Pressan - 10.10.1991, Síða 38
38
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991
í>íí|)Ot*
tðícnéhnr
jóöoöppir
Sumardvalarheimili fyrir
börn hafa lengi veriö til á ís-
landi. Þangaö eru borgar-
börn send til aö foreldrar
þeirra fái hvild frá þeim.
Eins og allir vita er allt ann-
armaturhaföurá borðumá
þessum sumardvalarheim-
ilum en á nútimaborgar-
heimilum. Sagan hér á eftir
er af dreng úr borginni sem
var sendur á sumardvalar-
heimili.
Sá stutti var ekki vanur
öörum morgunmat en
kornflögum, ýmist meö
súkkulaðibragöi eöa án
þess. Fyrsta morguninn á
sumardvalarheimilinu
bæöi brá honum og hann
kipptist viö þegar hann sá
grautinn, ósvikinn islensk-
an hafragraut. Drengnum
leist hreint ekki á aö setja
þessa klessu í sig.
Þegar honum skildist aö
refsingin fyrir aö leifa
grautnum væri stofufang-
elsi framyfir hádegi afréö
hann aö reyna hvaö hann
gæti til aö koma grautnum
niöur.
Honum þótti grauturinn
hreint ógeö og meö öllu
vonlaust aö boröa hann.
Þegar hann hugsaöi til refs-
ingarinnar sá hann aö hann
varö aö losna meö ein-
hverjum hætti, öörum en
éta grautinn. Eftir því sem
hann sat lengur og staröi á
grautardiskinn þótti hon-
um grauturinn ógeöslegri
og eins hryllti hann viö refs-
ingunni.
Aö lokum datt drengn-
um snjallræöi í hug. Svo lit-
iö bar á tók hann aö moka
grautnum ofan i buxnavas-
ana. Þetta tókst honum að
gera nokkra morgna, eöa
allt þar til starfsfólkið tók
saman óhreina þvottinn og
fann margra daga gamlan
hafragraut i öllum buxna-
vösum eins drengjanna.
Þegar upp um svikin
komst var drengnum gerö
grein fyrir aö hann yröi aö
breyta þessum háttum sín-
um. Þaö var sama hvaö
hann reyndi aö veröa já-
kvæöur i garö grautsins,
hann gat ekki hugsað sér
aö innbyrða hann. Þar sem
hann vissi aö fylgst yröi
með sér, og ekki var lengur
hægt að moka grautnum i
buxnavasana, fann hann
aðeins eitt ráö. Hann strauk
heim, þar sem hann vissi
aö morgunmaturinn henn-
ar mömmu var allt annar
og betri.
(Úr strakasogum)
Lifandi
götuviti
sem gefur
kandís
..Þellu er í rauninni nijöi>
kreíjandi sturf. Umferdin er
mikil hérna oi> hröd af þuí ad
Langholtsvegurinn er svo
heinn og langur og þad eru
engar hradahindranir. Börn-
in eigu leit) yfir göluna allan
duginn þö ad þau komi flesl á
morgnunu og í hádeginu. og
svo aflur síddegis," segir
ViiJgó Guömundsson, sem er
<>4 ára gamull. Hann hefur
þad starf med liöndum aö.
fylgja skölahörnum, sem eru
ad slíga sín fyrslu spor í
skólagöngunni, yfir Lang-
holtsveg, vid Holtsapólek. á
leifí sinni í Langhollsskóla.
Hunn er klæddur hláum
þykkum jakku með hvíta
endurskinsrönd skáliullt nið-
ur eflir jakkanum og með
..kaskeili"á höfðinu. Hunn er
eini „Hfandi götuvilinn" í
Reykjuvík.
,,Ég er stundum alveg gátt-
aöur á því hvaö bílarnir aka
hratt hérna framhjá, sérstak-
lega þegar þeir vita af skólan-
um í grenndinni. Þaö þyrfti
finnst að ég verði að hafa eitt-
hvað að gera, að minnsta
kosti til sjötugs, ég hef það
góða heilsu. Og án atvinnu
mundi mér leiðast."
Hvernig líður dagurinn hjá
þér?
,,Ég er mættur hérna rétt
fyrir hálfátta á morgnana og
er til rúmlega fimm á daginn.
Ég er mest úti við til svona
níu og á þessum tíma er mesti
erillinn, því þau eru svo mörg
börnin sem ég þarf að fylgja
yfir götuna. Það er rólegt þar
til klukkan er að verða tólf,
þegar börnin fara í mat, þá er
mikið að gera, og eins aftur
upp úr klukkan þrjú. Mér
finnst það nú eiginlega of
snemmt að vera að koma
með þessi grey svona
snemma á morgnana, hálf-
sofandi."
Fylgir þú öðrum en börn-
unum yfir götuna?
,,Já, já það geri ég. Öllum
sem vilja fylgd, rosknum kon-
um og körlum.'En ekki ungl-
ingum, þeir vilja það ekki."
