Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991
Þaö eru ekki blessud dýrin,
fjöltin edu skýin sem i>era
lífid slundum erfitl. Þud er
ekki einu sinni vedrid. Þú
þaö sé hráslagalegt, eda
jafnuej vont, mú lifu vid
þud. I verstu fulli heldur
madur sii> innundyru.
Nei, þud sem í>erir lífid erfitt
<>í> leidinlegt er fyrsl oi>
fremst fólk. Fólk tfetur pirr-
uö okkur, þuö ifetur reitt
okkur til reiöi, þaö t>etur
!fent>iö frum uf okkur ot>
jufnvel <ert okkur úr leiöind-
um.
Ekkert unnuö núttúrufyrir-
hritföi er tfcetl þessum eitfin-
leiku. ()t( þuö furöuletfustu
viö þaö er uö stundum þurf
ekki tvo til. Á tfiiöri stund
erum viö ultyörleifa einfcer
tim uö tferu okkur lífiö leitt.
En viö skulum ekki fjallu
núnur um þuö liér helclur
skoöu Iwuö þuö er sem er
svo óþolundi viö unnuö
fólk. Því eins <>t> flestu fólki
finnst okkur þtiö hceöi
skemmtiletfru ot{ svo erum
viö miklu leiknuri i uö
konici uutfci ú ifallanu í furi
þess.
AFSAKANIR
Yfirleitt eru þær lokahnykk-
ur á ófyririjefaiilegri fram-
komu. Versta tei>undin er
tvöföld afsökun: ,,Éj> vissi
ekki aö é(> ætti aö (>era
þetta oi{ auk þess haföi éi<
ekki tíma til þess." Þaö er
eins oi> verið sé aö verja
áttfaldan moröingja. Verj-
andi hans leggur fram eina
aöalvörn i málinu og síðan
aöra til vara ef þeirri fyrri
skyldi verða hafnaö.
BIÐ
Ostundvísi er alltaf óþol-
andi. Verst er hrokafull
óstundvísi, þegar fólk gerir
ráö fyrir aö þaö hafi veriö
þess viröi aö bíöa eftir því.
Þetta er vanalega fólk sem
við hlökkum aldrei til aö
hitta, hvaö þá aö við kær-
um okkur um aö bíöa eftir
því.
DRAUMAR
Þaö er leikur einn að hlusta
á endursagnir á bíómyndum
miöað viö þá þjáningu aö
hlusta á drauma fólks.
Draumar eru enn marklaus-
ari en bíómyndir. Og sá sem
þarf að hlusta á þá er al-
gjörlega utan viö umræðu-
efnið. Hann hefur ekkert vit
á því. Og hann getur ekki
logiö því til aö hann hafi
séö þá líka.
EINRÆÐUR
Það er eins og að verða
undir bíl aö hitta á fólk sem
er bara meö senditæki en
ekki móttökutæki. Þaö
skiptir engu hvaö við segj-
um. Ekkert truflar einræðu
þess. Jafnvel þó aö viö görg-
um náum við ekki aö hafa
nein áhrif á samræðurnar.
Um leið og viö þögnum
heldur einræöan áfram þar
sem frá var horfiö.
FYNDNI
Fyndni, gamansemi og
húmor eru góðra gjalda
verö. Gallinn er bara sá aö
þetta er ekki öllum gefið.
()g enn stærri galli er sá, aö
þeir sem hafa fengið minnst
af þessu í vöggugjöf vilja
allt til vinna aö vera álitnir
sullandi húmoristar. Húmor-
laus gamansemi er enn pín-
legri en heimskulegt gáfu-
mannatal.
GROBB
Á sama hátt og með fyndn-
ina eru það oftast þeir sem
hafa minnstu ástæðuna til
aö stæra sig sem hreykja
sér hæst. Við þurfum því aö
hlusta á hvaö þeir vildu
hafa sagt viö yfirmanninn,
hvað þeir vildu hafa sofiö
hjá mörgum konum eöa
hvað þeir vildu hafa í laun.
Þetta fólk er álíka þreytandi
og ýtinn bílasali. ()g eins og
slíkir bílasalar hefur þetta
fólk oftast minnst aö bjööa.
