Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 VIÐ RONKUÐUM VIÐ OKKUR MEÐ HVÍTAR STÚDENTSHÚFUR ÖFGASINNAÐI JAFNAÐARMAÐURINN GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON í LÉTTU SPJALLI Hver skyldi hann vera þessi talsmaður öfgasinn- aðra jafnaðarmanna sem sumir vilja meina að hafi unnið stærsta stjórnmála- sigurinn á Reykjanesi? Guðmundur Brynjólfsson bókmenntafræðinemi er langt í frá ræðinn um sjálf- an sig þó að annað mætti ef til vill ætla af fram- göngu hans í stjórnmálum, en Reyknesingar fengu smjörþefinn af því nú í kosningabaráttunni. Hann segist sjálfur vera mjög lokaður og hafi gífurlegan sviðsskrekk í hvert skipti sem hann þarf að koma fram. Hjartsiættinum linni þá fyrst að hann stendur á sviðinu. Hann er fæddur í sporðdrekamerkinu og segist hafa verið tortrygg- inn í garð stjörnuspeki þangað til hann las lýsingu á sporðdrekanum. Hann segir það mögulega tilvilj- un en að lýsingin falli eins og flís við rass. „Ég hlaut mjög strangt pól- itískt uppeldi hjá ömmu minni,' segir Guðmundur er við höfum komið okkur fyrir á kaffihúsinu Tíu dropum við Laugaveg. „Grunnurinn að því uppeldi var sá að allt væri skömminni skárra en íhaldið. Sú kenning á enn fullan rétt á sér nema hvað íhaldið er komið svo víða. Þó að við Nikulás Ægisson annar mað- ur á listanum séum báðir nafntogaðir kommúnistar í Keflavík er listinn ekki bor- inn uppi af mönnum sömu skoðunar. Ég held að fylgi okkar í kosningunum komi frekur upp um ákveðinn leiða á gömlu flokkunum og jafnvel hálfgerða fyrirlitn- ingu á málflutningi þeirra. Ég var ekki höfuðpaur þessa framboðs. Það var hringt í mig og ég beðinn um að taka efsta sætið á lista." FÓLK KÝS EKKI TIL AÐ VERA SNIÐUGT „Fólk kýs ekkí til að vera sniðugt. Það neitar öðru fremur að trúa þessum kosn- ingaloforðum sem fulltrúar flokkanna veigra sér við að uppfylla. Það er til dæmis at- hyglisvert að strax eftir að kjörstöðum er lokað eru dregnar upp úr dragkistunni gömlu grýlurnar þeir Jó- hannes Nordal og Þórður Friðjónsson. Þeir fóru með þennan vanalega formála fyrir svikunum og sögðu fólki að það væru einkenni um þenslu í þjóðfélaginu. Þar með var komin afsökunin sem vantaði til að svíkjast um að hækka lægstu launin í landinu." SLEIT BARNSSKÓNUM INNAN UM SAUÐFJÁR- BÆNDUR OG GRÁ- SLEPPUKARLA Guðmundur er alinn upp á Vatnsleysuströndinni: „Ég sleit barnsskónum inn- an um sauðfjárbændur og grásleppukarla; það góða fólk. Eg bjó í dreifbýlinu en ekki í Vogunum sjálfum og var mikið hjá afa og ömmu sem bjuggu á næsta bæ. Það voru nokkrir krakkar í kring, mest frænkur og frændur sem bjuggu eða voru í sveit hjá afa og ömmu. Ég gekk í lítinn sveitaskóla á ströndun- um og var orðlagður þar fyrir að vera kjaftfor. Þangað komu einnig krakkar úr Vog- unum þannig að við vorum svona fimm eða sex saman í bekk. Auðvitað finnst hverj- um og einum sín bernska hafa verið best en ég stend í þeirri meiningu að við höfum leikið okkur meira en al- mennt gerist um krakka núna. Hitt er annað mál og ekki að öllu leyti jákvætt að krakkar vilja fullorðnast fyrr á svona stöðum. Þau fara fyrr að taka þátt í atvinnulífinu. VAR MJÖG RÓLEGUR UNGLINGUR Krakkarnir af Vatnsleysu- ströndinni komu í Gagn- frœðaskólann í Keflavík í 9. bekk ásamt krökkum úr Grindavík. Pá bar strax á Guðmundi í rœðumennsk- unni. Kanasjónvarpið var sí- gilt umfjöllunarefni í Gagn- frœðaskólanum í Keflavík og í einum slíkum umrœðum á sal skólans þótti meirihlutan- um sem oftar að afnám þess á sínum tíma hefði verið mik- ið harmsefni ogKeflvíkingum bœri að leita réttar síns og fá það aftur. Þá stóð Guðmund- ur upp og var œgilegur ásýndum enda hafði lamast á honum annað augnlokið og slútti það niður fyrir vinstra augað. Hann hvessti augun fram í salinn og þrumaði: ,,Ef Kanasjónvarpið kemur aftur lœt ég loka á mér hinu aug- anu líka.