna þér á þessa stafi í eitt skipti fyrir öll. Hún settist á rúmið sitt með stílabókina á hnjánum. Sjáðu, sagði hún. Veistu hvað við skulum gera. Reyndu að ímynda þér að einfalt i sé strákur en yfsilon sé stelpa. Hún sprengdi kúlutyggjó. Þá strax er mað- ur búinn að læra heilmikið. Sjáðu hvað gerist til dæmis með yfsilon ef ég set sviga sitt hvorum megin. Hún teiknaði (Y). Ég sagði úla-la og hló eins og hálfviti. Reimar stokk- roðnaði. Katla sagði: — Þeg- ar maður hefur fattað þetta þá er enginn vandi að muna að i er strákurinn. — Nei, sagði ég, því yfsil- on með svigum er eins og allsber kelling. Ég hló svo mikið að ég átti í stökustu vandræðum með að halda horinu í nösunum enda allt- af kvefaður. Ég gaf Reimari rosa olnbogaskot. — Get- urðu ekki farið að pilla þér, Nasi, sagði Reimar. Gerðu það. — Já, fyrst þú endilega vilt, sagði ég móðgaður. — Ég ætla að taka Reimar í aukatíma, sagði Katla. Ég gekk heim. Nú er Reim- ar að læra þá einu réttritun sem einhverju máli skiptir, hugsaði ég öfundsjúkur. Ég kom við á fornsölunni hjá pabba. Ég lét fimmhundruð kallinn í kassann og bjó til sögu sem hann tók ekkert mark á. Ég var hættur að geta logið almennilega. Og Reimar var ekki lengur sami gamli brallarinn. Svona get- ur ástin farið með mann. Reimar kom heim seint og síðar meir. Ég var háttaður. Hann læddist í sitt rúm. Ég spurði: Hvernig gekk? Hann svaraði ekki og lést sofa. Þá rétti ég upp aðra hönd- ina og lést sofa líka. Þannig lá ég lengi. — Enginn getur sofið með höndina á lofti, sagði Reimar SKftDlblT- 0M«Vö?ns- l/ERWMRr SMM' Filippseyingurinn Ning de Jesus, sem á undanförn- um árum hefur eldað aust- urlenskan mat ofan í íslend- inga, opnaði á dögunum skyndibitastað þar sem slíkir réttir eru á boðstólum. Það er óhætt að segja að skyndibitar Nings í Vöru- og veitingahúsi hans við Suð- urlandsbrautina séu ekki lík- ir öðrum skyndibitum. Eða hvarannars staðarí bænum er hægt að fá ilmandi hrís- grjón, grænmetis- og kjöt- rétti, tilbúna til að fara með heim? Og það í aðlaðandi umbúðum, sem falla ættu umhverfisverndarsinnum í geð, því þær má endur- vinna... Ástandiö á myndbanda- markaðnum núna er far- iö aö minna um margt á ástandiö fyrir rassíuna frægu sem gerð var í tíö JÓNS HELGASONAR dómsmálaráðherra. Nú mun streyma inn á leig- urnar ótextað efni er- lendis frá sem eigendur leiganna kaupa sjálfir. Rétthafarnir halda enn sem komið er aö sér höndum og horfa til Kvikmyndaeftirlitsins um aðgeröir. Það getur þvi farið svo að BÖÐVAR BRAGASON lögreglu- stjóri verði fyrr en síðar að setja nýja rassíu í LINDA ÚR LUMMUN- UM FRÁ DÆGUR- FLUGUM í DJASS Linda Gísladóttir söngkona er komin á kreik í tónlistar- heiminum á ný, en hún hvarf af sjónarsviöinu fyrir tíu ár- um eftir að hafa orðið lands- frœg með Lummunum. Linda syngurekki lengur dœgurlög, heldur djass og blús, með hljómsveitinni Bláa fiðringn- um. ,,Ég hef ekki komið nálægt tónlist í öll þessi ár, en endir- inn á söngferlinum, sem hófst með Lummunum, var heldur leiðinlegur," sagði Linda í samtali við PRESSUNA og vitnar þar til sólóplötu sem hún sendi frá sér og seldist illa. „Mig er þó búið að langa til þess allan tímann að halda áfram, en hefur vantað kraft- inn til að koma mér af stað.