Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR PHESSAN 11.JÚU1991
20
HAGSTÆÐ KJÖR - SENDUM HEIM
Vinnuhælið Litla Hrauni
Sölusími 98-31104
RAUJTyáí* RAUTT 1
UOS L/OS/
«
en hann er töluvert þekktur í Sví-
þjóð fyrir skúlptúra sem hann vinn-
ur úr stórum trédrumbum með
hjálp mótorsagar. Rolf þessi, sem
ætlar að vinna að verki fyrir opnum
tjöldum í Austurstræti, hefur selt um
200 tréskúlptúra víða á Norðurlönd-
um og hyggst væntanlega gera slíkt
hið sama hér. Stærstu verk hans eru
yfir sex metrar á hæð ...
að Morgunblaðið mun nú hafa sagt
upp sérstökum auglýsingasamningi
við Sjálfstæðisflokkinn sem notið
hefur vildarkjara hjá blaðinu um
árabil. Þessi stefnubreyting gefur til
kynna að Morgunblaðið ætli að
styrkja sig í sessi sem sjálfstætt og
óháð blað. En um leið er talið að
breytingarnar auki vigt þeirra
morgunblaðsmanna í valdabaráttu
innan flokksins ...
A
morgun, föstudag, verður
gert opinbert hverjir fá úthlutað
þeim 300 milljónum króna sem gert
er ráð fyrir að hafa
sem lokagreiðslu til
fiskeldisins. Á að
greiða 150 milljónir í
ár og 150 næsta ár,
en peningarnir eru
hugsaðir til að „við-
halda verkþekk-
ingu“ innan greinarinnar. Þegar er
mikill titringur út af þessum úthlut-
unum meðal fiskeldismanna. Það
eru þeir Ingimar Jóhannsson hjá
Byggðastofnun (mágur Davíds
Oddssonar forsætisráðherra),
Snorri Tómasson hjá Fram-
kvæmdasjóði og Jóhann Ottesen
hjá Landsbankanum sem sjá um út-
hlutunina . . .
v
Jm egfarendur í Austurstræti
mega eiga von á sérskennilegri
uppákomu dagana26. og27. júlí. Þá
verður staddur hér á landi sænski
tréskúlptúristinn Rolf Svensson,
A
^^^kveðinn hópur manna í
kringum Davíð Oddsson í Sjálf-
stæðisflokknum hefur ennþá miklar
áhyggjur af Þor-
steini Pálssyni. í
þessum hópi eru
menn eins og Hann-
es Hólmsteinn
Gissurarson,
Brynjólfur Bjarna-
son í Granda, Bald-
ur Guðlaugsson og Jón Steinar
Gunnlaugsson. Á mánudaginn var
boðað til krísufundar til þess að
ræða alvarlegasta vandamál flokks-
ins: Þorstein. Sumir af stuðnings-
mönnum Davíðs eru þess fullvissir
að Þorsteinn muni gera sitt ýtrasta
til að sundra stjórninni, aðallega
með óbilgirni gagnvart alþýðu-
flokksmönnum. Menn ganga svo
langt að segja að í fyrsta skipti sé
Þorsteinn Pálsson rekinn áfram af
brennandi hugsjón í pólitík: sumsé
þeirri að Davíð Oddssyni mistakist
sem hrapallegast...
að sætir talsverðum tíðindum
LITLA BÓNSTÖÐIN SF.
SíÖumúla 25 (ekiö niöurfyrir)
Sími 82628
Alhliða þrif á bílum
komum inn bílum af
öllum stæröum
Opið 8:00—19:00 alla daga
nema sunnudaga
að er reyndar unnið af fullum
krafti að uppstokkun á Morgunblað-
inu þessa dagana. Fyrirhugaðar eru
útlitsbreytingar á blaðinu, það er að
segja öllum aukablöðunum, meira
að segja Lesbókinni, sem lítið hefur
breyst í áranna rás. Sunnudagsblað-
ið, sem stokkað var upp fyrir fáum
árum, fer í enn eina andlitsaðgerð-
ina og Daglegt líf verður nær þrisv-
ar sinnum stærra en það hefur verið
síðustu tvö árin. Valgerður Jóns-
dóttir vinnur að því að teikna nýju
blöðin ásamt yfirútlitsteiknaranum
og ritstjórnarfulltrúanum Árna
Jörgensen, en Valgerður hefur
annars starfað sem blaðamaður
undanfarna mánuði. Nýr Moggi
mun líta dagsins ljós í byrjun næsta
árs...
v
erkalýðsleiðtoginn Gud-
mundur J. Guðmundsson var fyr-
ir skömmu á ferðalagi um Vestfirði.
Meðan hann dvaldi
á Flateyri gisti hann
hjá Bjargvættinum
Einari Oddi Krist-
jánssyni. Gamlir
jaxlar úr stéttarfé-
lagsbaráttunni
munu víst hafa orðið
heldur fúlir þegar af því fréttist að
Guðmundur hefði yfirgefið bæinn
án þess svo mikið sem heilsa upp á
stritandi alþýðuna. Þá voru menn
líka undrandi á því að Jakinn skyldi
ekki heilsa upp á verkalýðsforyst-
una á staðnum, þar sem verkalýðs-
félagið á Flateyri hefur iðulega ver-
ið í forystu fyrir framfaramálum í
stéttarbaráttunni fyrir vestan .. .
Það er örugglega til
Ambassadeur veiðihjól
sem hentar þér við að ná
þeim stóra
~Abu
Garcia
Hafnarstræti 5 ■ Símar 1 67 60 og 1 48 00
Sértu að gera klárt fyrir veiðiferðina skaltu
kynna þér hið góða úrval Ambassadeur
veiðihjóla frá Abu Garcia.
Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í
tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal
annars fram í aukinni notkun á fisléttum en
sérlega sterkum efnum ásamt nýjung sem
stóreykur langdrægni hjólanna (ULTRA
CAST). Þetta er meðal annars ástæðan til
þess að æ fleiri veiðimenn treysta á
Ambassadeur veiðihjólin frá Abu Garcia.
Lítið inn og kynnið ykkur úrvalið. Verslunin
er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9 - 19,
á föstudögum til kl. 20 og frá 10 til 16 á
laugardögum
og sunnudögum.