Pressan - 04.07.1991, Síða 19

Pressan - 04.07.1991, Síða 19
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 4. JÚLl' 1991 19 ESinn harðasti talsmaður að- halds í launamálum er að sjálfsögðu Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveit- endasambandsins. Einn er sá hópur manna sem á erfitt með að sitja undir því þegar Einar Oddur birtist á skjánum og boðar litlar launahækkanir en það eru fylgjendur kvótasölu. Þeir hafa nefnilega reiknað út að Einar Oddur og Hamar á Flateyri hafi fengið um 400 milljónir gefins frá þjóðinni í formi kvóta. Sá sem fær slíka gjöf á ekki að hafa skoðun á því hvað aðrir fá í launaumslagið, að mati kvóta- sölumanna . . . A ^^Að tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- | þýðuflokksins, hefur framkvæmda- stjórn flokksins sett á laggirnar fjögurra manna nefnd sem ætlað er að móta til- lögur um uppbygg- ingu flokksstarfsins og taka saman greinargerð um hvaða lærdóm megi draga af kosn- ingabaráttunni. Athygli vekur að nefndarmenn tilheyra allir ungu kynslóðinni í flokknum, þar af þrír sem ekki voru í flokknum fyrir ári. Nefndina skipa þau Össur Skarp- héðinsson, Margrét S. Björns- dóttir, Arnór Benónýsson og Ragnheiður Davíðsdóttir . . . ó venjuleg auglýsing birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar auglýsti Bergur Guðnason lög- fræðingur að „gífur- lega fjársterkur einkaaðili" óskaði eftir því að fjárfesta á Islandi. Nú velta menn því fyrir sér um hvern geti verið að ræða og hafa hugmyndir vaknað um að þarna séu jafnvel aðilar frá Hong Kong á ferð. Nema þetta sé sonur Bergs, Guðni Bergsson, að koma knattspyrnu- peningunum í lóg ... ótt Steingrímur J. Sigfús- son treysti enn stöðu sína í Alþýðu- bandalaginu telja menn of snemmt að afskrifa Svavar Gestsson i næsta formannsslag. Svav- ar er sagður mun diplómatískari en áður var, eins og sýndi sig á síðasta miðstjórnarfundi þar sem hann hallaði sér að Birting- armönnum þegar Ólafur Ragnar og Steingrímur vildu samþykkja harða ályktun gegn Alþýðuflokkn- um. Svavar þykir því til alls líklegur á næstu misserum. Formannskand- ídat Ólafs Ragnars mun hins vegar vera Margrét Frímannsdóttir, nú- verandi formaður þingflokksins ... RJ ■ ú fer loksins að rofa til í setu- stofumálum alþingismanna, sem hafa nánast hvergi getað haft það huggulegt ' fyrir ágangi fréttamanna og kjördæmapotara. Sem kunnugt er er búið að sameina al- þingi í eina málstofu og því verður engin þörf fyrir sal efri deilar. Á forsetafundum undanfarið hefur sú hugmynd fengið mikið fylgi að breyta sal efri deilar í setu- stofu þar sem þingmenn geti sest niður, kíkt í blöðin og spjallað. Ef svo fer er ætlunin að loka af áhorfenda- bekkina uppi, þannig að fólk geti ekki fylgst með þingmönnum í setu- stofunni. Mun forseti þingsins, Sal- ome Þorkelsdóttir, vera fylgjandi þessari hugmynd þannig að líklegt er að hún verði að veruleika . . . s ■■em kunnugt er eru miklar lík- ur á því að Geir Sveinsson gangi aftur til liðs við Val. í framhaldi af því hafa margir rennt hýru auga til Finns Jóhannssonar unglinga- liðsmanns, sem undanfarin tvö ár hefur leikið á línunni hjá Val. Meðal þeirra sem leitað hafa til Finns eru Frammarar, sem virðast leita að línumanni þessa dagana . . . . - ,5 M * JL Upplýsingabæklingur liggur frammi í lyfjabúðum, læknastofum, heilsugæslustöðvum og víðar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Hvað ég að borga ffyrir lyffin? FLJÚGÐU Á VIT ÆVINTÝRANNA FUÓTT, FLJÓTT TIL AMSTERDAM EÐA LUXEMBURGAR verðdæmi: Amsterdam 1 víka pr. mann 18.550* VtRl^GDlJ FERÐASKRIFSTOFA Sími 652266 Luxemburg 19.250* *miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í bíl í D-flokki. STBíX" SttJtt 652266

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.