Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 E R L E N T 17 Breskir sadómasókistar mótmæla dómi undirréttar, sem dæmdi átta menn í fangelsi fyrir afbrigðilega kynhvöt. Sadómasókistar fang- elsaðlr fyrlr ástalelki Óhugnanleg myndbönd sadómasókista sem komust í hendur Scotland Yard hafa valdið miklum usla á Bret- landi. Lávarðadeild breska þingsins þarf nú að skera úr um hvort kvalalosti og sjálfspíslarhvöt flokkist und- ir einkamál eða fólskulegar, refsiverðar líkamsmeiðingar. Á Bretlandi hefur sadómasók- istum vaxið fiskur um hrygg og þykir sérfræðingum ekki ótrúlegt að um 30 prósent landsmanna stundi einhvers konar pyntingar í svefnherbergjum sínum. Sumir halda því fram að óttinn við al- næmi sé helsta orsök þess að sa- dómasókismabylgja virðist nú gengin yfir landið, þar sem svipan komi oft í stað hefðbundinna kyn- maka. Hver svo sem ástæðan kann að vera hefur sadómasók- ismi aldrei átt jafnmiklu íylgi að fagna á Bretlandi og sífellt bætast nýir áhugasamir í hópinn. Athygli vekur að menn fara ekki lengur leynt með brenglaðar kynþarfir sínar. Sérverslanir með glannaleg- an leðurklæðnað og óhugnanleg- ustu pyntingatól spretta nú upp líkt og gorkúlur og ný tímarit um sadómasókisma bókstaflega flæða yfir breskan blaðamarkað. Það er ef til vill til marks um hve sadómasókismi er orðinn h'tið feimnismál á Bretlandi að ekki einu sinni fræga fólkið hikar við að varpa ljósi á sjálfspíslarhvöt sína. í síðasta mánuði efndi eitt af bresku sm-tímaritunum, Skin Two, til fýrstu „Gúmmíhátíðar- innar í London. Eins og við var að búast flykktust áhangendur sa- dómasókisma á hátíðina íklæddir afbrigðilegum leðurklæðnaði, með hálsólar, svipur, keðjur og ýmis önnur pyntingatól, sem þykja ómissandi í ástaleikjunum. Meðal þeirra tvö þúsund fylgis- manna sem mættu til leiks var Mick Jagger, höfuð Rollings Stones, og vakti það talsverða at- hygli, enda höfðu flestir staðið í þeirri trú að kynferðisþarfir hans væru í eðlilegri kantinum. Það kom mönnum hins vegar minna á óvart að sjá franska fatahönnuð- inn Jean- Paul Gaultier á gúmmí- hátíðinni, enda maðurinn óvenju- djarfur og fer ótroðnar slóðir í flestu. SCOTLAND YARD RÆÐST TILATLÖGU Mál sadómasókista eru nú í há- mæli í Bretlandi og kemur það ekki til af góðu. Fyrir tveimur ár- um komst rannsóknarlögreglan Scotland Yard yfir óhugnanleg myndbönd í eigu sadómasókista. Á þeim gaf að líta leðurklædda menn pynta hvern annan, þar sem getnaðarlimir voru m.a. skornir með rakvélarblöðum, rispaðir til blóðs með sandpappír og „negldir“ með stálnöglum. Að- farirnar og blóðsúthellingarnar voru slíkar að innan Scotland Yard gengu menn út frá því sem vísu, að ástaleikirnir á mynd- böndunum hefðu kostað manns- líf. Lögreglan tók að sér rannsókn málsins og leiddi hún til handtöku sextán manna úr röðum sadóma- sókista. I ljós kom að þeir sem sýndu hvað mest tilþrif á mynd- böndunum reyndust vera dag- farsprúðustu menn, þeirra á með- al lögfræðingur, tölvusérfræðing- ur og slökkviliðsmaður á sextugs- aldri. Rannsóknarlögreglunni þóttu aðfarirnar á myndböndun- um síður en svo geðslegar og kröfðust gæsluvarðhalds yfir mönnunum sextán sem hlut áttu að máli. Enda væri ekki um að ræða sakleysislega ástaleiki og þar með einkamál, eins og hinir hand- teknu héldu ffam, heldur líkams- meiðingar af alvarlegasta tagi. Mál