Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 39
-BMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991
Á sólóplötu KARLS ÓRVARS-
sonar leikur óvæntur
gestaleikari. Þaö er eng-
inn annar en nick serrate
úr þungarokkssveitinni
Whitesnake, sem leikur á
píanó í laginu „Eldfugl-
inn", en platan dregur
nafn sitt af því lagi. Eld-
fuglinn er einnig nafn á
hljómsveit sem þeir
bræöur grétar og Karl
Örvarssynir hafa stofnað
ásamt fleiri tónlistar-
mönnum og gera þeir nú
víðreist um landiö að
kynna efni plötunnar. Þeir
bræöur eru, sem alkunna
er, synirörvars kristjáns-
sonar harmonikkuleikara
og hafa, likt og pabbinn,
getið sér gott orð í tón-
listinni, hvor með sínu
lagi.
P
rafn jónsson trommari
er nú að leggja síðustu
hönd á plötu sem hann
kostar að mestu leyti úr
eigin vasa. Platan er gefin
út til styrktar lömuðum
og fötluðum og meðal
flytjenda eru: bubbi
morthens, stefAn hilm-
arsson. andrea gylfa-
'Dóttir og fleiri. Rafn hef-
ur sjálfur átt við sjaldgæf-
an sjúkdóm að stríða,
sem leggst á taugafrum-
ur líkamans.
PÉTUR GUNNARSSON gefur
út bók fyrir jólin sem
nefnist „Hátíðin að baki
daganna". Bókin inniheld-
ur hugleiðingar skáldsins.
39
\‘j
PERES ER ÚTFRYMI
,,Peres er einskonar útfrymi
frá hljómsueitinni íslandsvin-
um, plús Sigurður Sigurðs-
son munnhörpuleikari. Meö-
limir Peres geta veriö tveir til
fimm eftir aöstœöum hverju
sinni. Hljómsveitin er búin aö
vera til alveg frá stofnun ís-
landsvina fyrir einu og hálfu
ári, viö sœkjum efni okkar í
djass- og blúsgeirann og kom-
um þar víöa viö," segir Pálmi
Sigurhjartarson, einn með-
lima í Peres/íslandsvinum og
fyrrum meðlimur í Centaur.
Auk Pálma eru í sveitinni
þeir Siguröur Jónsson, Kári
PÍflNÓ í
HUNDRflÐ flR
Waage, Jón Borgar Loftsson,
Björn Vilhjálmsson, Eövarö
Lárusson og fyrrnefndur Sig-
urður.
Pálmi segir að Peres spili
ekki samskonar tónlist og
Centaur gerði: „Við förum
um víðán völl í lagavali og
það er eiginlega ekki komin
reynsla á hvað verður úr Per-
es. En þetta er allt annað en
Centaur var að gera.“
En af hverju Peres?
„Sigurður Jónsson hefur
dvalið mikið i Mexíkó, þar er
Peres jafnalgengt nafn og Jón
er hér. Þetta
nafn festist við
Sigga og
þannig er það
tilkomið,"
sagði Pálmi.
/ lok þessa mánaöar kemur
út á vegum Islenskrar tón-
verkamiðstöðvar geisla-
diskurinn ,,Sprotar“ þar sem
Orn Magnússon píanóleik-
ari leikur verk eftir fjölmörg
íslensk tónskáld og spannar
tónlistin síöustu hundraö ár-
in. Upptökurnar fóru fram í
Listasafni Sigurjóns Olafs-
sonar í tilefni af því aö í lok
mánaöarins heldur Örn til
Japans á norrœna hátíö pí-
anóleikara.
„Eg mun leika á fimm tón-
leikum víðs vegar í Japan, á
einkatónleikum og með öðr-
um norrænum píanóleikur-
um. Efnisskráin verður alfar-
ið íslensk með verkum eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Jón Leifs, Pál ísólfsson, Þor-
kel Sigurbjörnsson, Misti Þor-
kelsdóttur, Hróömar Sigur-
björnsson, Hilmar Þóröarson
og Hjálmar Ragnarsson og
þessi verk verða á diskinum
sem er að koma út,“ sagði
Örn Magnússon.
