Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 B I O B O R G I N Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York ★★★★ Frábær skemmtun. Spyrjið bara börnin. Þau tryllast af fögnuði yfir öllu því dóti sem lend- ir á hausnum á bófunum. Jólasaga Prúðuleikaranna The Muppet Christmas Carol ★★★ Prúðuleikurunum og ekki síst Mi- chael Caine tekst að blása enn nýju lífi í þessa sögu, sem sjálfsagt hefur birst börnum á öllum aldri í fleiri útgáfum en nokkur önnur. Sjáið þessa fyrirjól. Friðhelgin rofin Unlawful Entry ★★ Þetta gæti verið Höndin sem vöggunni ruggar II eða Pacific Heights III. Systragervi Sister Act ★★ Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★ Ótrúlega fögur mynd og fjarska óhugnanleg þegar það á VÍð. Eilífðardrykkurinn Death Becom- es Her ★★ Svört kómedía sem leikstjórinn Robert Zemeckis hefur blandað svo svarta að hún verður furðulítið skemmtileg. Jólasaga Prúðuleikaranna The Muppet Christmas Carol ★★★ Systragervi Sister Act ★★ Blanda gaman- og tilfinningasemi og sannar að það er sjaldan góður kokkteill. Kúlnahríð Rapid Fire ★★ Hefnd sonar Bruce Lee. Karatemennirnir eru í hærri klassa en kvikmynda- fólkið og fá báðar stjörnurnar. Blade Runner ★★ Litlu breytt frá frummyndinni og engu til bóta. Beethoven ★★ Leitin rnikla ★★ Burknagil, síðasti regnskógurinn ★★ HASKOLABIO Karlakórinn Hekla ★★★ Guðný Halldórsdóttir á heiður skilinn fyrir að hafa búið til söng- og gaman- mynd fyrir styrkinn sinn í stað þess að líta svo á að Kvikmyndasjóður hafi keypt sjö þúsund áhorfendur af herðum hennar. Þessi sjö þús- und geta því hlegið og skemmt sér. Dýragrafreiturinn 2 Pet Sematary Two ★ Hryllingur. Góður fyrir þá sem geta ekki lifað án gæsahúðar. Subbulegur og tilgangslaus fyrir hina. Hákon Hákonscn ★★ Norsk æv- intýramynd. Því miður ekki miklu betri en það hljómar. Aðdáendur Ævintýrabókanna fá þó eitthvað við sitt hæfi og skiptir þá engu þótt mörg ár séu liðin síðan síðasta bókin var lögð til hliðar. Ottó Otto der Liebesfilm ★ Otto Waalkes virðist vera svo fljótur að búa til myndir að engar líkur eru á að eftirspurn eftir honum vaxi á milli myndanna. Boomerang ★ Myndin sem átti að draga úr hraðri niðurleið Eddies Murphy af stjörnuhimninum. Hann stendur sig þokkalega en getur samt litlu bjargað. Svo á jörðu sem á himni ★★★. Háskaleikir Patriot Games ★★ Smásmuqulegheit eru helsti kostur reyfara eftir Tom Clancy. Þegar þau vantar verður söguþráðurinn helsti fátæklegur. ii.i'ifiimiE Eilífðardrykkurinn Death Becom- es Her ★★ Svört kómedía sem leikstjórinn Robert Zemeckis hefur blandað svo svarta að hún verður furðulítið skemmtileg. The Babe ★★★ Hrífandi mynd um einfeldning sem bjó yfir ein- stökum hæfileikum í hafnabolta. John Goodman er eins og skapað- ur í hlutvékið. Tálbeitan Deep Cover ★★ Nokk- uð smart mynd með meira af spennu en ofbeldi. En spennan og sagan renna út í sandinn eins og tálbeitutrixið hjá fíkniefnalögregl- unni. REGNBOGINN Síðasti móhikaninn Thc Last of tlie Mohicatts kkk Myndin hefst á sögukennslu en lifnar síðan við. Daniel Day Lewis fer á kostum og hoppar og skoppar alla myndina, svo mikið að áhorfendur fer að verkja (augun í seinni hálfleik. Miðjarðarhafið Meditcrranco ■kirk Myndin sem hrifsaði verð- launin af Börnum náttúrunnar — eins og segir í auglýsingunni. Það þarf mikinn