Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 29

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 29
FIMM >and reyinga gegn einokunarversluninni fengu þeir verslunarfrelsi árið 1856 og í kjölfar þess urðu miklar breyting- ar. Hið gamalgróna bændasamfé- lag tók að riðlast og Færeyingar urðu fiskveiðiþjóð öðru fremur. FÆREYSKA ÞJÓÐARSÁLIN Enginn rithöfundur hefur lýst færeysku þjóðarsálinni á jafn stór- brotinn hátt og William Heinesen í bókum sínum, sem Þorgeir Þor- geirsson hefur snúið á íslenska tungu. William Heinesen ritaði þó allar bækur sínar á dönsku en baráttan fyrir færeyskunni og hin- um forna þjóðararfi Færeyja hefur sett mark sitt á alla þjóðernis- hreyfingu í eyjunum. ÁHRIF ÍSLENSKUNNAR Samkvæmt heimastjórnarlögun- um frá 1948 eru Færeyingar sjálf- stæð þjóð innan danska ríkisins. Færeysk tunga hefur hlotið viður- kenningu sem aðalmál þjóðarinn- ar þó að það gengi ekki sársauka- laust fyrir sig. Færeyskt ritmál er til dæmis ekki nema hundrað og þrjátíu ára gamalt en áður gripu Færeyingar jafnan til dönsku ef þurfti að skrifa. Til varnar fær- eyskunni hafa Færeyingar tekið upp íslensk nýyrði í tungu sina og nú eru komnar upp raddir í Fær- eyjum sem kvarta yfir of miklum áhrifum íslensku á færeyskuna. ÞJÓÐVELDISFLOKKURINN Færeyingar hafa tekið í sínar hendur ýmis mál og með fram- kvæmdavald þeirra fer landstjórn- in. Einn stjórnmálaflokkur í land- inu, Þjóðveldisflokkurinn, sem stofnaður var 1946 undir forystu Erlendar Paturssonar, vill fullan viðskilnað við Dani en aðrir flokk- ar vilja mun hægari stjórnarfars- breytingar. ÓHAMINGJA Nokkrar íslenskar konur fóru ný- lega til Færeyja og rómuðu þær færeyska gestrisni upp í hástert og létu gersamlega heillast af landi og þjóð. Þó lá við að snurða hlypi á þráðinn þegar nokkrir grjót- hnullungar komu fljúgandi úr fjarska, en þegar slóðin var rakin heyrðist kallað „djöfulsins Danir“. ,,Vi er jo islandske" hrópuðu kon- urnar og grjótkastið hætti jafn snögglega og það byrjaði. Tvær af þessum konum ráfuðu síðan út í gamlan kirkjugarð í Þórshöfn og nutu þar friðar og fegurðar þegar þeim varð litið á legstein sem á stóð ritað karlmannsnafn og fyrir neðan ,,Doyði av vanlukká'. Eftir að hafa starað augnablik djúpt snortnar á legsteininn leit önnur kvennanna á stallsystur sína og sagði með tárin í augunum: ,,Svo Færeyingar geta þá líka dáið úr óhamingju." EIGUM OKKUR SVIPAÐA SÖGU Saga Færeyja er að svo miklu leyti samstiga hinni íslensku þjóð Hinn göfugi villi- maöur í íslensk um bókmenntum spjallad viö Turid Sigurdar- dóttur, lektor í Fœreyjum „Mér fannst íslenskt samfélag mjög opið og frjálslegt þegar ég bjó þar á sjöunda áratugnum og þá miða ég vid Fœreyjar," sagði Turid Sigurdardóttir, lektor við Fróðskaparsetrið, í samtali við PRESSUNA. „Það er kannski vegna þess hve við líkjumst mikiðsem við miklum fyrir okkur muninn," sagði Turid. „Ef við hefðum ekki þessa ná- grannaþjóð sem tíkist okkur svo mikið bœði í tungumáli og menn- ingu værum við Fœreyingar ósköp einmana í heiminum. Mér fannst gott að vera Fœreyingur á íslandi en auðvitað eru fordómar gagn- vart þjóðunum í hvoru landi fyrir sig. Fœreyingum finnst íslendingar til dœmis mjög örir og eyðslusamir og að þeir séu öfgafullir og lifi líf- inu hratt. Islendingar hafa einnig ýmsar hugmyndir um Færeyinga og þær birtast ekki síst í íslenskum bók- menntum. Háskólarnir í Reykja- vík og Þórshöfn hafa stofnað til samstarfs um ýmsar rannsóknir tengdar samskiptum landanna