Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚU1991 9 Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin. Bæði Framsóknarflokkur og Alþyðuflokkur hafa fengið peninga fyrir auglýsingar sem birtust aldrei. D Ivankaráð Landsbanka íslands virðist hafa ákveðið að aðhafast ekkert í málum Bjarna Magnús- sonar, útibússtjóra í Mjódd. í kjölfar upp- lýsinga í PRESS- UNNI um tengsl hans við Ós hf. var honum gert að skila skýrslu til banka- stjórnar. Þrátt fyrir mjög vafasamar aðgerðir Bjarna telja starfsmenn bankans að hann verði látinn sleppa með skrekk- inn ... ALSABA 06 ÚLÖ6LEGA Egill Heiðdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagði að „svona tilfelli væru til” hjá flokkn- um: „Oftast vilja menn fá eitthvað fyrir sinn snúð. En það er ekki hægt að neita því að stundum eru útbúnir reikningar fyrir auglýsingar sem birtast ekki.“ Þá hefur PRESSAN heimildir fyrir því að oft hafi verið útbúnir reikn- ingar fyrir auglýsingar í Þjóðviljan- 'um sem birtust ekki. „Við fengum eyðublöð lánuð á Þjóðviljanum og bjuggum til „feikreikninga”,” sagði maður sem hefur unnið að fjáröflun fyrir Alþýðubandalagið. Þá mun það einnig tíðkast innan Sjálfstæðisflokksins að ýmis fyrir- tæki greiði miklu meira fyrir auglýs- ingar í ýmsum flokksblöðum en um- fang þeirra gefur tilefni til. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, I sagðist hins vegar ekki þekkja dæmi þess að útbúnir hefðu verið reikningar fyrir auglýsingar sem birtust ekki. „Ég treysti mér hins vegar ekki til þess að segja hvernig þetta er hjá einstökum kjördæmum eða félögum." Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins: „Þekki ekki dæmi þess að reikningar hafi verið útbúnir fyrir auglýsingar sem birtust ekki i blöðum flokksins." „SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR TALSVERT SKULDUGUR“ Kjartan sagði að menn gerðu sér alltof háar hugmyndir um greiðan aðgang flokksins að helstu peninga- mönnunum. „Margur hyggur auð í annars garði. Þú ættir að spyrja þá sem Sjálfstæðisflokkurinn skuldar I hvernig það sé að eiga við okkur. Það er oft lokað fyrir rafmagnið, það eru gerð lögtök i húsinu og það fellur hver einasti víxill.” Kjartan kvað Sjálfstæðisflokkinn „talsvert skuldugan” en vildi ekki tilgreina hvað fælist í því orðalagi. LÖGTAKSMENN Á TRÖPPUNUM HJÁ GUÐRÚNU Allir stjórnmálaflokkarnir skuida umtalsverða peninga að Kvennalist- anum undanskildum. „Við stöndum mjög illa,” sagði áhrifamaður innan Framsóknarflokksins. Á þeim bæ eru menn enn að taka út timbur- menn NT-ævintýrisins. Alþýðu- bandalagið skuldar 5 milljónir og Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur (ABR) annað eins. Það stefndi í mik- ið óefni með fjármál ABR enda voru milljónir í vanskilum síðan í kosn- ingum 1986 og 87. Stórt lán féll þar sem Sigurjón Pétursson og Gudrún Helgadóttir voru ábyrgðarmenn og því varð ekki bjargað fyrir horn fyrr en iögtaksmenn höfðu bankað upp á hjá Guðrúnu. KristínÁ. Ólafsdóttir og Össur Skarphéöinsson voru einnig ábyrgðarmenn á lánum upp á hundruð þúsunda sem lentu í van- skilum. Alþýðuflokkurinn skuldar um 15 milljónir, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar. „Fjárhagur flokks- ins er allur í skötulíki eins og venju- lega,” sagði Jón Baldvin. „Fjáröflun- araðferðir okkar eru eins gamal- dags og verða má. Við höfum nátt- úrlega happdrættið hans Áma (Ámunda Ámundasonar) og við leit- um eftir fjárstuðningi frá fyrirtækj- um, meðal annars í formi auglýs- inga. Stundum birtast þær ekki.