Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚLl 1991 USTAPÓSTURINN LISTIR og ástir í ævi Errós eru efni bókar sem Aðal- steinn Ingólfsson listfræð- ingur vinnur að og kemur út hjá Máli og menningu fyrir jólin . . . BRÆÐURNIR og listfræð- ingarnir Ólafur Kvaran og Gunnar B. Kvaran eru að taka saman bók um íslenska abstraktlist sem kemur út hjá Iðunni fyrir jólin. Um er að ræða uppflettibók, með myndum og skýringatexta, sem ætlað er að spanna sög- una frá Kjarval og Finni til dagsins í dag ... AÐSÓKN að sýningu Christos á Kjarvalsstöðum hefur ekki verið jafn góð og forsvarsmenn safnsins von- uðust til. Sýningunni lýkur um helgina og stefnir í að gestir verði alls 10 þúsund. Sýning Yoko Ono og Fluxus sem var á undan Christo gekk mun betur, en hún dró til sín 27.500 gesti. Fyrstu 15 daga Yoko-sýningarinnar stefndi í að met Errós frá því 1989 yrði slegið, en þá sýn- ingu sóttu rúmlega 30 þús- und manns... NÚ ER verið að endurreisa Rostac-biennalinn í Þýska- landi og hafa forsvarsmenn hans beðið Kjarvalsstaði að sjá um þátttöku íslend- inga... Norrænir hreyfimyndageröarmenn hópast til Hafnarfjarðar | Nordic Light, samtök þeirra sem fást viö hreyfimyndagerd (animation) á Nordurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, halda sitt árlega þing dagana 23. til 25. ágúst, ad þessu sinni á íslandi, nánar tiltekid í Hafnarfirdi. í tengslum vid þingiö verdur haldin sýning i Hafnarborg á myndböndum, teikningum, handritum og fleiru sem tengist hreyfi- myndagerö. „Finns det nágon som ar- ibeter með animation pá ön?" jÞannig voru upphafsorð bréfs sem Jóni Axel Egilssyni kvikmyndagerðarmanni barst í gegnum Kvikmynda- safnið snemma vors árið 1985. í bréfinu greindi frá því að hreyfimyndagerðarmenn í Svíþjóð hefðu hist árlega til að skoða hver annars myndir, ræða málin og nýjustu tækni. Upp frá þessu var ákveðið að boða til þings í Stokkhólmi um haustið 1985 og þangað mættu Jón Axel og Sigurður Örn Brynjólfsson sem fulltrú- ar íslands á stofnfund Nordic Light. Síðan þá hafa verið haldin fimm þing til skiptis á Norð- urlöndunum og nú er röðin komin að íslandi. Þótt hreyfimyndagerð, þ.e. teiknimynda-, brúðumynda- og leirmyndagerð, eigi ekki langa hefð hér á landi er vax- andi áhugi fyrir listgreininni. Nú geta nemendur í Mynd- lista- og handíðaskólanum fengið að kynnast henni og þegar hafa nokkrar slíkar myndir verið gerðar. TVær myndir eru nú í framleiðslu sem hlotið hafa styrk úr Kvik- myndasjóði og Norræna kvikmyndasjóðnum, auk þess sem verið er að leggja síðustu hönd á þá þriðju, Jólatréð, eftir Sigurð Örn Brynjólfsson. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í þinginu í Hafnarfirði og eru jafnvel með myndir í pokahorninu geta hringt í Jón Axel í síma 611307 og fengið allar nánari upplýsing- ar. eru: Bootlegs, Bless, Fríða sársauki, Blúskompaníið, Blautir dropar, Spaghetti jazz, Bleeding volcáno, De- ep Jimi and The Zep Cre- ams, Svörtu skuggarnir, Orgill, Síðan skein sól, Sál- in hans Jóns míns, Todmo- bile og Stuðmenn. Lögin í hljómsveitakeppninni verða leikin í útvarpi og viðbrögð hlustenda könnuð auk þess sem dómnefnd leggur mat á fiutninginn. Sigurvegarinn fær ferð á Copenhagen-Mus- ic-Seminar þar sem leikið verður á tónleikum þann 12. september. Skráning hljóm- sveita er í síma 906-27844 eða sendist í pósthólf 121 á Blönduósi... Milljón prósent menn komin út í styttri útgáfu Skáldsaga Ólafs Gunnars- sonar, Milljón prósent menn, er komin út í endurskodadri útgáfu hjá Uglunni, fslenska kiljuklúbbnum, en bókin kom fyrst út hjá Iðunni árid 1978. Höfundur segir nýju út- gáfuna vera