Pressan - 17.10.1991, Síða 2

Pressan - 17.10.1991, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 FYRST^fREMST gunnar guðmundsson. Kom með málverk með sér í vinnuna. frið- rik sophusson. Með tvo ráðherrabíla og til Bangkok með Sigríði Dúnu á kostnað Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. LANAÐI HÆSTARÉTTI MYNDIRNAR SÍNAR „Þegar maður hefur safnað málverkum í fjörutíu ár og eignast safn þá kemur að því einn góðan veðurdag að maður hefur ekki pláss fyrir þau öll heima hjá sér, sagði Gunnar Guðmundsson hæstaréttardómari í samtali við PRESSUNA. Gunnar hef- ur komið fyrir málverkum úr einkasafni sínu á göngum húss Hæstaréttar. Gunnar sagði að stigahúsið væri kalt og frekar óaðlað- andi og borist hefði í tal að reyna að lífga upp á það. Þá hefði orðið úr að hann lánaði myndir úr safni sínu. Hann sagði að myndirnar færu ólíkt betur á því að hanga á veggjum en vera í geymslu. Auk þess sem listamönnun- um væri lítil virðing sýnd með því að geyma myndir þeirra þar sem enginn sæi þær. „Þetta hefur, að ég held, mælst mjög vel fyrir. Þetta gerir húsið meira aðlaðandi og stigahúsið er upplagður vettvangur fyrir myndir. Ég hef myndir mínar núna fyrir augunum daglega og hef gaman af þessu." FRIÐRIK HEFUR 2 RÁÐHERRABÍLA Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra lét sér ekki duga að láta ráðuneytið kaupa einn fyrir sig, nei keyptir voru tveir bílar; dros- sía og jeppi. Drossían er Audi 100 og jeppinn langur Pajero. Báðir frá Heklu. Fjármálaráðuneytið var ekki bíllaust þegar Friðrik varð ráðherra. Fyrir var lang- ur Pajero sem Þorsteinn Pálsson lét ráðuneytið kaupa þegar hann var fjár- málaráðherra. Sá jeppi var ekki mikið notaður. Olafur Ragnar Grímsson notaði ráðherrajeppann lítið í sinni ráðherratíð. SEX Á FUNDINN OG ALLIR MEÐ KONURNAR í íslensku sendinefndinni á aðalfundi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem haldinn er í Bangkok að þessu sinni, eru sex menn. Þeir tóku allir maka sinn með sér til Thai- lands. íslenska sendinefndin er því tólf manneskjur í allt. Frá Seðlabankanum fóru Jó- hannes Nordal bankastjóri og Ólafur ísleifsson, fyrr- um efnahagsráðgjafi Þor- steins Pálssonar í forsætis- ráðherratíð hans. Frá fjár- málaráðuneytinu fóru Frið- rik Sophusson ráðherra og Magnús Pétursson ráðu- neytisstjóri. Frá viðskipta- ráðuneytinu Jón Sigurðs- son ráðherra og Guðmund- ur Einarsson, aðstoðarmað- ur hans og fyrrverandi þing- maður. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn greiðir ferðina fyrir Friðrik og fylgdarkonu hans, Sigríði Dúnu Kristmunds- HEIMS- MEISTARINN FÉKK ENGA RÆÐU Með flugvél SAS frá Kaup- mannahöfn aðfaranótt mánudags voru fleiri íslend- ingar sem gert hafa garðinn frægan erlendis en íslensku heimsmeistararnir í brids. Með sömu vél kom nefnilega einnig nýkrýndur sterkasti maður heims, Magnús Ver Magnússon. Jón Páll Sigmarsson keppti ekki að þessu sinni en Magnús sá til þess að íslend- ingar ættu áfram heimsins sterkasta mann. Magnús sagði í samtali við PRESS- UNA að hann gæti lítið sagt um keppnina þar sem hann væri bundinn þagnareiði. Astæða þess er sú, sagði Magnús, að BBC tók keppn- ina upp og sýnir hana nú um jólin á besta sýningartíma. Menn