Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 ÞETTA BLAÐ ERI SKÝJUNUM ... eins og þeir hjá flugmálastjórn. Eins og sjá má á blaðsiðu 9 hafa þeir dálítið sérkennilegar hug- myndir um sjálfa sig og stofnunina. Og þeim finnst svo gam- an í skýjunum að þeir niðurgreiða farið fyr- iraðra sem vilja koma til þeirra. ... einsog Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún er sá þingmaður sem faer besta ein- kunn hjá þingfrétta- riturum og frétta- mönnum eins og sjá má á blaðsíðu 12. ... eins og Rúdolf, hið rauðnefjaða hreindýr jólasveinsins. Eftir gagngerar breyting- artískuhönnuða á jólasveininum og fylgihlutum hans er Rúdolf orðinn að þyrlu. Sjá blaðsiðu 21. ... eins og Snær Gíslason sem spjallað er við á blaðsíðu 4. Það er nefnilega hans tími núna eins og annarra barna. ... eins og DeepJimi and the Zep Creams. Þeir eru að meika það í Ameríku — nokkuð sem feðrum þeirra tókst aldrei. Sjá blaðsíðu B4. ... eins og flestir landsmenn, sem eiga framundan sælutíð umjólin. Sjá brot af því besta sem í vændum er á blað- síðu 22. Er þetta ekki kjörin leið til að fylla ldrkjur landsins, Þorbjörn? „Þetta er gleðilegt framtak hjá bræðrum okkar og systrum í Frí- kirkjunni og er leið til að fylla kirkju í það minnsta að nóttu til og í vondum veðrum, jafiiffamt því sem veitt er aðhlynning og skjól.“ Á kirkjuþingum er oft skeggrætt um hvernig auka megi aðsókn að kirkjum, sem á stundum þykir heldur dræm. Nú brá svo við um helgina að um 700 manns leituðu skjóls í Fríkirkjunni vegna veðurofsans sem þá geisaði. Voru bekk- ir þétt setnir og gott betur. Þorbjörn Hlynur Árnason er biskupsritari. F Y R S T F R E M S T GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON: Stjórnar stríðsaðgerðum frá Flórída. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON: Samkeppnin á ekki séns. SKIPULEGT UNDANHALD TIL FLÓRÍDA Stríðsyfirlýsingar Guðmundar J. Guðmundssonar verkalýðs- frömuðar eftir Dagsbrúnarfund- inn á dögunum vöktu verðskuld- aða athygli, enda tönnlaðist hann á því að stríðsástand ríkti milli verkalýðsins og ríkisstjórnarinn- ar. Var alvöruþunginn á Jakanum slíkur að elstu menn muna vart effir öðru eins og er karl þó þekkt- ur fyrir annað en að skafa utan af hlutunum. Töldu menn vafalaust að ráðherrar ríkisstjórnarinnar skylfu fyrir framan sjónvarpstæk- in, þar sem þeir sæju verkföll og mótmælaaðgerðir verkalýðshreyf- ingarinnar framundan, hvað sem öllum jólum og Vísa-tímabilum liði. Þeim létti þó örugglega talsvert þegar Gvendur sagði að stríðsað- gerðirnar hæfust ekki þar og þá, heldur þyrftu menn að taka sér nokkurra daga umhugsunarfrest til að ráða ráðum sínum. Nú er komið á daginn af hverju Jakinn vildi ekki fara í stríðið alveg strax, því á föstudag fluði hann til Flór- ída í þriggja vikna ffí. RAFMAGNSGIRÐINGAR Á NÆSTA LEITI? Árrisulir vegfarendur um Kringluna hafa vafalaust tekið eff- ir ábúðarfullum vörðum á gulum stökkum, sem standa við allar innkeyrslur að verslunarmiðstöð- inni