Pressan - 10.10.1991, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991
KftRBIR FYRIRINNI
SKEMMDARVERK 0
SKIPUUGT SAMSft
GEGN BJDRHÖIUNI
Eigendur Bjórhallarinnar ætla á næstu dögum ad kæra
til ríkissaksóknara Hreidar Suauarsson, Smára Hreiöars-
son og Grétar Haraldsson lögfræðing fyrir innbrot,
skemmdarverk og skipulagt samsæri um ad komast yfir
eignir Bjórhallarinnar. Húseignin Gerðuberg 1 hefur
staðið ónotuð í rúma 5 mánuði vegna hatrammra deilna
um leigu Bjórhallarinnar og gildi leigusamnings eftir að
Fjárfestingarfélag íslands eignaðist húsið á uppboði af
Guöjóni Pálssyni, framkvæmdastjóra Bjórhallarinnar.
Eigendur Bjórhallarinnar saka Fjárfestingarfélagið um
að hafa sniðgengið forkaupsrétt sinn þegar félagið seldi
húseignina Borgarfossi hf., sem er í eigu Hreiðars og fjöl-
skyldu. Fjárfestingarfélagið keypti um leið rekstur Pizza-
ofnsins, þar sem Bjórhöllin var með eldhúsaðstöðu sem
hún missti þar með. Bjórhöllin hefur ritað stjórnarfor-
manni Fjárfestingarfélagsins, Tryggua Pálssyni banka-
stjóra, bréf þar sem áskilinn er réttur til skaðabóta vegna
vinnubragða félagsins.
Hreidar Suauarsson í Borgarfossi
GUÐJÓN HEFUR HAFNAÐ
ÖLLUM SAMNINGUM
..Þettu er ruyl hjú Gudjúni frú
upphufi til etula. Eftir ud uiö eitfn-
uöumst liúsiö huöum uiö Guöjúni
uö leitiju húsnæöi Bjúrhullurinnur
of! kuupu rekstur Pizzuofnsins ú
eöliletpt ueröi. sem hunn hufnuöi,
þútt liann fentfi meö þessu full-
komnu uöstoöu. Hunn uur meö
uufusumun samnintf um leitfti sem
uur helmingur uf murkaösueröi,
hundiö til 1995. Honum funnst uiö
ætlu aö okru ú sér. Viö reyndum uö
nú í hluthufa tíjúrhallarinnar, en
núöum bara i einn og sú sagöist
ekki eigu neitt i þessu, uæri buru
múlamynduhluthafi," sagöi Hreiö-
ar Svuuarsson í tíorgarfossi í sam-
tali viö PRESSUNÁ.
,,Við vorum að bjóða honum
leigu sem hann hafði sjálfur gert
leigjendum sínum að greiða.
Hann hefur hins vegar enga leigu
greitt, utan einn mánuð til að tefja
málið. Útburðarkröfum okkar hef-
ur ekki verið sinnt og formgalla
borið við, en okkur sýnist helst að
það sé vegna persónulegra tengsla
Guðjóhs við fógetaembættið."
Hreiðar sagði að Borgarfoss
hefði á engan hátt staðið fyrir
skemmdarverkum hjá Bjórhöll-
inni. „Kenningar hans um þetta
eru bull. Hann er í húsinu í óþökk
eigenda og greiðir ekki neitt, en
íær í kaupbæti óeðlilega meðferð
hjá fógeta. Hann hefur hafnað öll-
um samningum. Síðasta útspil
hans var að fá út það mat úttektar-
manna að hann ætti ekki að
greiða leigu frá því reksturinn
stöðvaðist. Ekki vorum við boðað-
ir til að vera viðstaddir. eins og
vera ber, heldur bullið í Guðjóni
einhliða sett á blað. Réttur húseig-
enda var þar, eins og hjá fógeta,
fótum troðinn," sagði Hreiðar.
Rorgarfoss og Fjárfestingarfélag-
ið hafa áður ítrekað reynt að koma
Bjórhöllinni út úr húsnæðinu. Peir
telja sig óbundna af leigusamningi
Guðjóns Pálssonar rétt fyrir uppboð
á eigninni. Peir telja að Guðjón hafi
þar samið við sjálfan sig, stjórnar-
formaður Bjórhallarinnar sé sam-
hýliskona (iuðjóns og hann sjálfur
(ramkvæmdastjóri og prókúruhafi.
TÖLDU SIG ÓBUNDNA
AF LEIGU GUÐJÓNS
„TIL SJÁLFS SÍN“
Húsið Gerðuberg 1 hefur staðið
ónotað frá því í maí og því verið eig-
endunum arðlaust. Þrálátar tilraun-
ir Hreiðars Svavarssonar og félaga í
Borgarfossi og þar áður Fjárfesting-
arfélagsins til að láta bera Bjórhöll-
ina út úr húsnæðinu í Gerðubergi 1
hafa engan árangur borið. Þrjú út-
burðarmál þessara aðila hafa úr-
skurðast Bjórhöllinni í vil, en eitt út-
burðarmál er í Hæstarétti.
