Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚU 1991 21 Hlutverki mínu sem uppreisnarseggs er lokið Helgi Hjörvar lítur ekki út eins og ungur og upp- rennandi maður í viðskipt- um. Ekki ef maður geymir þá hugmynd í kollinum að slíkur maður eigi að líta út eins og þeir gera í Wall Street. Enda er fyrirtæki Helga ekki þar, heldur í Hafnarstrætinu í Reykja- vík. Hann er í gallabuxum og rúllukragabol með dökk gleraugu og ferðast um bæinn á bleiku hjóli. Gleraugun eru reyndar ekki komin til af góðu, því Helgi gengur með augn- sjúkdóm, sem hefur áhrif á sjónina. Fyrirtækið Arn- arsson og Hjörvar stofnaði hann með vini sínum Hrannari Arnarssyni fyrir tveimur árum og nú eru þeir með þrjátíu sölumenn í vinnu, auk lagermanna, ritara, gjaldkera og bók- haldara. En yfirstjórnin er engin. Þeir sjá um allt slíkt sjálfir. Hrannar sér um daginn í dag, Helgi um morgundaginn og bókar- arnir um gærdaginn. Þó óhætt sé að segja, að það hafi frekar verið tilviljun en nákvæmar fyrirætlanir þeirra Helga og Hrannars sem varð til þess að þeir leiddust út í þessi viðskipti Arnarsson og Hjörvar, þá seg- ist Helgi hafa ákveðið það fyrir löngu að fara út í biss- ness með Hrannari. „Ég lenti í skrautlegu bíl- slysi með fjórum vinum mín- um og var mjög illa útleikinn. Þegar búið var að losa ofan af mér bílinn lá hárið á mér í slóðum eftir götunni og ég var allur tættur. Við höfðum ætlað í bíó, svo á meðan þrír af fjórum vinum mínum voru í hálfgerðu sjokki og sjúkra- bíllinn á leiðinni gekk Hrann- ar á milli og fékk bíómiða hjá hverjum og einum. Fór svo með þá og fékk þá endur- greidda. Það er ekki hægt að hugsa sér miklu agaðri og að- haldssamari mann í viðskipt- um en þetta.“ Fyrirtœkiö Arnarsson og Hjörvar var síöan stofnad í apríl '89. „Hrannar var þá sölustjóri hjá Þjóðlífi og ég hjá Svörtu á hvítu. Við ætluðum báðir í skóla um haustið, en ákváð- um að sameina söludeildirn- ar yfir sumartímann, svo við kæmumst í sumarfrí. Hann átti að leysa mig af og ég hann. Við erum ekki farnir í skóla enn.“ FÓLK FER EKKI í BARNABÓKADEILDIR Arnarsson og Hjörvar tók síðan yfir eitthvad af lager Svarts á hvítu, en stundar i dag símasölu fyrir Mál og menningu, safnar áskrifend- um í Ugluna og ad timaritum ýmiskonar. Þad verdur ekki annaö heyrt en Helgi sé einna hreyknastur af að hafa tekið þátt í að koma á fót barna- bókaklúbbi Máls og menn- ingar, enda þar verið að hlú að lestraráhuga barna með framtíðina í huga. „Við erum mjög stoltir .af þessu samvinnuverkefni með Máli og menningu. Þetta gekk alveg ævintýraiega vel. Astæðan fyrir því var sú að við heyrðum það á fólkinu sem við vorum að tala við í síma, að það vill að börnin sín hafi aðgang að góðum bók- um. En það hefur nóg að gera, þannig að það kemur ekki eins oft við í barnabóka- deildunum og það vildi. Þess vegna setti MM upp þennan klúbb og við öfluðum félaga í hann. Núna er verið að gefa út 25 nýjar barnabækur á ári, fyrir þennan eina klúbb." MEIRA AF BÓKUM, MINNA AF UPPÞVOTTAVÉLUM Verður þá að koma til fólks með allt? Hefur það ekki tíma til að sinna þessum hlutum sjálft? „Já. Það útheimtir tíma og orku, sem ekki allir eiga, að fara og versla. Það sérðu í öllu. Þú getur orðið lagt inn á bankareikninginn þinn, tekið út af honum, borgað víxla ög gert alla skapaða hluti án þess að fara í bankann. Alveg eins á þetta eftir að verða með önnur viðskipti." Þessa dagana er Arnarsson og Hjörvar með „söluátak með menningararfinn" eins og Helgi kallar það. íslend- ingasögurnar, Sturlungu og Jónas Hallgrímsson. Ein- hvernveginn finnst mér að það sé búið að selja fslend- ingum þetta allt saman og ég spyr Helga hvort svo sé ekki? „Það er auðvitað alltaf hægt að metta markað, en viðtökurnar eru frábærar. En þetta er nú einu sinni menn- ingarfaraldurinn og við næst- ríkasta þjóð í heimi. Þrátt fyr- ir allar ófarir, þrátt fyrir öll gjaldþrot, þrátt fyrir allt þetta svartsýnisraus þá gleyma menn því alltaf að það eru einhver mestu forréttindi í heimi að vera íslendingur. Það er svo einfalt þó við flækjum þetta oft svolítið fyr- ir okkur og eigum bágt. Svo ef þjóðin kaupir meira af bókum, þá kaupir hún bara minna af uppþvottavélum." En les fólk þessar bœkur? „Það er nú svo merkilegt, að það gerir það. Eitt af mín- um fyrstu verkefnum sem sölumaður hjá Svörtu á hvítu var að selja Islendingasögur. Þar byrjaði ég á að rölta úr einu húsi í annað. Það kom fyrir að maður sá eftir því að hafa selt sumum. Þetta yrði aldrei opnað. En svo kom Sturlunga út og þá fór ég aft- ur yfir sama svæði. Þá voru ótrúlegustu menn sem sögðu: „Já, þú aftur. Ég las Grettissögu og mikið asskoti var hún góð.