Pressan - 10.10.1991, Síða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991
27
Því verdur víst seint svar-
ad hvadan úr þjódardjúpinu
kjaftasögurnar koma. Þœr
spretta hins vegar fram med
reglulegum hœtti, þyrlast
fram i þjódlífid og lifa oftast
stuttu en hraðskreidu lífi.
Aö lokum deyja þœr frá
okkur og eftir lifir bara
minningin um hjómiö eitt.
Þaö er reyndar eins og þœr
lúti engum lögmálum — séu
bara til sjálfra sín vegna —
og snúist oft gegn skapara
sínum.
En þvi í ósköpunum segj-
um viö allar þessar kjafta-
sögur? Ekki vildum viö aö
þœr vœru um okkur. Ekki
viljum við kannast við að
hafa sagt þœr — hvaö þá
samið þœr. Við þvertökum
meira að segja fyrir að um-
gangast þá sem segja þœr.
Hversu oft byrja ekki við-
töl á því að viðmælandinn
byrjar á að ræða um nýjustu
kjaftasögurnar sem ganga
um hann sjálfan? Þeim er
svo að sjálfsögðu hafnað í
næstu setningu. Sannleikur-
inn er líka oft afgreiddur
sem kjaftasaga; veruleikinn
fer að taka á sig ógreinilega
mynd, þar til við hættum að
gera almennilega greinar-
mun á réttu og röngu. Til
að skilja kjaftasöguna höf-
um við gripið til þess ráðs
að persónugera hana, þökk
sé Jóni Thoroddsen sem bjó
til Gróu á Leiti.
Fyrir stuttu vakti útvarps-
maðurinn kunni, Sigurður
Pétur Harðarson, athygli
þegar hann kom fram í
spjalli um þátt sinn, „Landið
og miðin", og sagðist vera
fórnarlamb kjaftasöguher-
ferðar. Sigurður Pétur sagð-
ist ekki geta haft þessar
sögur eftir — þær væru ein-
faldlega ekki birtingarhæfar.
„Ætli þetta fylgi ekki því að
vera alltaf heima hjá fólki,1'
sagði Sigurður Pétur og hitt-
ir sjálfsagt naglann á höfuð-
Sigurður Pétur: Fórnar-
iamb kjaftosöguher-
ferðar.
ið. Það að fá kjaftasögu um
sig sýnir ákveðna frægð —
frægð sem sumir sætta sig
við.
SÖGURNAR UM
HEIÐAR SNYRTI
„Ég er hræddur um að til-
veran væri þunnur þrettándi
ef ekki væri slúðrað aðeins
— sögurnar krydda óneitan-
lega lífið og eru alls ekki al-
vondar," sagði Heiðar Jóns-
son snyrtir, sem longum hef-
ur hefur verið skotspónn
kjaftasagna. Hann segir að
svo rammt hafi kveðið að
þessu að fósturmóðir hans
hafi í gegnum árin hringt á
svona 10 daga fresti ofan af
Akranesi til að athuga hvort
þau hjónakornin byggju
ekki enn saman, en þá
væru tíðindi um hið gagn-
stæða farin að berast upp á
Skaga.
Heiðar var beðinn að
nefna dæmigerða kjaftasögu
um sjálfan sig: „Ég man
kannski best eftir því þegar
ég hafði einu sinni verið á
Akureyri og ekki komið
heim í 20 daga. Þá hringdi
strákurinn minn í mig, en
hann var þá nýkominn með
bílpróf. Hann sagðist ætla
að ná í mig út á flugvöll, því
það væri alvarlegt mál sem
hann þyrfti að ræða við
mig. Þegar ég sest upp í bíl-
inn snýr hann sér að mér
og segir: Pabbi, það væri
ágætt ef þú segðir okkur af
því ef þú ert að skjótast í
bæinn um helgar. Ég var
nefnilega að frétta að þú
hefðir verið fyrir utan Þórs-
kaffi á laugardagskvöldið
að veiða gæja! — Mér
fannst dálítið skondið
hvernig hann fór að því að
Valdimar Örn
Flygenring:
Ganga flestar
út á það að ég
sé hœttur að
drekka.
toppárið i
söguburð-
inum.
