Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991
Hörður Sigurgestsson, stjórn-
armaður í Hafnarbakka, ásamt
Halldóri H. Jónssyni og
Indriða Pálssyni. 9 stærstu
hluthafarnir í Eimskipafélaginu
eiga 30 prósent hlutafjár. Hall-
dór H. Jónsson, fjölskylda og
einkafyrirtæki eiga hlutabréf
upp á um 52 milljónir króna
og er markaðsverð þeirra um
300 milljónir. Markaðsverð
bréfa Indriða er tæplega 100
milljónir og bréfa Harðar um
60 milljónir..
SORPHIRBUNAB
Dótturfyrirtæki Eimskipafélagsins, Hafnarbakki, stofnaði gáma- og sorphirðuþjónustu og gerði
tilraun til að kaupa keppinautana burt af markaðinum.
Gámaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óttast
verulega um sinn hag í kjölfar þess að fyrirtæki Eim-
skipafélagsins, Hafnarbakki, hefur stofnað rekstur um
ruslagáma og sorphirðu og akstur á sorpbílum. Hafnar-
bakki hefur lagt tugi milljóna króna í þetta og ætlar sér
stóran hlut nú þegar Sorpa, sorpeyðingarstöð höfuðborg-
arsvæðisins, er að hefja starfsemi sína á Álfsnesi.
Hafnarbakki byrjaði á því að reyna að kaupa þau fimm
gámafyrirtæki sem mest hafa verið í sorphirðunni. For-
svarsmenn þessara fyrirtækja óttast að Eimskipafélag ís-
lands ætli sér einokun á þessum markaði, muni drepa af
sér samkeppni litlu fyrirtækjanna með undirboðum.
Á svipuðum tíma og Hafnarbakki,
þ.e. Eimskipafélagið, var að stofna
gámadeild hafði Fyrirtækjasalan í
Suðurveri samband við gámafyrir-
tækin sem hingað til hafa keppt á
markaðnum. Var þeim tjáð að fjár-
sterkur aðili hefði áhuga á að kaupa
rekstur þeirra og tæki. Ekkert varð
þó úr slíkum viðskiptum. Hinn fjár-
sterki aðili reyndist vera Hafnar-
bakki og þar með Eimskipafélagið.
RISINN MÆTTUR MEÐ 90
MILUÓNA FJÁRFESTINGU
Grundvallarbreytingar verða á
sorphirðumálum með tilkomu
Sorpu, sem opnar formlega á morg-
un. Sorphirða verður óbreytt hvað
íbúðarhúsnæði varðar. Hins vegar
voru fasteignagjöld á fyrirtæki
lækkuð, en þeim sagt á móti að þau
yrðu að annast sorpmál sín alfarið
sjálf. Mörg fyrirtæki og stofnanir
hafa átt viðskipti við gámafyrirtæk-
in, en vegna þeirra breytinga sem
hin nýja sorpeyðingarstöð hefur í
för með sér leita þau nú hagkvæm-
ari samninga og munu semja við
gámafyrirtækin í mjög vaxandi
höfum orðið varir við ótvíræðar vís-
bendingar um að þeir ætli sér að
undirbjóða þá sem eru fyrir á mark-
aðnum. Forsvarsmenn nokkurra
fyrirtækja sem við tölum við minn-
ast á lægra verð hjá Hafnarbakka og
er munurinn talsverður í sumum til-
fellum," sagði einn viðmælenda
blaðsins.
EIGNAST FYRST MARKAÐINN
- KAUPA SÍÐAN SORPU
Forsvarsmaður eins gámafyrir-
tækisins sagði að sér liði eins og stór
valtari hefði birst og keyrt yfir litlu
Dótturfyrirtæki Eimskipafélagsins, Hafnarbakki, til vinstri. Það var stofnað
1988. Eimskip er nú allt í öllu við Hafnarfjarðarhöfn. Nú leggur Hafnarbakki út
í gáma- og sorphirðuþjónustu og ætlar að ná yfirburðastööu í breyttu kerfi
sorphirðu og sorpeyðingar. Eimskipafélagið eignaðist athafnasvæði Oks hf.
og Faxafrosts hf. við Hafnarfjarðarhöfn (til hægri) og auk þess lóð Togaraaf-
greiðslu Hafnarfjarðar (að neðan).
mæli um reglulega losun á sorpi. Þá
verður Sorpa sjálf með söfnunar-
gáma á 7 eða 8 stöðum á höfuðborg-
arsvæðinu, en mun semja við verk-
taka um flutninga á Álfsnesstöðina.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR hefur Hafnarbakki lagt út í
fjárfestingu, sem verður ekki undir
90 milljónum króna þegar upp verð-
ur staðið. Þetta gerist á sama tíma
og gámafyrirtækin fimm standa
höllum fæti vegna þeirra breytinga
sem starfsemi Sorpu hefur í för með
sér. Vegna uppbyggingar gjaldskrár
Sorpu borgar sig að hafa stór og öfl-
ug tæki.
Af samtölum PRESSUNNAR við
forsvarsmenn gámafyrirtækjanna
að dæma eru þeir ekki í nokkrum
vafa um að Hafnarbakkamenn séu
byrjaðir og muni undirbjóða þá með
lágri gjaldskrá til að ná einokun, eða
fyrirtækin. „Við þurfum að fjárfesta
og breyta miklu og við erum því
vanmáttugir frammi fyrir þessari
árás Eimskipafélagsins. Þeir ætla
sér greinilega að eignast markað-
inn. Þeir munu bjóða upp á lága
gjaldskrá og reka gámaþjónustu
sína með tapi á meðan þeir eru að
eignast markaðinn og ná einokun.