HROKI
Hroki er að sjálfsögöu und-
irrót margs þess sem sagt er
á þessari síöu. Fólk, sem
hefur þaö sem grunntón í
afstööu sinni til annars fólks
aö þaö sé yfir aöra hafiö, er
af eölilegum orsökum óhæft
i umgengni. I raun er ekki
annaö fyrir okkur aö gera
en láta undan hroka þess og
draga okkur í hlé. Á sama
hátt og eigandi perlanna sér
á eftir þeim í svínin hafa
svínin ekkert viö perlurnar
aö gera.
ILLMÆLGI
Þó listalega samansett ill-
mælgi sé dásamleg á aö
hlýða er fátt sorglegra en
hlusta á hana í stórum
skömmtum. Þaö er eitthvaö
svo hryllilega grátlegt viö
að hlýöa á fólk sem getur
ekki unnt neinum neins.
Það er eins og aö horfa á
Palla einan í heiminum.
Eins og huggulegheit geta
verið hugguleg er fátt hrá-
slagalegra en þegar þeim er
beitt fyrir vagninn í gegn-
særri tilætlunarsemi.
KÁF
Fjandinn hirði þann sem
seldi fólki þá hugmynd að
beita ætti strokum og káfi
við að koma á góðu sam-
bandi milli fólks. Hann hef-
ur gleymt að minna suma á
að eins og með flesta aöra
hluti þarf þetta að eiga sér
stað með samþykki viötak-
anda.
LEIGUBÍLSTJÓRAR
Ekki allir, heldur þeir sem
taka ekkert tillit til þess,
hversu farþeginn er varnar-
laus og að hann getur ekki
flúiö, en láta dæluna ganga
látlaust. Oftast um ótrúlega
ófrumlegar skoöanir og viö-
horf. Þetta er eins og aö
lokast inni í lyftu með þjóö-
arsálinni.
MAGASÝRUR
Þaö er einkennilegur and-
skoti aö fólk sem er andfúlt
skuli yfirleitt halla sér fram
og nánast anda öröunum
upp í mann. Þetta er ekkert
skárra fyrir að þaö sé skýr-
anlegt. Þaö er nefnilega svo
að fólki sem hefur of hátt
sýrustig í maganum liggur
yfirleitt mikiö á hjarta og
hallar sér því fram þegar
þaö talar til aö leggja
áherslu á orö sín.
NÍSKA
Það er fátt betra en að-
haldssemi. En sumt fólk er
haldiö henni í svo miklum
mæli aö hún getur líkamn-
ast yfir matarborði á veit-
ingastaö um það leyti sem
reikningurinn íer að nálg-
ast. Þetta fólk neitar sér um
steik sem fær munnvatniö
til aö fossa og étur i staöinn
tros til aö spara sér 50 kall.
Á þessu stigi snýst nískan
ekki bara um peninga held-
ur hefur hún sýkt allt líf-
kerfi líkamans. Það verður
þessu fólki ástriöa að sóa
ekki tíma sínum, brosi eða
blíðu.
OFVIRKNI
Svipað og þeir húmorlaus-
ustu reyna mest að vekja
hlátur hvetja hinir óskipu-
lögöu oftast til fram-
kvæmda. Hástig hamingju
þessa fólks er að teljast
röskt. Það framkvæmir hins
vegar aldrei neitt. Fram-
kvæmdir þeirra eru tákn
um röskleika en ekki til
þess ætlaðar að eitthvað
liggi eftir. Og verst er að
þetta fólk gerir þá kröfu aö
við tökum þátt í tilgangs-
lausum bægslagangi þess.
PISSUKÚKAR
Pissukúkur er tilraun til að
islenska orðið „besserwiss-
er“. Það er notað yfir þá
sem allt þykjast vita betur
en aðrir. I æsku minni var
spurt: Ertu viss? Ertu í félag-
inu kúkur og piss? Þeir sem
eru alltaf vissir í sinni sök
veröa því að teljast félags-
menn í þessu félagi og kall-
ast pissukúkar.
RUKKARAR
Fyrir utan þá sem aldrei
greiða skuldir sínar eru
rukkarar sjálfsagt leiðinleg-
asta hliðarverkun fjármála.
