Pressan - 10.10.1991, Side 7

Pressan - 10.10.1991, Side 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991 7 STirnuni iEusn.1 SEMHR LÉTUSKJÚL VERSLAVIB Stjórnarformadur umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls í Reykja- vík átti og rak ásamt framkvœmda- stjóra Skjóls heildverslun sem stofn- ud var í þeim tilgangi aö selja Skjóli nauösynleg aöföng. Þeir eru séra • Siguröur Helgi Guömundsson, sem er stjórnarformaöur Skjóls, og Rún- ar Brynjólfsson, sem er fram- kvæmdastjóri. Almar Grímsson apótekari. Hann er eini stofnandi ARS sem enn á hlirt í fyrirtækinu. Sera Siguröur Helgi Gudmundsson, sóknarprestur í Víðistaðasókn í Hafnarfirði, er stjórnarformaður sjálfs- eignarfélagsins sem á og rekur umönnunar- og hjúkrun- arheimilið Skjól í Reykjavík. Sigurður Helgi er einnig einn af stofnendum og fyrrverandi stjórnarformaður ARS hf., sem er heildverslun sem stofnuð var gagngert til að flytja vörur inn fyrir Skjól. Stofnendur ARS voru, ásamt Sigurði Helga, Rúnar Brynjólfsson, forstöðumað- ur Skjóls, Almar Grímsson, apótekari í Hafnarfjarðarapó- teki, Brynhildur Ósk Sigurdardóttir, eiginkona séra Sig- urðar Helga, Dóra Pétursdóttir, eiginkona Rúnars for- stöðumanns, og Anna Björk Gudbjörnsdóttir, eiginkona Almars apótekara. Skjól, sem er sjálfseignarstofnun, er í eigu fimm aðila; Reykjavíkur- borgar, Þjóðkirkjunnar, Alþýðusam- bands íslands, Sambands lífeyris- sjóðsdeildar BSRB og Stéttarsam- bands bænda. Stjórnin er skipuð átj- án fulltrúum, sem síðan velja sér fimm manna framkvæmdastjórn. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson er formaður framkvæmdastjórnar. Hann er fulltrúi Þjóðkirkjunnar í stjórninni. Aðrir í framkvæmda- stjórn eru Gudmundur Hallvards- son, Púll Gíslason, Bödvar Pálsson og Gudrídur Eliasdóltir. STOFNAÐ Á SAMA TÍMA OG SKJÓL TÓK TIL STARFA Hlutafélagið ARS var stofnað í þeim tilgangi að flytja inn og selja rekstrarvörur, lyf, tæki og fleira til Skjóls. Skjól var tekið í notkun í áföngum árið 1988. ARS var stofnað í september sama ár. Samkvæmt til- kynningu til hlutafélagaskrár er til- gangur fyrirtækisins heildsala og innflutningur á hjúkrunargögnum, hreinlætisvörum, lyfjum og lækn- ingavörum. Eigendaskipti hafa orðið á ARS að hluta. Flestir stofnendanna hafa selt hluta sinn til Skjóls, Hrafnistu i Reykjavík og Hrafnistu í Hafnar- firði. Fyrirtæki Almars Grímssonar, Hafnarfjarðarapótek, á enn hlut í ARS. VILDU EKKI FYRRI EIGENDUR Ásgeir Ingvarsson, fjármálastjóri Hrafnistu, er nú stjórnarformaður í ARS. Reyndar hefur láðst að til- kynna þessar breytingar til hlutafé- lagaskrár. Stjórnendur Skjóls, þeir Sigurður Helgi og Rúnar, og stjórnendur Hrafnistu sömdu um kaup á fyrir- tæki Sigurðar Helga, Rúnars og Al- mars. Ásgeir Ingvarsson sagði í samtali við PRESSUNA að Hrafnista hefði ekki viljað vera með nema fyrri eig- endur færu út úr fyrirtækinu. „Ef einstaklingar eiga hlut í svona fyrir- tæki geta hagsmunir skarast," sagði Ásgeir Ingvarsson. „Þegar við komum inn gerðum við það að skilyrði að Skjól kæmi inn líka sem stofnun. Við erum að reyna að ná samvinnu við