og varna því að unnt sé að aka inn á bílastæðin. Verðirnir eru komnir á sinn stað fyrir allar aldir og hafa sérstakar grindur, sem dregnar eru fyrir innakstursopin, til að tryggja að örugglega komist nú enginn að. Fyrir ókunnuga er engu líkara en landamæralögregla Austur- Þýskalands gamla sé farin að sinna umferðarmálum í Kringl- unni, en um klukkan níu gufa verðirnir upp og sjást ekki fyrr en daginn eftir. Ástæðan fyrir öllu þessu er sú að forstöðumenn Kringlunnar vilja tryggja að það séu einungis viðskiptavinir, sem njóti bílastæð- anna, en ekki starfsfólk verslana þar, sem mun hafa verið orðið bæði aðgangshart og rúmfrekt. Því mun hins vegar ætlað að leggja bílum sínum í námunda við kastala Rfkisútvarpsins í Efstaleiti. MAÐKUR í MYSUNNI Sem kunnugt er bauð forseti fs- lands þingmönnum lýðveldisins og mökum þeirra til veislu í síð- ustu viku, þar sem höfðinglega var veitt í mat og drykk að vanda. Af myndum, sem birtust i blöð- um, varð ekki annað ráðið en að þingmenn kynnu vel að meta krásimar og gerðu þeim góð skil. Þess var hins vegar látið ógetið að maðkur reyndist í mysunni með þeim afleiðingum að sumir gestanna fengu væga matareitrun. Fengu margir í magann, biðraðir mynduðust við salerni og veislan stóð skemur en efni stóðu til. Jólahlaðborðið á Bessastöðum þótti afar giæsilegt að sjá og vom allir réttir kyrfilega merktir, svo að þingmennirnir vissu nú örugglega hverju þeir væru að gæða sér á. Allt kom þó fyrir ekki. Sökudólg- urinn er ófundinn, en grunsemdir munu helst beinast að majones- meti ýmiss konar. ÞORGRÍMUR JARÐAR SAMKEPPNINA f Bóka- og plötublaði PRESS- UNNAR birtist nú síðasti met- sölulistinn fyrir jól og þar kemur fram að bækur Þorgríms Þrá- inssonar gefa engan veginn eftir í efstu tveimur sætunum og er Lalli Ijósastaur, sem er í öðru sæti list- ans, með um þriðjungi meiri sölu en næsta bók á eftir, en það er ævisaga Þorsteins Jónssonar, Dansað í háloftunum. Þar á eftir kemur Vigdís Grímsdóttir með Stúlkuna í skóginum, svo Lífs- ganga Lydíu eftir Helgu Guð- rúnu Johnson, þá Heimskra manna ráð Einars Kárasonar, næst íslenskir auðmenn eftir þá Jónas Sigurgeirsson og Pálma Jónasson, síðan Alltaf til í slag- inn eftir Friðrik Erlingsson og loks Hjá Báru eftir Ingólf Mar- geirsson. Miðað við fjölda við- talsbóka hafa reiðinnar býsn af fs- Jólin koma fyrst á Litla-Hraun Það má halda því fram að jólin hefjist fyrr á Litla-Hrauni en ann- ars staðar. Þar fá fangarnir pakk- ana afhenta á aðfangadagsmorg- un og geta því komist í snertingu við innihald þeirra fyrr en flestir aðrir landsmenn. Upp úr hádeg- inu verða síðan haldnir jólatón- leikar þar sem Bubbi Morthens og fleiri góðir listamenn skemmta föngum. Bubbi spilar fyrir fanga á Litla-Hrauni á aðfangadag. Það er orðinn fastur siður hjá Bubba að leika fyrir fanga á að- fangadag og það hefur hann gert í rúman áratug. Bubbi fær með sér ýmsa þekkta listamenn, svo sem rithöfunda, skáld og tónlistar- menn. Aðspurður segist