Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚLf 1991 smaa letrið Hann Guðni í Sunnu er alveg óborganlegur. Nú er hann að verða sjötugur en lætur það ekki aftra sér frá því að hleypa öllu i bál og brand i ferðabrans- anum. Hann byrjaði í vor að auglýsa ferðir til Lundúna og Kaupmannahafnar á um það bil 15.000 krónur. Það er mikiu ódýrara en risastóri Flugleiða- bróðirinn býður. Enda fékk Guðni mikil viðskipti, þúsundir flykktust á skrifstofuna til gamla mannsins. Sögðum við að hann væri óborganlegur? í ýmsum skilningi, já. Það vant- aði ýmislegt i auglýsingarnar hjá honum. Til dæmis flugvall- arskattinn illræmda. Auk þess var verðið miðað við gengi sið- an i vetur. Og síðast en ekki sist átti eftir að smyrja enn einu gjaldi ofan á. Það var vopnaleit- argjald. Hvað er það? Leitar Guðni sjálfur að vopnum á far- þegum sínum? Hvað sem þvi liður, þá kannast ferðaskrif- stofumenn ekki við þetta gjald. Enda eru þeir blautir bak við eyrun miðað við nestor Guðna. En nú er komið á daginn að far- gjald sem átti að vera um 17.000 krónur fer í23.000. Verð- lagsráð var vist eitthvað að kvarta undan þessu um daginn. Og það eru fleiri fúlir. Stéttarfé- lögin höfðu til dæmis boðið fé- lögum sinum ferðir á rétt rúmar 20.000 krónur en þær ferðir gengu bara ekki út. Fólkið fúls- aði við þeim og sagði: Guðni býður betur. Helgi Jóhanns- son i Samvinnuferð- um-Landsýn varð að skila dá- góðum slatta af miðum. Svo kom náttúrlega á daginn að Guðni bauð ekki alveg allra best. En það er samt gaman að gamla manninum. Og vopna- leitarskattinum... Um hvað snerist Water- gate-málið? Ef þú ert i ein- hverjum vafa skaltu ekki gera grin að nemanda í framhalds- skóla sem svaraði þessari spurningu svo á söguprófi nú i vor: Það snerist um framhjá- hald og annaö slíkt rugl. Wat- ergate varð að segja af sér. Það var nefnilega það. Þetta kemur fram i Nýjum mennta- málum, hvorki meira né minna. Þar varönnursaga úrskólastof- unni. Nemendur voru spurðir á prófi i vor af hverju Islendingar hefðu veriðá mótistöóulögun- um? Það vafðist ekki fyrir þeim sem svaraði: Þau voru sett án nokkurs samræðis við íslend- inga og svo vildum við auðvit- að ekki vera undir Dönum. Þar hafiði það. Vonandi gal kennarinn rétt fyrir í báðum þessum tilvikum. Svörin eru góð. Og þá yfir til Mario Mella. Hann fær fífldirfskuverðlaun vikunnar. Hver er Mario Mella? Hann hlaut um daginn átta mánaða skilorðsbundinn dóm í Parma á Italiu fyrir þjófnað. Mario viðurkenndi allt og sýndi einlæga iðrun. Hann var hepp- inn að sleppa með skilorðs- bundið fangelsi. Á leiðinni út úr réttarsalnum lét hann sig hins vegar ekki muna um að stela veski af púlti dómarans. Dóm- arinn hafði engan húmor fyrir þessu uppátæki og mælti svo um að Mario skyldi fá að dúsa inni sina átta mánuði. Mario Mella er samt okkar maður. (Það á ekki að bera fram bæði I- in í Mella.) Tvifarakeppni PRESSUNNAR — 3ji hluti Tvifarar vikunnar eru tvö blíð hörkutól: Albert Finney og Ein- ar Oddur Kristjánsson. Albert er i einu af aðalhlutverkum i Miller's Crossing og bunar úr vélbyssunni eins og brjálaður maður milli þess sem hann sýnir staka