Pressan - 17.10.1991, Síða 18

Pressan - 17.10.1991, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 JJNDIR Þorsteinn Már Baldvinsson útgerdarmaður i Samherja — Nú er fullyrt að miklu af fiski sé hent i sjóinn. Er hægt að neita þessu, Þor- steinn? „Ég undrast sið- ferðið í þessari um-- ræðu. Þetta er eins og á aðalfundi Kaup- mannasamtakanna væri rætt um hver væri sniðugastur að svikja undan virðis- aukaskatti." — Má skilja þig á þá leið að þú teljir að þeir sem halda þessu fram hafi ekk- ert til síns máls? „Ég tel að menn ýki þetta verulega. Þetta eru menn sem eru á móti núverandi stjórn á fiskveiðum." — Þú vilt meina að þeir reki áróður sinn með þessum hætti. „Já, og ásaka marga menn rang- lega. I þeim mæli sem rætt er um tel ég það fjarstæðu- kennt." — En má ekki samt segja að spjót- unum sé fyrst og fremst beint gegn frystiskipunum ? „Reyndar ekki. Það var þannig, en nú sýnist mér þetta snúa frekar gegn ferskfisk- skipunum. Oft er það þannig að engin rök eru fyrir þessum full- yrðingum. Ég tel að siðferði manna sé meira en þeir telja sem halda þessu fram. Á frystitogurun- um getum við gert ágæta peninga úr smáfiskinum, sjó- mennirnir hafa góðar tekjur af honum. Það eru engin rök, hvorki fyrir útgerð né sjó- menn, að henda fiski sem búið er að fiska." — Ef á að sanna í eitt skipti fyrír öll i hvaða mæli þetta er, hvað er til ráða? „Ef ekki er hægt að treysta mönnum verður að setja lög- reglu i öll fiskiskip. Ég endurtek það að þetta er áróður þeirra sem vilja fá kerfinu breytt. Við sem stöndum í útgerð get- um ekki sætt okkur við að okkur sé ætlað að hafa allt annað siðferði en gengur í öðrum atvinnugrein- um. A adalfundi nordlenskra utvegs- manna urdu snarpar umrædur um hvort sjómenn hentu fiski fyrir bord i stórum stil. Þor- steinn Már Baldvinsson mót- mælti umrædunni og hafdi uppi stór ord um þá sem hófu hana Perlan RaninisoKN a kbsthimi VIB VEITINGAHÚSÍB Sigrún Magnúsdóttir, borg- arfulltrúi Framsóknarflokks- ins, hefur óskad eftir að fó í hendur Ijósrit af öllum reikn- ingum vegna innkaupa fyrir veitingareksturinn í Perlunni. Þaö var ó borgarróðsfundi sem Sigrún fór þess ú leit uð fó í hendur alla reikninga og eins uppgjör milli Hitaveitu Reykjavíkur og Bjarna I. Arnasonar veitingamanns. Samkvæmt samningi Bjarna og Hitaveitunnar átti Bjarni að leggja fram fjörutíu milljónir króna til veitinga- rekstrarins. Það er uppgjör á þessum hluta sem Sigrún vill fá. „Ég vil fá það á hreint hvernig var staðið að málum. Það þýðir ekkert að vera að hneykslast lengur. Það er best að fá upp á borðið hvað var keypt og hvar. Það má spyrja sig að því hvað var keypt fyrir eitt hundrað millj- ónir króna. Hver getur sett af stað veitingastað ef innvolsið kostar eitt hundrað milljónir króna?“ sagði Sigrún Magn- úsdóttir í samtali við PRESS- UNA. Ekki er vitað hvenær Sig- rún fær umbeðnar upplýsing- ar. Til veitingarekstrarins átti, Bjarni I. Árnason. Óskað hefur verið eftir öllum gögnum vegna kaupa hans á búnaði í veitingastaðinn i Perlunni. Alls átti að verja 40 milljónum í veitingastaðinn en milljón- irnar urðu nærri eitt hundrað. samkvæmt áætlun, að verja 40 milljónum króna. Hins vegar var keypt inn til staðar- ins fyrir 97,1 milljón. Það hefur áður komið fram í PRESSUNNI að Hjörleifur B. Kvaran, framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeild- ar borgarinnar, Jóhannes Zoéga byggingarstjóri og Ingimundur Sveinsson, arki- tekt hússins, sáu um fram- kvæmd samningsins við Bjarna I. Árnason og félaga. Samkvæmt því sem PRESS- AN kemst næst fóru þessir peningar til kaupa á eldhús- tækjum og -áhöldum. Hús- gögn fyrir veitingareksturinn voru ekki greidd með þessum peningum. Forsvarsmenn Hitaveitunn- ar hafa viðurkennt að kostn- aður við veitingaaðstöðuna hafi farið úr böndum og end- urskoðun á kostnaðinum, sem var mikill fyrir, hafi fallið niður. Eftir að samningar voru gerðir við Bjarna I. Árnason veitingamann voru gerðar miklar breytingar, þar sem hann hafði allt aðrar hug- myndir en Skúli Þorvaldsson, sem fyrst var samið við um veitingastaðinn. Eins og PRESSAN hefur áður sagt frá varð meðal annars að gera tvö jarðhýsi ásamt öðrum kostnaðarsömum breyting- um. Tekið skal fram að kostn- aður vegna þeirra breytinga er ekki innifalinn í þeim 97 milljónum króna sem varið var til framkvæmda við veit- ingastaðinn á þessu ári. Handvömm sem viö lærum af segir Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri vegna umferðareyja sem voru teknar upp tveimur dögum eftir að þœr voru fullgerðar ..