þar á bæ eru að reyna að halda framkvæmdinni og úrslitunum leyndum til að áhorfendur haldist spenntir við skjáinn. Vegleg móttökuathöfn var haldin til heiðufs bridsspilur- unum en minna fór fyrir mót- tökum Magnúsi til heiðurs. Magnús sagði við PRESSUNA að enginn af öllum þeim blaðamönnum sem þarna voru hefði séð ástæðu til að eiga við sig orð. Ennfremur sagði Magnús að kannski væri skýringin að einhverju leyti sú að mönnum hefði ekki verið kunnugt um hve- nær hann var væntanlegur. ,,En vissulega hefði verið skemmtilegt að fá einhverjar smámóttökur," sagði Magnús Ver Magnússon. dóttur. íslenska ríkið greiðir hins vegar kostnaðinn við aðra í nefndinni og maka þeirra. ráðherratíð. í prófkjörsbaráttu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík var Björn Bjarnason með kosningaskrifstofu í húsi Heklu við Laugaveg. Þar var líka kosningaskrifstofa Dav- íds Oddssonar í formanns- kjöri í Sjálfstæðisflokknum. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra og varaformaður Sjáifstæðisflokks, hefur látið ráðuneyti sitt kaupa tvo bíla af Heklu, Audi 100 og langan Pajero-jeppa. Davíð Odds- son forsætisráðherra hefur einnig iátið sitt ráðuneyti kaupa tvo bíla hjá Heklu, Audi 100 og Lancer sem á að nota í sendiferðir, en það er nýmæli að forsætisráðuneyt- ið hafi sérstakan bíl fyrir sendiferðir. Að lokum má geta þess að Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráð- herra lét sitt ráðuneyti einnig kaupa bíl hjá Heklu, reyndar bara einn. SVIPTINGAR OG ROSAHAGNAÐUR HJÁ BÍLAUMBOÐUM Rosalegar sviptingar hafa verið hjá bifreiðaumboðun- um að undanförnu. í saman- tekt Frjálsrar verslunar um stærstu fyrirtækin kemur fram að sum umboðanna uxu hröðum skrefum í fyrra en önnur skruppu saman. Toy- ota-umboðið P. Samúelsson óx mest eða um 86 prósent, næst kom Brimborg sem stækkaði um 68 prósent, þá Hekla um 37 prósent og loks Ingvar Helgason um 28 pró- sent. Bifreiðar og landbúnað- arvélar máttu hins vegar þola 15 prósenta samdrátt og Jöf- ur minnkaði um 5 prósent. Og það eru ekki bara svipt- ingarnar sem eru athyglis- verðar í bílabransanum. Hagnaðurinn getur orðið hreint ótrúlegur. Þannig skil- aði Ingvar Helgason 191,9 milljóna króna hagnaði og er iíklega það fjölskyldufyrir- tæki sem græddi mest á síð- asta ári. Það ætti því ekki að væsa um Ingvar Helgason og Júlíus Vífil son hans. Heklubræður, Ingimundur og Sigfús Sigfússynir, höfðu það líka gott. Hagnað- urinn varð 67,6 milljónir í fyrra. Jöfur skilaði hins vegar aðeins 200 þúsund króna hagnaði en önnur bifreiða- umboð gefa ekkert upp um afkomuna á síðasta ári. johannes nordal. Til Bangkok með maka á kostnað Seðlabankans. jon sigurðsson. Til Bangkok með maka á kostnað viðskiptaráðuneyt- is. davíð oddsson. Bæði ráðherrabíllinn og sendibíllinn frá Heklu. ingimundur sveinsson. Selur ráðherrunum bíla og hagnaðist vel í fyrra. júlíus vífill ingvarsson. Ótrúlegur gróði af Subaru- og Nissan-umboðinu. bogi pálsson. Velta Toyota-umboðsins nær því tvöfaldaðist. Hafa framsóknarmenn beðið þig að koma heim Olafur? ,, Nei, nei, þad hafa þeir ekki gerl enda eru þeir komnir nœr mer nú en þeir voru þegar ég fór." Ólafur sagði við Össur Skarp- héðinsson, í ræðu á