Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 Kreppukynslóðin Drakúlakynslóðin Heimtufreka kynslóði Þaö er gamall brandari aö Norömenn sjái um skemmtiatriöin í Helvíti, Bretar um matinn, Þjóöverj- ar um þjónustuna og íslend- ingar um fjármálin. Þetta er ekki útlenskt grín um peningavit okkar íslend- inga heldur staöfœrö átgafa okkar sjálfra af erlendum brandara. Því líkt og viö er- um vissir um aö fáar þjóöir séu eins gáfaöar og viö, bókmenntalega sinnaöar eöa duglegar til allra verka vitum viö upp á okkur skömmina í peningamálum. Þó svo okkur hafi tekist að brjótast út úr moldarkof- unum og til nokkurra efna (um tíma vorum við meira að segja meðal alríkustu þjóða heims) hefur hagkerfi okkar löngum verið hlægi- legt fremur en skilvirkt eða skynsamlegt. Og sömu sögu er að segja af smærri ein- ingum þessa kerfis; rekstri heimilanna og fyrirtækj- anna. Við erum konungar afborgunarviðskiptanna, gúmmítékkanna og offjár- festingarinnar. Atvinnurek- endur slá lán til að eiga fyr- ir íaunum starfsfólksins og stí rfsfólkið slær lán til að eiga fyrir jólunum og sum- arfríinu. Og hvílík jól og hvílíkt sumarfrí. Engin þjóð í heiminum hefur tærnar þar sem íslendingar hafa hælana þegar neysla er annars vegar. En hvernig hefur þjóðin öðlast þetta peningavit? Einu sinni var það sagt um viðbyggingu Landsbank- ans í Austurstræti að fleiri en einn arkitekt hlyti að hafa teiknað hana. Enginn einn maður hefði svona vondan smekk. Sama er að segja um pen- ingavit íslendinga. Það er ekki verk einnar kynslóðar. KREPPUKYNSLÓÐIN Kreppukynslóðin hefur verið hafin upp til skýjanna af seinni tíma kynsjóðum af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að hún var neydd til að temja sér að- haldssemi og nýtni, sem þær kynslóðir sem á eftir komu skorti svo mjög. í öðru lagi hafa verkalýðs- sinnar og sósíalistar gert kreppuárin að einskonar horfinni gullöld; tíma þar sem fólk var tilbúið að berj- ast fyrir rétti sínum og sýndi samstöðu með stétt sinni. Sjálfsagt hefur þetta ekki litið þannig út fyrir þá sem lifðu þessa tíma. Þeir börðust ekki af hugsjóna- ástæðum heldur einungis sér til lífsviðurværis. Þegar það var fengið hættu þeir að berjast. Tillegg kreppunnar í þró- un peningavits þjóðarinnar er fyrst og fremst kreppu- kynslóðin sjálf. Vegna að- haldssemi hennar og lítilla krafna til lífsgæða var hún misnotuð af þeim kynslóð- um sem á eftir komu. Spari- fé hennar var brennt upp á verðbólguárunum og yngri kynslóðir notuðu það í eigin þágu. og aörar kynslóöir á þessari öld sem hafa lagt grunninn að hinu hlœgilega hagkerfi íslands og mótað hið einstœða peningavit þjóðarinnar. KYNSLÓÐ TÆKIFÆRANNA Blessað stríðið, sem gerði syni okkar ríka, frelsaði ís- lendinga frá kreppunni. Ög það gerði gott betur. Allt í einu var ísland orðið land tækifæranna. Það var orðiðf mögulegt fyrir verkalýðinn að komast í álnir ef hann lagði nógu hart að sér. Sumir fóru á sjóinn sigldu með aflann á markað þrátt fyrir hættuna af illþýði þriðja ríkisins. Aðrir fóru í bretavinnuna, fengu sér vörubíl og skráðu sig í þrjú verk á sama tíma og fengu greitt fyrir þau öll. Enn aðr- ir fengu sér umboð og stofnuðu heildsölu. Þegar stríðinu lauk kom í