Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚLI 1991
STJÓRNMÁLAFLOKKAR NOIA F
AOGLÝSINGAREIKNINGA TIL AD
AFIA SÉR TEKNA
Lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra: Vissum ekki af þessu. Virðast ekki eðlilegir
viðskiptahættir og gæti verið lögbrot.
Allir stjórnmálaflokkarnir, nema Kvennalistinn, eru
skuldum vafnir þrátt fyrir tugi milljóna sem ríkið veitir
þeim árlega. Til þess að útvega peninga ganga þing-
menn, ráðherrar og aðrir forystumenn flokkanna fyrir
forstjóra og eigendur fyrirtækja og biðja um peninga.
Engar reglur eru um starfsemi stjórnmálaflokka og þeir
eru hvorki skattskyldir né framtalsskyldir. Hvergi kemur
fram hvaða fyrirtæki styrkja stjórnmálaflokka eða
hversu mikla peninga er um að ræða. Flokkarnir hafa lát-
ið fyrirtækin fá auglýsingareikninga í staðinn fyrir styrk-
ina, oft án þess að nokkrar auglýsingar séu birtar. Þetta
er lögbrot.
Menn úr öllum stjórnmálaflokk-
um nema Sjálfstæðisflokki staöfestu
í samtölum við PRESSUNA að fyrir-
tæki væru látin fá auglýsingareikn-
inga gegn fjárframlögum. Reikning-
arnir eru í flestum tilvikum frá áróð-
ursritum flokkanna en auglýsing-.
arnar birtast aidrei. Framlög til
stjórnmálaflokka eru ekki frádrátt-
arbær til skatts en það er auglýs-
ingakostnaður hins vegar. Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins, staðfesti að þessi
háttur væri hafður á hjá flokknum,
sömuleiðis Kristín Halldórsdóttir
hjá Kvennalista og Egill Heidar,
framkvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins. Heimildamaður innan Al-
þýðubandalagsins hafði sömu sögu
að segja, auk þess sem útbúnir
hefðu verið „feikreikningar" frá
Þjóðviljanum gegn styrkjum til Al-
þýðubandalagsina
Um þessa viðskiptahætti sagði
Steinþór Haraldsson, lögfræðingur
hjá ríkisskattstjóra: „Við vissum
ekki af þessu og höfum því ekki
kannað málið. En þetta virðast ekKi
eðlilegir viðskiptahættir og gæti
stangast á við lög.“
SLÁTTUMENN FLOKKANNA
Allir flokkarnir hafa sína sláttu-
menn. Þeirra kunnastur er Ámundi
Amundason, sem lengi hefur í senn
verið samstarfsmaður Jóns Bald-
vins Hannibalssonar og helsti fjár-
aflamaður Alþýðuflokksins.
Amundi hefur séð um happdrætti
flokksins og einkum selt fyrirtækj-
um miðana.
Úlfar Þormóösson í Gallerí Borg
var lengi aðalsláttumaður Alþýðu-
bandalagsins, auk Baldurs Óskars-
sonar, sem nú er framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra bankamanna.
Báðir eru þeir hættir að vinna í
þágu flokksins með þessum hætti.
Fyrir kosningarnar í vor lenti þetta
einkum á frambjóðendum; í Reykja-
vík var Már Guömundsson, efna-
hagsráðgjafi Ólafs Ragnars, at-
kvæðamestur og Ólafur þótti drjúg-
ur í sínu kjördæmi.
Kristinn Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri Tímans, hafði um
árabil alla þræði í hcndum sér í
Framsóknarflokknum, enda kallað-
Davið Scheving Thorsteinsson: Eðli-
legt að fyrirtæki styðji við bakið á
stjórnmálaflokkunum.
ur kraftaverkamaður í peningamál-
um. í seinni tíð hefur nokkuð dregið
af Kristni í þessum efnum og hjá
Framsókn, eins og annars staðar,
eru það forystumennirnir sem reyn-
ast best í sláttumennskunni.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er starf-
andi sérstök fjáröflunarnefnd undir
formennsku Ingimundar Sigfússon-
ar í Heklu. Forystumenn flokksins
taka ekki jafn virkan þátt í fjáröflun
og kollegar þeirra annars staðar. í
landsbyggðarkjördæmunum eru
oddvitar flokksins þó með í ráðum
og taka — mismikinn — þátt í fjáröfl-
un.
„ÞEIR KOMA OG
VÆLA í OKKUR“
Sum fyrirtæki hafa beinlínis þá
stefnu að styrkja alla flokkana.