“ „Þó að ég væri kjaftfor í barnaskóla var ég mjög ró- legur þegar komið var til Keflavíkur. Ég veitti þörf minni til að láta á mér bera helst útrás í ræðustólnum. Mér þótti sem þessar mælskukeppnir væru fárán- legar. En mér þótti samt gam- an að koma fram en var hálf tregur til að fylgja þessari ut- anbókarlærðu línu. Ég er náttúrlega öfgasinnaður þverhaus og það skín sjálf- sagt úr öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur." SKRÍLSLÆTIN TENGDU OKKUR SAMAN Nú héldu krakkarnir af Vatnsleysuströndinni mikið saman svo og krakkarnir úr Grindavík. A þessum tíma var Dagblaðið uppfullt af sögum um hverslags skríll þrifist meðal unglinga í Grindavík: „Það voru kannski sk: íls- lætin sem tengdu okkur sam- an. Það voru mikil umskipú að koma úr iitla sveitaskólan- úm á ströndinni og í skólann í Keflavík þar sem voru tæp- lega þrjátíu krakkar í hverj- um bekk. En í Keflavík kynnt- ist ég nú aðallega skólaleti." LENTU UNDIR SÓPNUM Síðan lá leiðin til œðri mennta og fróðleiks í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja: „Já, þaðan sem ég útskrif- aðist að lokum eftir langa mæðu. Ég var gjarnan aðra önnina við nám þennan tíma og féll stöðugt í stærðfræði. Og þýskan var mér einnig óvinveitt. En ég var svo hepp- inn að það var skipt um þýskukennara og við færð- umst því nokkur sem höfðum verið þaulsetin billega milli áfanga. Ég er líka með krón- íska andstyggð á leikfimi og finnst hún með afbrigðum vitlaus. Ég var með vottorð upp á það líkt og fleiri. Ég er ekki að segja með þessu að ég hafi ekki átt skilið að út- skrifast en við lentum undir sópnum nokkrir saman ein jólin og rönkuðum við okkur fyrir utan skólann með hvítar stúdentshúfur á hausnum og höfðum þá verið æði lengi að.“ KOMST TVISVAR Á ÞRÖSKULDINN Þú varst ástfanginn af leik- listargyðjunni og reyndir fyrir þér á því sviði? „Já, ég er ekki í neinum vafa um að ég er mesta leik- araefni sem hefur þreytt inn- tökupróf í Leiklistarskóla ís- lands. Leiklistarskólinn reyndist hinsvegar ekki vera á sama máli. Ég komst tvisv- ar á þröskuldinn en ekki lengra eftir að hafa beðið í of- væni eftir að ná aldri til að þreyta prófið. Ég er samt ekki að álasa skólanum þeir gerðu bara þau mistök að sjá ekki leikarann í mér. Kannski var það eins gott því þeir eru æði margir leikararnir sem ganga atvinnulausir eða fást við smíðar fyrir sjónvarpið. En það losnar enginn við leik- aradrauminn og ég hef jafn- vel í huga að læra leikstjórn eða leikritun." LES EINKUM LEIKBÓK- MENNTIR Voru framboösmálin ekki stœrsti performansinn til þessa? „Jú tvímælalaust og stærsti sigurinn var sá að Víkverji J v Mogganum skyldi sjá ástæðu til að fjargviðrast út af því að við hefðum eyðilagt eitthvað kosningaforrit sem hefði ver- ið hannað fyrir tíu flokka en ekki ellefu." Nú ertu í bókmenntafrœði í Háskólanum. Lestu mikið? „Ég hef alltaf lesið mjög mikið og einkum leikbók- menntir. Fyrir utan þessa klassísku höfunda eins og Shakespeare, Ibsen ogStrind- berg þá held ég upp á breska seinni tíma höfunda eins og Pinter og uppáhaldið er Samuel Beckett. Ég byrjaði að lesa leikrit strax og Fimm í sálarháska sleppti og get því ekki skilið þegar fólk nennir ekki að lesa leikbókmenntir og vill bara sjá leikrit þegar búið er að færa þau upp á svið. Síðan held ég upp á gamlar leynilögreglusögur." HEF SKRIFAÐ LJÓÐ OG SÖGUR FYRIR SKÚFFUNA Þú hefur ekki fengist sjálfur við að skrifa? „Ég hef skrifað ljóð og sög- ur.fyrir skúffuna eins og allir aðrir. Ég var líka einu sinni fréttaritari í Vogunum, fyrir Suðurnesjaritið Víkurfréttir. Sumir vildu meina að frétta- flutningur minn einkenndist töluvert af skítkasti. Einu sinni tók ég upp hanskann fyrir strák sem hafði lent í smáafbrotum og orðið fyrir barðinu á fréttaflutningi ann- arra. Öll umfjöllun um hans mál hafði fallið í smáborgara- kramið og einkenndist af þessum upptjúnaða spenn- ingi eins og andinn í Keflavík er. Ég held að það séu forrétt- indi í Keflavík að vera hálfvit- laus. ímyndaðu þér alla at- hyglina." , . ; Eru róttœkir jáfnaðarmenn með'fleira á prjónunum? „Ég fer ekki aftur í framboð fyrir róttæka jafnaðarmenn. Nema ef vera skyldi forseta- framboð þegar ég hef aldur til. En við eigum eftir að álykta um ýmis þjóðþrifa- mál." Þóra Kristin Ásgeirsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.