Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 15

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 15
Gosan hf. keypti meirihluta í Berlín FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚU1991 15 Fyrir stuttu festi Gosan hf. kaup á skemmtistadnum Berlín, sem nýlega hóf starf- semi í Austurstrœti. Sam- kvœmt heimildum PRESS- UNNAR keypti Gosan hf, sem er ad meirihluta í eigu Pharmaco, 52% í Berlín. Þarna er því Werner Rasmus- son ad bceta enn einu fyrir- tœkinu í veldi sitt. Hefur veriö bent á aö meö þessu sé Gosan aö fara inn á svipaöar brautir og Sanitas, forveri fyrirtœkis- ins. Mun það hafa verið eitt fyrsta verk nýrra eigenda að hætta viðskiptum við aðra gosdrykkja- og bjórframleið- endur. Er því ljóst að aðeins er ætlunin að selja vörur, þessarar tegundar, framleidd- ar af Gosan. Það voru nokkrir ungir menn, þar á meðal Sveinn Úlfarsson veit- ingamaður og Gísli Gíslason lögfræðingur, sem settu Berl- ín af stað fyrir skömmu, en staðurinn er sambland af veitinga- og skemmtistað. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR var kaupverð- ið 19,5 milljónir króna. Nú er gleðihúsið í Austurstræti komið í eigu Werners Rasmussonar. Bankastjórar Landsbankans kæra eignatilfærslu Ólats Gunnarssonar I Bankastjórn Landsbank- ans hefur óskaö eftir rann- sókn á kaupum Ólafs Gunn- arssonar, fyrrum fram- kvœmdastjóra Hraöfrysti- húss Ólafsvíkur, og sam- starfsmanna á fjórum bátum sem áöur voru í eign Hraö- frystihússins. Eins og PRESSAN greindi frá fyrir mánuði keypti Tungufell, hlutafélag Ólafs og fleiri, báta af frystihúsinu og dótturfyrirtækjum þess skömmu fyrir gjaldþrot húss- ins. Kaupum á einum bátnum var þinglýst einungis fjórum dögum fyrir gjaldþrotið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn Tungufells hafi boðist til að skila aftur tveimur af bátun- um vilja bankastjórar Lands- bankans láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hntel Austurland gæti Ml með í lalli Ólafs Laefdal Sama dag og Ólafur lét Hollywood í skiptum fyrir hóteliö keypti sonur hans það. Sex mánuöum síðar seldi sonurinn hóteliö nýju hlutafélagi, Hótel Austurlandi, sem skráð er á hann sjálfan og systkini. Þótt börn Ólafs Laufdal séu skráö fyrir Hótel Austurlandi á Fáskrúösfiröi gœti svo fariö aö fyrirtœkiö veröi meö ífalli skemmtanaveldis Ólafs Lauf- dal, sem nú er til gjaldþrota- meöferöar. Hótel Austurland, sem áð- ur hét Hótel Snekkjan, var selt Ólafi Laufdal í makaskipt- um siðastliðið haust, en eig- andi Snekkjunnar fékk veit- ingastaðinn Hollywood í staðinn. Makaskiptin voru á milli Ármúla 5 hf. (Holly- wood) og Snekkjunnar. Sama dag og makaskiptin fóru fram var Snekkjan seld Arnari Laufdal, syni Ólafs, sem hálfu ári síðar seldi hótelið til Hót- .els Austurlands, sem hann er einnig hluthafi í ásamt systk- inum sínum. Á eigninni hvíldu rúmar 8 milljónir króna. Síðar gaf svo Arnar Laufdal út skuldabréf upp á 16 milljónir sem var fyrir kaupverðinu til Ármúla 5 hf., en samkvæmt kaup- samningi keypti hann hótelið á tæpar 25 milljónir króna. Þar sem um er að ræða við- skipti milli skyldra aðila telja fulltrúar kröfuhafa sem PRESSAN ræddi við útilokað annað en taka þau viðskipti með í reikninginn í gjaldþroti fyrirtækja Ólafs. En vegna veðsetninga komast kröfu- hafar í Armúla 5 hf. ekki að eigninni fyrir austan, nema með því að krefjast riftunar. Skiptaráðandi