Pálmi Gunnarsson tónlistar-
maður, Magnús Þór Jónsson
(Megas) og Trausti Jónsson
veðurfræðingur voru afskrif-
aðir af Gróu á Leiti.
„Ef þjóðin veit ekki hvað
hún á að gera við menn þá
drepur hún þá bara. Þetta
er líklega aðferð hennar við
að ná jafnvægi," sagði Meg-
as. „Ég sást á slopp á spít-
ala," sagði Trausti Jónsson,
sem sagðist enn þann dag í
dag undrast hraða frásagn-
arinnar.
En eins og hænurnar
fimm sem spruttu af einni
fjöður þá er eitthvað sem
veldur. Sumir segja að í
hverri sögu megi finna
ákveðið sannleikskorn.
Skáldmæltari menn segja
hins vegar: Hálfsannleikur
oftast er óhrekjandi lygi.
En það eru einmitt skáld-
in sem gæða sögurnar
þeirri andagift sem þarf.
Saga um dauða einhvers
nær ekki flugi fyrr en fólk
hittir einhvern sem „var á
staðnum" eða þekkir „lækn-
inn sem gaf út dánarvott-
orðið" eða hefur spjallað
við „lögreglumanninn sem
skar hann úr snörunni".
En svo eru það þeir sem
segjast ekki gera sér rellu út
af kjaftasögum. „Blessaður
vertu þetta er allt satt sem
um mig er sagt — það er
ekki hægt að Ijúga upp á
mig," sagði Ásgeir Hannes.
„Ég veit nú ekki hvort
það eru sagðar svo margar
kjaftasögur um mig. Ég
heyri að minnsta kosti ekki
margar. Það eru þá helst
sögur um að ég sé hættur
að drekka en mér hefur
þótt ákaflega vænt um það,
enda sannleikurinn sagna
bestur," sagði Valdimar Örn
Flygenring leikari,
„Blessaður vertu, sögurn-
ar um mig skipta milljónum,
enda hef ég boðið upp á
Pálmi, Megas og Trausti hafa allir kemist i
dauðadeild kfaftasögunnar.
var gjarnan bylt með því
að segja að þeir væru
auðir. Þegar sannleikurinn
kom í ljós var allt um
seinan — búið var að
bylta og spádómskraftur
kjaftasögunnar fékk byr
undir báða vængi í
blóðbaðinu sem á eftir
fylgdi.
I seinni tíð hafa orðið
frægar sögur af dauða
Marks Twain, sem
hann gat borið til
baka með snjöllu
tilsvari sem færði
hann inn í spak
mælabækurnar:
„Fregnir um
dauða minn !eru
stórlega orðum
auknar."
Á íslandi eru
þrjú nafntoguð
dæmi um þetta;
þeir
það með þessu brölti mínu í
íþróttum og fjölmiðlum,"
sagði Hermann Gunnarsson
sjónvarpsmaður. Árið 1984
hefði líklega verið toppár
hans á þessu sviði. Mátti þá
litlu muna að hann lifði sög-
una ekki af. „Svo var nefni-
lega málum háttað að ég
lagðist inn á sjúkrahús og
var greindur með einhvern
vírus. Fljótlega eftir að ég
útskrifaðist fór ég að taka
eftir því að allir í kringurn
mig voru voðalega sorg-
mæddir. Komst ég þá að því
að ég átti að vera þungt
haldinif af krabbameini. Það
mátti ekki miklu muna að
ég tryði þessu og gerði mér
sérstaka ferð á fund læknis-
ins," sagði Hermann, sem
sagðist vera sannfærður um
að íslenska kjaftasagan væri
einstök í heiminum.