Þannig er til dæmis með Heklu, þótt
fyrirtækið sé fyrst og fremst tengt
Sjálfstæðisflokknum. Sigfús Sigfús-
son forstjóri sagði við PRESSUNA
að allir stjórnmálaflokkar sem eftir
hefðu leitað hefðu fengið fé frá fyrir-
tækinu. Skýring hans var einkar
einföld: „Þeir koma og væla í okkur
og við verðum að gera eitthvað."
Hekla lætur langmest fé af hendi
rakna til Sjálfstæðisflokksins en aðr-
ir flokkar fengu greiðslur upp á
2—300 þúsund í kosningabarátt-
unni, samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR.
Samvinnufyrirtækin hafa lengi
verið helsti bakhjarl Framsóknar-
flokksins en þau styðja fleiri flokka.
„Það sagði mér ungur sjálfstæðis-
maður að það reyndist þeim lang-
best að leita til samvinnufyrir-
tækja,” sagði áhrifamikill framsókn-
armaður í samtali við PRESSUNA.
Það mátti raunar heyra á fleirum að
best væri að leita til forstjóra sem
væru á öndverðum meiði í pólitík.
„Þeir eiga svo erfitt með að segja
nei.“ SIS er ekki svipur hjá sjón nú-
orðið en sterkustu samvinnufyrir-
tækin styðja Framsóknarflokkinn
dyggilega.
Ingimundur Sigfússon, forstjóri
Heklu. Formaöur fjáröflunarnefndar
Sjálfstæðisflokksins en Hekla hefur
veitt öllum flokkunum fjárstuðning.
ROLF SÆKIR
VINNINGANA SÍNA
Það eru fleiri fyrirtæki sem hafa
orð á sér fyrir að veita öllum flokk-
um einhverja fyrirgreiðslu. í þessu
sambandi voru ma. nefnd Sól, Vífil-
fell, Kassagerðin, Flugleiðir, Sam-
vinnuferðir-Landsýn og Rolf Johan-
sen.
Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar, sagði það
stefnu fyrirtækisins að láta ekki fé af
hendi til stjórnmálaflokka. „Það var
mikil gæfa að þessi stefna var mörk-
uð innan fyrirtækisins,” sagði hann.
Að sögn Helga hafa SL hins vegar
látið flokkana fá ferðavinninga í
happdrætti með afslætti.
„Það er aftur á móti alger undan-
tekning ef þessara vinninga er vitj-
að. Svo virðist sem kaupendur mið-
anna séu einstaklega flokkshollir og
hendi miðunum frekar en inn-
heimta vinningana."
Það á sér raunar að nokkru leyti
aðra skýringu. í mjög mörgum til-
vikum eru það fyrirtæki sem kaupa
happdrættismiða í stórum stíl og
vitja ekki vinninganna. Þar er þó
ein umtöluð undantekning: Rolf Jo-
hansen hefur styrkt alla flokka,
meðal annars með kaupum á happ-
drættismiðum. Hann mun alltaf
sækja vinningana sína.
Davtd Scheving Thorsteinsson,
forstjóri Sólar, sagði í samtali við
PRESSUNA að undanfarin ár hefði
fyrirtækið ekki stutt stjórnmála-
flokka. Það stafaði einvörðungu af
aðhaldsstefnu fyrirtækisins í fjár-
málum en hann teldi annars eðlilegt
að styrkja alla stjórnmálaflokka.
Fyrir nokkrum árum kom upp sér-
kennilegt mál þegar Davíð sagði frá
því í fjölmiðlum að Sól hefði meðal
annars stutt Alþýðubandalagið.
Svavar Gestsson, þáverandi formað-
ur flokksins, harðneitaði að Alþýðu-
bandalagið hefði fengið peninga hjá
nokkru fyrirtæki og ekki krónu hjá
Sól. Málið hlaut heldur vandræða-
legan endi fyrir flokksformanninn
þegar sláttumaður Alþýðubanda-
Helgi Jóhannsson í Samvinnuferð-
um-Landsýn: „Mikil gæfa þegar sú
stefna var mörkuð að veita ekki fé til
stjórnmálaflokka."
lagsins, Baldur Óskarsson, gaf sig
fram og staðfesti að hafa tekið við
peningunum.
KRATAR GEGN „KOLKRABBA"
- EN FENGU PENINGA
FRÁ EIMSKIP
Eimskipafélagið og Söiumiðstöð
hraðfrystihúsanna eru í hópi öflug-
ustu bakhjarla Sjálfstæðisflokksins,
samkvæmt heimildum PRESSUNN-
AR. Bjarni Lúövíksson, fram-
kvæmdastjóri SH, neitaði að gefa
nokkrar upplýsingar um stefnu fyr-
irtækisins í þessum efnum. Bæði
fyrirtækin styðja aðra flokka líka.