En,hvaö meö tónleika áöur
en þú heldur utan?
„Já, ég held tónleika á
sunnudaginn kemur í Gerðu-
bergi. Þar mun ég leika alla
efnisskrána sem ég held utan
með á hátíðina í Japan."
Svo viröist sem Japanir séu
mjög opnir fyrir íslenskri tón-
list?
„Ég held að
skýringin sé sú að
markaðirnir í Evrópu
eru mettir, þar eru
hefðirnar rót-
grónar. Ég held að Evrópubú-
ar séu ekki eins opnir fyrir
nýjungum og Japanir, sem
aftur á móti drekka þær í sig
og notfæra sér þær um leið.
Nú, svo búa þessar tvær þjóð-
ir ekki við svo ólíkar aðstæð-
ur. Báðar eyþjóðir, harðhent
náttúra, mikii eldvirkni og
svo framvegis," sagði Örn.
Odýr og góður
,,V7ð höfum lítiö auglýst
nema hér í Hafnarfiröi, en
■þetta viröist hafa spurst út og
viö eigum oröiö stóran hóp
fastra viöskiptavina. Þetta
hefur kostaö þolinmœöi, en
staöurinn er farinn aö ganga
vel núna,“ sagöi Anna Alex-
andersdóttir, framkvœmda-
stjóri veitingastaöarins
Singapore, Reykjavíkurvegi
68 í Hafnarfiröi.
Singapore er ekki flottasti
veitingastaður sem maður
hefur komið inn á, ekki er
mikið lagt í innréttingar eða
pjátur og prjál. Staðurinn er
þó allur hinn snyrtilegasti og
maturinn hreinasta veisla fyr-
ir bragðlaukana.
Um eldamennskuna sjá
tveir kokkar frá Singapore
(þ.e. landinu) og kunna svo
sannarlega sitt fag. Það
er þeim að þakka að
staðurinn|er einn besti
kínastaður höf-
uðborgarsvæðisins. Og
ekkiler veislan dýr; fjórir
litlir réttir (sem eru alls
ekkert litlir)jkosta
1.300 krónur á mann-
Jnn og einn rétt og súpu
máfá|fýrir um 1500
krónur. Semsagt
frábær veisla fyrir
lítinn|pening.
Sjálfsævisaga Katherine Hep-
burn er að koma út þessa dag-
ana. í henni verða birtar marg-
ar myndir af leikkonunni sem
ekki hafa sést áður. Katherine
sagði einhverju sinni um
sokkabuxur að þær væru
„uppfinning djöfulsins". Það er
því kannski ekki furða að hún
kysi frekar að ganga í síðbux-
um en stuttum pilsum. Það
hafði á sínum tíma gífurleg
áhrif á kventískuna. Nú er öld-
in önnur. Sa mkvæmt karltísku
dagsins
dag eiga
buxur
beirra að
vera
akkúrat
eins og
buxurnar í
klæðaskáp
Katherine
um 1960.
Ævisagan
jnennar
og óbirtu
myndirnar
munu því
'sjálfsagt hafa
meiri áhrif á
karl- en
kventískuna.
HVERJIR ERU HVAR?
Sértu heppin(n) muntu hitta á
Glaumbar; valsarana Sævar
Jónsson og Einar Pál, Harald í
Leonard, Lilju í Cosmo, Atla
Eðvaldsson og Þorgils Óttar,
Bjössa í Ný dönsk, Gumma í
Sálinni, Steina trommara í
Stjórninni, Sebastian Nanna í
Kristu, Kidda Big foot og fé-
laga, Valdimar Jónsson í Val-
höll, Róbert Árna lögfræðing,
Sigurð Baldursson fram-
kvæmdastjóra, Mumma í
Ástund og Gúrkuvinafélagið
eins og það leggur sig.