þjóðernissinna til að finnast það ósanngjarnt. Á réttri bylgjulengd Stay Tuned Leikmaðurinn The Player kkkk I senn þriller, gamanmynd og háðsádeila. Algjört möst. Sódóma Reykjavík ★★★ Prinsessan og durtarnir ★★★ Fuglastríðið í Lumbruskógi ★★★ omaizxa Mcðleigjandi óskast Single White Female ★★★ Spennandi, eilítið smart oq ágætlega óhugnanleg. í sérflokki A League of their Own ★★★ Líklega skemmtu leikararnir sér enn betur en áhorfendurnir. Bitur máni BittcrMoon ★★★ Börn náttúrunnar ★★★ S O G U B I O Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York ★★★★ Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★ Ótrúlega fögur mynd og fjarska óhugnanleg þegar það á við. Eitt og annað má gera sér til gamans um jólin. Til dæmis er mælt með að matarafgöngum verði ekki hent heldur nýttir til hins ýtrasta. Það verður líka að drekka eitthvað með matnum. Þá er mælt með að börn- unum sé sinnt, þau slitin frá sjónvarps- skjánum og skemmt á annan hátt. Sumar messur eru skemmtilegri en aðrar og... Það sitja allir uppi með mikið af afgöngum um jólin og vita sjaldn- ast hvað vð þá má gera annað en að kroppa í kjötið og hita sósuna upp. Nýstárlegri hugmyndir eru þó til. Ristað andakjöt með grænmeti ísúr sætri sósu á fersku salati Súrsæt sósa: 1 hluti edik 1 hluti sykur 2hlutarvatn 1 laukur tómatpúrre, paprikuduft og sítróna eftir smekk. Allt þetta er soðið saman. Einfald- ara getur það varla verið. Notað er grænmeti sem til er, kalt kjötið er skorið í teninga og því komið fallega fyrir á diskinum ásamt salatinu. Sósunni er hellt yfir. Ofnbakaður hamborgarhrygg- ur og pasta með ostasósu Soðnu pasta er komið fyrir í eld- föstu móti og kjötsneiðamar lagð- ar ofan á. Grænmeti sem til er í ís- skápnum er sneitt niður og lagt meðfram kjötinu. Að síðustu er ijómalagaðri ostasósu hellt yfir og rétturinn bakaður í ofni í svoh'tinn tíma. Kalt hangikjöt með súrsuðum rauðlauk og eplasalati Súrsaður rauðlaukur er búinn til með því að skera hann niður, steikja létt í olíu og sjóða rólega í sykri, vatni og ediki í 15 mínútur svo úr verði nokkurs konar sulta. í eplasalat fer: 1 hluti majónes 1 hluti sýrður rjómi 1 hluti þeyttur rjómi Örlítill sykur, smátt skorið blaðsellerí og epli. Rauðlauknum og eplasalatinu er haganlega fyrir komið með kjöt- inu á diskinum. Kalkúnn með heitri rifsberja- sósu og kartöflusalati f kartöflusalatið fer: Smátt saxaður laukur og smátt skorið beikon (ef til er) og þetta tvennt er léttsteikt en síðan kælt. Laukurinn og beikonið er látið út í 1 hluta af majónesi sem blandað er til helminga með sýrðum rjóma, kryddað með sterku sinn- epi og karríi. Kartöflunum er síð- an blandað saman við. Ef gras- laukur er til á heimilinu er það prýðisviðbót. Rifsberjasósan er löguð á þann hátt að rifsberjahlaup er brætt saman við svolítið af rauðvíni. Hún er sett á disk og kalkúninum komið fyrir ofan á. Kartöflusalatið sett til hliðar. Villigæs með sveppum í rjómasósu á spaghettí Rjóma er bætt út í sósuna af gæs- inni og sveppir settir saman við. Kjötið er brytjað ofan 1 sósuna og ragúinu hellt yfir spaghettí. Kjörið er að nota meira grænmeti ef til er. Kalkúnasalat í pönnukökum Paprika, sveppir og púrrulaukur er léttsteikt á pönnu í örlítilli olíu. Kryddað með kam'i og papriku- dufti. Grænmetið er kælt og síðan sett út 1 blöndu, 1 hluta af