Ijós að það var þriðji hópurinn sem hafði valið rétt. Matvælaverð lækkaði í heiminum og sjómennskan gaf ekki jafnmikið Bretinn fór og Islenskir aðalverktak- ar fengu einkaleyfi fyrir gróðanum af Ameríkanan- um. En íslendingar höfðu kynnst ýmiss konar neyslu- varningi og voru ekki á þeim buxunum að gleyma honum aftur. Tillegg þessarar kynslóðar til peningavits íslensku þjóð- arinnar er fyrst og fremst trúin á að guilna tækifærið bíði handan við hornið. Með smásniðugheitum, eða með því að vera réttur maður á réttum stað, má krækja í gott umboð sem gefur vel. Seinna breyttist þessi trú í trúna á happdrættin. Hún lýsir sér eins. Fólk reynir ekki að halda reglu á fjár- málum sínum þar sem það er sannfært um að rétt strax muni það detta í lukkupott- inn og allar áhyggjur gufa upp. KLÍKUKYNSLÓÐIN Á sjötta áratugnum tókst þjóðinni með samstilltu átaki að breyta íslandi í ólíkindaland. Ef einhver fékk þá flugu í höfuðið að kaupa sér vörubíi þurfti hann fyrst að ganga í réttan stjórnmálaflokk. Ef einhvern langaði í gaberdínbússur þurfti hann að gera það sama. Ekkert var lengur mögu- legt nema þekkja réttu mennina. Wí var það það fyrsta sem menn gerðu þeg- ar þeir urðu fjárráða að velja sér stjórnmálaflokk. Það skipti ekki máli hvern. Aðalatriðið var að án þeirra var fjárræði í raun óþarft. Það var ekki hægt að fá lán án tengsla við flokkana, það var ekki hægt að kaupa sér bíl eða straujárn án þeirra og það var næstum því ómögulegt að kaupa sér appelsínu án þess að þekkja rétta menn á réttum stöð- um. Dugnaður, verðleikar og hæfileikar skiptu orðið engu máli. Lífið var hæggeng ganga upp metorðastiga stjórnmálaflokkanna. Á leið sinni upp stigann gátu menn síðan hirt ávexti lífs- ins, því fleiri sem þeir kom- ust ofar. Tillegg þessarar kynslóðar til peningavits íslensku þjóð- arinnar er að það skipti í raun ekki meginmáli hvað menn leggja á sig. Það sem virðist tryggt í dag getur verið orðið að engu með nýrri reglugerð á morgun. Eina leiðin til verjast því er að hafa sambönd og koma sér í rétt sambönd. Ef stjórnmálaflokkurinn þinn getur ekki komið í veg fyrir að hagsmunir þínir skerðist getur hann að minnsta kosti útvegað þér nýjar sporslur í staðinn. DRAKÚLAKYNSLÓÐIN Helsta einkenni íslenska hagkerfisins á seinni hluta sjöunda áratugarins og upp- hafi þess áttunda var fáránlega há verðbólga og hlægi- lega lágir vextir. ! í þessu umhverfi ' tókst einni kynslóð, > Drakúlakynslóðinni,' að hafaþað ^ rosalega fínt á A kostnað kynslóða ^ foreldra sinna og barna. Hún át upp sparnað foreldra sinna og skildi alla sjóði eftir uppurna handa börnum sínum. Þótt trúnni á steinsteyp- una hafi verið sáð í huga fyrri kynslóðar blómstraði hún ekki fyrr en á tíma Drakúlakynslóðarinnar. Og hún þurfti ekki að hafa mik- ið fyrir þessari trú. Verð- bólgan og neikvæðir vextir sáu um húsbyggingarnar. Það var miklu nær að berj- ast í bökkum í von um stærri lán en að svitna ein- hvers staðar í nýbyggingar- hverfi. Þótt efnahagslífið hafi verið skrítið á hafta- árunum var , það aldrei í neinni líkingu við það sem síðar varð á verðbólguárunum miklu. [* Allt var öfugsnúið Fólk gat grætt milljónir á að reka vonlaus fyrirtæki, — því vonlausari