Eftir það hafa þeir frítt spil með
gjaldskrá sína.“
Forsvarsmaður annars gámafyrir-
tækis tók undir þetta, en taldi að
Eimskipafélagið myndi ekki láta
staðar numið með yfirtöku þessa
markaðar. „Mér sýnist á því sem var
að gerast á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins að næsta skrefið verði að
gera Sorpu að hlutafélagi, sem Eim-
skipafélagið muni síðan kaupa. Æti-
unin er að gera þetta að einokunar-
fyrirtæki sem mala mun gull. Þetta
fyrirtæki í Hafnarfirði, Hafnar-
bakki, er meðal fjölda fyrirtækja
sem þeir hafa komið upp eða keypt
upp í bænum. Þeir hafa sölsað undir
sig Ok hf„ Skipa- og togaraaf-
greiðslu Hafnarfjarðar, Faxafrost og
ruddu Finnboga Kjeld úr saltflutn-
ingunum. Nú er komið að okkur."
Enn einn viðmælandinn í þessum
bransa sagði að eftir að þessi fimm
fyrirtæki á gámamarkaðnum hefðu
staðið í eðlilegri samkeppni stæðu
þau nú frammi fyrir því að risi hefði
mætt á vettvang. „Við óttumst að
við taki óeðlileg samkeppni. Þeir
geta hent milljónatugum í þetta og
hrist okkur af sér með undirboð-
um.“
RiiYNDU FYRST AÐ KAUPA
BURT KEPPINAUTANA
Hafnarbakki gerði fyrst tilraun til
að kaupa nokkur gámafyrirtækj-
anna af markaðnum. „Það var haft
samband við okkur og okkur tjáð að
fjársterkur aðili hefði áhuga á að
kaupa fyrirtækið. Síðan komu aðilar
til að skoða reksturinn hjá okkur og
fleirum. Þetta voru menn frá Hafn-
arbakka," sagði einn viðmælenda
blaðsins.
Reynir Hugason hjá fasteignasöl-
unni í Suðurveri staðfesti í samtali
við PRESSUNA að einstaklingur
hefði leitað til sín og beðið sig um að
kanna hvort gámafyrirtæki væru til
sölu. „Hann kom á eigin vegum en
ekki sem fulltrúi einhverra aðila. Ég
ræddi við þrjá eða fjóra af þeim sem
eru á þessum markaði, en það kom
i Ijós að þeir vildu ekki selja."
Bragi Ragnarsson, forstjóri Hafn-
arbakka, sagði að Hafnarbakki ætl-
aði sér síður en svo að drepa af sér
alla samkeppni með undirboðum.
„Það er erfitt að meta þetta, því eng-
ar verðskrár hafa verið gefnar út og
allar forsendur að breytast. Við höf-
um því ekki neinn samanburð. Mín
tilfinning er sú að við séum ekki
ódýrari, en verðum með fjölbreytt-
ari tækjaflota og betri þjónustu.
Staðreyndin sem blasir við er að
markaðurinn á þessu sviði mun tvö-
faldast á næstu mánuðum. Gáma-
þjónustan var með 70 til 75 prósent
af markaðinum og ég tel að það
hljóti að vera eðlilegt að tvö sæmi-
lega stöndug fyrirtæki keppi á hin-
um nýja markaði."
ÞÓTTI EÐLILEGT AÐ
KAUPA KEPPINAUTANA
AF MARKAÐNUM
Aðspurður hvers vegna Hafnar-
bakki hefði byrjað á því að reyna að
kaupa andstæðingana út af mark-
aðnum sagði Bragi að það hefði þótt
eðlilegt á sínum tíma að kanna
þennan möguleika. „Við töluðum
við þessi fyrirtæki öll. Okkur þótti
engin hemja að leggja út í þetta án
þess að ganga úr skugga um hvort
hægt væri að kaupa þá sem fyrir
voru, sem flestir áttu í vandræðum
með sinn rekstur og standa höllum
fæti vegna þess að þeir hafa ekki
kerfi sem passar inn í það fyrir-
komulag sem verður hjá Sorpu.”
Gámafyrirtækin óttast að auk
undirboða muni Eimskipafélagið
semja við fyrirtæki um afslátt af
flutningum með skipum félagsins
gegn því að fyrirtækin semji við
Hafnarbakka um sorphirðu. Þá má
benda á að Eimskipafélagið er þeg-
ar komið með samning við Sorpu
um flutning á hættulegum efnum úr
landi og er að kanna útflutning á
ýmsum öðrum úrgangi.
í stjórn Hafnarbakka sitja þeir
Halldór H. Jónsson, Indriöi Púlsson
og Hördur Sigurgestsson. Þá má
benda á að landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins ályktaði í mars að sorp-
flutningar allra sveitarstjórna vrðu
einkavæddir. Formaður samgöngu-
nefndarinnar sem samdi ályktunina
var Tómas William Möíler. forstöðu-
maður landrekstrarsviðs F.imskLv.-
félagsins.
Friðrik Por Gud'VuncfSO”