Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚLf 1991 300 MILLJARDA KLAFI Á KOMANDIKYNSLÚDOM Til viðbótar við 100 milljarða skuldir við útlönd og eigendur spariskírteina skuldar ríkissjóður hátt í 200 milljarða vegna risagata á helstu sjóðum ríkisins. Um sídustu áramót skuldadi ríkis- sjódur tœpa. 60 milljarda í erlend lán og eru skuldir ríkisfyrirtœkja eöa -sjóöa þá ekki taldar meö. Uti- standandi spariskírteini hans voru þá rúmlega 38 milljaröar. Saman- lagt nam skuld ríkissjóös gagnvart útlöndum og almenningi rétt tœp- um 100 milljöröum. En þetta eru langt frá því að vera allar skuldir ríkissjóðs. Á undan- förnum misserum hefur komið í ljós að hver ríkissjóðurinn á fætur öðr- um er götóttur. Þannig vantar 62 milljarða í byggingarsjóði ríkisins, 21 milljarð í Lánasjóð íslenskra námsmanna og 58 milljarða í Lífeyr- issjóð opinberra starfsmanna og eru þá aðeins þrír þættir af ríkiskerfinu taldir. Heildarskuldir ríkissjóðs eru því hátt í 300 milljarða. Þessi mikla skuldsetning mun hafa afgerandi áhrif á íslenskt þjóðlíf á næstu árum og áratugum. Eftir að hafa trúað því í marga ára- tugi að þeir væru ríkasta þjóð í heimi eru íslendingar að vakna upp við að hugsanlega muni þeir verða ein af fátækustu þjóðum Evrópu um næstu aldamót. Ástæðan liggur meðal annars í því að á undanförn- um áratugum og þá sérstaklega á nýliðnum áratug hefur þjóðin tekið gríðarlega fjármuni að láni. Þessir fjármunir hafa ekki verið notaðir til fjárfestinga sem geta gefið arð held- ur að langstærstum hluta til neyslu. Komandi kynslóðir munu þurfa að standa skil á þessum neyslulán- um. Þær munu því þurfa að borga hærri skatta en búa eftir sem áður við minni velferð en þær kynslóðir sem nú eru upp á sitt besta. En þessi mikla skuldsetning tak- markar einnig möguleika þjóðar- innar til að auka hagvöxt og auð- velda sér með því að standa skil á þessum skuldum. Ríkisgeirinn er þegar orðinn það skuldsettur að hann er orðinn líkur íslensku fyrir- tæki. Skuldirnar eru orðnar það miklar að líkur benda til að láns- traust ríkissjóðs standi ekki undir umtalsverðum fjárfestingum til framkvæmda sem gætu bætt stöð- una. 58 MILLJARÐA LÁN SEM HVERGI VAR SKRÁÐ Samkvæmt tryggingafræðilegu mati á Lífeyrissjóði opinberra starfs- manna vantar 58 milljarða króna í sjóðinn til að hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Þessi fjárhæð er rúmlega helmingur af fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gat er tilkomið sökum þess að ríkið hefur alltaf greitt minna til sjóðsins en það hefði þurft ef ætlun- in væri að sjóðurinn stæði undir sér. Ef það væri hins vegar ætlunin þyrfti framlag ríkisins til hans að vera margfalt á við það sem það er í dag, eða allt að 5 milljörðum á ári. í raun hefur ríkið tekið lán hjá sjóðnum eins og það hefur gert hjá öðrum lífeyrissjóðum. Munurinn er hins vegar sá að þegar aðrir lífeyris- sjóðir hafa lánað til byggingarsjóð- anna hafa sjóðirnir fengið skulda- bréf í hendurnar og lánin verið færð inn sem skuldir í reikninga bygging- arsjóðanna. Lán ríkisins hjá Lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna hafa hins vegar hvergi verið skráð. Þó menn hafi rennt grun í að þessi skuld væri orðin óheyrilega há vissi enginn fyrir víst hversu há hún var fyrr en tryggingafræðilegt mat á sjóðnum fór fram fyrir