hann ekki enn hafa beðið neinn að koma með sér um þessi jól, en menn séu yfirleitt mjög jákvæðir gagnvart því að stytta föngum stundir. Að skemmtun Bubba og félaga lokinni mun svo séra Ólaf- ur Jens Sigurðsson fangaprestur flytja jólahugvekju. Líklega dettur fáum í hug að jól í fangelsi séu eins og jól hjá þeim sem geta um frjálst höfuð strokið. Svo virðist sem fangelsisyfirvöld séu einnig þeirrar skoðunar að jólin eigi ekki að líkjast því sem al- mennt gerist, þó svo að vel sé gert við fangana á þessari hátið Ijóss og friðar. Til dæmis hefst kvöld- verðurinn á Litla-Hrauni ekki klukkan 18 eins og venja er hjá allflestum heldur klukkustund fyrr og fjórum tímum síðar er svo reittfram kvöldkaffi. lendingum afskaplega miklu að miðla til samferðamanna sinna. Mismikil sala bendir þó ótvírætt til þess að þjóðin hafi mismikinn áhuga á þessum „bíógrafísku flössurum“ eins og þeir hafa verið neíndir. Þannig vinnur Bára Sig- urjónsdóttir en Helgi Hall- varðsson tapar. Rósa Ingólfs- dóttir vekur áhuga, en Guðni Guðmundsson rektor ekki. Reynslusaga Thelmu Ingvars- dóttur þykir athyglisverð en mið- ilinn Þórunn Maggý ekki. SIGURÐUR GlSLI PÁLMASON: Vill ekki sjá starfsfólkið á bílastæðum viðskiptavinanna. VIGDÍS FINN- BOGADÓTTIR: Býður ekki upp á majones aftur í bráð. RÓSA INGÓLFS: Áhugaverð. GUÐNI REKTOR: Óá- hugaverður. UMMÆLI VIKUNNAR „Stangaveiðiárbókin stendur á tímamót- um, hún erfimm ára ogþað erísafold sem gefur bókina útþetta árið. “ Pað er þó betra en að vera fullur prestur „Ég er orðinn hálfiir prestur." Jón Skaftason sýslumaður. IGUNNAR BENDER FISKIFÆLA 1»A1> lilUJ ÞIÍSSAR ÞllONGIJ GALL4- RlJXIJll! „Éghafðiveriðí vandræðum með pippið á mér.“ Guðlaugur Bergmann náttúruundur. ,,Það töldi um að ég &ti verið tólf ára svQég sló til.“ Sigrún Ecjla Björnsdóttir rænffigjadóttir. Nú, herðist ekki að? „Ríkisstjómin hefur sett snöruna um eigin háls og það með eindæma klaufalegum hætti.“ Pétur Sigurðsson VestfjarðaskelRr Mð |)ð ehhi Jlijilð efnðhðgsspár Þlóðhagsslofn- unar? „Ég á von á því að saga Jóns Arasonar verði vin- sæl hjá okkur. Georgíu- menn dýrka fólk sem hefur verið drepið fyrir átrúnað." Grigol Matsjavariani Islandsfíkill Forstjóri eúkkulaðiverksmiðjunnar Lindu hefur upplýst að iandsmenn horði á ári um 150 tonn afkonfekti. Par afer helmingurinn innlend framieiðsia. Um S5 prósent neyslunnar* eru veqna konfektkaupa fyrir jólin eða um 130 tonn. Pað er um hálft kíló alls á hvem íbúa. Landsmenn hafa tekið vel íað kaupa innlent tilaðauka atvinnu hér á landi. Er pað til of mikils mæist að konfektát verðijafnt aiit árið svo aMnnan verði ekki árstíðarbundin? Atvinnuleysið mundi hverfa með þvfað auka korrfektátið í 130 tonn hvem mánuð eða upp í6 kíló á mann á ári. Nú. svo er okkur sagt að kjötneysian uies- ember sé um 1 púsund tonn. Það parfekki annað en yfirfasra desembemeysluna á aiia mánuði oq pá er annað stórt vandamái gufað upp. Meltið petta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.