þingi á dögunum, að hann ætti bara að koma heim og átti þá við að Össur ætti að snúa aftur til Alþýðubandalagsins. LÍTILRÆÐI af textavarpi Í ævintýrinu um nýju fötin keisarans segir frá keisara nokkrum sem var svo glys- gjarn að hann eyddi öllum peningunum sínum í það að geta verið sem allra skraut- klæddastur. Svo bar við einn dag að tveir svikahrappar buðu lians keisaralegu tign að vefa honum fegursta skraut- klæðnað, þeirrar náttúru að hann væri ósýnilegur þeim sem væru óhæfir í embætti eða ófyrirgefanlega heimsk- ir. Hinn glysgjarni keisari skipaði vefurunum að hefj- ast þegar handa og þeir settu upp tvo vefstóla og þóttust vefa nótt sem nýtan dag þó enginn væri þráður- inn í vefnum. Ráðgjafar keisarans fylgd- ust með verkinu en þorðu auðvitað ekki að viður- kenna að þeir sæju ekkert, af ótta við að verða dæmdir óhæfir í starfi og ófyrirgef- anlega heimskir. Loks ákvað keisarinn sjálf- ur að athuga hvað verkinu liði. Þegar hann sá engan vef á stólnum læddist sá grunur að honum að ef til vill stigi hann ekki í vitið, svo hann sagði: — Ofur fallegt! Ég hef á því mína allra hæstu vel- þóknun. Um þessar mundir var tuttuguogfimmára afmæli sjónvarpsins svo keisarinn afréð að bera skartklæðin við hátíðahöldin í skrúð- göngu þeirri hinni miklu sem fór í hönd af því tilefni. Alþjóð horfði á hans keis- aralegu hátign spígspora berrassaðan í skrúðgöng- unni og allir dáðust að skart- klæðum keisarans af ótta viö að koma uppum eigin vanhæfni og heimsku. Sögulokin þekkja víst flestir. Þetta var semsagt ævin- týrið um textavarp á íslandi sem átti að vera aðal afmæl- isskrautfjöður sjónvarpsins á dögunum. Það hljóta að hafa verið svikahrappar sem komu því inn hjá grunnhyggnum for- ráðamönnum sjónvarps á ís- landi að tæknilega væri hægt að vefa þjóðinni sýni- legt textavarp. Sannleikurinn er nefni- lega sá að varla er nokkur sála á íslandi sem á sjón- varpstæki þeim kostum búið að geta tekið á móti texta- varpi, síst af öllu óbrengl- uðu. Til þess þarf öll þjóðin að kaupa sér ný, rándýr sjón- varpstæki og er auðvitað hugsanlegt að einhver græði á því einhverja peninga, einsog svikahrapparnir í æv- intýrinu. Þegar svo vill til að ekki er fótbolti í sjónvarpinu er þessa dagana varpað á sjón- varpsskjá landsmanna stilli- mynd með upplýsingum um textavarp og í þeim leiðbein- ingum segir að til að geta tekið á móti textavarpi þurfi sjónvarpstæki með mót- tökubúnaði fyrir textavarp. Mér er nær að halda að landsmenn álíti að þessar leiðbeiningar séu sjálft textavarpið og allir séu him- inlifandi yfir að eiga fínna sjónvarpstæki en hinir. En einsog barnið sagði: „Hann er ekki í neinu.“ Textavarpið er nefnilega nær öllum ósýnilegt. Og þá endar ævintýrið um textavarpið svona: — Það er ekkert texta- varp, kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds því honum fannst að menn hefðu rétt að mæla. Og hann skrifaði, í öll blöðin, á skrúfuðu gullald- armáli, Ijóðræna hugvekju um textavarpið og hugsaði með sér: — Nú verð ég að þrauka þangaðtil hátíðargangan er á enda. Og hann gekk sperrtari en áður, og kammerherrarnir löbbuðu á eftir honum og báru kjóldragið sem ekkert var. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.