maj- ónesi og 1 hluta af sýrðum rjóma. Smátt skornu káli og kalkúnabit- um er bætt saman við þessa blöndu og að lokum er henni komið fyrir í hefðbundnum pönnukökum. Köld svínasteik með steiktu hvítkáli, papriku, perum og ananas í edikssósu (vinai- grette) Hvítkál er skorið smátt og steikt á pönnu í olíu. Kryddað með salti, pipar og timian. Paprikan er skor- in niður svo og perur og ananas (ferskur er betri en má nota úr dós) og þessu þrennu blandað saman við kálið. Ediksósa/Vinaigrette: 3 hlutar oh'a 1 hluti edik 2 hlutar eplasafi Bragðbætt með sinnepi, estrag- on og heilum pipar. Eplasafmn er soðinn, estragon, sinnep og heill pipar sett saman við. Látið mafla rólega í fimm mínútur. Edik er látið út í og vökvinn látinn kólna nokkuð. 01- íunni er síðan þeytt smátt og smátt saman við. Blöndunni er hellt yfir hyítkálið og kjötinu kom- ið fyrir á diskinum. Gratíneraðar hamborgar- hryggssneiðar með tómötmn, osti og steiktum hrísgrjónum Þykkar hryggsneiðar eru smurðar með sinnepi. Tómatar em skomir í sneiðar, raðað ofan á kjötið og ostur látinn ofan á. Kryddað er með oregano og kjötið bakað í ofni. Hrísgrjón: Blaðlaukur, sellerí og tómatar er skorið niður og steikt 1 olíu, en auk þess er gott að bæta nokkmm rúsínum saman við. Kryddað er með kam'i og sojasósu hellt út á. Soðin hrísgrjón em steikt með grænmetinu en einnig má nota pasta ef svo ber undir. Milt og þægilegt vín sem flestum ætti að líka: San Cerre. Franskt hvítvín. Það hefur nokkum ávaxtakeim og er við það að geta talist þurrt. Gran Coronas. Spænskt rauðvín. Fremur létt vín og gefur gott effir- bragð. Fordrykkur 1 sl vodka 1/2 sl Peach Tree (nýr líkjör) 1/2 sl Blue Curacao (Blár Triple Sec) 9 sl appelsínusafi Hrist (án klaka) og skreytt með kirsuberi eða fersku jarðarberi. Sjálfur Guðjón - óáfengur for- drykkur 1 hluti maracujasafi 1 hluti apríkósusafi 1 hluti appelsínusafi Skvetta af sítrónusafa og Grenad- ine Bols. Það síðastnefnda fæst í stórmörkuðum, er rautt, gefur ht og örlítið sætt bragð. Þetta er ferskur drykkur. Meðkaffinu Amaretto-púrtvín. Möndlulíkjör. Koníak, Camus VSOP eða EXO. Camus eiga flestir að venjast en EXO stendur fýrir Extra Old og hefur legið lengur 1 ámunni, er því litsterkara og mýkra — sömuleið- is nokkm dýrara. Fyriralla Malt, appelsín og kók. Gamla góða jólaölið endurbætt. Kókið gerir drykkinn ferskari. Gott fyrir meltinguna Calvados er eplabrandí og sagt hafa þau áhrif að skapa meira magamál og því kjörið að fá sér einn gráan á milli rétta. Sorbet er líkt og Calvadosinn borðaður á milli rétta. Soðinn er sykur, ögn af sítrónusafa og 1 lítri vatns. Blandan er sett í skál og komið fyrir inni 1 frysti. Hrært er reglulega í henni svo hún harð- fijósi ekki. f velkælda blöndu er sett hálf eggjahvíta sem léttir hana. Það er ekki verra ef kampa- vínsdreitill er við höndina. MESSUR Sannknstið fólk ætti ekki að kom- ast upp með annað en að fara í það minnsta einu sinni á ári til kirkju. Víða má njóta messu- gjörða. Miðnæturmessur á að- fangadag: f Kristskirkju, sem mörgum finnst óskaplega hátíð- legt meðan öðrum þykir reykelsið helst til yfirþyrmandi. f Hall- grímskirkju, þó ekki væri nema fyrir orgelið fina. Halldór S. Gröndal messar í Grensássókn en hann sækir dæmi úr daglega lífinu og talar skiljan- legt mál. Karl Sigurbjömsson þjónar í Áskirkju