Eimskipafélagið studdi meðal ann-
ars Alþýðuflokkinn nú í vor en tals-
vert bar á gagnrýni frambjóðenda
flokksins á „kolkrabbann” sem átti
að eiga höfuðvígi í Eimskip.
Lengi lá það orð á íslenskum aðal-
verktökum að þeir mokuðu pening-
um í stjórnmálaflokka, einkum
Sjálfstæðisflokkinn. Þetta mun ekki
vera á rökum reist en hins vegar
hafa Keflavíkurverktakar stutt við
bakið á stjórnmálaflokkum og Reg-
inn sömuleiðis.
„ÞAÐ ER ERFITr AÐ
NEITA RÁÐHERRA“
Og hvernig gengur svo slátturinn
fyrir sig? Þegar mikið liggur við,
einkum fyrir kosningar, eru forystu-
menn flokkanna virkjaðir í fjáröfl-
unina. Þeir hringja í forstjóra og eig-
endur fyrirtækja og biðja um fjár-
framlög. Það er erfitt að neita þegar
ráðherra eða annar áhrifamikill
stjórnmálamaður biður um pen-
inga. Þannig var Olafur Ragnar
Grímsson, þáverandi fjármálaráð-
herra, atkvæðamikill í fyrirtækja-
slætti fyrir Alþýðubandalagið á
Reykjanesi fyrir kosningarnar í vor.
Steingrímur Hermannsson var líka
frambjóðandi í kjördæminu og tók
þátt í fjáröflun í fyrirtækjum: „Eg er
sjálfur mjög lélegur í þessu. Mér
voru afhentir happdrættismiðar og
sagt að selja þá.”
Enn einn ráðherra úr sama kjör-
dæmi var drjúgur í fjáröfiun fyrir
sinn flokk, Jón Sigurdsson iðnaðar-
ráðherra og frambjóðandi Alþýðu-
flokksins. Raunar skapaðist nokkur
togstreita milli alþýðuflokksmanna í
tveimur kjördæmum þar sem reyk-
vísku krötunum þótti Reyknesing-
arnir fara inn á „sitt” yfirráðasvæði.
Þannig fékk A-listinn á Reykjanesi
framlög frá fyrirtækjum í Reykjavík
og fyrir vikið þóttust alþýðuflokks-
menn í höfuðborginni hafa misst
spón úr aski sínum.
„Þetta er mjög hvimleitt betl,”
sagði forstjóri í fyrirtæki um sníkjur
stjórnmálamanna. „En það er erfitt
að neita þegar ráðherra biður um
peninga.”
SVAVAR DUGLEGUR -
GUÐRÚN EKKI
Forystumennirnir eru misiðnir.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra hefur oft þurft að leita
eftir fjárstuðningi fyrirtækja en Jó-
hanna Sigurdardóttir, varaformað-
ur Alþýðuflokksins, sjaldan eða
aldrei. Svavar Gestsson hefur orð á
sér innan Alþýðubandalagsins fyrir
að vera harðduglegur fjáraflamaður
meðan Gudrún Helgadóttir er ekki
til stórræðanna í þeim efnum.
Yfirleitt reka flokkarnir hvert
kjördæmi sem sjálfstæða einingu í
kosningabaráttu og frambjóðendur
á hverjum stað verða að taka þátt í
fjáröfluninni.
FALSAÐIR
AUGLÝSINGAREIKNINGAR
Kvennalistinn hefur nokkra sér-
stöðu í þessum efnum. Þær hafa
aldrei leitað til fyrirtækja um bein
fjárframlög. „Það mundi falla illa að
því siðgæði sem við reynum að
standa fyrir,” sagði Kristín Halldórs-
dóttir, starfskona Kvennalistans.
Hún lét þess hins vegar getið að
hugsanlega hefði Kvennalistinn
fengið greiðslur fyrir auglýsingar
sem birtust síðan ekki í málgögnum
flokksins. Þetta er raunar viðtekin
venja innan allra flokkanna. Sum
fyrirtæki vilja ekki auglýsa sig í
flokksmálgögnum, meðal annars til
þess að fá ekki alia hina flokkana á
sig. Þá er útbúinn reikningur fyrir
auglýsingu sem aldrei birtist. Það
stangast á við lög.