Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚLÍ1991
Lengi vel trúðu margir íslendingar því að úrhrakinu hefði verið hentafskipi í Fœreyjum, en hinirútvöldu haldið áfram
siglingu sinni til íslands. Slíkar söguskýringar frá íslandi hafa Fœreyingar jafnan látið sem vind um eyru þjóta, enda hafa
þeir átt nóg með Danina.
Astarhaturssamc
Islendinga & Fæ
Hér verður lítillega tæpt á
hinni óskrifuðu Islendinga-
sögu, J).e íslandssögu Færey-
inga. I munnmælum lifa íslend-
ingar góðu lífi meðal fær-
eyskra skyldmenna þeirra, en
íslendingar hafa frá örófi alda
ekki látið frændur sína og
frænkur Iiggja alveg óbætt hjá
garði og rituðu til dæmis Fær-
eyingasögu.
Það er mjög vænlegt til árang-
urs ef ætlunin er að slá í gegn í
jólaboðum að standa upp og
herma eftir Færeyingum, einkum
og sér í lagi færeysku kvenfólki.
Fátt kitlar hiáturtaugar landans
jafn innilega og grunur um að það
fyrirfinnist heimskari, lítilmótlegri
og tilgangslausari þjóð en íslend-
ingar.
Túrilla hin færeyska varð út-
varpsstjarna á einni nóttu hér
uppi á íslandi undir handleiðslu
Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og
fleiri Færeyingar hafa leikið laus-
um hala í fjölmiðlum með aðstoð
grínista.
Afhverju talar kellingin ekki
mannamál? sagði reitt lítið barn
við mömmu sína þegar færeysk
kona hrósaði því í út í búð. Uss
hún er færeysk, sagði mamman.
ÓLAFSVÖKUPLÁGAN
Þó að íslendingar láti stundum
rigna í nefið þegar kemur að Fær-
eyingum flykktust þeir til Færeyja
á Ólafsvöku og dönsuðu, drukku
og sungu og urðu hálfgerður far-
aldur í eyjunum, sumum eyja-
skeggjum til armæðu. Enda fannst
þeim sem gestrisni þeirra væri al-
varlega misskilin þegar íslenskar
boðflennur riðu húsum
í Þórshöfn.
Ungir menn
vildu komast
burt frá
Færeyjum
— segir Hans Lindberg skipa-
smiöur
„Ég flutti til íslands árid 1941 en
á þeim tíma vildu ungir menn
gjarnan komast burt frá Fœreyjum
og reyna eitthvad nýtt,“sagdi Hans
Lindberg, fœreyskur skipasmibur í
Hafnarfirdi, í samtali viö PRESS-
UNA.
„Ég ætlaði upphaflega til Dan-
merkur en komst ekki og þegar
auglýst var stuttu seinna eftir
skipasmiðum á íslandi greip ég
tækifærið. Ég kom með fiskiskipi
til Seyðisfjarðar en fluttist síðan til
Hafnarfjarðar. Ég hef haft það gott
allar gðtur síðan og ekki kynnst
nema góðu fólki. Tungumálið hef-
ur alditi verið vandamál enda
þarf ekkert til nema það að tala
nógu rólega og vanda sig.“
Hans situr í byggingarnefnd
Færeyska sjómannaheimilisins,
sem hefur verið í byggingu í 16 ár
„Égflutti til íslands árið 1941," segir
Hans Lindberg skipasmiður.
og meiningin er að opna núna
næstu daga.
„Við höfum byggt þetta í mestu
rólegheitum," sagði Hans. „Safnað
peningum með happdrætti og síð-
an hafa konurnar prjónað sokka
og vettlinga til að selja. Þetta er
kristilegt sjómannaheimili og það
verður opið öllum, én ekki ein-
göngu færeyskum sjómönnum,"
sagði Hans að lokum.
nám til íslands í stað Danmerkur
og oft hefur viljað þannig til að
þau hafa sest að á Islandi.