Atvinnurukkarar eru
kannski ekki svo slæmir, aö
minnsta kosti ekki við hliö-
ina á þeim einstaklingum
sem fara að minna á inn-
eign sína um leið og þeir
hafa lánað félaga sinum í
strætó.
SÉRHLÍFNI
Sumt fólk er haldið þeirri
sérkennilegu firru að tími
þess sé á einhvern hátt
merkilegri og dýrmætari en
annarra. Yfirleitt er þetta
fólk mikilla framkvæmda.
Það vill sjá hlutina gerða.
Þaö vill hins vegar alls ekki
gera þaö sjálft heldur finnst
eðlilegt aö viö hin sjáum
um þaö.
TUÐ
Smávegis tuð skaðar lítið,
en jafnt og þétt holar það
steininn. Þegar það hins
vegar safnast upp og breyt-
ist i flóðbylgju nöldurs,
æmts og skræmts getur það
molað bjargfasta kletta.
UNDIRFERLI
í miklum mæli getur undir-
ferli hreint og beint skaðaö
okkur. í minna mæli er það
fyrst og fremst leiðinlegt.
Það er einhvern veginn svo
fullkomlega tilgangslaust aö
tala við mjög undirförult
fólk. Það er sama hvað við
segjum, — það hugsar alltaf
sitt og í raun fáum við litlu
um það ráðið.
Vorkunnsemi sem beinist
gegn þeim sem minna
mega sín getur verið hættu-
leg. I of miklum mæli verð-
ur hún lamandi. Vorkunn-
semi sem beinist inn á við
— sjálfsvorkunn — er það
undantekningarlaust. Þótt
þessi vorkunnsemi sé
kannski fyrst og fremst
einkamál viðkomandi ná
lamandi áhrif hennar langt
út fyrir frumumassa hans.
YFIRRÁÐASVÆÐI
Fólk hefur yfirráðasvæði á
sama hátt og þjóðríki. Og
þau ber að virða á sama
hátt. Það er því óþolandi
þegar fólk virðir ekki yfir-
ráðasvæðið og stendur of
nálægt okkur þegar það er
að tala við okkur. Yfirráða-
svæði bænda og dreifbýlis-
fólks er allt að metra í þver-
mál, Japanir hafa ekki
nema tíu sentimetra radíus
en bæjarbúar á íslandi eitt-
hvað þar á milli.
ÞÖGN
Fátt fólk er jafnmiklar orku-
sugur og það sem þegir í
samtölum og leggur það á
viðmælandann að halda
þeim einn uppi. Verst er
það sem hringir heim til
fólks sem það hefur kynnst,
heilsar og þegir síðan í sím-
ann, í von um að sá sem
svarar segi því eitthvað
skemmtilegt. Að halda uppi
samræðum við þetta fólk —
ein og óstudd — getur verið
okkur álíka mikil áreynsla
og fimm þolfimitímar í strik-
lotu.
ÆVISÖGUR
Ekki þessar sem eru gefnar
út — þær getum við forðast
— heldur hinar sem gusast
yfir okkur að okkur for-
spurðum. Enn verra er þeg-
ar þær eru mæltar fram af
mjög drukknu og þvoglu-
mæltu fólki. Þeir sem telja
slíkar sögur boðlegar eru á
sama menningarstigi og for-
stöðumenn textavarps. Aðal-
atriðið er að senda út. Það
er aukaatriði hvort viðtak-
andinn skilur upp eða niður.
ÖKUTÆKI
Þegar sjálfsvirðing fólks hef-
ur tekið sér bólfestu í bíl
þess verða leiðindi vanalega
ekki umflúin. Þessu fólki
verður það ástríða að koma
því inn hjá viðmælanda sín-
um að bíllinn þess sé ein-
stakur og sérstæður og
skiptir þá engu máli þótt
um fjöldaframleiddan iðn-
varning sé að ræða. Þetta
er áiíka sjúklegt ástand og
að taka ástfóstri við Cocoa
Puffs-kúlu og reyna að fá
samferðafólk sitt til að lýsa
aðdáun sinni á henni.
Gunnar Smári Egilsson
VORKUNN