Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 25
LISTAPOSTURINN Arktitektunum fimm er ætl- að að móta hugmyndir aö nýtingu 6.000 fermetra hús- næðis á Korpúlfsstöðum og lóðarinnar í kring. Fimm arkitektar keppa um útlit Korpúlfsstaöa Korpúlfsstadanefnd hefur faliö fimm arkitektum og eöa arkitektastofum ad vinna ad hugmyndum ad nýtingu rým- isins á Korpúlfsstöðum, þar sem fyrirhugað er að reisa listamiðstöð og Erró-safn. Aðilarnir sem um rœðir eru: Vinnustofa arkitekta (Hró- bjartur Hróbjartsson og sam- starfsmenn), Guðmundur Jónsson arkitekt í Noregi, systurnar Albína og Guð- finna Thordarson, Arkitekta- stofan Arkþing (Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Sigurður Hall- grímsson) og Sigurður Harð- arson arkitekt. Aðilarnir eru á kaupi á meðan á hugmyndavinnunni stendur en kostnaðurinn er áætlaður um 5 milljónir króna, samkvæmt upplýsing- um á skrifstofu borgarverk- fræðings. Korpúlfsstaða- nefnd áskilur sér rétt til að taka einni eða fleiri hug- myndum eða jafnvel engri. Hugmyndavinnu arkitekt- anna á að ljúka 1. október í haust. Eftir það verða teknar ákvarðanir um framhaldið. I húsinu verður listamið- stöð en safn Errós verður þyngdarpunkturinn í húsinu, samkvæmt forsögn sem ligg- ur fyrir frá Korpúlfsstaða- nefnd. Sem kunnugt er gaf Erró borginni tæplega 2.200 listaverk eftir sig frá ýmsum tímum og verða þær myndir grunnurinn að Erró-safninu. Samkvæmt loforðalista Sjálfstæðisflokksins fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosning- ar verður nýja listamiðstöðin á Korpúlfsstöðum tekin í gagnið fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar, eða í síð- asta lagi 1994. Um er að ræða fjárfreka framkvæmd, en við- mælendur PRESSUNNAR telja kostnaðinn slaga hátt í tvo milljarða miðað við hug- myndir sem fram hafa komið um nýtinguna og öryggi við varðveislu listaverkanna. Húsið er tæplega 6.000 fer- metrar að stærð eða rúmlega helmingur af flatarmáli Borg- arleikhússins. Erró málar rsaverk til sýningar á Noröurlöndunum Listasöfn á Norðurlöndum hafa undanfarið óskað tölu- vert eftir sýningum á verkum Errós. Vegna þessa hefur Erró nú lokið við gerð 12 stórra mynda, 5 metrar x 2,5, og 10 minni mynda sem eru 2 metr- ar x 2,50. Myndir þessar fjalla um listasöguna og hans eigin list. I framtíðinni er myndunum ætlaður staður á Korpúlfs- stöðum, en í undirbúningi er að þær fari fyrst í sýningar- ferð um Norðurlöndin og verði þá um leið notaðar til kynningar á nýju listamið- stöðinni á Korpúlfsstöðum. Hrafnhildur Schram tekur viö Listasafni Einars Jónssonar „Petta leggst vel í mig, enda spennandi viðfangsefni. Pað er vaxandi áhugi fyrir listEin- ars, einkum meðal útlend- inga sem hingað koma og verða undrandi að finna þetta safn hér. Einar er ákaf- lega merkilegur sem fyrsti ís- lenski myndhöggvarinn, en hann fór í nám fyrir aldamót á þeim tíma er hvarflaði að fœstum að leggja mynd- höggvaralist fyrir sig," sagði Hrafnhildur Schram listfrœð- ingur í stuttu spjalli við PRESSUNA, en hún hefur verið ráðin forstööumaður Listasafns Einars Jónssonar. Hrafnhildur tekur við starf- inu 1. ágúst, en Ólafur Kvar- an, sem verið hefur forstöðu- maður, hefur verið ráðinn sem