Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 38
38
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991
9íí)jm*
tðícitðluu*
|ijóöðögttt*
„Ertu ekki búinn aó éta i
dag, frændi?" spuröi sá
eldri.
„Nei, þaó hef ég ekki
gert," svaraði ungi lögmaö-
urinn.
„Þetta máttu aldrei gera
vinur. Maðuráaldrei aöfara
svangur i feröalög," sagöi
sá etdri.
Ferö þeirra gekk sam-
kvæmt áætlun, en samt
virtist sem allt þaö fólk sem
þeir hittu og áttu samskipti
viö yröi undarlegt á svip
þegar þaö talaöi við eldri
lögmanninn.
Nýútskrifaöur lögmaóur
i Reykjavik, sem var nýbyrj-
aður aö starfa á lögmanns-
stofu, fékk sérstakt verk-
efni hjá yfirboðara sínum.
Hann átti aö fara meö ein-
um af reyndari lögmönn-
um landsins út á land og
sitja þar réttarhald og fylgj-
ast vel meö þeim gamla.
Taka vel eftir hvernig hann
bæri sig aö viö yfirheyrslur
og málflutning.
Ungi lögmaöurinn var
vel sáttur viö þetta verk-
efni. Sérstaklega þar sem
hann og reyndi lögmaöur-
inn voru skyldir, aö vísu
ekki náiö, en skyldir samt.
Brottfarardagurinn rann
upp. Ungi lögmaðurinn var
búinn aö pakka niður fötum
og öórum nauðsynjum fyr-
ir tveggja daga ferö og var
tilbúinn fyrir utan heimili
sitt þegar sá eldri renndi
upp aö húsinu.
„Sestu upp i, frændi,"
sagöi sá eldri.
Þegar ungi lögmaöurinn
hafði sest upp i bílinn og
leit á frænda sinn sá hann
að sá gamli var kominn
meö elliblett á nefið og
annan minni undir annað
augaö. Ungi lögmaöurinn
var hikandi viö aö horfa
beint framan i frænda sinn,
reynda lögmanninn, þar
sem hann óttaöist aö sér
yröi starsýnt á blettina i
andliti hans.
Meöan ekið var út á flug-
völl gætti ungi lögmaður-
inn þess aö horfa alltaf út
um hliðarglugga bilsins.
Reyndar haföi sá eldri
'áhyggjur af þvi aö ungi lög-
maðurinn haföi ekki boröaö
og hann fékk flugfreyjuna
til aö færa honum brauð og
te.
Næst segir af ferö þeirra
þegar þeir komu á hótel
þaö sem þeir ætluðu aö
gista á. Allt ferðalagió hafói
ungi lögmaöurinn foröast
aö horfa framan i frænda
sinn vegna óttans um aö
veröa starsýnt á elliblett-
ina.
Þegar þeir voru komnir
hvor i sitt herbergi og ungi
lögmaðurinn var aö byrja
aó taka upp úr tösku sinni
opnaðist huröin og eldri
lögmaðurinn stóö i gætt-
inni og sagði:
„Þú ert meira fifliö
frændi. Þú ert búinn aö láta
mig vera meö sósuna á nef-
inu i allan dag."
(Ur logmannasogum)
segir Hilmar Lúthersson,
rúmlega fimmtugur snigill númer
Hilmar á BSA '71
Hilmar Lúthersson er rúm-
legu fimmlugur pípari, sem
er hœttur störfum af heilsu-
farsástœdum og ekur um á
gamalli Mözdu dags daglega.
Fyrir tíu árum kviknaöi á ný
gamla mótorhjóladellan sem
legið hafði í láginni í tuttugu
ár, allt frá því hann varð
venjulegur borgari með fjöl-
skyldu og bil. Nú á Hilmar
fullan skúr af gömlum klass-
ískum mótorfákum sem
hann er að bisa viö aö gera
upp. Hann er snigill númer 1;
nokkurs konar heiðursfélagi í
Bifhjólasamtökum íslenska
lýðveldisins.
„Ég hjóla mest einn en
stundum líka með gömlum
félögum í samtökunum, — en
ekki yngri kynslóðinni," segir
Hilmar.
„Það er bara dæmi sem
gengur ekki upp. Ef maður
ætlar að halda prófinu og
lenda ekki í neinu veseni þýð-
ir ekkert að vera með þeim.
Ég er fyrir löngu búinn að fá
útrás fyrir hraðann."
