Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 26
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR 50. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Þriðjudagur 22. desember Hækkun meðlags hefur víða áhrif HÖFUM EKKISÉÐ KARLMAH HÉRIUA EFTIR AÐ MEÐLAGIÐ HÆKKAÐI - segja Bára Finnsdóttir, Kolbrún Tryggvadóttir og Pálína Jónsdóttir, sem allar hafa stundað Þjóðleikhúskjallarann í áraraðirog tala afreynslu. Það er helvíti hart ef stjórnvaldsaðgerðir eiga að eyðileggja fyrir okkur kynlífið, - segja þær vin- konur Kolla og Pála. Salómé Þorkelsdóttir vill at- huga hversu vel þeir Óli Þ. Þórð- arson og Hjörleifur Guttorms- son endast í frosti. Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis VILL AÐ FIIIVDIR ALÞIIUGIS FRAM AD JÓLUM VERÐI ÚTIFUNDIR Það verðurgaman að sjá hvort Óli Þ. og Hjörleifur end- ast lengi í pontu íþessum djöfuls gaddi, - segir Salóme. Alþingi LITLU JQLIM FÆRD í ÞING- SALINN VEGNA STANSLAUSRA ÞINGFUNDA ÁrniJohnsen og Matthías Bjarnason verða að víkja af þingi til að koma jólatré fyrir í þingsalnum. Þetta er kannski ekki sér- staklega jólalegt en það var annaðhvort að sleppa litlu jól- unum eða halda þau hér í þing- salnum, - segir Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna. Samkvæmt hefð fá þingmenn epli og jólasveinn kemur í heimsókn. Framsóknarflokkurinn / f RED RUSSNESKAN LEIKARA TIL Afi LEIKA DAVÍfl ODDSSON Leikarinn Ivan Paloévskíj mætti reglulega á öldurhús og drakk sig dauðadrukkinn. Hug- myndin varað grafa undan trausti fólks á Davíð. Reykjavík, 22. desember. Samkvæmt öruggum heimildum GP borgaði Fram- sóknarflokkurinn rússnesk- um leikara, Ivan Paloévskíj, um 200 þúsund íslenskra Íkróna til að koma fram á ýmsum öldurhúsum sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra, en þeim Ivan og Davíð svipar mjög saman. Hug- mynd Framsóknar var að grafa með þessu undan trausti fólks á Davíð. Sá háttur var hafður á að Ivan mætti í gervi Davíðs á ýmis mannamót og drakk þá alltaf ótæpilega, stundum jafnvel svo að dyraverðir þurftu að henda honum út. Ekki kom að sök þótt Ivan þessi kynni ekki stakt orð í íslensku þar sem þvoglumæltir Rússar og þvoglumæltir íslend- ingar hljóma mjög líkt og tala með öllu óskiljanlegt tungumál. „Ég þekki engan Ivan en ég þekki Davíð mjög vel og ekki bara að góðu,“ sagði Páll Péturs- son, formaður þingflokks Fram- sóknar, þegar GP bar þetta undir hann. Þegar Páli var sýnd mynd af honum og Ivan í Perlunni, sem tekin var á sama tíma og Davíð Oddsson var að borða á Hér má sjá rússneska leikarann Ivan Paloévskíj taka við fyrirmæl- umfrá Páli Péturssyni, þingflokksformanni Framsóknar, og Sig- rúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, þar sem Ivan var kófdrukkinn I Perlunni. Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, sagði Páll að um misskilning hlyti að vera að ræða. Hann sagðist muna eftir þessu atviki í Perlunni. Þeir Davíð hefðu verið að ræða um EES. „Þetta skýrir margt,“ sagði Davíð Oddsson, þegar GP greindi honum ffá málinu. „Það er margt sem ekki kemur heim og saman í sögunum sem ég heyri um mína eigin drykkju. Mér var til dæmis sagt um dag- inn að ég hefði verið fullur á ömmu Lú en ég fann ekki til timburmanna daginn eftir. Þeir hafa hins vegar fylgt drykkjunni eins og dagurinn nóttinni frá því ég var rétt rúmlega tvítugur." Ivan Paloévskíj er nú aftur kominn til Rússlands. Þar leikur hann nú lítið hlutverk í Kardim- ommubænum. Þrátt fyrir það berst hann nokkuð mikið á, enda vel fjáður á rússneskan mæli- kvarða eftir íslandsheimsóknina. Kreppunni lokið 56 MILLJAROAR FINNAS í SEBLABANKANUM Ógrynni afgulli finnast íherbergisem talið var vera geymsla undir þvottadót. Það má sjálfsagt skamma okkur fyrir að hafa týnt þessu gulli en menn geta líka velt því fyrir sér hvort stjórnmálamennirnir væru ekki fyrir löngu búnir að eyða því ef þeir hefðu vitað um það, - segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. „Samkvæmt lögum eigum við að rýma húsin klukkan þrjú og við brjótum ekki lög þótt það sé frost eða vindur," - segir Kristinn Bald- ursson, formaður dyravarðafélagsins. Félag drykkjumanna STEFNIR DYRAVARSAFÉ- LAGINU FYRIRIRMIN- RÉTTINDADÖMSTÓLINN „Þeir hentu okkur útí 10 stiga frost og 11 vindstig á laugar- dagskvöldið var,J'-segir Garðar Ragnarsson, nýkjörinn for- maður félagsins. „Efþetta hefði gerst í Bosníu hefðu þeir verið sakaðir um stríðsglæpi." Aukin glæpatíðni í Reykjavík ÞJÓFAR ELTA JQLA SVEINA 06 HNUPLA NANIMIÚR SKÓM Höfum enga skýringu aðra á því að ekkert barn við Bragagötuna fékk í skóinn síðastliðna nótt, - segir Hrafn Gíslason lögreglu- varðstjóri. Ég þekki persónulega nokkur börn við Bragagötu og veit að þau eru indæl og að mestu laus við óþekkt, - segir Hrafn varðstjóri. Framlag þitt skilar árangri HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR - með þinni hjálp VOV Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis Gíróseðlar liggja frammi í bönkum og sparisjóðum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.