SJÓVEIKIR AUMINGJAR
Það var áberandi skoðun meðal
nokkurra íslendinga að uppistaða
færeysku þjóðarinnar væri sjóveik-
ir aumingjar sem hefðu í kröm
sinni verið settir upp á land í Fær-
eyjum á leið sinni til íslands.
Þannig hefði myndast í Færeyjum
ein allsherjar naglasúpa af óþol-
andi hálfvitum, voluðum vesaling-
um og sjóveikum kellingum. Þessi
kenning er þó stórlega varasöm
með tilliti til þess að byggð í Fær-
eyjum er í raun eldri en Islands-
byggð. Öll vitneskja um landnám í
Færeyjum og sögu landsins mark-
ast þó af skorti á heimildum, enda
hefur lítið sem ekkert varðveist af
rituðum heimildum frá færeyskri
landnámsöld.
legt að höfundurinn hafi ekki ver-
ið sérlega kunnugur staðháttum í
Færeyjum heldur hafi að mestu
leyti stuðst við munnlegar sagnir.
FLESTIR AFKOMENDUR
Þeir Færeyingar sem eiga hvað
flesta afkomendur á íslandi settust
SUMARUTGERÐ
FÆREYINGA Á
AUSTURLANDI UM
ALDAMÓTIN
Um og fyrir aldamótin
var mikið um færeyska
sjómenn á Austfjörðum
sem stunduðu þar heil-
mikla sumarútgerð. Þeir ri:!j
urðu fljótt afar áberandi í •
útgerðinni og urðu umsvif
þeirra íslendingum tilefni
til heilabrota og upp
komu raddir sem vildu
leggja hömlur á þessa út-
gerð.
Af því sköpuðust tals-
verðar klögur sem náðu
inn á borð í hinum ýmsu
nefndum og ráðum, allt
upp til Alþingis. Þrátt fyrir
að af þessu skapaðist ríg-
ur meðal almennings risti
hann ekki djúpt og margnj
Færeyingar gift-
ust til íslands,
settust hér að
og öfugt. Ekki
er ólíklegt að íslendingar hafi lær
sitthvað um fiskverkun og útgerð
af Færeyingum og umsvif þeirra
hér sköpuðu atvinnu.
hér að á árunum um og eftir stríð
en þá ríkti mikið atvinnuleysi í
Færeyjum. Þetta fólk vann hér við
bretavinnu og fiskvinnu og eign-
aðist afkomendur sem runnu full-
komlega inn í íslenskt samfélag.
Það hefur einnig tíðkast í
Færeyjum meðal
þjóðernissinnaðra
Færeyinga að senda
börn sín í sér-
FÆREYINGASAGA
Hann hét Grímur Kamban sem
fyrstur nam land í Færeyjum, en
áður höfðu írskir papar komið
þangað um 725 en hrökklast burt
undan ágangi víkinga. í fótspor
Gríms fylgdi norrænt fólk sem
stofnaði þar þjóðveldi. Færeyska
þjóðveldið varð skammlíft, enda
tók Noregskonungur að seilast til
valda og lét boða kristna trú í
Færeyjum. Sigmundur Brestisson
studdi konung en Þrándur í Götu
hélt fast við höfðingjavald og forn-
an átrúnað.
Frá deilum þeirra segir í Færey-
ingasögu sem íslendingar skráðu í
kringum 1200. Færeyingasaga ger-
ist frá miðri tíundu öld og fram á
þá elleftu. Heimildagildi hennar er
nokkuð þokukennt og þykir lík-
FALSKUR OG BRÖGÐÓTTUR
Söguna einkennir mikil frásagn-
argleði og skilin milli skáldskapar
og staðreynda eru oft æði óljós.
Þrándur er lesendum eftirminnileg
persóna. Honum er lýst sem rauð-
um á húð og hár, sennilega til að
vísa til skapsmuna hans, fölskum
og brögðóttum manni sem svífst
einskis til að ná fram markmiðum
sínum. Sigmundur Brestisson er í
meðförum höfundarins vammlaus
hetja. Þjóðernisstefna Þrándar
og rótgróin andstyggð á erlendu
valdi og leppum þess hafa þó
reynst hetjulegri í ljósi (Færey-
ingajsögunnar, enda fer svo að
Þrándur sigrar að lokum.
