Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 13
13 II ndanfarið hafa iandsmenn fylgst með furðulegri uppsögn sveit- arstjórans á Raufarhöfn en aldrei hefur komist á hreint um hvað hún snýst. Málið er í raun mjög einfalt. Sveitarstjórinn, Júlíus Már Þórar- insson, fékk þau skilaboð þegar hann tók við starfi að hann ætti að efla mjög innheimtu útistandandi skulda. Vandinn er hins vegar að hann gerðist fullduglegur, því í hreppsnefndinni voru nokkuð skuldseigir menn. Þegar Júlíus fór að rukka þá líka var þeim einfald- lega nóg boðið og sögðu honum upp ... h Wr eir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daníel & Haraldsson hafa fengið hlutverk í nýrri kvikmynd Kristínar Jóhann- esdóttur, sem nú standa yfir tökur á. Þeir muna fara með hlutverk tvíbura sem nefnast Úlfur og Máni. Pál Óskar þekkja margir af leik hans sem Frank N. Furter í söng- leiknum Rocky Horror og þátttöku í „dragsjóum" á skemmtistaðnum Moulin Rouge. Daníel er hins vegar söngvari hljómsveitarinnar Ný dönsk... eir eru ekkert að tvínóna við hlutina rússnesku sjómennirnir, sem hingað hafa komið og yfirgefið landið með fullan farm af gömlum Lödum. Um daginn bönkuðu þeir upp á hjá konu, sem átti gamla og ógangfæra Lödu, og vildu fá hana til kaups. Sem greiðslu fyrir farkostinn buðu þeir rússneskt vodka og rúss- neskan teketil, ásamt nokkrum fimmþúsundköllum. Það þarf varla að taka það fram, að konan hugsaði sig ekki tvisvar um og lét þá fá skrjóðinn . . . ramboð á hlutabréfum í Flug- leiðum hefur verið að aukast að undanförnu og fregnir hafa borist af því að ýmsir hluthafa hugsi sér til hreyfings á hlutabréfamörkuðun- um. Ástæða þess að menn vilja nú selja bréfin er fyrst og fremst hækk un dollars. Eins og vitað er þá erii nánast allar skuldir Flugleiða í doll urum og því hefur vcixtakostnaður fyrirtækisins aukist mjög á síðustu mánuðum, svo mjög að talið er að það hafi áhrif á afkomuna. Einnig er rætt um að nýting síðustu mánaða hafi ekki orðið eins góð og menn áttu von á ... Talsverður pirringur er nú inn- an Alþýðubandalagsins vegna þátt- töku Guðrúnar Helgadóttur í samtökunum gegn evrópska efnahags- svæðinu. Guðrún þykir hafa hlaupið á sig enda alls óvíst hvernig semst við Evrópubandalagið. Fólk úr frjálslyndari armi Alþýðubandalagsins vill sjá um hvað á að semja áður en því er hafnað með þessum hætti... || ■ ■ eyrst hefur að Hallgrímur Thorsteinsson útvarpsmaður, sem verið hefur við nám í New York, komi til starfa á Bylgjunni. Hall- grími mun ætluð stjórn þáttarins ís- land í dag, en Jón Ársæll Þórdar- son, sem þar hefur verið við stjórn- völinn, er á förum yfir á fréttastofu Stöðvar 2 ... I N O V E L L EINAR j.SKÚLASON HF Viðurkenndur NOVELL söluaðili Þann 1. júlí sl. var undirritaður samningur á milli Microtölvunnar hf. og EJS (Einars J. Skúlasonar hf.) þess efnis að EJS verður „Viðurkenndur NOVELL söluaðili“ með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Um leið og við fögnum þessum samningi hvetjum við viðskiptavini EJS til að kynna sér uppfærslumöguleika hjá þeim á AST-NetWare og Novell NetWare í nýjustu útgáfur fyrir 15. júlí nk. en þá fellur úr gildi sérstakur tímabundinn afsláttur sem Novell veitir. Eftir 15. júlí hækkar verð á öllum uppfærslum um 15-30% eftir útgáfum. Einkaumboð fyrir Novell á íslandi MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12-108 Reykjavík - S8 688944 Þann 1. júlí streymdu rúmar eitt þúsund sjö hundruö og þrettán milljónir inn á Kjörbækur landsmanna, bæði í formi vaxta og veröbóta. Vextir fyrri hluta ársins reyndust vera eitt þúsund fjögur hundruð fimmtfu og tvær milljónir og verðbætur um tvö hundruð sextíu og ein milljón. Og áfram munu innstæður dafna því nú hækka bæði vextirnir og verðtryggingin. Þannig hækkuðu grunnvextir nú í 13%, vextir á 1. þrepi í 14,4% og vextir á 2. þrepi í 15%. Verðtrygging- arákvæðið tryggir a.m.k. 3,5% raunávöxtun á grunn- þrepi, 4,9% á 1. þrepi og 5,5% á 2. þrepi. Kjörbókin er góð ávöxtunarleið með háum vöxtum og verðtryggingarákvæði. Þeir sem vilja geyma fé sitt lengi njóta þess sérstaklega og fá afturvirka vaxtahækkun, fyrst eftir 16 mánuði og aftur eftir 24 mánuði. Samt er Kjörbókin óbundin bók. , . Islands L Landsbanki Banki allra landsmanna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.