POPPIÐ_____________________
Eldfuglinn (Karl og Grétar Orv-
arssynir með félögum, þó ekki
föður sínum) leikur og syngur
á Gauknum í kvöld og KK-
band á Púlsinum ásamt töfra-
manninum Leo Gillespie og
trúbadornum Mick M. Þessir
tveir eru alveg frábærir
skemmtikraftar, það fór ekki á
milli mála hjá Hemma Gunn í
gær. Sigurður Björnsson verð-
ur á Blúsbarnum í kvöld. Eitt
'frumlegasta bandið á mark-
aðnum í dag, Inferno, verður á
Tveimur vinum í kvöld. Þeir
hafa þann háttinn á að varpa
kvikmyndum og slides-mynd-
um á veggina i kring meðan
þeir spila og þannig mynda
hljómsveitin og sviðið sem
hún stendur á eins konar sýn-
ingartjald fyrir myndirnar.
Björg
Gudmundsdóttir
vagnstjóri hjá SVR
Hvað ætlar þú að gera
um helgina?
„Ég þarf aö vinna alla
laugardaga til klukkan
17 svo aö yfirleitt geri ég
nú ekki mikiö annaö en
þaö. Þó getur veriö aö ég
bregöi út af venjunni um
nœstu helgi og fari meö
fjölskyldunni vestur á
Snœfellsnes til skyldfólks
mannsins míns.“
Frumlegt. Inferno skipa Ómar
Stef., Indriði Einars, Örn Ing-
óifs, Jóhann Richards, Óskar
Thorarensen og Guðjón Rúd-
olf. í Borgarvirkinu verður
Borgarsveitin ásamt Önnu Vil-
hjálms. í sveitinni eru Torfi Ól-
afsson, Einar Jón og Pétur Pét-
urs. Við tvö erum á Mímisbar
föstudags- og laugardags-
kvöld.
Sniglabandið spilar á Tveimur
vinum á föstudagskvöldið.
Eins og allir vita er Snigla-
bandið sprenghlægileg
hljómsveit og platan sem þeir
sendu frá sér í fyrra er einhver
besta partíplata sem ég veit
Við
mæLum
MEÖ
Að fólk elski þann sem það
er með
ef það getur ekki verið með
þeim sem það elskar
Heimi án landamæra
og heimi þar sem Flugleiðir
hafa ekki sjálfdæmi um fargjöld
til íslands og frá
Húfum, treflum, vettlingum
og að fólk fái sér þetta í tíma.
Búhúhú, veturinn er kominn
Vllllköttum
þeir eru ekki eins kröfuharðir
og heimiliskettir
INNI
Brids. Þótt ótrúlegt sé tókst
þessum líka álappalegu gæjum
að verða hetjur. Hver hefði trú-
að þvi? Verða það endurskoð-
endur næst? Og þetta líka sér-
vitringslega spil. Það er ekkert
að venjulegum kaffitíma-brids,
en hafið þið heyrt keppnis-
menn tala um spil sem er ný-
lokið? Eða spil sem þeir tóku
fyrir mánuði eða hálfum öðr-
um áratug? Guð, það er eins og
að hlusta á dos-stýrikerfið lesið
upphátt. En samt er brids inni.
Ekki vegna þess að það sé eitt-
hvað varið í þetta spil eða
mennina sem spila það. Heldur
vegna þess að það er gott fyrir
okkur að gleðjast. Það er gott
að vera ánægður með sig, — í
hófi. Jafnvel þótt maður hafi
ekkert til þess unnið.
ÖTI
Einar Oddur Kristjánsson. Eins
og hann var fljótur að taia sig
inn í hjarta þjóðarinnar virðist
hann ætla að verða fljótur að
tala sig inn í taugarnar á henni.
„Nauðhemla", neyðsluæði",
„sótsvarta", „upp á líf og
dauða", „neyðarástand". Guð,
hvað þetta er leiðinlegt. Þetta
er eins og dökka hliðin á upp-
hafinni væmninní í Heimi
Steinssyni.