mannanna fór fyrir dóm- stóla í lok árs 1990, eftir að bresku slúðurblöðin höfðu velt sér upp úr því í nokkra mánuði. Undirréttur komst að þeirri niðurstöðu að hegðan mannanna væri refsiverð og teldist brot á almennum hegn- ingarlögum um líkamsmeiðingar frá árinu 1861. Höfuðpaurarnir, átta talsins, voru því dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi og var litið á dóminn sem fordæmi í málum sadómasókista á Bret- landi. DÓMNUM ÁFRÝJAÐ TIL LÁ- VARÐADEILDARINNAR Margir á Bretlandi urðu til þess að fagna dómi undirréttar í máli áttmenninganna. Þeir „íhalds- samari" í ástamálum líta enda á sadómasókisma sem argasta sið- leysi og það geti með engu móti talist eðlilegar kynhvatir að menn njóti þess að pynta sjálfa sig og berja hver á öðrum. Líkamsmeið- ingarnar séu fólskulegar og fyrir slíkt afbrot beri skilyrðislaust að refsa mönnum. Litið var á undir- réttardóminn sem fordæmi, og með honum skyldi sadómasókist- um í eitt skipti fyrir öll gerð grein fyrir því hvaða augum samfélagið liti sjúklegar kynhvatir þeirra. Sadómasókistar og aðrir ffjáls- lyndari í ástamálum voru aftur á móti að vonum afar ósammála niðurstöðu dómsins og töldu að um væri að ræða rof á friðhelgi einkalífsins. Því enda þótt kyn- hvatir þeirra væru aðrar en flestir ættu að venjast væri það einkamál þeirra hvemig þeir höguðu kynh'fi sínu. Öðrum kæmi það hreint ekki við og þeim bæri engin skylda til að útskýra ástaleiki sína, frekar en öðrum Bretum. Bresk- um yfirvöldum stendur víst nokk á sama hvað þeim frjálslyndari í ástamálum þykir í þessum efnum og segja að ekki sé seinna vænna að gera þegnum landsins skýra grein fyrir því hvað hægt sé að bjóða siðmenntaðri þjóð upp á og hvað ekki. Því var litið svo á að mönnunum bæri að taka út refs- ingu sína í fangelsi. Áttmenning- arnir vildu þó ekki una dómi und- irréttar og áfrýjuðu til lávarða- deildar breska þingsins, æðsta dómstóls landsins, þar sem mál þeirra bíður nú dóms. SADÓMASÓKISTAR EFNA TIL MÓTMÆLAGÖNGU Sadómasókistar og mannrétt- indasamtök á Bretlandi brugðust hart við eftir að dómur undirrétt- ar í máli mannanna átta var kveð- inn upp. Lýstu mótmælendur sig ósammála niðurstöðu dómsins í blaða- og sjónvarpsviðtölum, dreifðu áróðursblöðum og höfðu hátt hvar sem þeir komu. Og fyrir skemmstu komu sjö hundruð hommar og lesbíur saman í Lond- on, íklædd leðurfatnaði frá toppi til táar, til að mótmæla örlögum mannanna og freista þess að vinna dómara lávarðadeildarinn- ar á sitt band. Á mótmælaspöld- um þeirra mátti lesa yfirlýsingar á borð við þessa: „Hnefaleikamenn berja hver annan í klessu gegn greiðslu. Hvernig getur það talist afbrot að berja elskhuga sinn með svipu, til þess eins að fá fullnæg- ingu?“ Sadómasókistum á Bretlandi þykir sem brotið hafi verið á sér og eru staðráðnir í að berjast til þrautar. Takmarkið er að fá mennina átta lausa, á þeim for- sendum að enda þótt þeir hafi barið hver annan til blóðs á myndböndunum umræddu hafi þeir ekki brotið neitt af sér. Ekki eru menn almennt trúaðir á að lá- varðadeild breska þingsins breyti nokkru í máli fanganna, en þess er að vænta að dómur verði kveðinn upp í byrjun næsta árs. Skiljanlega hafa margir Bretar áhyggjur af uppgangi sadómasók- ista í heimalandi sínu, sem eru að verða æ háværari, og velta fyrir sér hugsanlegum skýringum á af- brigðilegri