skömmu. Þetta mat var gert vonum seinna því í lögum um sjóðinn segir að slíkt mat skuli fara fram eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. HVER OPINBER STARFSMAÐUR Á TÆPAR 3 MILUÓNIR INNI HJÁ ÞJÓÐINNI Samkvæmt ofangreindu mati skuldar þjóðin Lífeyrissjóði opin- berra starfsmanna 58 milljarða. Það jafngildir rétt tæpri milljón á hverja fjögurra manna fjölsky ldu í landinu. Opinberir starfsmenn eru rúmlega 20 þúsund. Það lætur því nærri að hver þeirra eigi 2,8 til 2,9 milljónir inni hjá sjóðnum umfram það sem hann hefur efni á. Þessi 58 milljarða skuld er tilkom- in vegna þeirra lífeyrisréttinda sem opinberir starfsmenn hafa þegar áunnið sér. Ef lögum um lífeyrissjóð þeirra verður ekki breytt mun hún halda áfram að vaxa. Þó lífeyrissjóðurinn sé kominn vel til ára sinna má rekja stærstan hluta af þessari skuld til tveggja síðustu áratuga. Á því tímabili hefur opin- berum starfsmönnum fjölgað gríð- arlega. Með áframhaldandi fjölgun þeirra mun ástand sjóðsins því ekki bara versna heldur mun vandinn margfaldast frá ári til árs. 21 MILLJARÐUR GLATAÐUR HJÁ LÁNASJÓÐNUM í nýlegri úttekt ríkisendurskoðun- ar á Lánasjóði íslenskra náms- manna kom fram að sjóðurinn á nú útistandandi um 25 milljarða. Ef meta á hversu mikið af þeim fjár- munum muni skila sér til baka reiknar ríkisendurskoðun strax með um 20 prósenta afföllum eða að 5 miiljarðar tapist vegna andláts lán- takenda eða að þeir hafi náð há- marksaldri áður en lánin eru að fullu endurgreidd. Ríkisendurskoðun reiknaði síðan niður mismun á vaxtagreiðslum sjóðsins til lánardrottna sinna og vaxtatekna sjóðsins. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þær eru eng- ar þar sem námsmenn greiða ekki vexti af námslánum. Þessi saman- burður leiddi í Ijós að af 25 milljarða skráðri eign væri ekki hægt að reikna með nema 4 milljörðum af þeirri fjárhæð sem raunverulegri eign. Afgangurinn gengi upp í afföll og greiðslu á vöxtum af þeim lánum sem sjóðurinn hefur tekið til að geta endurlánað námsmönnum án vaxta. Samkvæmt þessu á lánasjóðurinn því ekki 25 milljarða. Miðað við nið- urstöður ríkisendurskoðunar er eign hans ekki nema 4 milljarðar. Það er þegar búið að eyða afgangin- um eða 21 milljarði. VANTAR 62 MILLJARÐA í BYGGINGARSJÓÐINA Þegar ríkisendurskoðun gerði út- í þessu dæmi ríkisendurskoðunar var ekki reiknað með neinu fram- lagi frá ríkissjóði heldur miðað við að sjóðirnir stæðu undir sér. Til að vega upp vaxtatap þeirra vegna lágra útlánsvaxta þyrfti ríkissjóður að leggja til 460 milljónir á ári í 15 ár til Byggingarsjóðs ríkisins og 370 milljónir á ári í 26 ár til Byggingar- sjóðs verkamanna. Þessar fjárhæðir miðast við að út- lánum sjóðanna yrði hætt. Þetta er því ekki kostnaður almennings við að halda þeim gangandi heldur greiðslur hans vegna þeirra lána sem þegar hafa verið veitt. Ef kom- Skuldsetning ríkissjóðs Erlend lán I 59 milljarðar Svnilegar skuldir Krá miðjum síðasla áralug hcfur ríkissjóður vcrið rckinn mcð halla og l'yrir lánsl'é. Á undanlornum áralugum hal'a crlendar skuldir ríkissjóðs slóraukisl og úlgáfa sjóðsins á spariskírtcinum margfaldasl. Ósvnilegar skuldir Á sama tíma og ríkissjóður hcfur lekið a1 meira af lánum í úllöndum og hjá sparifjárcigcndum innanlands hafa hlaðisl upp margvíslegar skuldbindingar hjá sjóðum ríkisins. Þeir sjóðir scm hér