Þetta er handvömm. Eg viðurkenni það. Við lœrum af þessu," sagði Ingi Ú. Magnús- son, gatnamúlastjóri í Reykjavík, þegar hann var spurður um furðulegt verk- lag við gerð umferðareyja ó Nesvegi í Reykjavík. Athygli vakti að umferðar- eyjarnar voru settar á Nesveg í byrjun síðustu viku. Tveimur dögum eftir að búið var að fullgera eyjarnar komu sömu verktakar og höfðu steypt þær og gengið frá þeim og brutu þær upp. „Það er Guttormur Þormar, fyrrum yfirmaður umferðar- deildar borgarinnar, sem hannaði þetta. Honum hefur orðið á," sagði Ingi Ú. Magn- ússon. Ingi sagði að þessar fram- kvæmdir hefðu kostað um eitt hundrað þúsund krónur. Ráðist var í verkið að beiðni íbúasamtaka. Ingi sagði að þegar hann hefði farið aö skoða framkvæmdirnar hefði hann séð að þær gerðu eng- um gagn. Aðallega var tvennt sem gerði þær ónothæfar. Annars vegar að strætó komst ekki um Nesveg með góðu móti. Hins vegar hefðu eyjarnar gert erfitt fyrir með snjómokstur í vetur. „Þessu hefur verið breytt. Hér eftir sér einn maður um allt svona. Hann mun hafa samband við strætó áður en nokkuð er gert. Áður en ráð- ist verður í framkvæmdir munu verða settar keilur til prufu þannig að sjá megi hvernig þær koma út,“ sagði Ingi Ú. Magnússon. Hann sagði mistökin á Nes- veginum ekki þau einu, en þau dýrustu. r itjr i . Kli ^ij Starfsmenn að brjóta niður umferðareyjarnar tveimur dögum eftir að þeir steyptu þær. „Ég er búinn að þekkja hann frá því hann var ungur maður og kom sem háseti um borð í Gull- foss þar sem ég var stýrimaður. Mér varð strax Ijóst að þarna var mætur maður á ferðinni. Það var ekki bara að hann væri verkmaður góður og samviskusamur, heldur hafði hann og þannig skoðanir og hugsanir, um menn og málefni, að mér leist strax vel á," sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu. „Guðmundur er öðlings- maður í alla staði og skemmtilegur karakter. Hann hefur skemmtilega frásagnarhæfileika og segir afar vel frá. Það kemur mér ekki á óvart hvað hann hefur náð langt," sagði Gunnar Gunnarsson, umboðsmaður Olís í Ólafsvík og æskuvinur. „Með tilliti til tuttugu ára sam- starfs við Guðmund er Ijóst að ég met hann mik- ils. Hann hefur margt gott unnið fyrir sjómanna- stéttina og þá sérstaklega í sambandi við örygg- ismál sjómanna. Guðmundur er afskaplega dag- farsprúður maður og ekkert nema gott um hann að segja sem persónu," sagði Óskar Vigfús- son, formaður Sjómannasambands íslands. „Hann er Ijúfmenni. Sérstaklega bóngóður og vill allt fyrir alla gera," sagði Jónas Garðars- son, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur. „Hann er vel gefinn strákurinn og þægilegur í viðmóti. Ef hann lofar einhverju getur maður treyst því að hann efni það," sagði Hilmar Guðlaugsson múrari. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og formaður Sjómannafélags Reykjavíkur „Mér finnst galli við Guðmund að hann skyldi ekki ná hærra í prófkjörinu hjá íhaldinu en hann náði. En menn úr hinum vinnandi stéttum hafa ekki átt greiðan að- gang þar," sagði Pétur Sigurðsson. „Ég sé nú enga galla við hann í svipinn. Guðmundur er einn af fáum sem erfitt er að benda á galla hjá," sagði Gunnar Gunnarsson. „Það hefur hver og einn sína galla. Það sem ég get helst talið til galla í fari Guðmundar er að hann hlustar kannski helst til of mikið á aðra þegar á að taka afstöðu. Þetta þarf þó ekki alltaf að vera löstur en hann mætti vera meira afgerandi á tíðum," sagði Óskar Vigfússon. „Hann hefur ekki gott tímaskyn," sagði Jónas Garðarsson. „Hann er alltof gleyminn og getur það komið sér illa, til dæmis þegar hann svarar ekki skilaboðum fyrr en eftir dúk og disk. Ef hann hefur þá ekki gleymt þeim," sagði Hilmar Guðlaugsson. „Guömundur Hallvarðsson er alþingismaóur fyrir Sjálfstaeöisflokkinn og jafnframt formaöur Sjómannafélags Reykjavikur, en félagar þess hafa veriö i yfirvinnubanni. Nú eru boðaðar hertar aógerðir.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.