Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚLl' 1991 11 egar Ólafur Stephensen, blaðamaður á Morgunblaðinu, var kosinn formaður Samtaka ungra hægrimanna á Norðurlöndum þótti það nokkrum tíðind- um sæta^ því Ólafur er fyrsti Islendingur- inn sem kjörinn hef- ur verið til þessara trúnaðarstarfa. Ung- ir framsóknarmenn voru líka stoltir af Ólafi og Siv Friðleifsdóttir, for- maður SUF, sendi honum blómum- prýdda rauðvínsflösku ásamt árn- aðaróskum. Auk blómvandarins frá Framsókn mun Ólafi hafa borist kveðja frá Heimdalli. Úr röðum ungra sjálfstæðismanna heyrðist hins vegar að meira hefði mátt vera um kveðjur frá flokksforystunni... u tþensla Morgunblaðsins heldur áfram í samræmi við lögmái Parkinsons. Síðustu misseri hefur starfsemin verið á að minnsta kosti þremur stöðum í borginni, nú síðast í Aðalstræti, Lækjartorgi og í nýja miðbænum, þar sem gert er ráð fyr- ir að öll starfsemin verði í framtíð- inni. Fyrir skömmu bættu Morgun- blaðsmenn fjórða staðnum við, er Gísli Sigurðsson á Lesbókinni og Súsanna Svavarsdóttir á menn- ingarblaðinu fluttu með sitt hafur- task frá Lækjartorgi upp á Hverfis- götu. Gárungarnir segja að með sama áframhaldi verði Morgunblað- ið komið upp í nýja miðbæ um alda- mótin ... ■■ins og fram hefur komið sagði Lára Halla Maack starfi sínu lausu sem yfirmaður væntanlegrar réttar- geðdeildar. Ástæð- una sagði hún vera þá að heilbrigðisyf- irvöld létu ekki fag- leg sjónarmið ráða og benti jafnframt á nauðsyn þess að sér- menntað fólk á sviði réttargeðlækninga væri til staðar í landinu áður en slík deild yrði sett á laggirnar. Líklega hefur Lára skipt um skoðun, ef marka má ummæli sem höfð voru eftir henni í viðtali við tímaritið Nýtt líf á síðasta ári. Þar var hún spurð hversu mikið gagn hún gæti gert með því að vinna í sérgrein sinni hér á landi. Þessu svaraði hún orðrétt: „Iss, ég er ekkert í þessu af því að það er svo ógurleg þörf fyrir mig eða af því að ég gæti gert svo mikið gagn. Ég fór bara í þetta af því ég er svo forvitin um fólk að ég er alveg með verki og mér finnst gaman í vinnunni. En ég hugsa ekki um það hvort ég sé góð- ur læknir eða geri eitthvert gagn, heldur er það aðalatriðið fyrir mig hvað starfið er spennandi"... l lok mánaðarins verður hús SEM við Sléttuveg tekið í notkun, en eins og fólk rekur minni til hófust fram- kvæmdir við húsið í kjölfar mikillar fjár- söfnunar á Stöð 2 í september árið 1989. Það var Áhugahópur um bætta umferðar- menningu sem gekkst fyrir því framtaki, undir for- ystu Ragnheiðar Davíðsdóttur, Kolbrúnar Halldórsdóttur, Helgu Thorberg, Elfu Gísladótt- ur, Ólafar Þorvaldsdóttur, Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur, Soffíu Vagnsdóttur og Þórdísar Guð- mundsdóttur. I átakinu söfnuðust um 12 milljónir í peningum og ann- að eins í vinnuframlögum og efni. Nú heyrist að fulltrúar áhugahóps- ins hafi óskað eftir því að taka til máls við vígsluathöfnina, meðal annars til að lýsa ánægju sinni með að húsið skuli vera risið. í bréfi sem hópurinn fékk frá Mó Viðari Más- syni, formanni stjórnar Húsnæðis- samvinnufélags SEM, er