tilhneigingu landa sinna. Þeirra á meðal eru meðlim- ir hinna ýmsu kristilegu samtaka á Bretlandi, sem reyndar hafa svör á reiðum höndum og skafa ekki utan af hlutunum. Ein skýringin er sú að sadómasókismi sé ekkert annað en sjúkdómseinkenni spillts þjóðfélags, sem sé rotið inn að beini. Madonna hneykslar Bandaríkjamenn Það er eiginlega alveg sama hverju Madonna kemur nálægt, henni tekst alltaf að vekja á sér umtalsverða athygli. Nú er það mynd af söngkonunni, sem birtist á forsíðu bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly í byrjun nóvember sl„ sem valdið hefur fjaðrafoki. Myndin var fengin að láni úr nýrri klámmyndabók Madonnu, Sex, og sýnir hana alls- nakta við umferðargötu að húkka sér bíl. Af tillitssemi við lesendur var stórt spurningarmerki látið hylja mestu nektina á forsíðunni, en allt kom fýrir ekki. Blaðið var ekki fýrr komið út en bréfum tók að rigna inn á ritstjórn og var mörgum lesendum svo stórlega misboðið, að þeir sögðust ekki sætta sig við annað en afsökunar- beiðni. I næsta blaði á eftir birtist því lítil klausa frá ritstjóranum, þar sem blaðið varð við ósk siða- vandra lesenda sinna og bað þá innilega afsökunar. Einkennisbúningur og hálsól — vinsæl hjálpartæki ástalífsins hjá sadómasókistum. Heimilisdýrið hjá sálfræðingi Meðal þeirra sem um þessar mundir gera það gott, bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi, eru dýrasálfræðingar. Raunin er sú að mjög mörg húsdýr virðast eiga við einhvers konar sálræn vandamál að stríða og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. Nú eru Þjóðverjar búnir að upp- götva þennan nýja markaðs- möguleika og fyrir skemmstu opnaði dýrasálfræðingur nokk- ur í Hamborg fýrstu stofuna þar í landi sem ætluð er fyrir dýr. Nýjungin hefur mælst vel fyrir meðal dýraeigenda setja menn það ekki fýrir sig þótt þeir þurfi að greiða um fimm þúsund krónur fyrir viðtalstímann. Allt er lagt í sölurnar svo heimilis- dýrið megi ná fullum bata. Það kemur svo sem ekki á óvart að Þjóðverjar skuli sýna málinu sérstakan áhuga, enda hundar í miklu uppáhaldi hjá þeim og reyndar oft sagt að þeir séu hrifhari afhundum en börn- um. Talið er að um þriðji hver húsdýraeigandi í Þýskalandi eigi í erfiðleikum með ferfætlinginn sinn, en þau dýr sem einkum eru hjálparþurfi eru hundar og kettir. Helstu ástæðurnar fyrir sálarkreppu þeirra eru þröng húsakynni, of lítil hreyfing, ein- vera, aðgerðarleysi en þó um- fram allt rangt uppeldi. Sálar- kreppan kemur fram í ýmsum myndum; dýrin verða þunglynd, árásargjörn, taugaveikluð, hlýða illa, gera þarfir sínar innandyra og láta illa að stjórn þegar farið er með þau út að ganga. Einkum geta stórir og sterkir hundar orðið til mestu vandræða þegar þeir taka upp á því að draga eig- endur sína á eftir sér í hálsólinni. Við upphaf læknismeðferðar heimsæícir sálfræðingurinn sjúklinginn, grennslast fýrir um uppeldi hans og kannar heimil- isaðstæður. Þá fýrst er hægt að hefja meðferðina en hún getur orðið bæði löng og ströng. Sál- ffæðingurinn fýlgist grannt með sjúklingnum, hegðan hans og andlegri líðan og leitar leiða til að hjálpa dýrinu út úr sálar- kreppunni. Arangurinn af starfi dýrasálfræðinga er sagður lygi- lega góður og flestir eru sjúkling- arnir eins og „ný dýr“ að lokinni meðferð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.