Guðjón var eigandi hússins, en
missti það á uppboði 19. febrúar
1990. Skömmu áður, eða 3. janúar,
var hlutafélagið Bjórhöllin stofnað
af sambýliskonu Guðjóns og fleiri
aðilum, en Guðjón varð fram-
kvæmdastjóri og prókúruhafi. 15.
janúar, rúmum mánuði fyrir upp-
boð, gerði Guðjón leigusamning við
Bjórhöllina hf. um leigu á plássi veit-
ingastaðarins.
Húseignin var á uppboðinu slegin
Fjárfestingarfélaginu á 55,2 milljón-
ir að núvirði. Við þetta tækifæri var
leigusamningnum mótmælt.
ÚTBURÐARMÁL
FJÁRFESTINGA RFÉLAGSINS
FYRIR HÆSTARÉTTI
Fjárfestingarfélagið fór í útburð-
armál 28. júní 1990, en beindi mál-
inu gegn Guðjóni persónulega og
var málinu því vísað frá. Félagið
höfðaði nýtt útburðarmál 11. októ-
ber, en 23. nóvember hafnaði borg-
arfógetaembættið því. Fjárfesting-
arfélagið áfrýjaði úrskurðinum til
Hæstaréttar, þar sem málið hefur
legið síðan.
Um miðjan mars 1991 keypti Fjár-
festingarfélagið rekstur og búnað
Pizzaofnsins í sama húsnæði. Fyrir
var í gangi samkomulag milli Bjór-
hallarinnar og Pizzaofnsins um
samnýtingu á eldhúsi Pizzaofnsins.
Aðgangur að eldhúsaðstöðu þessari
var forsenda fyrir veitingaleyfi Bjór-
hallarinnar.
19. mars seldi síðan Fjárfestingar-
félagið alla eignina til Borgarfoss hf.
á 104 milljónir að núvirði. Borgar-
foss hf. var hins vegar ekki stofnað
formlega fyrr en 15. apríl. Skömmu
eftir kaupin gerði Borgarfoss Bjór-
höllinni það tilboð að kaupa plássið
sem Bjórhöllin var í á 62 milljónir
króna eða hins vegar að kaupa hluta
Pizzaofnsins fyrir 5 milljónir en
leigja húsnæðið sem Bjórhöllin var
í á 750 þúsund krónur á mánuði.
RAFMAGN TEKIÐ AF,
SKIPT UM SKRÁR OG
FLEYGAR REKNIR
I SÍLINDRA
Þessu var hafnað. Bjórhöllin var
með 32,4 prósent fasteignarinnar á
leigu samkvæmt hinum umdeilda
samningi og telur Guðjón að með
þessu hafi Borgarfoss talið heildar-
verðmæti hússins vera um 190 millj-
ónir eða nær tvöfalt meira en þeir
keyptu eignina á af Fjárfestingarfé-
laginu. Leigutilboðið þótti einnig of
hátt, leigan mundi hækka um 120
prósent eða úr 340 þúsundum á
mánuði í 750 þúsund.
22. apríl ritaði Hreiðar Bjórhöll-
inni bréf þar sem hann telur Borgar-
foss óbundinn af leigusamningnum
og skipar Bjórhöllinni að yfirgefa
húsið. Því sinnti Bjórhöllin ekki og
hóf framkvæmdir vegna smíði nýrr-
ar eldhúsaðstöðu í hinu leigða hús-
næði. 2. maí var Bjórhöllin svipt
veitingaleyfi vegna eldhúsleysis og
reksturinn stöðvaðist.
Hófu þá Borgarfossmenn ýmsar
aðgerðir. Skipt var um skrá á raf-
magnsklefa en með innsetningar-
máli fékk Guðjón lykilinn afhentan.
10. maí fór Borgarfoss í lögbanns-
mál og krafðist þess að uppsetning
eldhúsinnréttingar yrði stöðvuð.
Daginn eftir kvaddi Guðjón lögregl-
una á staðinn og kærði Borgarfoss-
menn fyrir að hafa „rekið tvo fleyga
í sílindra hurða" inn í Bjórhöllina og
tekið rafmagnið af húsnæðinu. Lög-
reglan hleypti rafmagninu á. Dag-
inn eftir var aftur kallað á lögregl-
una og Borgarfossmenn sakaðir um
Fjarfestingarfólagiö eignaðist Gerðuberg 1 á uppboði vorið 1990. Ári siðar
saldi félagið óstofnuðu hlutafólagi eignina fyrir 100 milljónir króna. Guðjón.
Pálsson segir fólagið komið i 22 milljóna króna vanskil af lanum sem það yfir-
tók við uppboðið