“ Kristín Halldórsdóttir, starfskona Kvennalistans: Hugsanlega hefur Kvennalistinn fengiö greiðslur fyrir auglýsingar sem birtust ekki. SVIMANDI HÁR KOSNINGAREIKNINGUR KRATA Gríðarlegur munur er á því hve miklu flokkarnir eyddu í kosninga- baráttuna í vor. Kvennalistinn slapp best og þar virðist í hvívetna hafa verið unnið að hætti hinnar hag- sýnu húsmóður. Heildarkostnaður varð um 6,5 milljónir króna. Alþýðubandalagið eyddi 3,5—4 milljónum í Reykjavík og álíka miklu í Reykjanesi. Annars staðar kostaði baráttan í kringum milljón í hverju kjördæmi, samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR. Ætla má að kosningabarátta Alþýðubandalags- ins, að meðtöldum framlögum landsflokksins, hafi kostað 16—18 milljónir króna. Þá er að sjálfsögðu ekki tekin með í reikninginn útgáfa ráðherra flokksins á vegum ráðu- neytanna, sem kostaði á annan tug milljóna. Heildarkostnaður Framsóknar- flokksins var samkvæmt heimildum PRESSUNNAR um 20 milljónir. Fjár- frekust var baráttan þar sem árang- urinn var lakastur: í Reykjanesi, kjördæmi Steingríms Hermanns- sonar, en þar tapaðist þingmaður. Alþýðuflokkurinn eyddi svimandi háum upphæðum. Landsflokkurinn varði 18 milljónum, sem fóru eink- um í útgáfu og auglýsingar. í Reykja- vík var kostnaðurinn 6,5 milljónir en á Reykjanesi 14 milljónir, sam- kvæmt traustum heimildum PREiSS- UNNAR, en „opinberar” tölur innan flokksins eru lægri. Þannig kostaði barátta Alþýðuflokksins í einu kjör- dæmi helmingi meira en öll kosn- ingabarátta Kvennalistans. Ætla má að um og innan við milljón hafi ver- ið notuð í kosningabaráttuna í öðr- um kjördæmum. Heildarkostnaður Alþýðuflokksins er því um 40—45 milljónir króna. Hver kjörinn þing- maöur kostaði flokkinn hálfa fimmtu milljón. Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa varið 10—12 milljónum á landsvísu, Ólafur Ragnar Grímsson. Leitaði sjálfur eftir fjárstuðningi frá fyrir- tækjum meðan hann var fjármálaráð- herra. fyrir utan baráttu í einstökum kjör- dæmum, en í heild má ætla að bar- áttan hafi kostað milli 30 og 40 millj- ónir króna. Æ SÉR GJÖF TIL GJALDA Engar reglur eða lög eru til um starfsemi stjórnmálaflokka og þeir eru hvorki skattskyldir né framtals- skyldir. í samtölum við PRESSUNA voru stjórnmálamenn sammála því að setja þyrfti flokkunum starfsregl- ur. Steingrímur Hermannsson taldi að gera ætti fyrirtækjum kleift að nýta framlög til stjórnmálaflokka til sicattaafsláttar. Hann sagðist ekki þekkja nein dæmi þess að forráða- menn fyrirtækja „rukkuðu” stjórn- málamenn aftur. „Ég man ekki til þess að menn hafi komið til mín og sagt: Nú erum við búnir að styrkja ykkur og nú verðið þið að styðja okkur. En það er eðliiegt að menn velti þessu fyrir sér þótt ég kannist ekki við þetta. Við höfum t.d. alltaf stutt við bakið á samvinnuhreyfing- unni og þeir hafa stutt okkur. En við höfum aldrei þegið neitt þegar við höfum til dæmis staðið fyrir skuld- breytingum." Jón Baldvin kvaðst ekki heldur kannast við að forráðamenn fyrir- tækja þættust eiga hönk upp í bakið á stjórnmálamönnum eftir að hafa stutt flokka þeirra. Áhrifamaður úr Framsóknar- flokki sagði „óheppilegt að stjórn- málaflokkar stæðu í betli. Æ sér gjöf til gjalda, eins og þar