manngæsku. Einar Oddur er enginn byssubófi en hann er fastur fyrir eins og Breti. Bjargvætturinn getur áreiðanlega brugói.) sér i ýmis hlutverk. Sagnaþættir ogfróðleikur um Jayne Mansfield á efri árum í þremur núm erum of litlu bíkiníi. bikini Hvers vegna í ósköpun- um skaut bíkiníið alit í einu upp kollinum í fyrra eftir að hafa legið í dvala í fjöldamörg ár, líkast til jafnmörg og Brigitte Bardot? Þad er eitthvað hryllilega órökrétt við að bíkiníið skuli öðlast end- urnýjaða lífdaga einmitt nú. Það er ekki bara að öruggt kynlíf í kjölfar eyðni eigi að draga úr jafnhraustlegum skila- boðum og bíkiníið er, heldur er nú hverju mannsbarni orðið ljóst að sólarljósið er Iíkast eitri. Og ekki bara það. Sá virti bíkiní-sérfræðingur Pedro Jayne Mansfield á yngri árum. Silmon (höfundur bókarinn- ar The Bikini Book) komst að þeirri niðurstöðu að stærð bíkinísins væri í öf- ugu hlutfalli við sjálfsöryggi konunnar sem klæddist því. Eftir því sem bíkiníið væri minna því óöruggari væri hún. Konur með meiri sjálfsvirðingu treystu á ann- að en skrokkinn á sér til að vekja athygli. MINNKANDI BÍKINÍ - MINNA SJÁLFSTRAUST Þeir sem héldu að kven- kynið væri á beinni og breiðri braut í átt til frelsis j og öryggis hefðu getað keypt þessa kenningu í fyrra þegar bíkiníin voru í raun lítið annað b en sundbolir í tvennu !j lagi. En annaðhvort' stenst þessi kenningjj ekki eða það er kominn meira en lítill afturkippur í 11 kvenfólkið. Að minnsta kosti hefði áðurnefndur Pedro Silmon dregið þá ályktun af vínylpjötlunum sem þýska þokkagyðjan Claudia Schif- fer ber utan á sér á forsíðu Cosmopolitan. . Skapari bíkinísins, Louis Reard, viö til- raunaútgáfuna sem hann kynnti á frönsku Rivíerunni vorið 1946. Til að útskýra múndering- una segir Claudia að hún hafi viljað vera fersk og kynþokkafull en ekki um of. Þeim sem þykir bíkiní Claudiu fulllítið skal bent á að hún hefur á laun sérstak- an fulltrúa sem gætir þess að myndir af henni séu ekki of dónalegar. Og ef treysta á4 þessum fulltrúa hennar þáj er stærðin á bíkiníinu ' hennar Claudiu vel innan við vel- sæmismörk. (Þess ber þó að geta að fréttir hafa borist um að Claudia þessi hafi þegið hlutverk í jramhaldi ai, þeirri alræmdu bíómynd 9)j og 1/2 vika, en sú hvað fatast flugið eða misst vinnuna.) En hvað um það. Eftir sem áður er bíkiníið aftur komið í tísku þótt fyrir því Bíkiní hafa ekki bara verið fyrir ungar konur. mynd markaði upphafið að kynórakenndri ferð Kim Basinger sem endaði í örmunum á Prince, afvötnunarstöð Betty Ford eða einhverjum álíka ósiðlegum stað. Vel- sæmisfulltrúa Claudiu Schiffer hefur því kannski eitt- minnsta kosti Evu og lét sér því nægja eitt fíkjublað. BÍKINÍIÐ ER KOMIÐ Á FIMMTUGSALDUR En það liðu árþúsundir frá fíkjublaði Evu og þar til bík- seu engar rökréttar ástæður. Og þótt sjá megi smábreytingar á sniði síðan á síðasta gullskeiði þess er það í eðli^| sínu nokkuð svipað. Mesti munurinn felst í því að nú fylgir því sólarolía með næstum algjörri vörn fyrir sólargeislum. Frá því síðast hefur nefnilega komið í ljós að sólarljós er nánast ban- vænt. Og þó illa gangi þá reynir tískan að