hefur enn ekki tekið saman lýstar kröf- ur í búið, en reiknað er með að skiptafundur verði í byrj- un september. „Hann getur verið bölvaður hrossabrestur. En það þyrftu nú eiginlega fleiri að vera þannig,“ segir Albert Kemp. „Sverrir er oft óvarlegur í orðum og gætir þá ekki hófs. Kappið verður forsjánni yfirsterkara,“ segir Helgi Seljan. „Hann getur verið óþarflega fljótur á sér. Mér hefur líka fundist hann vera feiminn,“ segir Þráinn Jónsson. „Hann getur verið óþarflega fljótur tii sagnar og ákvörðunar, en þó hef ég ekki séð að það hafi orðið neinum tii miska,“ segir Björn Þór- hallsson. „Ég held því fram að hann segi stundum meira en hann meinar,“ segir Helgi Seljan. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbanka íslands, hefur verió í sviösljósinu aö undanförnu vegna Álafossmálsins og Hraöfrystihúss Ólafsvíkur. „Sverrir er stórbrotinn maður í mínum huga og með meiri góðvildarmönnum sem ég þekki. En hann kann líka að taka á málum og skera á hnúta,“ segir Albert Kemp á Fáskrúðsfirði. „Hann er óvanalega skemmtilegur maður," seg- ir Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri. „Hann er undir hrjúfum skráp, einstakt góð- menni. Og betri veiðifélaga hef ég aldrei fengið og það segir talsvert," segir Björn Þórhalls- son viðskiptafræðingur. „Hann er hreinskil- inn og segir manna best frá,“ segir Þráinn Jónsson. „Sverrir getur verið óvæginn and- stæðingur, ef hann er í þeim ham. En það er stutt í það góða þrátt fyrir hrátt yfirborðið og þannig tal að maður gæti haldið að hann kærði sig koll- óttan um hvað samferðamenn hans segja," seg- ir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður. „Sverrir þorir að segja meiningu sína og standa á því sem hann segir," segir Albert Kemp. Sverrir Hermannsson bankastjóri UNDIR OXINNI Ólafur Kristjánsson bæjarstjórí í Bolungarvík — Finnst ykkur ekki skammariegt að hafa látið stöðina ,starfa svona lengi? „Við verðum að líta aðeins til baka og það eru ekki nema 20 ár síðan við vorum að sturta sorpi fram af Óshlíð og í sjóinn. Nú, undir þessum kring umstæðum, urðum við allt sorp á snyrti- legan máta. Þá verður að líta á það að við er- um að tala um millj- ónamál. Það sem kost- ar að leysa þetta mál fyrir svæðið er á bilinu 200 til 300 milljónir króna. Það er útilokað fyrir sveitarfélagið að leggja það á íbúa. En í kjölfar opnunar jarð- ganga fáum við tæki- færi til að leysa þetta sameigintega." — En getið þið sem sveitarstjórnarmenn verið sínkir á fé til slíkra mála? „Við getum að sjálf- sögðu ekki verið það. Spurningin er hins vegar hvað skattgreið- endur þola að borga." — En hvað þolir líf- ríkið — eru það ekki þessi tvö sjónarmið sem togast á? „Það er rétt, en ég hef nú ferðast mikið erlendis og við ættum að vera löngu dauð ef við gerðum saman- burð við það. Mér finnst of mikið gert úr þessu og ég hef rætt við Hnífsdælinga og þeim finnst líka sum- um gert of mikið úr þessu." — Þeir hafa nú skrifað undir undir- skriftalista gegn stöðinni. „Það er nú hægt að fá menn til að skrifa undir það að hengja ömmu sína." Sorpbrennslan á Skarfaskeri vit Hnífsdal hefur starfað i fjölda ára án starfsleyfis á vegum ísafjarðar, Bolungarvíkur og Súðavíkur. Þrátt fyrir itrekuð mótmæli íbús og yfirvalda hefur henni ekki ver- ið lokað. Nú hefur starfsemin ver- ið kærð til ríkissaksóknara.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.