og þetta er efni sem ég hef ætlað mér að skoða betur í tengslum við það. Án þess að sú rannsókn sé hafin get ég upplýst það að ég hef á til- finningunni að Færeyingar birtist þar einkum sem göfugir villi- menn, lausir við ys og þys nútíma- lífsins og ástundi einfaldleika og náttúrulegt siðferði." Varðstu vör við fordóma gegn fœreysku á fslandi? „Já, það voru vissulega ákveðn- ir fordómar gegn færeysku máli. Þeir voru svipaðs eðlis og Halldór Laxness hefur látið í ljósi gegn ný- norsku. Margir íslendingar hafa að ef við eigum samleið með ein- hverri norðurlandaþjóðanna þá eru það Færeyjar. Því er samt þannig farið í hinni kaldranalegu goggunarröð þjóðanna að þótt Is- lendingar telji sig æði oft fara hall- oka í samskiptum við sér stærri þjóðir sýna þeir því 'minna um- burðarlyndi gagnvart smærri þjóð- um. Sem dæmi má nefna að þeg- ar um er að ræða íþróttakappleiki milli þjóðanna finnst okkur það besta of gott í Færeyinga. Einmana íslendingar hafa þó ekki talið eftir sér að drekkja sorg- um sínum oft og iðulega á kránni Skarfinum í Kaupmannahöfn ásamt Færeyingum og hefur þá hin gamla reiði gegn frændum vorum Dönum svifið yfir vötnun- um. splunkunýju hefti tímaritsins Skýs eru meðal annars tvö ljóð eftir Bubba Morthens, ókrýndan kon- ung rokksins á ís- landi síðustu 10 ár. Bubbi hafði áður gefið fyrirheit um að hann ætlaði að hasla sér völl á ökrum k Ijóðlistarinnar án E—þess að gefa tónlist- ina upp á bátinn. í Skýi er Bubbi í hópi 16 skálda og er stærstur hluti þeirra af yngri kynslóðinni: Mar- grét Lóa Jónsdóttir, Jón Stefáns- son, Hrafn Lárusson, Gyrðir El- íasson, Bárður R. Jónsson, Jón- as Þorbjarnarson, Kristján Kristjánsson, Óskar Árnason og fleiri... thafnamaður nokkur sagði frá því að fyrir nokkru hefði komið til hans ung stúlka og beðið um pen- inga fyrir ákveðinn stjórnmála- flokk. „Og hvað fæ ég nú í staðinn?" spurði hann. Það er skemmst frá því að segja að stúlkan horði brosandi á hann og svaraði: Allt sem þú vilt... ý hljómsveit Valdimars Arnar Flygenring, Hendes Ver- den, hefur nýlega lokið upptökum á hljómplötu sem áformað er að komi út með haustinu. Með Valdimar í hljómsveitinni eru þeir Halldór Lárus- son og Björn Vil- hjálmsson en Valdi er aðalsprautan, syngur og leikur á gítar... ótt KR-ingar hrósi nú sigri eft- ir „Pollamótið" á Akureyri um síð- ustu helgi vita fæstir að þeir biðu þar einnig sinn hroðalegasta ósigur. Þannig var að harð- skeytt lið Leiknis á Fáskrúðsfirði sýndi þeim í tvo heimana og mátti KR þakka fyrir jafntefli 2:2. Þess má geta að Ellert B. Schram var skipt út af í leiknum ... Þóra Kristin Asgeirsdóttir Teikningar eftir William Heinesen úr bókinni „Filsni og hampafólk" útgefin af Emil Thomsen, Þórshöfn, 1980 etsölubókin í ár, að minnsta kosti á Vestfjörðum, verður líklega Skipabókin frá Iðunni. Hún hefur hitt sjómenn og aðra íbúa Vestfjarða beint í hjartastað. Þetta sýnir að mikil auglýsing er ekki allt- af nauðsynleg til að ná mikilli sölu ... tarfsmenn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar geta verið nokk- uð sælir með sig þessa dagana. Á sama tíma og sala á bjór dróst sam- an um tæp 8 prósent fyrstu sex mán- uðina, miðað við sama tíma í fyrra, jókst sala á Egilsbjór um 33 prósent. Líklega er það þó ríkið sem hagnast mest eins og vanalega, því sem dæmi selur Egill ríkinu kassann af Egilsgulli á 560 krónur, en ríkið sel- ur viðskiptavinum sínum hann á 3.390 krónur . ..

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.