vera skynsöm. Fölt fólk, með Madonnu í brjósti fylkingar, er aftur farið að sjást. Tískukóngar eru meira að segja farnir að nota fölari fyrirsætur. En þótt konur lési að það sé hættulegt að vera brúnn og jafnvel púkalegt þá vilja þær það samt. Það þarf meira til en Madonnu til að þeim þyki eftirsóknarvert að vera á litinn eins og átj- án ára gamall hundaskítur. Og ef það er freistandi að vera brún um herðarnar, á bakinu og á fótunum, þá er ástæðulaust að vera hvít um naflann. Það fannst að Ein af þekktustu bíkiní- gyðjunum, Brigitte Bardot. semd bíkinísins risið og hnigið. Hæst hefur hún risiðl með bíkiní-gyðjum á borð við Brigitte Bardot, Ursulu Andress, Marilyn Monroe, Raquel Welch og Diönu Dors. Og bíkiníin hafa líka minnkað Jane Russel í bíkiníi eins og voru hámóðins á sjötta ára- tugnum. iníið leit ^dagsins ljós. Það gerðist fyrir rétt rúmum 45 árum, á frönsku Rivíerunni vorið 1946. Þá sýndi Louis Reard tilraunaútgáfu af 'uppfinningu sinni; fyrsta ifbíkiníinu. Og þar með festi * hann nafn sitt við þennan hlut á sama hátt og Edison við ljósaperuna. I raun hef- ur ekki mörgum öðrum en þessum tveimur tekist að tengja nafn sitt jafn fast við ákveðna hluti í hugum okk- ar. Reyndar höfðu áður þekkst tvískipt baðföt, en bíkiníið hans Louis Reard hitti beint í mark í bjartsýn- um tíðarandanum eftir stríð. Og nafnið sótti hann til Kyrrahafseyjarinnar Bikini, sem Bandaríkjamenn höfðu stuttu áður sprengt af yfir- borði jarðar í einni af mörg- um tilraunum sínum með kjarnorkusprengjur á þess- um árum. MINNKAÐI OG MINNKAÐI ÞAR TIL ÞAÐ HVARF Og síðan þá hefur veg- og stækkað. Þau voru þó nokkuð efnismikil í upphafi en minnkuðu síðan þegar leið á sjöunda áratug- inn þar til þannig var að komið, um miðjan áttunda áratuginn, að þau voru orð- in eins og símasnúrur. Þá hurfu þau alveg og sáust varla fyrr en í fyrra. En þegar myndir af göml- um bíkiníum eru skoðaðar kemur í ljós að þótt bíkiníin hafi tekið breytingum þá hafa konurnar í þeim breyst enn meira. Af rúmlega tutt- ugu ára gömlum myndum að dæma verður ekki betur séð en konur hafi nærst á árum áður. Kynbombur á borð við Marilyn Monroe og Brigitte Bardot eru líkari madonnum á málverkum endurreisnarmálara en Mad- onnu nútímans. Og á milli þessara tveggja tímabila ríkti hin þvengmjóa og drengslega Twiggy. Hún fór liTí m / v'' 1 ; V • ' ■ 1 V wvm®-' %. Iplpi gjjp^ y«v»o» Efccjtcal t!(l; Claudia Schiffer á forsíðu Cosmopolitan. aldrei í bíkiní enda vafasamt að það hefði tollað á henni. HIN FÖLA MADONNA HEFUR ÁHRIF Á SÓLBAÐSFÖTIN En nú er bíkiníið komið aftur þrátt fyrir að allt mæli gegn því, nema kvenfólk hafi einfaldlega verið orðið leitt á sundbolnum. Og spá- dómar tískufræðinga kveða á um að það muni lifa af næsta sumar einnig. Þá eru Ólympíuleikar og því má búast við að sum bíkiníin verði með sportlegu lagi og mynstri. Og þrátt fyrir fölt yfirbragð spá þessir fræð- ingar því að Madonna muni setja mark sitt á bíkiníin. Brjóstahöldin munu því verða með víravirki og oddmjó. Gunnar Smári Egilsson Klæðlítið vínyl- bíkiní fyrir „femme fatale".

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.