cru sýndir eru aðcins hluli þcss vanda. Spariskírteini 38 milljarðar 58 milljarðar Lífevriss)6ður opinberra starfsmanna Lánasjóðurinn 62 milljarðar Bvggingarsióðirnir tekt á byggingarsjóðum ríkisins kom einnig í ljós að þar var risastórt gat. í niðurstöðum úttektarinnar, sem gerð var síðastliðið haust, kom fram að þó gamla húsnæðiskerfinu yrði lokað (sem síðar var gert) mundi vanta um 62 milljarða í sjóð- ina þegar þeir yrðu gerðir upp árið 2028. Þó hafði verið reiknað með að vextir í kerfinu yrðu hækkaðir upp í 5 prósent (þeir eru 4,7 prósent í dag). andi kynslóðir vildu byggja upp nýj- an sjóð yrðu þær að gera það með greiðslum umfram þessar fjárhæðir. STAÐAN VERRI EN ÁÐUR EN SJÓÐIRNIR VORU STOFNAÐIR Þessir sjóðir, Lífeyrissjóður opin- berra starfsmanna, Lánasjóður ís- lenskra námsmanna og byggingar- sjóðir ríkisins, eru hluti af undirstöð- um þess velferðarkerfis sem íslend- ingar hafa staðið í trú um að þeir hafi byggt upp. Þegar staða þeirra er skoðuð kemur hins vegar í ljós að staða þjóðarinnar er líkast til verri en áður en þessum sjóðum var kom- ið á fót. í stað þess að byrja á núlli þarf þjóðin að burðast með afleið- ingar gríðarlegrar fyrri neyslu. Hér að ofan var tekið dæmi af Líf- eyrissjóði opinberra starfsmanna. Þó það sé sá lífeyrissjóður sem býð- ur upp á bestu lífeyrisréttindin er staða annarra lífeyrissjóða ekki miklu betri. Þó raunvextir hafi hækkað á undanförnum áratug og tekist hafi að bæta lítillega það risa- gat sem tímabil neikvæðra vaxta skildi eftir sig er enn langt í land með að sjóðirnir geti staðið við þær væntingar sem þeir, sem í þá greiða, gera til þeirra. Samkvæmt sam- þykktum þeirra er heimilt að skerða lífeyrisgreiðslur ef sjóðurinn stend- ur ekki undir þeim. Ríkið hefur hins vegar gengist í ábyrgð fyrir að líf- eyrisgreiðslur opinberra starfs- manna verði ekki skertar. Mismunur á lífeyrisréttindum op- inberra starfsmanna og annarra stétta á því eftir að vaxa, þó almenn- um launþegum þyki hann nógur í dag. RISAGÖT Á VELFERÐARKERFI FYRIRTÆKJANNA Nú vinnur ríkisendurskoðun að úttekt á tveimur af máttarstólpum annars velferðarkerfis, velferðar- kerfis fyrirtækjanna. Að beiðni Dav- íðs Oddssonar er stofnunin að kanna stöðu Framkvæmdasjóðs ís- lands og Byggðastofnunar. PRESSAN hefur nokkuð fjallað um stöðu Framkvæmdasjóðs en hann er fyrir löngu orðinn gjald- þrota vegna áhættulána til fiskeldis og taps á dótturfyrirtæki sínu, Ála- fossi. Við úttekt ríkisendurskoðunar mun án efa koma í ljós að sjóðurinn á útistandandi fleiri vafasöm lán en til þessara greina. Sjálfsagt mun svipað koma í ljós við úttektina á Byggðastofnun. Munurinn á henni og Fram- kvæmdasjóði er hins vegar sá að Framkvæmdasjóði var ætlað að hafa einhver viðskiptaleg sjónarmið að leiðarljósi en Byggðastofnun hef- ur alltaf verið tæki stjórnmála- manna til að dreifa fé í ýmis gælu- verkefni. Fyrir utan þessa tvo sjóði eru margir af öðrum máttarstólpum vel- ferðarkerfis fyrirtækjanna illa staddir, til dæmis sjóðir landbúnað- arins, að ógleymdum sjálfum Lands- bankanum. Komandi kynslóðir þurfa því ekki bara að standa undir þeirri velferð sem við höfum notið á undanförn- um árum, heldur þurfa þær líka að greiða fyrir stórkostleg viðskipta- ævintýri okkar. Gunnar Smári Egilsson J

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.