þeirri ósk hins vegar hafnað með þeim orðum að „ekki sé viðeigandi að fulltrúi þeirra taki til máls“. Bréfið mun hafa verið sent í óþökk stjórnarmanna húsnæðissamvinnufélagsins og SEM-hópsins, sem telja þetta kaldar kveðjur til stelpnanna í áhugahópn- um . . . LAUSN A SIÐUSTU KROSSGATU DaHHBa Tökum hunda í gæslu til lengri eða skemmri dvalar. HUNDAGÆSL UHEIMILI Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags Islands ARNARSTÖÐUM, Hraungerðishreppi 801 Selfoss - Símar: 98-21031 og 98-21030 -/uperlech x OGVIÐ BflQSUMÍUMFEBD//^ nXian amIVm vi» i qc« it trrj- EEIBZI t~c~ ARC 2 MW/FM sterió hljómgæði, útvarp og segulband í sama tæki. Magnari 2x7 wött. Sjálfvirkur stoppari á snældu. ARC 754 MW/FM sterió útvarp með segulbandi, sjálfvirkur stoppari á snældu. Bassa og hátóna stilling. Magnari er 2x10 wött. Stafrænn gluggi sem sýnir bylgjulengd og fleiri upplýsingar. Tengi að framan fyrir CD geislaspilara. ARC 716L MW/FM sterió hágæða útvarp með segulbandi. Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner" sem finnur allar rásimar og spilar brot af hverri þeirra. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku. Möguleiki á 4 hátölurum. Tækið er í sleða íí te _____^ ARC 710 MW/FM sterio útvarp og segulband. Sjálfvirkur leitari og „skanner", magnari 2x12 wött. Frábær hljómgæði. Tækið er með klukku og sórstaklega skemmtilegri lýsing ARC180 Alvöru tæki MW/FM steríó útvarp og segulband. 2x25wött. Upplýstur stafrænn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir CD geislaspilara. Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis. x oO njót'^s *ðh/ . gó& * '^rs/aniro (W) Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 SQMttítyUM* \ Flug og bill • Flug og bíll • Flug og bíll BALTIMORE 2 í bil. Ford Escort, í 2 vikur, kr. 55.800 á mann. SÉRTILBOÐ AMSTERDAM 2 í bíl, VW Golf, 1 vika, kr. 24.600 á mann. 2 vikur, kr. 34.800 á mann. Brottför á mánudögum og þriðjudögum í júli og ágúst. Siðasti söludagur 15. júli. LÚXEMB0RG 2 í bil, Ford Escort, 1 vika, kr. 27.300 á mann. 2 vikur, kr. 34.100 á mann. Brottför á f immtudögum og föstudögum í júli og ágúst. Siðasti söludagur 15. júli. Bamaafsláttur er veittur af öllu ofangreindu verði. Ef fleiri eru um bilinn LÆKKAR verðið. Sumarhús og íbúðir víðs vegar um Evrópu i tengslum við flug- og biltilboðin getum við bókað sumarhús og ibúðir víðs vegar um Evrópu i öllum verð- og gæðaflokkum. Dæmi um vikuverð, hús/ibúð: Þýskaland: kr. 37.490 Frakkland: kr. 27.690 Sviss:kr. 34.790 italía: kr. 30.630 Austurriki: kr. 43.370 TUNGUMÁLASKÓLAR við aiira hæfi í Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Þýska- landi, á italíu, Spáni og í USA. BENIDORM Beint flug í sólina alla fimmtudaga Næstu ferðir: 4. júli - uppselt 11. júli - 10 sæti laus 18. júli - 15 sæti laus 25. júli - 12 sæti laus Seljum nú síðustu sætin í júlíferðirnar. Ágústferðirnar eru uppseldar. Kynntu þér verðið hjá okkur. Hafðu samband. Sjáumst! FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKURt^ Aöalstræti 16 - sími 62-14-90

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.