Eir í Graf- arvogi líka. Með þessu getum við hugsanlega veitt heildsölum að- hald,“ sagði Ásgeir. STÓÐ TIL AÐ STOFNA NÝTT FYRIRTÆKI Þar sem til stóð að stofna fyrir- tæki, sem rekstraraðilar dvalar- heimila stæðu sjálfir að, náðist sam- komulag um kaupin á ARS. Ásgeir Ingvarsson sagði að viðskipti Hrafn- istu við ARS hefðu aukist mikið eftir að Hrafnista eignaðist hlut í heild- sölunni. Hann vonaðist til að hægt yrði að gera ARS að nokkurs konar innkaupasambandi, þar sem fyrir- tækið er nú rekið á stofnanagrunni, eins og Ásgeir nefndi það. Ásgeir sagði það hafa verið tíma- spursmál hvenær breytingar á þess- um viðskiptum yrðu. Staðið hefði til að Hrafnista gerðist aðili að ARS, sem hefði ekki komið til greina ef einstaklingar ættu hlut að fyrirtæk- inu. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að fulltrúar í framkvæmdastjórn Skjóls hafa ekki fengið vitneskju um hversu umfangsmikil viðskipti Skjól átti við ARS meðan fyrirtækið var í eigu stjórnarformanns og fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar. Eins og áður sagði var séra Sig- urður Helgi Guðmundsson stjórnar- formaður ARS. Með honum í stjórn félagsins voru Rúnar Brynjólfsson, sem er framkvæmdastjóri Skjóls, og Anna Björk Guðbjörnsdóttir, eigin- kona Almars Grímssonar apótek- ara. Hlutafé í ARS var 600 þúsund krónur en er 1.355 þúsund krónur eftir breytingarnar. ÆTLA AÐ SPARA ARS selur Skjóli mikið af rekstrar- vörum og eins hefur ARS selt Skjóli dýr tæki, svo sem þvottavélar og annan dýran búnað. Ásgeir Ingvarsson segir mikil- vægt fyrir þau samtök, sem nú eiga ARS, að standa saman að innkaup- um. Með því megi spara verulegar fjárhæðir þar sem með því sleppa þeir við að greiða milliliðum hér heima. „Við erum að leita okkur að end- urhæfingartækjum og fleira. Sem dæmi get ég nefnt að munurinn á einu hjúkrunarrúmi getur verið 30 til 70 þúsund krónur eftir því hvort rúm er keypt hér heima eða erlend- is. Við ætlum að halda kostnaði í lágmarki. Draumurinn er innkaupa- samband. Við viljum kaupa tæki sjálfir. Með þessu næst vonandi sam- staða og betra samband," sagði Ás- geir Ingvarsson. SAMNÝTING MEÐ HRAFNISTU Reikningar Skjóls eru endurskoð- aðir af endurskoðunarfyrirtækinu N. Mancher. Ríkisendurskoðun til- nefnir N. Mancher sem eftirlitsaðila með Skjóli. Alls búa um eitt hundrað eldri borgarar í Skjóli. Heimilið samnýtir eldhús og þvottahús með Hrafnistu. Rúnar Brynjólfsson framkvæmda- stjóri sagði í samtali við PRESSUNA að þetta fyrirkomulag gerði að verkum að rekstarkostnaðurinn væri minni. Rúnar segir að rekstur Skjóls hafi alltaf verið réttu megin við núllið. Til þessa hefur Skjól fengið dag- gjöld en fer á föst fjárlög um næstu áramót. Rúnar Brynjólfsson segist telja að það muni koma svipað út fyrir rekstur heimilisins. Sigurjón Magnús Egilsson Skjól, umönnunar- og hjúkrunarhalmlll. Stjómarformaðurinn, framkvæmda- stjórinn og apótekarinn í Hafnarfjarftarapótefci stofnuðu, ásamt eiginkonum sinum, fyrirtnki sem flutti inn rekstrarvörur og búnaft sem Skjól var látiö kaupa.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.