“ Nánast allir höfðu lesið einá, tvær og jafnvel þrjár sögur." GAMAN AF AÐ VERA Á MÓTI Helgi tók þátt í starfi með Alþýðubandalaginu á menntaskólaárunum og lét til sín heyra á málfundum. Þótti nokkuð góður rœðu- maður. Kom aldrei til greina að fara út í pólitík? „Það heillar mig ekki neitt sérstaklega að verða pólitík- us. Við Hrannar tókum góða syrpu í pólitíkinni með verndara fyrirtækisins, Orra Vésteinssyni, í fimm ár eða svo. Það er skammturinn fyr- ir mig í bili. Svo fæ ég bara menningarmálin og Orri þjóðminjavörðinn þegar Hrannar er orðinn forsætis- ráðherra." Þú varst til vinstri í pólitík- inni. Stangast það sem þú ert að gera í dag ekki á við gaml- ar pólitískar hugsjónir? „Það held ég ekki. Maður var sósíalanarkisti og það stangast ekkert sérstaklega á við að vera í viðskiptum. Þeg- ar maður er ungur og upp- reisnargjarn hefur maður gaman af því að vera á móti, en ég held að því hlutverki hjá mér sé lokið. Það er líka eðlilegt að mað- ur skoði aðeins betur þau gildi, sem maður byrjaði á að hafna, og það sem í þeim er að finna. Éftir að hafa verið lengi í Alþýðubandalaginu lærði maður að vera ekki allt- af á móti öllu. Það er hægt að gera hlutina vel og það er hægt að gera þá illa. Það er það sem skiptir máii. Við lítum fyrst og fremst á viðskiptin sem tæki. Afl til þess að gera ákveðna hluti og okkur langar til að gera fullt af góðum hlutum. Það er ástæðan fyrir því að við erum í bókum." FORSTJÓRI Á BLEIKU REIÐHJÓLI Arnarsson og Hjörvar gengur vel og Helgi segir það vera mottóið þeirra þessa stundina aö tvö- til þrefalda veltuna á hverju ári. En er ekki freistandi að berast á þegar svona vel gengur? spyr blaðamaðurinn, þó reyndar sé ekki hœgt að sjá það utan á Helga að hann geri það. „Ég held að hvorugur okk- ar berist sérstaklega á. Að minnsta kosti held ég ekki að það séu margir forstjórar í miðbænum sem ferðast um á bleiku reiðhjóli." Bros. „Við höfum svo margt á verkefna- og óskalistanum, sem okkur langar til að gera og reyna í þessum bransa. Þessa stund- ina erum við að prófa þá kenningu okkar að það sé hægt að selja bækur allan ársins hring. Líka í hitabylgju. Við seljum fyrir tugi milljóna í þessum mánuði, sem er meira en við höfum gert áð- ur.“ Margrét Elisabet Ólafsdóttir Á ERFITT MEÐ AÐ LESA Hvað með þig sjálfan, lestu mikið? „Ég las mjög mikið. En ég er þannig í augunum að ég á orðið jeiðinlega erfitt með að lesa. Ég er svo seinlæs. Þess vegna hefur aðeins dregið úr því. En ég veit fátt skemmti- legra." Ástœöan fyrir því hve Helgi á erfitt meö lestur er augn- hrörnunarsjúkdómur, sem minnkar smám saman sjón- sviöiö. „Það er ekkert hægt að gera við þessu ennþá. En læknavísindin eru bærilega ótrúleg. Þannig að það er bara að vera bjartsýnn og taka þessu eins og það kem- ur.“ ÁKVÖRÐUN UM FJÖLGUN í FYRIRTÆKINU Það þarf ekki að koma á óvart að Helgi hefur ekki mikinn tíma til að sinna tóm- stundum, þó hann segist hafa allra handa áhugamál. Þar á meöal eru skák og leikhús, þar sem hann er aö hluta til alinn upp. En móðir hans, Helga Hjörvar, er skólastjóri Leiklistarskólans. Skákin er aftur á móti fyrirtœkisíþrótt- in. Mestum frítímanum eyðir hann þó með konunni, en þau eiga von á barni með haustinu. „Það segja sumir að við höfum ákveðið á stjórnar- fundi í desember að það þyrfti að fjölga í fyrirtækinu. En bæði Þórhildur Elín, kpn- an mín, og Gunnvör „<ósa, konan hans Hrannars, eiga að eiga í haust. Við erum mjög samtaka um allt. í hin- um smæstu atriðum sem hin- um stærstu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.