Inn í skúrinn heima hjá sér
er Hilmar búinn að troða tíu
gömlum mótorhjólum, flest-
um gangfærum, sem hann
hefur keypt úr ýmsum áttum.
Aldursforsetinn í hópnum er
rúmlega sextugur Harley
Davidson frá 1931, gangfær
en ekki meir. Hinir fákarnir
eru allir breskir, Triumph,
BSA og Norton.
„Þetta byrjaði þannig að ég
hitti gamlan kunningja sem
var á ósköp venjulegu mótor-
hjóli og ég, af einhverjum
ástæðum, fékk að taka í. Þá
varð ekki aftur snúið. Ég
rakst á auglýsingu í DV stuttu
síðar þar sem var auglýst til
sölu gamalt Triumph-hjól og
ég skellti mér á það."
Hvernig varð frúnni og
börnunum við þegar gamli
maðurinn ákvaö aö demba
sér út í áhugamál sem ein-
kenna töffara yngri kynslóð-
arinnar?
„Þau voru nú ekkert allt of
hress með þetta en vöndust
því fljótt, enda vita þau að ég
er ekki að þessu til að eltast
við krakkana. Ég er í þessu
vegna þess að ég hef áhuga á
gömlum mótorhjólum. Mér
finnst þau falleg og það er
EKKERT
SKYLT
GRÁUM
frískandi og hressandi að
hjóla. Og af hinu leiðir að ég
klæði mig í leður þegar ég
hjóla að það veitir betri vörn
en annar klæðnaður við
óhöpp. Svo einfalt er það."
Tekur þú frúna stundum
meö þér út að hjóla?
„Nei aldrei. Hún hefur ekki
minnsta áhuga á því."
Finnst þér það betra eða
verra?
„Miklu betra, maður er þá
frjálsari á meðan."
Blundar þá í þér einhver
grár fiðringur sem brýst
svona fram?
„Nei, alls ekki. Ég hef að
minnsta kosti ekki fundið fyr-
ir því. Það hefur ekkert með
það að gera. Þetta er bara,
eins og ég sagði áðan, gamall
áhugi sem hefur enst í gegn-
um árin og iifað margan
kunningjann. Annars hitti ég
um daginn mann sem ég
þekki aðeins, hann er tæp-
lega sextugur og vinnur á
skrifstofu eða einhverju slíku
og hefur aldrei átt mótorhjól
um ævina en alltaf langað til
þess. Hann sagðist hafa
áhuga á að kaupa sér mótor-
hjól núna og fara í Evrópu-
ferð. Ég sagði að hann skyldi
endiiega gera það. Þannig að
þetta er mikið að breytast.
Menn á mínum aldri eru farn-
ir að þora að láta sjá sig á
mótorhjóli. Áður var glápt á
mann þegar maður tók ofan
hjálminn og í Ijós kom að
ökuþórinn var gamall kall, en
núna tekur fólk varla eftir
því.“
Hvað ertu að fara aö gera
núna?
„Ég er að fara út í skúr að
dytta að hjóli, annars er ekki
fyrir andskotann sjálfan að fá
varahiuti í þau lengur, þetta
er svo gamalt..."
Bolli Valgarðsson
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Kynþroski unglinga
Kynþroskaskeið unglings-
áranna er tími uppgötvana
og breytinga. Náttúran gerir
ráð fyrir kynþroska, áður en
fullum andlegum og líkam-
legum þroska er náð. Þetta
hefur í för með sér að hálf-
gert barn getur eignast barn
eins og mörg dæmi eru um.
Á fósturskeiðinu þróast kyn-
kirtlar sveinfósturs og verða
að eistum en kynkirtlar
kvenfósturs verða að eggja-
stokkum. Þessir kirtlar
framleiða hormón sem köll-
uð eru kyn hormón og stýra
kynþroska og kynþróun ein-
staklings og hafa víðtæk
áhrif á alla líkamsstarfsemi.
LÍKAMLEGUR
KYNÞROSKI
Kynþroski hefst og lýkur
fyrr hjá stúlkum en piltum.