Viggó segist kunna vel við
starfið, að minnsta kosti enn
sem komið er. Það kunni þó
að breytast þegar fer að
frysta, hann segist kvíða
hálkunni. Viggó hefur
áhyggjur af hversu hratt bíl-
unum er ekið eftir Langholts-
vegi.
„Þetta er indælisskúr sem
ég hef hérna og hann fýkur
nú ábyggilega ekkert. Náttúr-
lega er maður einn hérna,
það kemur sjaldnast nokkur
hingað til að tala við mann og
það er auðvitað leiðigjarnt.
Maður þarf að venjast því.
Mér hefði fundist að einhver
ætti að koma hingað til að
leysa mann af í smátíma.
Maður hefði gott af því að
hverfa í burtu, ég finn það. Ég
hef stundum gengið smáspöl
þegar rólegt er, en ég hef allt-
af áhyggjur af því að börnin
komi svo ég fer aldrei svo
langt að ég sjái ekki skúrinn.
Þannig að þetta er mjög
ábyrgðarmikið starf gagnvart
litlu börnunum."
Viggó segir að auðvitað
ættu að vera gönguljós á
þessum gatnamótum. A þeim
tíma sem Viggó hefur haft
þetta starf hafa orðið þrír
árekstrar á gatnamótunum.
„Þau eru yndisleg börnin
og best þykir mér hvað þau
eru þakklát fyrir fylgdina.
Bæði foreldrarnir og kennar-
arnir eru búnir að kenna
þeim vel hvernig þau eiga að
bera sig að og þau bíða alltaf
eftir mér, að ég komi og fylgi
þeim yfir götuna. Þeim
yngstu þykir gott að láta mig
leiða sig. En það breytist nú
eftir því sem þau eldast og
strákarnir sem eru orðnir
átta ára vilja ekki fylgd. Þeir
vilja vera sjálfstæðir. Já, já ég
þekki þau orðið ágætlega,
sum hver að minnsta kosti,
og ég gef þeim öllum kandís
á fimmtudögum eins og fyrir-
rennari minn gerði. Það er nú
bara nokkuð dýrt, kannski
fyrir huridrað börn á viku.
Þetta er eiginlega kjararýrn-
un," sagði Viggó og hló.
Bolli Valgarðsson
aö setja hraðahindranir
hérna. En það vilja þeir hjá
borginni ekki gera."
Viggó hefur aðsetur í litlum
upphituöum skúr, sem komiö
hefur .verið fyrir á horninu á
Holtavegi og Langholtsvegi.
Þar hitar hann sér kaffi á sjálf-
virka kaffikönnu, en vatnið í
könnuna verður hann aö fá
hjá nágrönnum í hverfinu.
Dagblöðin kaupir hann úti í
sjoppu. Út um gluggana fylg-
ist hann meö umferðinni og
er óðar rokinn út þegar hann
sér skólatöskurnar koma
hoppandi eftir Langholtsveg-
inum eða Holtavegi.
Viggó byrjaði í þessu starfi
fyrir um þremur vikum. Áður
var hann starfsmaður í bíla-
geymslunni í ráöhúsinu. Þar
áöur starfaöi hann á sendibíl-
um, bæði á eigin vegum og
eins hjá Sláturfélaginu.
„Þegar maður er orðinn
þetta gamall vill maður fá sér
léttara og rólegra starf og
borgin varö ofan á. Ég er bú-
inn að missa konuna og mér
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Fljótvirk afgreiðsla
Flestir heimilislæknar
svara í síma einhvern tíma
dagsins. Þá er hægt að af-
greiða fjölda manns án mik-
illar fyrirhafnar. Símatíminn
er yfirleitt snöggsoðin af-
greiösla á vandamálum sem
líkja má við matseld á
skyndibitastað. Góður og
hress símalæknir getur af-
kastað miklu af lyfseðlum og
heilræðum á skömmum
tíma. Stundum er þá úr
vöndu aö ráða. Erfitt símtal
getur hljómað á þessa leið:
„Góðan daginn, þetta er
Guðrún Lokadóttir í Goð-
heimum, ætlaröu að vera
svo vænn aö skrifa upp á
hjartalyfin mín fyrir mig."
„Alveg sjálfsagt, Guðrún
mín," svarar læknirinn,
„hvað heita þau?" „Það man
ég ekki, þetta eru svona litl-
ar bleikar pillur með skoru,
svo er ég með grænar pillur.
dálítið stærri, og aðrar ával-
ar hvítar með og svo brúnar
töflur undir svefninn. Ætl-
arðu að senda þetta í apó-
tekið fyrir mig, væni minn."
— I þessari stöðu er erfitt
fyrir lækninn að meta hvaða
pillur gamla konan er að
biðja um. Betra er þegar
sjúklingur veit upp á hár
hvað hann vantar og hægt
er að afgreiða hann bæði
hratt og örugglega. Slíkur
sjúklingur heilsar kumpán-
lega, býður góðan dag og
segir sig vanta hjartalyfin
Lasix og Digoxin og veit
upp á hár hvað hann tekur
mörg milligrömm af þeim.