Sigurður Már Jónsson
frétta kjaftasögurnar. Ég get
hins vegar þakkað fyrir að
aldrei hafa verið fluttar
fregnir um dauða minn,"
sagði Heiðar, en hvað það
varðar hafa ekki allir verið
jafnheppnir.
DAUÐADEILD
KJAFTASÖGUNNAR
Veruleikaflótti kjaftasög-
unnar tekur kannski á sig
hvað nöturlegasta mynd
þegar kjaftasagan kálar við-
fangsefnum sínum. Flugu-
sögur um ótímabært andlát
höfðu stundum ákveðnu
hlutverki að gegna í valda-
baráttu fyrri tíma. Keisurum
Ásgeir Hannes:
Ég held að fleslar
kjaftasögurnar
um mig séu sann-
ar, enda engin
leið að Ijúga upp
á mig.
smaa
letrið
Mikið rosatega klikkaði
Svavar Gestsson illilega þegar
hann hélt sig geta hreinsað sig
af ósómanum við átta millj-
óna króna veislu íþróttamála-
ráðherra Evrópu. Það var ekki
bara að Svavar veitti vel i mat
og drykk heldur keypti hann
tónverk af Atla Heimi Sveins-
syni fyrir 150 þúsund kall Og
þegarhann var gripinn ibólinu
ætlaði hann að verja sig með
þvi að segja að fólki væri nær
að kvarta yfir öllu brennivininu
i opinberum veislum en að
fetta fingur út í að rikið keypti
tónverk.
Ja, hérna hér. ÆtH þjóðin sé
ekki sama sinnis og iþrótta-
málaráðherrarnir, sem þurftu
að hlusta á tónverkið. Hún væri
miklu frekar til i að drekka
Svarta dauða fyrir 150 þúsund
kall en að hlusta á tónverk eftir
Atla Heimi fyrir sama pening.
Þó ekki væri annar munur, þá
kemur hausverkurinn al
Svarta dauðanum ekki fyrr en
daginn eftir. Það erþvihægt að
segja ,rfen tid, den sorg," eins
og Daninn. „Manjana," eins og
Mexíkaninn.
Ef einhver heldur að hér séu
á ferðinni fordómar gagnvart
tónsmiðum Atla Heimis er
hægt að spyrja: Hvers vegna
hefur enginn Islendingur staðið
upp og heimtað að fá að heyra
þetta tónverk sem þjóðin
keypti? Ef þjóðin vissi einhvers
staðar af Svarta dauða fyrir 150
þúsund kall mundi ábyggilega
einhver risa upp og krefjast
þess að fá að vita hvar hann
væri. Og það strax.
Annars sannar þetta mál enn
og aftur hversu afvegaleidd
opinber umræða á Islandi er
orðin. Fjölmiðlar virðast alltaf
missa af aðaiatriðinu. I þessu
tilfelli snýst málið ekki um hvort
Svavar fór yfirstrikið eða hvort
skattborgarar voru latnir
blœða. Málið er: Hvað ætlaði
Svavar að fá út úr evrópsku
iþróttamálaráðherrunum með
þvi að láta þá sitja undir tón-
verkinu? Fjölmiðlar ættu að
kanna það mál. Miðað við að-
ferðirnar hlýtur það að hafa
verið eitthvað stórt.
Við biðum eftir að rikisend-
urskoðun leiði það i Ijós, ef fjöl-
miðlarnir klikka.
TVÍFARAKEPPNI
PRESSUNNAR - 14. HLUTI
Þeir eru báðir úr fjölmiðla-
heiminum. Sagan um Hvutta
birtist daglega i DV og Óskar
Guðmundsson ritstýrir Þjóðlifi.
Báðir eru þeir með myndarlegt
yfirvaraskegg og báöir með
stór og opin augu. Innrætið er
heldur ekki ósvipað, þvi bæði
Hvutti og Óskar eru þekktir
Ijúflingar. Eini munurinn á
þeim er sá að Óskar hefur að-
eins meira hár og þvi erfitt að
segja til um hvernig eyrun á
honum eru.