“ Hún greip því tækifærið og sló til þegar einn af stofnend- um hljómsveitarinnar Bláa fiðringsins bauð henni að ganga til liðs við sveitina. Og djass- og blústónlistin hentar henni ágætlega. „Þetta er uppáhaldstónlistin mín,“ seg- ir hún. „Sérstaklega djass- inn.“ mæddur. Ég byrjaði að hrjóta. — Ef þú lætur hana síga, Nasi, skal ég segja þér hvernig fór. Ég lét hana síga. Reimar. andvarpaði í myrkrinu. — Hún sagði að ég væri hálfviti. Ég vissi ekk- ert um yfsilon. Og gæti enga stelpu frætt um einfalt i. Ólafur Gunnarsson Það er enginn skortur á ungum bjartsýnismönn- um í veitingahúsaheim- inum í Reykjavík. Nú hafa þrír þeirra ákveðið að opna nýjan veitinga- stað, Furstann í Skip- holti 37, en þar var meðal annars veitingastaður- inn Hrafninn áður. Veit- ingamennirnir ungu heita PÁLL STEFÁNSSON, GEIR BIRGIR OG EDDI. Furstinn ætlar að fara inn í bardagann þar sem hann er heitastur eða inn á pitsumarkaðinn. Eyþór Kristján Guðjónsson er nemi í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Hann spriklar í handbolta með HK í frístundum, sem er að skríða aftur upp í 1. deild eftir eins árs veru í 2. deild. Á sumrin er hann svo fararstjóri á Jamaíka. Áhugasamar stúlkur um þennan unga mann verður að hryggja, því Eyþór er í föstu sambandi. Hann er fæddur 5. febrúar 1968 og því Vatnsberi. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Það var í febrúar, en þá var hún amma mín jörðuð. Er Bittu mig elskaðu mig karlrembu- mynd? Nei, en hún olli mér vonbrigðum, því hún var auglýst sem erótísk án þess að vera það. Horf irðu á fréttir í sjónvarpinu? Já, ef ég er kominn heim af æfingum. Hvort ferðu heldur í bað eða sturtu? Alltaf í sturtu. Hvenærfórstu síöasttil útlanda? Ég fór til Boston í júlí síðastliðnum. Ætlarðu að sjá Söngvaseið? Nehei. Hvernig klæðnaður undirstrikar kyn- þokka kvenna? Háir hælar, sokkabönd og stutt pils. Hefurþú lesið biblíuna? Já, ég gerði það þegar ég var í KFUM í gamla daga. Hvað gerir þú á sunnudagsmorgnum? Sef út og læt svo kærustuna klóra mér á bakinu. Hvað ætlar þú að giftast oft? Ég hugsa að ég gifti mig einusinniogsjáisvotil.. Ætlarðu að eignast börn? Án efa. Klæðirðu þig eftir veðri? Ég myndi segja það, já. Sefuröu í náttfötum? Ég sef á Adams- klæðunum. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Ég er næturmaður. Ferðu einn í bíó? Þegar það eru ellefu- sýningar á Emmanuelle. Ertu góður dansari? Ég dansa lítið, nema fyrir dömuna áður en ég fer að sofa ... A hvaða skemmtistaði ferðu? Casa- blanca. Ertu hrifinn af þungarokki? Ekki nema einstaka lögum. Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Nei. En líf eftir dauðann? Já, það er öruggt. Ertu með náttúrulegan háralit? Já. Ertu daðrari? Ég held ég hafi verið það. Hvað borðar þú í morgunmat? Gott Granóla með súrmjólk. Finnst þér gott að láta klóra þér á bak- inu? Algjör draumur. Hugsar þú mikið um í hverju þú ert? Þegar ég er að fara út. Ekki þegar ég sit heima og horfi á sjónvarpið. Hvað má vera m ikill aldursmunur á pör- um? Það verður hver og einn að meta það fyrir sig. Segir þú oft brandara? Ég skýt oft inn neðanbeltis- bröndurum á réttum stöðum, já. Ferðu oft í megrun? Nei. Finnst þér Simpson- fjölskyldan skemmtileg? Ég missi alltaf af henni.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.