Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 30
Steingrímur Hermannsson mun opna stofnun sem nefnd verður eftir honum í upphafi vetrar. Framsóknarflokkurinn Ættar að koma á fót stofniin Steingríms Hermanns- sonar — viljum með þessu heiðra þennan mesta hagfræðing vorra tíma, — segir Halldór Ásgrímsson, varaformaður flokksins Nú hefur komið í Ijós að Markús Örn Antonsson gekkst inn á að láta Davíð Oddsson hafa Ráðhús Reykjavikur fyrir borgarstjóra- stólinn. Leynilegt samkomulag Markúsar Arnar og Davíðs Ríki og borg hafa maka- skipti á ráð- hásinu og stjórnarráðinu — allt óvíst um hvort for- setaskrifstofan fylgir með í kaupunum eða ekki Búist er við að styttan af Magnúsi verði reist við Skúlagötuna við hliðina á gjöf bandariska sendi- herrans, Partnership. Greenpeace Gefur þjóðinni átta metra háa styttu af Magnúsi Skarphéðins- syni — kunnum ekki við að neita þessari gjöf, — segir Davíð Oddsson 28. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 11. JÚLÍ 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Fólk hefur notiö veðurblíðunnar, þó hún hafi fyrst og fremst ver- ið ímyndun vegna bilaðra hitamæla. Mikið magn af biluðmn hitamælum hefur fundist — ekki verid eins heitt í veöri og menn héldu Reykjavík, 11. júlí „Þetta sýnir okkur hvaða vald hugurinn hefur yfir líkamanum,“ sagdi Markús Á. Einarsson veð- urstofustjóri, þegar hann birti leiðréttingar Veður- stofunnar á hitatölum und- anfarinna vikna. Sam- kvæmt endurskoðuðum tölum hefur alls ekki verið heitara en í meðalári, þvert á móti. Síðastliðinn júní var þannig til dæmis einn af tíu köldustu júní- mánuðum á þessari öld. „Úr því sem komið er get- um við ekki annað en beðist afsökunar," sagði Markús. „Svo virðist sem nýir hita- mælar sem keyptir voru ti) landsins í vetur hafi verið gallaðir og því gáfum við upp rangar hitatölur í veðurfrétt- unum.“ Markús sagðist treysta því að fólk fyrirgæfi Veðurstof- unni. Flestir hefðu trúað veð- urfregnunum og eignast þannig eitt besta sumar sem þeir hefðu upplifað. „Persónulega trúði ég þess- um hitatölum og dvaldist löngum á veröndinni heima, að sálast úr hita. Ef ég hefði vitað hvað var heitt í raun og veru hefði mér aldrei dottið í hug að setjast út svona létt- klæddur eins og ég var,“ sagði Markús. Islenska ríkisstjórnin Viðurkennir sjálf- stæði Sauðárkróks — mistök sem viö munum leiörétta, — segir Davíö Oddsson Sauðárkróki, 11. júlí Það vakti almenna furdu hér á Sauðárkróki þegar þær fréttir bárust hingað að Albert Guðmundsson, sendiherra fslands í Frakklandi og Júgóslavíu, hefði viðurkennt sjálf- stæði Sauðárkróks, rétt rúmlega þúsund manna bæjar á norðanverðu Is- landi. „Þetta eru mistök,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í samtali við GULU PRESSUNA. „Sendiherrann átti að viðurkenná sjálfstæði Króatíu en virðist hafa mis- skilið það svona heiftarlega." „Ég hef aldrei komið til Júgóslavíu svo ég vissi ekkert um hvað mennirnir voru að tala," sagði Albert Guð- mundsson í samtali við GULU Albert Guömundsson virðist hafa komiö af staö borgara- styrjöld á Norðurlandi. PRESSUNA. „Mér fannst þeir vera að meina Krókinn en þangað hef ég oft komið og kynnst þar ágætis fólki." „Þó að þessar fréttir hafi komið flatt upp á okkur þá vöktu þær samkennd meðal íbúanna," sagði Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri Sauð- árkróks. „Við erum því ekki tilbúin til þess að gefa sjálf- stæðið eftir baráttulaust." í gær mátti sjá bæjarbúa reisa götuvígi við allar þær götur sem liggja inn í bæinn. Þó íslenska ríkisstjórnin hafi ekki enn látið neitt uppi um fyrirætlanir sínar var búist við að hún mundi láta til skar- ar skríða einhvern tímann um helgina. „Við erum viss um sigur,“ sagði Gróa Tryggvadóttir, 47 ára gömul húsmóðir á Krókn- um.,,Við erum að verja heim- ili okkar og frelsi á meðan lögregluþjónarnir, sem verð- ur sigað á okkur, eru staddir fjarri sínu heima." Bankastjórn Búnaöarbankans HYGGST LOKA VERSTU VANSKILA- MENNINA INNI Á HÓTEL ÍSLANDI Reykjavfk, 11. julf „Þó mig hafi vissulega grunað þetta þá trúði ég aldrei aö af þessu yrði,“ sagði Óli Laufdal, fyrrum eigandi Hótels íslands, í samtali við GULU PRESS- UNA, en ÓIi segist hafa undir höndum áætlun bankastjórnar Búnaðar- bankans um að breyta hót- elinu í nokkurskonar skuldafangelsi. „Þeir hafa meira að segja skírt eitt herbergið í höfuðið á mér og ætla mér sjálfsagt að dúsa þar," bætti Óli við. I skýrsju bankastjórnarinn- ar, sem Óli lét blaðamönnum GULU PRESSUNNAR í té, kemur fram að vanskil við- skiptamanna bankans hafa vaxið gífurlega á undanförn- um árum. Allar hefðbundnar leiðir til að stemma stigu við þeim hafi mistekist og því sé ekki annað fært en reyna eitt- hvað nýtt. „Það er nauðsynlegt að hafa þessa notkun á hótelinu í huga strax í upphafi," stend- ur í skýrslunni. „Með því er hægt að spara umtalsverðan kostnað við innréttingar og einnig verður óþarft að koma fyrir þeim þægindum sem venjulegir hótelgestir krefj- ast.“ Bankastjórn Búnaðarbank- Verið er að breyta Hótel ís- landi i skuldafangelsi Búnað- arbankans. ans vildi ekkert tjá sig um þetta mál í samtali við GULU PRESSUNA. Nú hefur komið í Ijós að Þorsteinn Pálsson sigraði í formannskjörinu i vor. Týnd atkvœdi frá landsfundi Sjálfstæöis- flokksins finnast Davíð Oddsson er ekki formaður flokksins Reykjgvfk, 10. júlí_ „Auðvitað er það al- gjört sjokk að heyra þetta,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra þegar GULA PRESSAN bar honum þau tíðindi að hann væri ekki formaður Sjálfstæðisflokksins heldur Þorsteinn Páls- son. í gær fundust nefnilega um 80 týnd atkvæði frá formanns- kjörinu á landsfundi flokksins í vor. Þau breyta niðurstöðunum þannig að það er Þor- steinn sem er áfram formaður. „Það er náttúrlega rosalega svekkjandi að ég skuli vera búinn að ráða Markús Örn sem borgar- stjóra," sagði Davíð. „Ég get ekki annað en kross- að fingurna og vonað að Þorsteinn leyfi mér að verða útvarpsstjóri eða eitthvað. Ég vona að hann sé ekki rosalega reiður." Ekki náðist í Þorstein áður en blaðið fór í prent- un. Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfí og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 • sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.