menningarfulltrúi til norrænu ráðherranefndar- innar í Kaupmannahöfn. Síðustu ár hefur Hrafnhild- ur starfað sem deildarstjóri hjá Listasafni íslands, en áður var hún forstöðumaður Lista- safns Ásgríms Jónssonar. JAKVÆÐIR STRAUMAR AÐ AUSTAN Magnús Reynir Jónsson Ijósmyndari og Pétur Kristjánsson þjóðháttafrœöingur sýna myndir af Seydfirdingum í Hótel Snœfelli á Seyöisfirdi. Sex fígúra- tífir sýna í Gautaborg Akveðið er að stór sýning á íslenskri samtímalist veröi opnuð í Gautaborg 14. sept- ember. Yfirskrift sýningarinn- ar verður „Figura, figura" og samanstendur hún af verk- um sex ungra fígúratífra myndlistarmanna. Um er að rceða samstarfsverkefni lista- safnsins í Gautaborg og Kjar- valsstaða. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Jón Óskar, Hulda Hákon, Helgi Þorgils, Kjartan Ólafsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Svala Sigurleifsdóttir. Markmiðið með sýning- unni er að gefa mynd af þeim margbreytileika sem verið hefur í fígúratífri myndlist á íslandi síðasta áratuginn. Sýningin í Gautaborg fer svo líklega til Edinborgar á næsta ári og verður þar á ís- lenskri listahátíð í júní. „Okkur langar að reyna að koma af stað pósitífum straumum í byggðarlagi sem hefur búið við atvinnulíf í lamasessi síðustu tvö ár. Kannski erum við að reyna að sýna Seyðfirðingum hvað þeir virkilega eiga og hvað þeir hafa átt," segir Magnús Reynir Jónsson Ijósmyndari, sem ásamt Pétri Kristjánssyni þjóðháttafrœöingi opnar sýn- ingu á Seyðisfirði um nœstu helgi. Magnús sýnir sextán mynd- ir af Seyðfirðingum, átta kon- um og átta körlum, og hverri mynd fylgir texti eftir Pétur, sem hefur, líkt og Magnús, kynnt sér líf og störf manna þar eystra. Pétur vinnur að doktorsritgerð um líf íbúanna á eyrunum beggja vegna fjarðarins, en byggð þar lagð- ist af í byrjun stríðs. Yfirskrift sýningarinnar er „Hér og nú“ og verður hún opnuð í Hótel Snæfelli á Seyðisfirði á laugardag. Hótel Snæfell er nýuppgert hótel í vinalegu og glæsilegu húsi í alfaraleið í bænum. — Myndefnin? „Þau voru flest valin af handahófi, þótt inn á milli séu karakterar sem ég var staðráðinn í að mynda," segir Magnús, sem er 35 ára gamall Reykvíkingur með BA-gráðu í Ijósmyndun frá Bourne- mouth and Poole College of Art and Design í Bretlandi. — En hvers vegna fékkstu þennan áhuga á Seyðisfirði? „Þetta er með fallegri plássum á landinu. Seyðis- fjörður hefur óútskýranlegt aðdráttarafl á mig. Líklega er það þó fyrst og fremst fólkið, sem er gott og liður vel þarna. Það hefur reynst mér sérstaklega vel.“ Magnús kom fyrst til Seyð- isfjarðar á námsárunum til að vinna á rannsóknarstofunni í Síldarvinnslunni, síðan hefur hann haldið miklu sambandi við staðinn. — Eruð þið Pétur kannski að huga að bók? „Þetta gæti jafnvel verið byrjun á bók. Að minnsta kosti er það stóri draumur- inn. Á þessari sýningu eru myndir af sextán manns og ég er þegar kominn með 40 í viðbót á blað sem væri gam- an að taka myndir af. Þar með væri ég kominn með 5 prósent af íbúunum og mynd- rænt séð væri örugglega hægt að taka fleiri." „Seyðisfjöður hefur óútskýranlegt aðdráttarafl á mig," segir Magnús Reynir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.