Pressan - 17.10.1991, Síða 26
26,
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991
k a t t a J' s I d t t u r • / d n s r c t t i u d i
Með reglulegum sparnaði,
JL
hæstu vöxtum, skattafslætti
og lánsrétti leggurðu Grunn
sem er sniðinn að þínum þörfum.
Gfminur Grunnurerhús-
-----' 1--- næðisreikningur
Landsbankans. Hann er bundinn í
3 - 10 ár og nýtur ávallt bestu
ávöxtunarkjara sem bankinn býður
á almennum innlánsreikningum
sínum. Leggja þarf inn á Grunn
reglulega og hámarksinnlegg á ári er
nú rúm 360.000,- eða 90.000,-
ársfjórðungslega. Þannig gefur til
dæmis 360.000 króna innlegg
90.000 krónur í skattafslátt.
Grunni fylgir sjálfkrafa lánsréttur
vegna húsnæöis. Hámarkslán er nú
1,8 milljónir króna. Grunnur er
þannig bæði góð sparnaöarleiö fyrir
þá sem hyggja á húsnæöiskaup
eða byggingu og kjörinn
lífeyrissjóöur fyrir sparifjáreigendur.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Enn um Bjórhöllina
Guðjón Pálsson, framkvæmda-
stjóri Bjórhallarinnar, sendi PRESS-
UNNI bréf vegna ummæla Hreiöars
Svavarssonar í blaðinu í síðustu
viku. Þar mótmælir hann því að
húsaleiga Bjórhallarinnar sé lág og
segir hana vera 692 krónur á fer-
metra, sem sé hærra en gengur og
gerist í úthverfum borgarinnar. Guð-
jón mótmælir því að hluthafar Bjór-
hallarinnar séu gervihluthafar og
bendir á að allir fimm eigi jafnan
hlut í fyrirtækinu. Þá segir í bréfinu:
,,Sú mikla ósvífni sem Grétar Har-
aldsson og Hreiðar Svavarsson hafa
sýnt borgarfógetaembættinu í
Reykjavík, þar sem þeirra eina vörn
er að segja að allir fulltrúar embætt-
isins, fimm að tölu, láti stjórnast af
undirrituðum en dæmi ekki eftir
landslögum, sýnir best það mikla
virðingarleysi sem þessir tveir
menn bera fyrir lögum og reglum
landsins.
Hreiðar Svavarsson segir að réttur
húseiganda sé fótum troðinn í öllu
þessu máli og þar með vænir hann
úttektarmenn, skipaða af borgar-
ráði Reykjavíkur og félagsmála-
ráðuneytinu, um sömu vinnubrögð
og fógetaembættið."
Mál og menning
og Forlagid
Vegna fréttar af útkomu bókar um
Alfreð Flóka í síðustu PRESSU skal
það tekið fram að í samningi milli
Forlagsins og Máls og menningar er
kveðið svo á að Forlagið hafi fullt
frelsi í útgáfumálum þrátt fyrir að
Mál og menning hafi keypt bókafor-
lagið.
Ritstj.
IjL síðasta aðalfundi Rithöfunda-
sambandsins var samþykkt að veita
stjórn félagsins heimild til að ganga
til samninga við fé-
lagið Minjavernd
um að gera upp Eyj-
ólfspakkhús í Flatey.
Rithöfundasam-
bandið mun eiga að
leggja fram fjórar
milljónir til verksins
en í staðinn fær það afnot af húsinu
næstu fimmtán árin auk þess sem
Minjavernd mun sjá um viðhald
hússins þann tíma. Að sögn Einars
Kárasonar, formanns Rithöfunda-
sambandsins, er almenn ánægja
meðal félagsmanna með þessa hug-
mynd um orlofshús í Flatey. Ekki
mun þó hafa verið gengið frá nein-
um samningum um þetta mál. Áður
en að aðalfundinum kom var hald-
inn kynningarfundur hjá Rithöf-
undasambandinu þarsem málið var
kynnt. Á þeim fundi kom fram
frávísunartillaga frá fjórum féiög-
um, þegar gengið var til atkvæða
um tillöguna fékk hún þrjú at-
kvæði.. .
F
ramundan eru kosningar í
Sementsverksmiðju ríkisins á Akra-
nesi, en það er Alþingi sem kýs
stjórnina. Ljóst er að
Eiður Guðnason
verður ekki áfram í
stjórninni og hefur
heyrst að heima-
maðurinn Gísli Ein-
arsson sækist eftir
stjórnarsetu, en
hann vinnur í verksmiðjunni. Gísli
sótti nokkuð fast að Eiði í prófkjöri
fyrir síðustu kosningar og eru sagðir
litlir kærleikar þeirra á milli. ..
MEÐ EINU
SÍMTALI...
Meó einu símtali getur þú gerst áskrifandi að
Einingabréfum. Þú ræður upþhæð innborgunar
á mánuði hverjum og getur greitt með gíró-
seðli eða greiðslukorti. Inneign þín er ávöxtuð í
traustum verðbréfum og er laus til ráð-
stöfunar hvenær sem er. Hafðu samband við
ráðgjafa okkar Dagnýju Leifsdóttur viðskipta-
fræðing í síma 689080.
KAUPÞING HF
Löygilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, sími 689080