og til hans ættu að sækja messu þeir sem hafa gaman af krossgátum og myndaþrautum. í Bústaðakirkju þykja sætin þægilegust en fyrir altari þjónar skíðagallapresturinn Pálmi Mattíasson. Þar má búast við að minnst fari fyrir mærðarvæli. Við mælum með að leyfit verði að klappa í öllum kirkjum, Guði til dýrðar. SJÖNVflRP Mælt er með bestu dagskrárliðum á blaðsíðu 25. Síðasti móhíkaninn með Daniel Day-Lewis. Stórmynd með góð- um leikara. Það er óvíst hvenær hann sést næst á hvíta tjaldinu. Mediterraneo. Andsvar við am- erískum menningaráhrifum. Okk- ur veitir ekki af. Karlakórinn Hekla. fslenskur húmor... The Muppet Christmas Carol. Ekki síst fyrir fullorðna, þar sem Michael Caine er í einu aðalhlut- verkanna. Tommi og Jenni. Sagt er að þeir vingist í myndinni. Það eru nú einusinnijól. Home Alone 2. Barnaspennu- þriller, svona rétt til að koma inn réttum hugmyndum. Nota bene, engin vopn notuð. Single White Female fyrir þá sem þola ekki spennulaus jól. BEHUfl OG PLðTUR SJÁBLS. B2UPPGJÖR GAGNRÝNENDA DLMENNILEGRR BÚÐIR ÞAR SEM FALLEGUSTU JÓLAGJAFIRNAR FÁST SVO OG EIIT OG ANNAÐ GOTT TIL JÓLANNA Borð fyrir tvo. Það er allt fallegt sem þar fæst. Whittard of London. Þar er enska jólakakan engu lík. Kjötbúr Péturs. Klikkar aldrei. Te og kaffi. Þar sem besta kaffið 1 bænum fæst nýmalað. Pipar og salt. Búð eins og þær gerast bestar í útlöndum. Fomverslunin Fomleifur. An- tík á ótrúlega sanngjömu verði. Ekki gleyma henni. Hjá Conní. Fyrir þá sem eru að brenna inni með jólagjöf handa ffúnni. Ódýr en smart nærfatnað- ur. Ostabúðin. Selur loksins ferskan parmesanost. Blómaverkstæði Binna. Hver önnur? Marithé Girbaud Francois. Fal- leg herraföt, í dýrari kantinum þó. Þar fást líka einstaklega vænar peysur. Jólaóratóría Johanns Sebastian Bach í flutningi kórs Langholts- kirkju. Ógleymanlegt þeim sem einu sinni hafa hlýtt á. Jóladagskrá í Hallgrímskirkju: söngvar, lestrar, kórsöngur, ein- söngur, orgelleikur og almennur söngur að breskri fyrirmynd. NOTRLEG HflfFI- OG VEITINGDHUS Homið bregst ekki. Kaffi List: Fínn matur, ekki of dýr og skemmtilega persónuleg þjónusta. Sólon Islandus: Fallegt umhverfi sem þjónustan og matseðillinn komast ekki í hálfkvisti við; mætti bæta hvort tveggja til muna. Ronja ræningjadóttir. Frum- sýnt annan jóladag. Leikhúsið veitir ágætis frí ffá teiknimyndun- um. My Fair Lady sem margir bíða með eftirvæntingu að sjá sem sést best á aðsókn. Uppselt á fyrstu sýningár. Lucia di Lammermoor. Kemur manni í hátíðarskap. En því mið- ur uppselt líka. HLflSSÍH Ljósvfldngar á Hressó og Sólon íslandus síðustu daga ársins. Lokaljóðastemmning. Topplistamenn íNýlistasafninu, ein af fáum myndlistarsýningum með þunga; Kirsten Ortwed og Jan Svenungsson. POPP Púlsinn á Þorláksmessu. Síðustu forvöð að skemmta sér. Bogomil Font með fitubrennslu- hátíð á Hressó. Nú hrista menn af sér spikið. Síðan skein sól með jólapartí á Tveimur vinum. Ætli þeir sýni sjálfir á sér botninn? ÚTIVIST Þórsmerkurferð um áramótin og ekkert síðra að fara í Landmanna- laugar. Munið að kampavín ffýs ekki. HLLIR VERÐI MEfl REIPI OG STRRTHRPRL í bílum sínum og hjálpi náungan- um. Það staðfestir boðskap jól- anna. EVÐfl MIHLU UM JÖLIN eins og þetta séu þau síðustu. Gulli stjama spáirbatnandi tíð með blóm í haga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.