Færeyingar tóku trúna í kring-
um árið 1000, en skömmu eftir
það var Sigmundur Brestisson
veginn og Þrándur í Götu sölsaði
undir sig öll völd í Færeyjum og
hélt þeim til dauðadags.
KONUNGLEG
EINOKUNARVERSLUN
Þar með er talin saga sjálfstæðra
Færeyja. Eyjarnar urðu skattland
Noregskonungs og lénsherrar
settu þar niður umboðsmenn sína
og útlendingar einokuðu alla
verslun í eyjunum.
Árið 1709 hófst tímabil konung-
legrar einokunarverslunar og Fær-
eyingar urðu að fullu og öllu við-
sicila við Noreg. Við friðarsamn-
ingana í Kiel gekk Noregur undan
dönsku krúnunni en Færeyjar sátu
eftir ásamt íslandi og Grænlandi.
Eftir mikla baráttu Færeyinga
Þessar þjódir
flytja adeins
slæmar fréttir
hvor af annarri
— segir Þorvaldur Kristinsson
bókmenntafrœöingur
Þorvaldur Kristinsson bjó í Fœr-
eyjum um eins árs skeid og hefur
gegnum árin verid þar tídur gest-
ur.
„Þad er sameiginlegt med fs-
lendingum og Fœreyingum ad
þessar þjóöir flytja aöeins slœmar
fréttir hvor af annarri," sagbi Þor-
valdur. „Sem dœmi má taka fréttir
frá Fœreyjum um „ fallít“ ríkis-
kassa, en þab œtti nú ekki ab soeta
tíbindum hér ab eiga „fallít" ríkis-
kassa.
Danir hafa viðhorf nýlenduherr-
ans til Færeyja og tala oft af lítils-
virðingu um bæði land og þjóð og
ótrúlega mikið eimir eftir af þessu
viðhorfi. Frá heimsborgurum
kemur hinsvegar ákveðin aðdáun,
enda hefur átt sér stað ótrúleg
uppbygging í Færeyjum á síðustu
„Mér hefur aldrei þótt tungumál
brosleg," segir Þorvaldur Kristins-
son.
áratugum. Þeir sem sigla til Fær-
eyja fá mjög athyglisverðan sam-
anburð við bresku eyjarnar Hjalt-
land og Orkneyjar, sem liggja rétt
sunnar. Þær eru gleymdar og yfir
þeim grúfir andrúmsloft miðalda."
Ég hef alltaf verið viðkvæmur
fyrir tungumálum og það ríkja
gagnkvæmir tungumálafordómar
milli íslands og Færeyja. Þegar
höggvið er að tungumálinu er
höggvið að því fegursta í menn-
ingu hverrar þjóðar. Tungumála-
fordómar eru einkenni fólks sem
ekki talar tungumálið en þykist
kunna sitt af hverju. Ótrúlega lítill
hluti íslendinga hefur vald á ein-
hverju erlendu tungumáli til hlítar
og til dæmis er enskukunnátta
þjóðarinnar stórlega ofmetin. Líkt
og foreldrar eru viðkvæmir fyrir
börnum sínum eru þjóðir við-
kvæmar gagnvart tungumálinu.
Fegurð tungumálsins felst í því að
líkt og listamaðurinn meðhöndlar
fallegan útskurð hafa þjóðirnar
hamrað málið í gegnum árin.
Mér hefur aldrei þótt tungumál
brosleg en hinsvegar hefur fær-
eyskan aukið við skilning minn á
íslensku. Mér varð fyrst ljóst í Fær-
eyjum hvað íslenska orðið
skemmtilegur þýddi. Jú, líkt og
færeyska orðið stuttlígur merkir
það að stytta öðrum stundir. Þann-
ig hefur færeyskan aukið
skemmtilega við skilning minn á
íslensku," sagði Þorvaldur Krist-
insson að lokum.