stendur”. Stjórnmálaflokkarnir fá tugi millj- óna frá ríkinu árlega í blaðastyrki og sérfræðiaðstoð Á þessu ári fær Alþýðuflokkur tæpar 15 milljónir í blaðastyrk og þrjár og hálfa milljón í sérfræðiaðstoð; Alþýðubandalag fær 13,3 milljónir í blaðastyrk og 3,2 í sérfræðistoð; Framsóknarflokkur fær 17,7 milljónir í blaðastyrk og 5 milljónir í sérfræðiaðstoð; Sjálfstæð- isflokkur 25,8 í blaðastyrk og 7,5 í sérfræðiaðstoð og Kvennalisti 10,1 milljón í blaðastyrk og 2,5 í sér- Davíð Oddsson. Eini flokksformaöur- inn sem þarf ekki að standa í betli sjálfur. fræðiaðstoð. Blaðastyrkur Framsóknarflokks- ins rennur nær allur til Tímans, Dags og nokkurra smærri blaða, en Alþýðubandalagið hefur tekið á sig langtímalán vegna Þjóðviljans, um 5 milljónir árlega, og svipaða sögu er að segja af Alþýðuflokknum og Alþýðublaðinu. Það vakti mikla at- hygli þegar Þjóðviljinn fékk lang- tímalán með veðum í blaðastyrkj- um Alþýðubandalagsins. Blaða- styrkur Sjálfstæðisflokksins rennur beint í rekstur í flokksins. Eins og fyrr segir eru allir flokk- arnir skuldugir. Kvennalistinn stendur langbest að vígi. Það eru erfiðir tímar framundan hjá flestum flokkanna og án ríkisstyrkja væru þeim allar bjargir bannaðar. Hrafn Jökulsson v W iðskiptaveldi Þorleifs Björnssonar er nú næstum að engu orðið. Hann var með m.a. Skæði, Steffanel, Tunglið og fleiri skemmtistaði. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, sem rak Fimmuna í Hafnarstræti fyrir Þorleif, hvarf skyndilega á braut og Þorleifur ann- ast nú reksturinn sjálfur ... ÍEkki fækkar forlögunum. Nú hafa forráðamenn Bjarka hf„ sem gefur út Þjóðviljann, ákveðið að ráðast í bókaútgáfu. Bjarki var settur á laggirnar um síðustu áramót og tók rekst- ur blaðsins yfir en Útgáfufélag Þjóðvilj- ans á meirihluta í fyrirtækinu. Bókaút- gáfan er hugsuð til þess að afla fjár til Þjóðviljans en staða hans er slæm eins og endranær. Útgáfustjóri bókaútgáfu Bjarka verður Arnar Guðmundsson bókmenntafræð- ingur, sem hefur verið virkur í stúd- entapólitíkinni undanfarin ár. I út- gáfustjórn eru m.a. báðir ritstjórar Þjóðviljans, Árni Bergmann og Helgi Guðmundsson, auk þeirra Olgu Guðrúnar Árnadóttur og Dagnýjar Kristjánsdóttur. Rætt hefur verið um að Bjarki gefi út fimm bækur á haustdögum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um ein- stakar bækur. Þó er í deiglunni að tekin verði til útgáfu barnabók eftir Helga Guðmundsson — en raunar eru flestir sem að útgáfunni standa kunnir rithöfundar . . . lEftir að Gunnar Jóhannsson keypti Fóðurblönduna af Gunnari Guðbjörnssyni, þegar Gunnar lagði út í Holiday Inn-ævintýrið, hef- ur hann á skömmum tíma orðið mjög umsvifamikill kaupsýslumað- ur. I dag á Gunnar Jóhannsson til dæmis hús Byggingardeildar Sam- bandsins við Suðurlandsbraut, Klúbbhúsið í Borgartúni, Blossahús- ið í Síðumúla og fleiri eignir. Hann er því á góðri leið með að verða meðal ríkustu manna landsins . .. Tilraunjr Lúðvíks Halldórs- sonar og Ólafs Thoroddsen til að kaupa veitingahúsið Amsterdam við Tryggvagötu mistókust. Þegar á reyndi höfðu þeir ekki aflétt veðum á eignum sem þeir lögðu fram sem greiðslu fyrir veitingahúsið. Guð- mundur Sigtryggsson, fyrrum þjónn á Hótel Islandi, hefur nú tekið reksturinn á leigu fyrir 500 þúsund á mánuði, en staðurinn sjálfur er enn óseldur...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.