Slíka sjúklinga finnst lækn-
um gaman að hitta að máli
gegnum símalínuna.
BÖLVAÐ KVEF
Stundum hringir fólk til að
fá lyf og ráðleggingar sem
getur tekið mislangan tíma
að veita. „Góðan daginn,
þetta er hún Sigrún Breka-
dóttir, áttu ekki eitthvað
krassandi viö kvefi? Ég get
bara ekki andað, svo þú
verður að gefa mér ein-
hverja góða belgi við þessu.
Vinkona mín hringdi í lækni
og fékk svona svarta og
rauða belgi, gæti ég ekki
fengið eitthvað svoleiðis
líka?" „Ertu með hita?" spyr
læknirinn vandræðalega.
„Það veit ég ekki, en ég þarf
bara að fá belgi því ég má
alls ekki vera að því að vera
veik. Ég þarf að ferma stelp-
una mína, koma yngsta
stráknum í skíðaferð og ann-
ast vorfagnað kvenfélagsins.
— í þessari stöðu á læknir-
inn um tvo kosti að ræða;
skrifa upp á Penbritin fyrir
Sigrúnu, þótt hann viti að
slíkt er gagnslaust við venju-
legu kvefi. Hinn kosturinn er
sá að ræða ítarlega við Sig-
rúnu um kvef og skýra það
út fyrir henni að kvef stafi af
veirum sem engin fúkkalyf
bíti á. Slíkur læknir setur sig
í þægilegar stellingar og
heidur yfir Sigrúnu smá-
ræðu: „Onæmiskerfi líkam-
ans læknar kvefið og engin
lyf geta bætt þar um betur.
Hvíld er besta ráðið við
kvefi, forðast alla áreynslu
og einbeita sér að því að láta
sér batna sem fyrst. Við hit-
anum er fátt hægt að gera
annað en að vera léttklædd-
ur inni við og mögulega taka
inn magnyl eða panodil.
Við hóstakjöltri er best að
drekka heitan vökva en
forðast þessar hóstamixtúr-
ur, sem eru gagnslausar með
öllu. Einhvern tíma var gerð
í Bandaríkjunum rannsókn á
því hvað best væri að borða.
þegar maður væri með kvef
og flensu. Niðurstaðan varð
sú, að kjúklingasúpa hefði
yfirburði. Það er skemmti-
leg tilviljun að Moses
Maimonides, sem var gyð-
inglegur prestur og læknir á
12tu öld, ráðlagði fyrstur
kjúklingasúpu við kvefi. Það
hefur verið sýnt fram á að
stressuðum einstaklingum
er mun hættara við kvefi en
öðrum. Reykingafólk fær
frekar kvef en þeir sem ekki
reykja. í stuttu máli, Sigrún
mín; fúkkalyí eru gagnslaus
við kvefi, þú verður að taka
því að þú ert veik og hvíla
þig, drekka heitan vökva,
elda kjúklingasúpu og
reykja ekki." — Það er mögu-
leiki að Sigrún láti sér segj-
ast við þessa ræðu. Líklegra
er þó að hún hafi laumast úr
símanum fyrir löngu, æva-
reið yfir því að fá ekki það
sem hún vildi.
SÍMARESEPT UPP Á
RÓANDI LYF
Dæmigert samtal um slíka
lyfseðla hljómar svona:
„Góðan daginn, þetta er
Karl Katrínarson, ég ætla
að fá hjá þér svefnlyf sem
heita Mogadon." — Sumir
læknar skrifa upp á Moga-
donið og láta þar við sitja.
Aðrir reyna að ræða það við
Karl K. af hverju honum
gengur svona illa að sofna.
Það má ráðleggja Karli ótal
einfalda hluti sem geta kom-
ið í stað svefnlyfja; heitt bað
skömmu áður en hann legg-
ur sig, líkamlega áreynslu,
að drekka flóaða mjólk, láta
alla kaffidrykkju eiga sig eft-
ir klukkan 6 á kvöldin og
sleppa sígarettunum síðustu
klukkutímana fyrir háttinn.
Stundum tekst að kenna
Karli K. nýja siði og sann-
færa hann um, að hann geti
sofnað án lyfja og sé ekki
fæddur með Mogadonskort.
Það gengur oft erfiðlega, því
Islendingar eru vanir því að
fá það sem þeir biðja um í
síma, enda hafa þeir trötla-
trú á símaafgreiðslum. Menn
hringja og reyna að fá úr-
lausn flókinna kynlífsvanda-
mála, sambúðarörðugleika
og tilvistarvanda á nokkrum
mínútum. Að mínu viti eiga
slíkar símaafgreiðslur lítinn
rétt á sér og líkjast að því
leyti máltíðum á skyndibita-
stað; þær seðja sárasta
hungrið en fljótlega sverfur
sultur að á nýjan leik, enda
um draslfæði að ræða.