Þegar þær eru á aldrinum
11— 13 ára hefst vöxtur
skapahára og brjóst taka að
myndast. Þau stækka mis-
hratt, fyrst myndast smá-
nabbar sem smám saman
verða stærri og margar
stúlkur hafa fullvaxin brjóst
12— 13 ára gamlar, en aðrar
mun seinna. Vöxtur kyn-
hára eða skapahára hefst
litlu síðar. Leggöngin lengj-
ast og þar myndast aukið
magn af hvítleitum súrum
vökva. Liðlega tveimur ár-
um eftir fyrstu merki um
þroska brjóstanna hefjast
blæðingar. Á seinni tímum
hafa blæðingar hafist fyrr en
áður og stór hluti stúlkna
hefur byrjað 12—13 ára
gamall. Stúlka sem byrjar á
tíðum án þess að hafa hug-
mynd um hvað er að gerast
getur fengið þungbært sál-
rænt áfall og ímyndað sér
allt hið versta. í kjölfar blæð-
inganna kemur egglosið og
stúlkan verður frjósöm. Hjá
strákum eru fyrstu einkenni
vöxtur eistna og pungs og
virðist koma nokkru síðar
en kynþroski stelpnanna.
Kynfæri stráka fara að
þroskast og breytast um 12
ára aldurinn og hafa náð
fullri stærð og þroska þegar
15da árinu er náö. Sæðis-
framleiðslan fer í gang við
kynþroskann og þá verða
strákarnir frjóir og fyrsta
sáðlátið verður oftast þegar
þeir eru 12—14 ára. Éf for-
eldrar segja ekki syninum
frá því getur farið svo, að
hann vakni blautur í klofinu,
fyllist skelfingu og skilji ekk-
ert hvað gerðist. Drengnum
fer aö rísa hold oftar og
reglulegar og á aldrinum
12—14 ára fara flestir að fróa
sér. Önnur kyneinkenni
stráka eru kynháravöxtur og
skeggvöxtur.
ANDLEGUR KYNÞROSKI
Kynþroskaskeiðið er mik-
ill breytingatími sem kemur
bæði unglingum og foreldr-
um á óvart. Foreldrar fá þá
fyrst að vita hvernig börn
þau eiga, þegar kynkirtlar
fara að starfa. Á þessum
tíma tekur unglingurinn út
bæði líkamlegan og andleg-
an þroska, og hugur beggja
kynja snýst mikið um kynlíf.
Þetta tímabil er fullt af þver-
sögnum. Unglingurinn reyn-
ir að brjótast undan áhrifum
foreldra sinna og talar um öll
mistökin sem þau hafa gert
um dagana og rey nir að vera
sjálfstæður. A sama tíma er
hann mjög háður foreldrun-
um og þarf á fullum stuðn-
ingi þeirra að halda. Hann
virðist mikill á lofti og fullur
sjálfstrausts, en undir niðri
er óörugg sál sem efast stöð-
ugt um eigin verðleika og
ber sig saman við aðra. Mik-
ið er hugsað um útlitið, legið
yfir fötum og alls konar ytri
táknum eins og hálsmenum
og eyrnalokkum, og staðið
fyrir framan spegil langtím-
um saman. Sjálfsvirðing
byggist á margs konar hé-
góma og unglingurinn er
bæði hörundssár og við-
kvæmur fyrir sjálfum sér.
Bóla á enni veldur meiri
áhyggjum en nokkuð annað.
Stöðug gagnrýni foreldra
grefur undan brothættri
sjálfsmynd unglingsins og
getur haft mun meiri áhrif
en nokkurn órar fyrir. Marg-
ir aðrir áhrifamiklir þættir
koma til sögunnar. Flestir
unglingar fara að smakka
áfengi og uppgötva þannig
heim vímunnar. Ölvunin
léttir hömlum af bæði strák-
um og stelpum, og getur leitt
til ótímabærrar kynlífs-
reynslu. Sumir koma mjög
óöruggir og fullir vanmeta-
kenndar inn í unglingsárin.
Slíkum einstaklingum er
mun hættara við að hrífast
mjög af almætti og spennu-
losun vímunnar, og verða
háðir henni. Afstaða foreldr-
anna og skoðanir skipta
miklu máli, hvernig þeir
sjálfir neyta áfengis, hvaða
samband er milli foreldra og
unglings, hvernig gengur að
leita til þeirra vegna vanda-
mála sem upp koma. Allir
foreldrar verða að líta í eigin
barm og átta sig á hvernig
fyrirmyndir þeir eru vax-
andi unglingi. Unglingurinn
lifir í eigin draumaheimi sem
oft er í litlum tengslum við
raunveruleikann, sem ungl-
inga óar við. Það er mjög
mikilvægt að foreldrar styðji
börn sín vel og dyggilega í
gegnum þessi erfiðu ár.