því betra. Gald- urinn var ekki fólginn í arð- semi fyrirtækisins sjálfs heldur lánanna sem streymdu inn í það. Og hví- lík arðsemi. Á bestu árun- um voru neikvæðir vextir, eða það gjald sem lánveit- andi greiddi lántakandanum fyrir að taka lánið allt að 40 til 50 prósent. Það er helst að gullgröftur og eitur- lyfjasala geti keppt við slíka arðsemi. Tillegg Drakúlakynslóðar- innar til peningavits þjóðar- innar er stórt og skiptist í tvo höfuðþætti. í fyrsta lagi á fólk ekki að gera áætlanir heldur láta slag standa, — þetta blessast allt saman. í öðru lagi á að eyða pening- unum strax og helst fyrir- fram, — því geymdur eyrir er glataður eyrir. Með Drakújakynslóðinni náði dýrkun íslendinga á veraldlegum gæðum hæst. Þetta er kynslóðin sem sat í 350 fermetra einbýlishúsum og át kjötfars og hlustaði á Top of the Pops á Bang & Olufsen-græjum. HEIMTUFREKA KYNSLÓÐIN Veisla Drakúlakynslóðar innar stóð stutt. Næsta kyn- slóð f£kk ekki einu sinni molana sem hrundu af borðum hennar. Það sorglega við þessa kynslóð er að hún þarf að sætta sig við að hafa það um fjórðungi verra en for- eldrar hennar. Þetta stríðir náttúrlega gegn hugmynd- um allra kynslóða um að skara fram úr kynslóð for- eldra sinna. Og hún sætti sig ekki við það. Þótt öllum væri ljóst að veislan var búin heimtaði þessi kynslóð að henni yrði haldið áfram. Henni var andskotans sama hversu vit- laust það var. Hún vildi hafa það álíka flott og foreldrarn- ir. Og heimtufrekja kynslóð- arinnar náði langt út fyrir húsbyggingar. Á gullöld hennar, níunda áratugnum, þandist ríkisgeirinn út; heilsugæsla margfaldaðist, skólar spruttu upp og töfra- orðið varð þjónusta. Það var aldrei spurt hver borg- aði. En þótt þessari kynslóð hafi orðið nokkuð ágengt náði hún samt aldrei að drottna yfir sínum tíma. Engin kynslóð hefur til dæmis mátt þola eins mörg gjaldþrot. Þetta er því niður- beygð kynslóð sem hefur á tilfinningunni að hún fái ekki allt það sem hún á skil- ið, — en það er í sjálfu sér sammerkt öllu heimtufreku fólki. Tillegg hennar til pen- ingavits þjóðarinnar er eins konar réttlætistilfinning sem lýsir sér í því að ölium finnst þeir eiga rétt á góðu húsnæði, þokkalegum laun- um og ókeypis þjónustu af ríki og sveitarfélögum. Þetta eru grundvallar-kröfur og -mannréttindi. Og þar sem fólk spyr ekki hvað málfrels- ið kostar spyr það ekki heldur hvað byggingarsjóð- irnir, lánasjóðirnir eða þjón- usta ríkisins kosta. KYNSLÓÐIN Á BYRJUNARREITNUM Kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi hefur tekið í arf allar delluhugmyndir fyrri kynslóða og þann vanda sem þær hafa skilið eftir. Hún hefur erft happ- drættis-hagfræðina, stein- steypudýrkunina, trúna á klíkuskapinn, heimtufrekj- una, eyðslusemina og marg- an annan ósið. Eftir sem áður er það hennar hlutverk að byggja hér upp hagkerfi sem virk- ar. Til þess fær hún enga aðstoð frá fyrri kynslóðum, aðra en þá að algjört hrun blasir við ef henni tekst það ekki. Það má því segja að framlag allra kynslóða á þessari öld felist í því að neyða þá kynslóð, sem nú er nýorðin fjárráða, til að hegða sér eins og fólk með því að skilja hana eftir í súpunni. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.