upprunalegri, því á sínum tíma hafi hann tekid sig til og bœtt við hana hundrað síðum. I bókinpi lýsir Ólafur þessu nánar: „Ég hóf að rita Milljón prósent menn haustið 1974 og lauk bókinni tæpum tveim árum síðar. (Fyrsta gerðin hét reyndar Milljón prósent mað- ur.) Þá hefði verið vit að fara til forleggjara með handrit en mér fannst sagan ekki nógu löng. Ég hélt því áfram að skrifa í 18 mánuði og bætti við 100 síðum. Á þeim 12 ár- um sem liðin eru síðan lengri gerðin kom út hef ég stund- um saknað þeirrar styttri og fundist þar vera skárri bók- menntir." Ólafur segist því hafa þegið með þökkum þegar forráða- menn Uglunnar, íslenska kiljuklúbbsins, buðust til að standa að útgáfu styttri sög- unnar. Sagan segir frá Engilbert sem bragðaði vín í fyrsta sinn á fermingardaginn og varð dauðadrukkinn og drakk eft- ir það sleitulaust þegar hann komst yfir vín. Það er rétt að geta þess að téður Ólafur er höfundur Reimars ísfirðings sem er les- endum PRESSUNNAR að góðu kunnur. Kjarualsstaöir Japönsk nútímalist í boði milljaröamærings Í„Á þeim 12 árum sem liöin eru síöan lengri gerðin kom út hef ég stundum saknað þeirrar styttri log fundist þar vera skárri bókmenntir," segir Ólafur Gunnarsson. Ein viðamesta sýning sem sett hefur verið upp hér á landi verður opnuð á Kjar- valsstöðum laugardaginn 20. júlí. Um er að rœða yfirlits- sýningu á japanskri nútíma- list og kemur sýningin úr einkasafni Herra Tutshumi í Tókýó, sem hefur öðlast þann heiður í erlendum viðskipta- tímaritum að vera útnefndur einn af ríkustu mönnum heims. Undanfarna mánuði hefur sýningin verið sett upp á Norðurlöndunum, en hún er liður í endurgjaldi Japana fyr- ir norrænu sýninguna Scand- inavia today í Japan árið 1987. Fimm japanskir myndlist- armenn koma hingað til lands til að aðstoða við upp- setningu sýningarinnar, sem mun fylla bæði sali og ganga Kjarvalsstaða, auk þess sem nokkur verk verða utandyra. Alls verða sýnd verk eftir 23 japanska myndlistarmenn, þar af nokkra af þekktustu listamönnum Japana. Einn þeirra, Endo, hefur sýnt hér einu sinni áður, í Hafnarfirði í fyrra, en sú sýning fór fram- hjá mörgum. Verk eftir Endo vöktu mikla athygli á Fen- eyja-tvíæringnum í fyrra. Tutshumi-fjölskyldan í Jap- an auðgaðist á jarðareignum. Bróðir herra Tutshumi er að- aleigandi japanska járnbraut- arkerfisins, en hann á sjálfur stærstu verslanakeðjuna í Japan. Þegar Scandinavia to- day var sett upp í Japan var það ekki japanska ríkið sem tók við sýningunni, heldur Tutshumi. Safn hans er langstærsta einkasafnið í Japan og hefur hann einbeitt sér að alþjóð- legri nútímalist með þeim ár- angri að safn hans spannar nánast allar stefnur svo og helstu frumherjana. Safnið hét Seibu þar til fyrir nokkrum mánuðum er því var breytt í Sezon. Það er Tutshumi sem fjármagnar að öllu leyti þá sýningu sem hingað kemur. Japanska nútímalistin tek- ur við af sýningu Christos á Kjarvalsstöðum sem lýkur um helgina, en forsvarsmenn safnsins gefa sér vikutíma fyrir uppsetningu hennar. HÚNAVER '91 um verslun- armannahelgina er líklega stærsta rokkhátið ársins. Þar koma fram 14 kunnar hljóm- sveitir auk fjölda óþekktra sem taka þátt í hljómsveita- einvígi. Hljómsveitirnar 14 í! HEyROfiísuRruR TIL SVÍRÍÓOARj^ < I . r— ___ w— ..lli ^ V SEG-QII ÞEÍMAÐ REYK5A UAGER- ÞEITA ERU ÞEIW HJA HASSFOSS, HVAB ‘h Úb AO SEGJAWEIW i AUE SAMriENiil 5l3ADA3AHAHAHAi rrf/A r^czrvvin ltvciuiv f INN OG SYNDJ^ TU- AÞVEH GEIMSKIP.SER, .HAS5FOSSOG 3'OUASVElNNmN ALUH't GJALD- [þrqt..,go7t ;;; EN SURTUR MINNl HVAÐ MEÐ ALLA | ÞASEMMISSA VlNNUNA?!.I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.